Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 44
44 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
Með ástarþökk ertukvödd
í hinsta sinni hér
og hlýhug allra vannstu er
fengu að kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir
og býr í vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum
björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Það eru nú 20 ár síðan við níu kon-
ur vorum boðaðar á hádegisverðar-
fund á Hótel Loftleiðum. Þegar við
mættum á staðinn beið okkar dekkað
orð með vatni og gulrótum Á borðinu
var einnig bréf sem sagði að nú væri
okkar tækifæri að mynda vinkvenna-
hóp.
Við vorum allar Sentorar í JC en
þekktumst mismikið. Alveg forviða á
þessu hádegisverðaboði ákváðum við
að hittast aftur og sjá hvort fundar-
boðandinn gæfi sig ekki fram í milli-
tíðinni.
Við vitum ekki enn hver boðaði
þennan fyrsta fund okkar en við héld-
um hópinn, kölluðum okkur Gulrætur
og vináttan varð meiri með hverju
árinu sem leið.
Við kynntumst fjölskyldum hver
annarrar og eiginmennirnir í hópnum
mynduðu sinn félagskap. Janúarferð-
irnar á Laugarvatn, ferðin á Vatna-
jökul, Barcelona, Kaupmannhöfn,
matarboðin, kaffihúsarölt og fleira.
Já það er margs að minnast.
Fyrir nákvæmlega einu ári sagði
Jóhanna okkur að hún hefði greinst
með krabbamein. Full bjartsýni og
vonar sagðist hún ætla að sigrast á
þessu meini. Baráttan varð hörð,
stundum var bjart yfir en því miður
varð ljóst hvert stefndi.
Alltaf var Jóhanna jafn jákvæð, ró-
leg og yfirveguð. Þegar leið að lokum
spurðum við hana hvort hún væri
kvíðin eða hrædd. Hún sagði það ekki
vera en þetta væri erfitt fyrir Sigga.
Það væri það versta.
Siggi sonur hennar var augastein-
inn í lífi hennar og samband þeirra
mæðgna var einstakt. Hún var stolt
af syni sínum og það birti alltaf yfir
henni þegar talið barst að honum.
Síðustu mánuði var Jóhanna hjá
foreldrum sínum Kristjönu og Eyjólfi
sem hlúðu að henni og hjúkruðu til
hinstu stundar. Við vinkonurnar
komum nær daglega til þeirra og urð-
um vitni að þeim kærleik sem ríkti í
fjölskyldu Jóhönnu.
Á kveðjustund er sorg í hjarta en
við erum líka þakklátar. Þakklátar
fyrir að þrautum Jóhönnu er lokið.
Þakklátar fyrir perlur minninganna
sem við eigum. Þakklátar fyrir þann
Jóhanna Sigríður
Eyjólfsdóttir
✝ Jóhanna SigríðurEyjólfsdóttir
fæddist í Reykjavík 21.
ágúst 1952. Hún lést á
heimili foreldra sinna í
Mosfellsbæ 23. mars
síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Langholtskirkju 2.
apríl.
sem boðaði okkur til
fyrsta fundar Gulrót-
anna.
Algóður Guð blessi
minningu Jóhönnu og
gefi Sigga, Kristjönu,
Eyjólfi, Ástu, Högna
og fjölskyldum þeirra
styrk á erfiðri stundu.
Barbara, Guðrún,
Gunnur, Lára,
Marta, Sigrún Inga,
Valgerður, Þóra
og fjölskyldur.
Við fráfall verður mikið tómarúm í
fjölskyldunni og söknuður. Á litlum
vinnustað þar sem viðkomandi hefur
unnið lengi verður ekki ósvipuð upp-
lifun. Þetta á ekki síður við hjá þeim
fjölmörgu sem hafa haft viðkomandi
sem fastan og traustan aðila til að
leita til og fá úrlausn sinna mála.
Þetta á vel við um Jóhönnu Sigríði
Eyjólfsdóttur sem við kveðjum í dag.
Hún var félagsmönnum Vélstjóra-
félags Íslands og síðan VM – Félags
vélstjóra og málmtæknimanna sem
hluti af stéttarfélaginu þeirra, enda
starfaði hún hjá félaginu í um 20 ár.
Það var því dapurlegt í fyrra þegar
búið var að flytja starfsemi VM úr
Borgartúninu og upp á Stórhöfða,
þar sem hefja átti nýja og framsækna
framtíð hjá félaginu, að veikindi Jó-
hönnu komu fram.
Við vorum bjartsýn á að þetta
væru lítilsháttar veikindi og hún
kæmi fljótlega til starfa aftur. En það
fór á annan veg. Það kom vel fram
hvað hún var félagsmönnum VSFÍ
náin, að fá samtöl átti ég við þá öðru-
vísi en þeir vildu vita um líðan hennar
og hvenær hún kæmi aftur til starfa.
Fyrir hönd félagsmanna VM vil ég
þakka Jóhönnu Sigríði fyrir allt sem
hún gerði fyrir þá og hennar framlag
til Vélstjórafélags Íslands. Megi góð-
ur Guð styrkja son hennar, foreldra
og fjölskyldu í að komast yfir miss-
inn.
Við munum sakna þín Jóhanna.
Guðmundur Ragnarsson,
formaður VM – Félags vélstjóra
og málmtæknimanna.
Á æviskeiði hvers og eins eru fjöl-
margar manneskjur sem koma að lífi
manns meira og minna í tímans rás
og tengjast mismikið, mislengi og
skilja mismikið eftir sig í huga
manns. Einn af mínum samferða-
mönnum var Jóhanna S. Eyjólfsdótt-
ir, sem ég kynntist fyrst er ég gerðist
félagi í JC Reykjavík fyrir 30 árum
og vináttubönd bundust. Leiðir okkar
lágu mikið saman í félagsstarfinu
framan af og fór svo að er hún varð
forseti félagsins tókst henni að fá mig
til liðs við sig sem gjaldkera í stjórn.
Metnaður hennar til starfsins var
mikill og var þetta skemmtilegur tími
og ósjaldan setið og spjallað og farið
yfir mál á heimili hennar í Maríu-
bakkanum. Við fylgdumst að í fé-
lagsstarfinu í JC fram yfir landsfor-
setatíma minn, en í framhaldi þess
má segja að leiðir okkar hafi skilið
um tíma. En í litlu samfélagi rekst
fólk hvað á annað og oft var það á ein-
hverjum JC-viðburðum að við hitt-
umst og síðar meir er ég varð forseti
Hins íslenska Senats, en Jóhanna var
dugleg að mæta á viðburði Senatsins.
Hún tók svo við þessu embætti
nokkrum árum síðar og útnefndi mig
þá sérlegan ráðgjafa sinn, sem þýddi
að samskipti okkar urðu aðeins
meiri. En lítið reyndi á ráðgjafahlut-
verk mitt fyrr en veikindin herjuðu á
hana. Sameiginlega undirbjuggum
við góðan aðalfund í desember síðast-
liðnum þar sem hún hitti samferða-
menn úr JC-starfinu um leið og hún
lét af embætti forseta Senatsins.
Hún starfaði alla tíð heilshugar að fé-
lagsstarfi JC og hafði einkunnarorð
hreyfingarinnar ávallt að leiðarljósi
og þá ekki síst síðustu málsgreinina:
„Að efla og bæta mannlíf sé öllum
verkum æðra.“ Síðustu mánuðir voru
henni erfiðir eftir því sem sjúkdóm-
urinn tók af henni völdin smám sam-
an, enda erfitt fyrir manneskju sem
aldrei hefur kennt sér meins að fara í
hlutverk sjúklings. Og að lokum varð
hún að játa sig sigraða og sofnaði
svefninum langa.
Það er með miklum söknuði að ég
kveð Jóhönnu hinstu kveðju um leið
og ég votta Sigurði syni hennar, for-
eldrum hennar, vinum og vanda-
mönnum samúð mína. Blessuð sé
minning Jóhönnu S. Eyjólfsdóttur.
Þorsteinn Fr. Sigurðsson.
Kveðja frá
Hinu íslenska senati
Hið íslenska senat kveður nú
hinstu kveðju senator númer 43414,
Jóhönnu S. Eyjólfsdóttur. Jóhanna á
að baki langan og öflugan feril innan
JC hreyfingarinnar eða Junior
Chamber International Ísland. Hún
var félagi í JC Reykjavík á þeim ár-
um sem félagsskapurinn var sem öfl-
ugastur og varð forseti félagsins.
Hún varð síðan útnefnd senator, sem
er æðsta heiðursviðurkenning innan
JC hreyfingarinnar og viðkomandi
verður um leið ævifélagi Junior
Chamber International. Jóhanna
hefur ætíð verið virk í öllu fé-
lagsstarfi og því ekki skrítið að það
hafi verið leitað til hennar með að
taka embætti forseta Hins íslenska
senats sem hún gerði og gegndi hún
embættinu með miklum myndarbrag
á þriðja ár. Hún lét af embættinu í
desember síðast liðnum á fjölmenn-
um aðalfundi og setti það í hendur
undirritaðs. Hún var öflugur forseti
og ekki er auðvelt að feta í fótspor
hennar. Hún var ekki bara dugleg að
sinna starfinu í senatinu, heldur tók
hún virkan þátt í starfi Junior Cham-
ber á Íslandi og sem forseti senatsins
sótti hún Evrópuráðstefnur hreyf-
ingarinnar og bárust samúðarkveðj-
ur Frá Evrópu-senatinu vegna frá-
falls hennar. Íslenskir senatorar
kveðja fráfarandi forseta sinn og
góðan vin og færum við syni hennar
og fjölskyldu okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Hið íslenska senat,
Ásgeir Þórðarson, forseti.
Fallin er frá sómakonan Jóhanna
Eyjólfsdóttir. Kynni okkar Jóhönnu
hófust um það leyti sem ég gekk til
liðs við samtök um kvennalista árið
1992. Þá var Jóhanna líka að stíga sín
fyrstu skref inn í hreyfinguna og með
okkur tókst vinskapur. Mér varð
strax ljóst að Jóhanna var mikill
dugnaðarforkur. Hún hafði starfað
innan JC-hreyfingarinnar en fann
stjórnmálaáhuga sínum farveg innan
Kvennalistans. Þar lét hún fljótt til
sín taka og gat staðið föst á sínu ef
þess þurfti með. Hún var femínisti
fram í fingurgóma en jafnframt tals-
maður þess að þeir flokkar sem telj-
ast til vinstri í íslenskum stjórnmál-
um störfuðu betur saman. Þannig
var hún eindregin stuðningskona
Reykjavíkurlistans og síðar Sam-
fylkingarinnar. Hún gekk með fjöl-
mörgum öðrum kvennalistakonum til
liðs við Samfylkinguna fyrir næstum
tíu árum og var formaður Samfylk-
ingarfélagsins í Reykjavík um tíma.
Og þó svo að allar þær konur sem
störfuðu í kvennalistanum hafi ekki
fundið sér farveg innan stjórnmála þá
hefur skapast sú hefð að fyrrverandi
kvennalistakonur hittast einu sinni á
sumri í grilli. Mér er minnisstæð
skemmtileg samvera sem Jóhanna og
móðir hennar Kristjana stóðu fyrir í
Mosfellsbænum fyrir nokkrum árum.
Þar var Jóhanna í essinu sínu og þær
mæðgur góðir gestgjafar heim að
sækja.
Góð kona talaði eitt sinn um mik-
ilvægi sterkrar vináttu sterkra
kvenna og það er mér ofarlega í huga
er ég hugsa til Jóhönnu. Hún var allt-
af mætt á þessar samverustundir
gamalla kvennalistakvenna og lagði
sitt af mörkum til þess að rækta
þessa vináttu.
Best og mest kynntist ég Jóhönnu
á vettvangi borgarmálanna. Hún
vann mikið og óeigingjarnt starf á
þeim 12 árum sem Reykjavíkurlist-
inn stjórnaði borginni. Ég minnist
ótal stunda við undirbúning vegna
kosninga og kosningabaráttu þar
sem Jóhanna lá ekki á liði sínu. Hún
hélt utan um kosningaskrifstofu í
Breiðholti fyrir einar kosningar, var á
framboðslistum, í uppstillinganefnd-
um og kosningastjórnum svo fátt eitt
sé nefnt. Hún var m.a. fulltrúi
Reykjavíkurlistans í hverfisráði
Grafarholts, þar sem hún bjó, og
starfaði einnig innan Innkauparáðs
borgarinnar.
Það gleymist allt of oft þegar talað
er um stjórnmálaflokka og stjórn-
málamenn að tala um fólkið í grasrót-
inni, flokksfélagana sjálfa sem vinna
margir mikla sjálfboðavinnu í þágu
sinna hugsjóna. En Jóhanna var ekki
bara dugleg og einbeitt í því sem hún
tók sér fyrir hendur heldur var alla
tíð hægt að treysta á að hlutirnir
væru gerðir á pottþéttan hátt. Og
hún stóð svo sannarlega með sínu
fólki. Margsinnis var ég svo lánsöm
að njóta liðveislu hennar í pólitísku
starfi, hvatningar hennar og áminn-
ingar um að halda réttan kúrs.
Við þessi leiðarlok vil ég lýsa þakk-
læti mínu fyrir samfylgd okkar í
gagnkvæmu trausti og virðingu. Ég
vil einnig fyrir hönd kvennahreyfing-
ar Samfylkingarinnar þakka henni
allt hennar mikla starf fyrir Samfylk-
inguna. Ég votta foreldrum Jóhönnu
og allri fjölskyldunni samúð. Guð
blessi minningu góðrar konu.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Kveðja frá samstarfsfólki
Fyrir um ári fengum við sam-
starfsmenn Jóhönnu hjá VM að vita
að hún kenndi sér meins. Það leit út í
fyrstu eins og lækning væri möguleg
en því miður hafði þessi algengi og ill-
vígi sjúkdómur yfirhöndina. Hljóð-
lega og af yfirvegun tókst Jóhanna á
við sín veikindi. Hún hélt lengi í von-
ina um að snúa aftur til starfa hjá VM
en það tækifæri kom því miður ekki.
Jóhanna var vel að sér í rekstri
verkalýðs- og stéttarfélaga. Áður en
hún kom til Vélstjórafélags Íslands
hafði hún starfað fyrir Verkstjórafé-
lag Íslands. Þegar Félag járniðnaðar-
manna og VSFÍ sameinuðust í VM –
Félag vélstjóra og málmtæknimanna
þá tók hún að sér bókhald og rekstur
styrktarsjóða félagsins. Hún starfaði
fyrir VSFÍ og VM í hartnær 20 ár.
Þeim störfum öllum sinnti hún af
mikilli trúmennsku.
Jóhanna var góður samstarfsmað-
ur og hafði skoðanir á flestum málum
enda vel að sér í grunngerð þjóð-
félagsins. Hún lét til sín taka víða,
m.a. í jafnréttismálum og ræðu-
mennsku, og hún átti þéttan vinahóp
sem færði henni ómælda ánægju og
gleði.
Við starfsmenn VM, sem störfuð-
um með Jóhönnu síðustu árin, sökn-
um nærveru hennar og minnumst
góðs félaga. Sendum við syni hennar,
foreldrum, systkinum og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Jóhönnu
Sigríðar Eyjólfsdóttur.
Fyrir hönd samstarfsmanna hjá
VM
Magnús Magnússon,
framkvæmdastjóri VM.
Jóhönnu Eyjólfs kynntist ég fyrst
alminnlega þegar hún varð formaður
Samfylkingarfélagsins í Reykjavík
2003 – ég var þá þingmaður og kom í
stjórnina líka og fleira duglegt Sam-
fylkingarfólk sem ákvað strax að
leggja vinnu í að efla þennan fé-
lagsskap sem þangað til hafði orðið
um of fyrir barðinu á fyrri flokka-
dráttum vinstrimanna í borginni.
Þetta voru meðal annars gjaldkerinn
Kjartan „hafnað“ Valgarðsson, Sig-
rún Grendal músíkant, Reynir í
Vegagerðinni og Reynir þýski, Sjöfn
spaka af Landsbókasafninu, Gerla
hin léttstíga og Ásgeir Beinteins sem
svo tók við formennskunni.
Það kom strax í ljós að Jóhanna var
réttur maður á réttum stað við þessi
verk. Nákvæm, samviskusöm og hag-
sýn húsmóðir úr Kvennó, en líka hlát-
urmild og djörf til nýjunga þegar þörf
var á – og við sem unnum saman nán-
ast þau þrjú ár sem formennska
hennar stóð í SffR (sú skammstöfun
varð einmitt til á fyrsta árinu þrátt
fyrir gár og spé) urðum hvert öðru af-
ar handgengin, næstum einsog fjöl-
skylda. Það var líka eina leiðin til að
koma hlutunum í verk og lifa af bæði
súrt og sætt, rukkanaþvarg, fámenni
á fundum, reglu- og lagaþras, og líka
árangur með vaxandi fjárhagsstyrk,
öflugra starfi og félagssamtökum. Til
þessa dugði ekki síst lundarfar Jó-
hönnu sem leyfði gæðingunum að
spreyta sig en gat líka verið snögg að
taka í taumana. Okkur tókst að
styrkja félagið og skapa eftirmönn-
um svigrúm til frekari afreka. Þjónar
alþýðunnar og jafnaðarstefnunnar,
og vorum trú yfir litlu.
Jóhanna S. Eyjólfsdóttir hafði eftir
skamman tíma þá stöðu í þessu sam-
félagi okkar í borginni að heita mátti
að ekki væri ráðið nokkrum hlut
nema hún kæmi nærri – og það var
okkur öllum áfall þegar fréttist af
veikindum hennar. Vandamenn
hennar, samstarfsmenn og vinir allir
eiga nú um sárt að binda, en á kveðju-
stund þakka ég fyrir brosin hennar
Jóhönnu og milda skapið, skynsemi
hennar í hverjum punkti og hlýjuna
góðu sem hún bar með sér.
Mörður Árnason.
Það var sumarið 2002 að Jóhanna
og 9 aðrar ferðaglaðar konur lögðu
land undir fót og héldu til lítillar eyjar
við suðvesturströnd Frakklands.
Með í för voru m.a. frönskukennari
og listakokkur enda á döfinni krefj-
andi frönskunámskeið og ferðalög
um nærliggjandi eyjar og meginland-
ið. Kokkurinn sá svo um ógleyman-
legar sælkeramáltíðir úr franskri
matarkistu. Við ferðafélagarnir kom-
um hver úr sinni áttinni og þekkt-
umst lítið og sumar ekkert en þarna
mynduðust tengsl sem Jóhanna,
framtakssöm eins og hún var, styrkti
enn frekar þegar hún bauð okkur öll-
um til sín í sumarbústað fjölskyld-
unnar. Með Jóhönnu deildum við ein-
lægum áhuga á hinu fjölbreytta
Frakklandi og fórum í tvær aðrar
ferðir, einstakar ferðir sem hefðu svo
gjarnan mátt vera fleiri. Á þessum 7
árum sem liðin eru höfum við svo ver-
ið að hittast á góðu kaffihúsi einu
sinni í mánuði til þess að rifja upp
góðar minningar, leggja á ráðin um
ný ferðalög eða bara spjalla.
Þægilegri ferðafélaga en Jóhönnu
er vart hægt að hugsa sér, létt í lund
og lifandi áhugi á lífinu en um leið
skynsöm og traust. Hversu fönguleg-
ar sem við hinar nú vorum þá fór það
aldrei neitt á milli mála að það var Jó-
hanna, ljós yfirlitum, brosmild og að-
laðandi sem fangaði hina frönsku at-
hygli. Það var ekki leiðinlegt í litla
Tremolat að vakna á morgnana við
nýbakað bakkelsi frá La Boulanger-
ie, Jóhanna löngu vöknuð og búin að
rölta inn í þorp. Sallaróleg dró hún
upp vegakortið þegar við villtumst á
frönsku sveitavegunum og þá lá
áfangastaðurinn skýr fyrir. Jóhanna
var félagslynd en um leið sterkur og
sjálfstæður einstaklingur í hópnum.
Þegar Jóhanna veiktist sýndi hún
okkur það traust að leyfa okkur að
fylgjast með sér frá byrjun. Foreldr-
um hennar þökkum við einlæglega
fyrir að tala við okkur þegar hún var
of veik sjálf til þess að hafa samband.
Minning um góð kynni lifa áfram um
ókomna tíð.
Frakklandshópurinn,
Björg, Bryndís, Eydís, Guðrún,
Gunnur, Harpa, Kristín, Vildís
og Yvonne.
✝
Elsku faðir okkar, sonur, bróðir, mágur, frændi og
vinur,
KONRÁÐ ÞÓR SNORRASON,
Holtagerði 22,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn
6. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans,
s. 543 1159 og Krabbameinsfélag Íslands.
Snorri Sævar Konráðsson, Katrín Magdalena Konráðsdóttir,
Snorri S. Konráðsson, Soffía H. Bjarnleifsdóttir,
Kolbrún Björk Snorradóttir, Ellert Jónsson,
Snorri Birkir Snorrason,
Eyþór Ellertsson,
Bjarki Ellertsson,
Svanhildur Ásta Haig Gunnarsdóttir
og aðrir vandamenn.