Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Í SL. viku var und- irritaður samningur milli utanríkisráðu- neytisins, Útflutnings- ráðs og Ferða- málastofu um aukið samstarf að kynn- ingar- og markaðs- starfi erlendis í þágu ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan hefur á síðustu árum verið einn af okkar grósku- mestu og mikilvægustu atvinnu- greinum. Nú er hún einfaldlega meginstoð í íslensku atvinnulífi. Við verðum að afla gjaldeyristekna sem mest við megum til að borga niður erlendar skuldir og byggja upp. Traustar undirstöður Við höfum traustar undirstöður að byggja á. Þær voru reistar af fjölda fagfólks í íslenskri ferða- þjónustu á undanförnum árum og áratugum. Það er verðmætt í dag. Hins vegar er vert að hafa í huga að það eru blikur á lofti í ferða- mennsku í heiminum, og líklegt að samdráttur láti á sér kræla, ef lengist í heimskreppunni. Það er okkar verkefni við slíkar aðstæður að tryggja að Ísland haldi sínu. Að mínu mati þurfum við að efla markaðs- og kynningarstarf okkar erlendis með því að stilla betur saman strengi þeirra ólíku aðila sem að því koma. Við höfum líka verk að vinna við að endurheimta orðspor Íslands á alþjóðavettvangi þar sem það hefur beðið hnekki. Ég hef nýverið lagt fram í rík- isstjórn og á Alþingi frumvarp um stofnun svokallaðrar Íslandsstofu. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að Íslandsstofa verði stofnuð á grunni Útflutningsráðs, sem verður lagt niður í núverandi mynd, en verkefnin áfram starf- rækt undir þessu nýju nafni. Með einni röddu Íslandsstofa mun fela í sér nokkrar meginbreytingar. Ég vil nefna fjórar: Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að markaðsstarf Ferðamálastofu er- lendis verði rekið innan vébanda Íslandsstofu. Þannig er tryggt að stærstu aðilarnir í landkynningar- og markaðsstarfi Ís- lands erlendis vinni saman sem einn mað- ur. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að starfið á vettvangi Íslandsstofu standi stofnunum í menningarkynningu opið, s.s. Kvikmynda- stofnun, bókmennta- kynningarsjóði og öðr- um, enda mikilvægt að fá þá með. Góð reynsla hefur fengist af slíku samstarfi. Í þriðja lagi er hugmyndin sú að Íslandsstofa tryggi samlegðaráhrif í öllum verkefnum, hvort sem þau eru á sviði útflutningsaðstoðar, ferðamála, fjárfestinga eða menn- ingarkynningar. Með því að setja þessi verkefni undir einn hatt geta þau stutt hvert annað þar eð öll stoðþjónusta verði á einum stað hjá Íslandsstofu. Jafnframt er tryggt að skilaboðin frá Íslandi séu samræmd og hnitmiðuð eins og kallað hefur verið eftir um ára- bil. Í fjórða lagi verður Íslandsstofu falið það verkefni að gæta og efla orðspor Íslands erlendis. Samstarf strax Ég geri mér ekki vonir um að frumvarpið um Íslandsstofu verði samþykkt á þessu þingi í ljósi þess hve mikill fjöldi annarra brýnna mála bíður þar afgreiðslu. Það ætti á hinn bóginn að geta fengið loka- afgreiðslu á sumar- eða haustþingi. En það er ekki eftir neinu að bíða að hefja þetta samstarf. Þess vegna er farin sú leið að gera samning um að undirbúa stofnun og starf Íslandsstofu sem mest má. Skrifstofum Ferðamálastofu í Frankfurt og Kaupmannahöfn verður lokað í sumar, en þær hafa gegnt mikilvægu hlutverki í mark- aðs- og kynningarstarfi okkar í Evrópu. Þess í stað munu verk- efnin færast að stórum hluta yfir til sendiráða okkar í Berlín og Kaupmannahöfn, í nánu samstarfi við Ferðamálastofu í Reykjavík og Útflutningsráð, sem kemur að starfi viðskiptafulltrúa sendiráð- anna. Sendiráðin verða markaðs- stofur ferðaþjónustunnar. Með þessu næst fram marg- víslegur ávinningur: Okkur tekst að losa um umtalsvert fjármagn sem hingað til hefur verið bundið fast í leigu og rekstrarkostnaði landkynningarskrifstofa; við nýtum betur sendiráðin og gerum starf þeirra að ferðamálum markvissara undir stjórn Ferðamálastofu; og við notum það sem sparast til að auka við verkefni á markaðs- svæðum. Markaðsstofur landshluta Að undanförnu hefur einnig ver- ið unnið gott starf við að styrkja ferðaþjónustuna hér innanlands. Það endurspeglast m.a. í því að þrátt fyrir efnahagserfiðleika hef- ur aldrei verið varið jafnmiklu fé til ferðamála af hálfu ríkisins og á yfirstandandi ári, yfir milljarði króna. Nýverið gerði Ferðamálastofa samninga við sjö landshlutastofur um svæðisbundið markaðsstarf. Það hefur verið keppikefli að koma á svæðisbundnu markaðssamstarfi innanlands og með sérstakri fjár- veitingu á síðasta ári tókst að skapa því styrkari grundvöll tíma- bundið og vonandi verður svo til frambúðar. Markaðsmál ferðaþjónustunnar innanlands og erlendis verða ekki aðskilin. Markaðsstofurnar eru því í hæsta máta hluti af því nýja skipulagi í markaðsmálum ferða- þjónustunnar sem við erum að byggja upp. Nýtt skipulag Í góðri samvinnu við hags- munaaðila í ferðaþjónustu hefur á stuttum tíma tekist að leggja lín- urnar fyrir nýtt skipulag í mark- aðs- og landkynningarmálum ferðaþjónustunnar erlendis sem innanlands. Og eining ríkir um að vinna að stofnun Íslandsstofu sem verði sameiginlegur fram- kvæmdavettvangur þeirra sem starfa að landkynningu og mark- aðsmálum í þágu íslensks atvinnu- lífs og ímyndar Íslands erlendis. Íslandsstofa í augsýn Össur Skarphéð- insson segir frá stofnun Íslands- stofu »Með því að setja þessi verkefni undir einn hatt geta þau stutt hvert annað þar eð öll stoðþjónusta verði á ein- um stað hjá Íslands- stofu. Össur Skarphéðinsson Höfundur er iðnaðar- og utanrík- isráðherra. FERMINGARGJÖF ORÐABÓKAÚTGÁFAN FRÁBÆR Í STJÓRN- ARSKRÁ Íslands seg- ir m.a. að það séu mannréttindi hvers sjúklings að fá bestu fáanlegu lyf og þjón- ustu á hverjum tíma. MS-sjúkdómurinn er lítið gleðiefni frekar en aðrir sjúkdómar, en hingað til hafa einu lausnirnar verið lyfjagjöf sem á að gera lífið bærilegra þrátt fyrir MS. Alltaf hafa verið vonir um að lyf kæmi á markað sem stöðvar eða læknar sjúkdóminn, en aldrei datt nokkrum í hug að ef slíkt lyf fyndist yrði það gefið sjúklingum eftir póst- númerum. Nú er nefnilega komið lyf á mark- aðinn sem kallast Tysabri og hefur reynst stöðva sjúkdóminn og sjúk- lingar geta jafnvel sleppt hækjum eða staðið upp úr hjólastólum. Sótt var um lyfjagjöf fyrir undirritaða í febrúar 2008 til taugadeildar Land- spítalans, enn er umsókn ósvarað, margir aðrir MS-sjúklingar hafa sömu sögu að segja. Landspítali gefur þau svör að lyfið verði að gefa á taugadeildinni í Reykjavík til að hafa eftirlit með sjúklingn- um við lyfjagjöfina. Ég þyrfti sem sagt að mæta fjórða hvern föstudag til Reykjavík- ur til að fá lyfið, en mætti fara strax heim að því loknu. Ég þarf þó ekki að hafa neinar áhyggjur af ferlinu, þar sem það er svo mikið að gera á taugadeildinni að það virðist ekki vera hægt að sinna sjúklingum sem búa í hærra póstnúmeri en 270. Ég veit að læknar og hjúkr- unarfólk hér fyrir vestan treysta sér fyllilega til að sjá um þessa lyfjagjöf. En taugadeildin segir það ekki ganga upp þar sem lyfjagjöfin kalli á svo mikið eftirlit. Hvað gerir lyfið það sérstakt að vel menntaðir læknar teljast ófærir um að gefa það? Hversu merkilegt eftirlit er hægt að hafa með sjúklingi sem kemur í lyfjagjöf klukkan rúm- lega níu að morgni og er farinn úr bænum fyrir klukkan fimm sam- dægurs? Er taugadeildin að hamstra verkefni til að sýna þörf á hærri fjár- veitingu vegna húsnæðis, aukinnar þjónustu og starfsmannahalds? Sjúklingar með aðra taugasjúkdóma hafa líka fengið að heyra að minnka verði þjónustu við þá vegna aukinnar þjónustu við MS-sjúklinga. Því spyr ég aftur. Er ekki hægt að minnka þetta mikla álag með því að senda okkur landsbyggðarfólkinu lyfið heim í hérað? Spara örlítið og nýta rýmri tíma til að veita ÖLLUM taugasjúklingum sína þjónustu? Að mínu mati er ekki bara verið að brjóta á mínum mannréttindum, heldur er þetta bruðl á fjármunum almennra skattborgara og þessi að- ferð að senda sjúkling fram og til baka í staðinn fyrir lyfið, er ekki sparnaður skv. mínum barna- skólalærdómi. Ég eins og allir aðrir vil verkefni heim í hérað og hér á Ísafirði er heilbrigðisþjónusta, að- staða, kunnátta og starfsfólk til fyr- irmyndar og fullkomlega tilbúið að létta byrðar þjóðarinnar ef því er að skipta! Getur einhver svarað mér? Lyfjagjöf eftir póstnúmerum? Ingibjörg Snorra- dóttir Hagalín spyr um lyfjagjöf fyrir MS-sjúklinga Ingibjörg Snorradóttir Hagalín » Í stjórnarskrá Ís- lands segir m.a. að það séu mannréttindi hvers sjúklings að fá bestu fáanlegu lyf og þjónustu á hverjum tíma. Höfundur er MS-sjúklingur og býr á Ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.