Morgunblaðið - 04.04.2009, Blaðsíða 23
Fréttir 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
Eftir Gréar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
FRAMKOMA Nýja Kaupþings við
lánardrottna Pennans boðar ekki
gott, að mati Ólafs Steinarssonar,
forstjóra Plastprents. „Það er mjög
vafasamt ef bankar eru farnir að
stunda það að skipta um kennitölur á
fyrirtækjum sem þeir yfirtaka, og
koma þannig í bakið á lánardrottn-
um þeirra sem eiga ótryggðar kröfur
á hendur viðkomandi fyrirtækjum.
Þetta er einmitt það sem Nýja Kaup-
þing hefur gert gagnvart Plastprenti
vegna viðskipta okkar við Pennann,“
segir Ólafur.
Nýja Kaupþing yfirtók rekstur
Pennans hér á landi fyrir um hálfum
mánuði. Í fyrradag var svo greint frá
því að Sigurmar K. Albertsson
hæstaréttarlögmaður hefði verið
skipaður skiptastjóri Pennans.
Aukin útlán
Ólafur segir að stjórnendur Plast-
prents hafi verið meðvitaðir um erf-
iðleika Pennans áður en Nýja Kaup-
þing yfirtók reksturinn. Reynt hafi
verið að vinna úr þeim málum sem
sneru að viðskiptum fyrirtækjanna
eins og frekast hafi verið unnt og þau
hafi verið komin á ágætis grunn.
„Síðan var það gefið út í fjölmiðl-
um að Nýja Kaupþing hefði yfirtekið
rekstur Pennans hér á landi. Þær
upplýsingar sem gefnar voru um
þessi mál voru þannig, að það væri
búið að koma rekstrinum fyrir hjá
Nýja Kaupþingi. Við hjá Plastprenti,
sem höfum framleitt poka fyrir
Pennann, vorum því óhrædd við að
greiða úr þeim málum sem það varð-
aði og þurfti fyrir fyrirtækið. Ég
heimilaði til að mynda talsvert af af-
hendingum til Pennans á grundvelli
þeirra upplýsinga sem gefnar voru
út. En svo las ég það í netmiðlum, að
Nýja Kaupþing hefði farið með fé-
lagið í þrot. Mér finnst þetta skrítið
viðskiptasiðferði af hálfu bankans.
Ef Penninn var svona illa staddur, af
hverju var félagið þá ekki sett í þrot
strax? Það hefði komið sér mun bet-
ur gagnvart okkur að vita um raun-
verulega stöðu strax þegar bankinn
yfirtók reksturinn. Útlán okkar til
Pennans eru miklu meiri nú en þau
voru þegar Nýja Kaupþing yfirtók
reksturinn.“
Ólafur segir að Plastprent sjái
fram á að greiðslur fyrir þær vörur
sem fyrirtækið afhenti Pennanum
eftir að bankinn yfirtók félagið muni
ekki skila sér. „Þar fyrir utan erum
við með birgðir sem við höfum fram-
leitt fyrir Pennann. Ég geri hins veg-
ar ráð fyrir að vörumerkið hverfi
ekki, og því sé von um að við munum
geta samið við væntanlega nýja eig-
endur um þær þegar að því kemur.
En útlánatapið er meira en það
hefði þurft að vera,“ segir Ólafur.
Efast um aðferðir Nýja Kaupþings
Forstjóri Plastprents segir að bankinn
hefði átt að setja Pennann strax í þrot
Víðtæk starfsemi Undir Pennan hér á landi heyra verslanir Eymundsson,
Griffill, Bókabúð Máls & menningar, Islandia og Saltfélagið.
Í HNOTSKURN
» Nýja Kaupþing yfirtókrekstur Pennans og fyr-
irtækja hans fyrir um hálfum
mánuði.
» Forstjóri Plastprents seg-ir það skrítið við-
skiptasiðferði hjá bankanum
að fara með Pennann í þrot
hálfum mánuði síðar.
» Útlán Plastprents tilPennans eru miklu meiri
nú en þau voru þegar bankinn
yfirtók reksturinn.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
HEILDARSKULDBINDINGAR
B-deildar Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins, en það er sú deild
sjóðsins sem er með ríkisábyrgð,
nema 495 milljörðum króna. Sam-
kvæmt upplýsingum frá sjóðnum
eiga ríkissjóður og aðrir launa-
greiðendur að standa undir 210,4
milljörðum króna af skuldbinding-
unum með greiðslu lífeyrishækk-
ana. Skuldbindingar sem sjóðurinn
á sjálfur að standa undir eru því
284,6 milljarðar. Hrein eign deild-
arinnar til greiðslu lífeyris nam
hins vegar í árslok 2008 172,9
milljörðum og nemur mismunurinn
því 111,7 milljörðum. Ber ríkis-
sjóður ábyrgð á mismun á skuld-
bindingum sjóðsins og hreinni
eign. Ábyrgð ríkissjóðs á B-deild-
inni nemur því alls 322,1 milljarði
króna.
Hefur sjálfstæðan rekstur
Almenni lífeyrissjóðurinn mun
hefja sjálfstæðan rekstur þann 1.
maí næstkomandi, en sjóðurinn
var áður með rekstrarsamning við
Íslandsbanka hf.
Mun stjórn lífeyrissjóðsins hafa
tekið þá ákvörðun, í kjölfar áfalla á
fjármálamarkaði, að yfirfara
rekstrarfyrirkomulag sjóðsins og
skoða kosti þess að hefja sjálfstæð-
an rekstur.
Stjórnin telur að sjóðurinn hafi
nú náð þeirri stærð að eðlilegt sé
að stíga þetta skref. Markmiðið
með þessari breytingu er m.a. að
styrkja Almenna lífeyrissjóðinn
sem sjálfstæðan lífeyrissjóð.
Páll Á. Pálsson, formaður
stjórnar sjóðsins, segir að stjórnin
telji það rétt skref að Almenni líf-
eyrissjóðurinn hefji nú sjálfstæðan
rekstur og byggi upp sjálfstæða
eignastýringu. „Við höfum átt
mjög gott samstarf við Íslands-
banka og náð með stuðningi bank-
ans að byggja upp sterkan lífeyr-
issjóð sem veitir á ýmsum sviðum
meiri upplýsingar og þjónustu en
aðrir lífeyrissjóðir. Nú hefur sjóð-
urinn náð þeirri stærð að eðlilegt
er að hann yfirtaki reksturinn til
að efla sjálfstæði hans,“ er haft
eftir Páli í tilkynningu.
Morgunblaðið/RAX
Ábyrgð Bein og óbein ábyrgð ríkisins á skuldbindingum B-deildar LSR
hleypur á rúmum 300 milljörðum króna, að því er kemur fram í uppgjöri.
Ábyrgð 322
milljarðar
HELGI Júlíusson, sem hefur tekið
við starfi forstjóra Pennans á Ís-
landi, segir að lánardrottnar Penn-
ans hafi alls ekki verið vísvitandi
blekktir. Nýja Kaupþing hafi metið
stöðuna þannig út frá skuldastöðu
félagsins, að það væri ekki forsvar-
anlegt að halda rekstri félagsins
áfram óbreyttum, og því hafi verið
farið fram á gjaldþrotaskipti.
Hann segir að Penninn hafi verið
úrskurðaður gjaldþrota í fyrradag
og skiptastjóri hafi þá komið að fé-
laginu, Sigurmar K. Albertsson
hæstaréttarlögmaður. Samið hafi
verið við hann um kaup á öllum
rekstrartengdum eignum Pennans
hér á landi út úr þrotabúinu. Þær
eignir hafi verið færðar yfir í nýtt
félag sem hafi hafið starfsemi í
gær.
Vilja ásættanlega niðurstöðu
„Dagurinn í dag [í gær] fór í það að
endurráða starfsmenn og að hafa
samband við alla okkar meg-
inbirgja og þjónustuaðila, til að
fara yfir málið með þeim og skipu-
leggja framhaldið. Okkar markmið
er að hitta alla þessa aðila og fara
yfir málið með þeim og ná einhverri
lendingu varðandi þessar skuldir
og áframhaldandi samstarf. Við
ætlum okkur ekki að skilja kröfu-
hafa eftir úti í kuldanum og byrja
með hreint borð. Við leggjum
áherslu á að ná ásættanlegri lend-
ingu,“ segir Helgi. gretar@mbl.is
Ekki vísvit-
andi blekktir
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/K
A
U
45
68
0
03
.2
00
9
ÁRSFUNDUR
FRJÁLSA
LÍFEYRISSJÓÐSINS
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn 28. apríl nk. kl. 17:15
í höfuðstöðvum Kaupþings, Borgartúni 19.
DAGSKRÁ
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynning ársreiknings
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingarstefna sjóðsins
5. Kosning stjórnar og varamanna
6. Kjör endurskoðanda
7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
8. Laun stjórnarmanna
9. Önnur mál
Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á www.frjalsilif.is og verða
aðgengilegar í höfuðstöðvum Kaupþings tveimur vikum fyrir ársfund.
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.