Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 2
BELGÍSKUR karlmaður á þrítugs-
aldri sem flúði frá lögreglu eftir
handtöku í Leifsstöð á fimmtudag
náðist á föstudagsmorgun í miðbæ
Keflavíkur. Maðurinn reyndi að
flytja inn til landsins fíkniefni inn-
vortis. Hann var úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 14. apríl nk.
Eftir að hafa flúið braust mað-
urinn inn í kjallaraíbúð í Keflavík
og hélt þar til um nóttina. Hann
gekk örna sinna á gólfi kjallarans
í þeim tilgangi að koma efnunum
niður. Efnin skiluðu sér á hinn
bóginn ekki. andri@mbl.is
Reyndi að losa
sig við efnin
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
segðu
smápestum
stríð á hendur!
Fæst í apótekum og
heilsubúðum um land allt.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
STÓR hluti ánægjunnar sem fylgir hestamennsku er félagsskapurinn, bæði
meðal manna en einnig dýra enda má sjá að þessir félagar nutu þess allir
fjórir að liðka sig saman í blíðunni við Elliðaárnar í gær. Fátt er það sem
jafnast á við samband manns og hests þegar best lætur enda titra mörg
hestamannshjörtun yfir ljóðlínum Einars Benediktssonar úr Fákum: Og
knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur.
Morgunblaðið/Golli
Kórónulausir kóngar
„Það er alveg ljóst að við eigum eft-
ir að rannsaka krosseignatengslin
alveg frá þeim tíma þegar bank-
arnir voru einkavæddir. Þá voru
spilin gefin í eignarhlutföllum, sem
hafa haft áhrif á það sem síðar
kom. Það fer alveg eftir hverju við-
fangsefni fyrir sig hversu langt
þarf að fara aftur. Það er mis-
langt,“ sagði Páll Hreinsson. Hann
var einnig spurður hvort mat
stjórnmálamanna á þeim sem fengu
að kaupa bankana yrði skoðað, t.d.
hvort stjórnmálamenn hefðu mátt
sjá það fyrirfram að kaupendurnir
væru ekki traustsins verðir.
„Við munum vafalaust skoða
hvernig stjórnvöld stóðu að þessu,
hvaða viðmið voru sett í upphafi, og
hvort stjórnvöld hafi yfirleitt fylgt
þeirri stefnu sem boðuð var. Í því
sambandi skiptir auðvitað máli
hverjir komu að þeirri ákvörðun.
Við munum spyrja um þann laga-
grundvöll sem starfað var eftir.
Hluti af þessu kemur hiklaust til
skoðunar,“ sagði Páll.
Krosseigna-
tengsl rakin
frá upphafi
Einkavæðingin verð-
ur með í skýrslunniEftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ÞEGAR gömlu viðskiptabankarnir
þrír féllu var um helmingur af útlán-
um þeirra, um 4.000 milljarðar
króna, til hundrað stærstu skuldara
hvers þeirra um sig. Á þessari vitn-
eskju byggist sú aðferð sem rann-
sóknarnefnd Alþingis um banka-
hrunið mun nota á næstunni til að
rannsaka útlán bankanna.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi Páls Hreinssonar og Tryggva
Gunnarssonar, nefndarmanna, í
gær, en þar greindu þeir frá nokkr-
um afmörkuðum rannsóknarefnum,
sem eru hluti af því að skýra heild-
armyndina af bankahruninu.
Sérstaklega verður sjónum beint
að fyrirgreiðslu í bönkunum árin
2007 og 2008. Safnað verður upplýs-
ingum um heildarupphæðir útlán-
anna, í hvað var lánað og hvernig út-
lán þróuðust með tilliti til trygginga
sem lántakar þurftu að veita. Þetta
er annars vegar til að athuga hvort
starfsemin hafi almennt verið í sam-
ræmi við lög, reglur og eðlilega við-
skiptahætti, en einnig til að skoða
hvers konar fyrirgreiðslu einstakir
hópar fólks og fyrirtækja fengu.
Í fyrsta lagi verður gerð náin
skoðun á völdu úrtaki úr hópi hinna
hundrað stærstu. Afgreiðsla lána
verður skoðuð, tryggingarnar fyrir
lánum, lánskjörin, áhættumatið, frá-
gangur skjala og hvaða fólk tók
ákvarðanir um þau. Ársreikningar
sumra lántakenda eða fyrirtækja
þeirra verða skoðaðir líka.
Í öðru lagi verða þessar upplýs-
ingar úr bönkunum bornar saman
við skrár sem nefndin tekur saman
um alþingismenn, tiltekna opinbera
starfsmenn, fjölmiðla, hluthafa í
bönkum, starfsmenn og við-
skiptamenn banka. „Það er látið að
því liggja að fjölmiðlar hafi kannski
látið hafa áhrif á sig. Það er sagt að
þingmenn hafi látið hafa áhrif á sig.
Okkur gefst kostur á að komast að
þessum upplýsingum,“ sagði
Tryggvi.
Heilt bankakerfi undir
Fleira er skoðað, svo sem rafræn
úttekt á hlutabréfaviðskiptum í
Kauphöllinni. Tryggvi og Páll gera
ráð fyrir því að mestur hluti yf-
irheyrslna yfir bankastjórum fari
fram eftir að þetta hefur verið gert
og segir Páll líklegt að þessi könnun
leiði í ljós markaðsmisnotkun, hafi
hlutabréf verið seld fram og til baka
til að halda uppi markaðsvirði fyr-
irtækja. „Við gerum þetta með raf-
rænum hætti. Það gefur færi á því
að kanna hverjir áttu viðskipti með
hlutabréf, á hvaða tíma, fyrir hvaða
verð,“ sagði Tryggvi. „Sjálfsagt hef-
ur eitt bankakerfi aldrei verið undir
í jafnumfangsmikilli rannsókn eins
og hér er núna,“ bætti Páll við.
Helmingur lána til fárra
Lánveitingar til 300 stærstu skuldara bankanna þriggja 2007-2008 undir smásjá
„Sjálfsagt hefur eitt bankakerfi aldrei verið undir í jafnumfangsmikilli rannsókn“
Morgunblaðið/Ómar
Nefnd Launagreiðslur, bónusar, kaupréttir og rekstur sjóða eru líka undir.
INGÓLFUR Guð-
brandsson, tónlist-
armaður og ferða-
málafrömuður, lést á
Landspítalanum í gær,
föstudaginn 3. apríl
2009. Ingólfur var
fæddur 6. mars 1923.
Foreldrar hans voru
Guðrún Auðunsdóttir
og Guðbrandur Guð-
brandsson á Prests-
bakka á Síðu.
Ingólfur lauk kenn-
araprófi frá Kennara-
skóla Íslands 1943 og
stundaði nám í tungumálum við Há-
skóla Íslands á árunum 1944 til 1949.
Síðar hélt hann til tónlistarnáms við
Guildhall School of Music í London
og stundaði nám í ensku og hljóð-
fræði við University College í Lond-
on. Þá stundaði hann framhaldsnám
í tónlist við Tónlistarháskólann í
Köln, í Augsburg og í Flórens.
Árið 1943 hóf Ingólfur störf sem
kennari við Laugarnesskóla og
bryddaði þar upp á ýmsum nýjung-
um í tónlistarkennslu, þar á meðal
morgunsöng sem enn er lifandi hefð
í skólastarfinu. Hann varð síðar
námstjóri tónlistarfræðslu hjá
menntamálaráðuneytinu og starfaði
sem skólastjóri Barnamúsíkskólans
í Reykjavík um skeið.
Ingólfur stofnaði ferðaskrifstof-
una Útsýn árið 1955 og var forstjóri
hennar til ársins 1988.
Síðar stofnaði hann
ferðaskrifstofuna
Prímu og Heimsklúbb
Ingólfs, og starfaði á
vettvangi ferðamála
allt til ársins 2006.
Ingólfur var frum-
kvöðull í kórstarfi og
tónlistarflutningi á Ís-
landi. Árið 1957 stofn-
aði hann Pólýfónkórinn
og undir hans stjórn
voru frumflutt á Íslandi
mörg af stærstu verk-
um tónbókmenntanna.
Kórinn hélt tónleika víða um heim og
hafa margar plötur og geisladiskar
komið út með söng hans.
Ingólfur hlaut margvíslegar við-
urkenningar fyrir störf sín. Hann
var sæmdur riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu árið 1977, og
ítölsku riddaraorðunni Cavaliere
della Repubblica Italiana sama ár.
Árið 1972 var hann gerður að heið-
ursfélaga Félags íslenskra tón-
menntakennara. Þá var hann út-
nefndur Capo dell’Ordine „Al Merito
della Repubblica Italiana“ árið 1991.
Í febrúar síðastliðnum hlaut Ingólfur
heiðursverðlaun Íslensku tónlist-
arverðlaunanna.
Ingólfur eignaðist átta börn. Þau
eru Þorgerður, Rut, Vilborg, Unnur
María, Inga Rós, Eva Mjöll, Andri
Már og Árni Heimir.
Ingólfur Guðbrandsson
Andlát
SIGRÍÐUR
Hrólfsdóttir
rekstrarhagfræð-
ingur hefur verið
ráðin fram-
kvæmdastjóri Ár-
vakurs hf.
Sigríður lauk
viðskiptafræði-
prófi frá Háskóla
Íslands árið 1990
og MBA-námi frá
University of California í Berkeley
árið 1994. Að loknu námi starfaði
Sigríður hjá Íslandsbanka, m.a. við
fjárstýringu og miðlun. Á árunum
1998 til 2004 starfaði hún hjá Eim-
skipafélagi Íslands hf., fyrst sem
forstöðumaður fjárreiðudeildar en
síðar sem framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs. Síðar starfaði hún sem
framkvæmdastjóri fjárfestinga- og
fjármálasviðs hjá Trygginga-
miðstöðinni hf. en hefur einnig unnið
sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
Sigríður hefur störf 28. apríl.
Sigríður til
Árvakurs
Sigríður
Hrólfsdóttir
Þau mistök urðu að þrjú orð féllu
niður í öðrum leiðara blaðsins í gær.
Í leiðaranum, sem ber heitið „Fjöl-
miðlaeftirlitið?“, átti síðustu máls-
grein að ljúka þannig: „… sem er-
indi eiga við almenning og alls ekki
brjóta trúnað við þá heimildarmenn,
sem veita því slíkar upplýsingar“.
Eru lesendur beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
LEIÐRÉTT