Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
RÚMLEGA 500 börn hér á landi eiga foreldra sem báðir
hafa misst vinnuna samkvæmt upplýsingum frá Vinnu-
málastofnun. En um mánaðamótin febrúar-mars voru
425 pör á atvinnuleysisskrá og voru 300 þeirra para með
barn á framfæri. Að sögn Salbjargar Bjarnadóttir, verk-
efnisstjóra hjá Landlæknisembættinu, reynist það börn-
um almennt erfiðara hafi báðir foreldrar, frekar en ann-
að, misst vinnuna. Það fari þó vissulega eftir viðbrögðum
foreldranna hvernig börn bregðast við aðstæðum. „Börn
eru mjög næm á líðan foreldra sinna,“ segir Salbjörg.
„Með atvinuleysi eykst hættan á pirringi og deilum milli
hjóna sem getur svo framkallað kvíða, depurð og þung-
lyndi hjá hinum fullorðnu. Þetta hefur áhrif á það hvernig
börnin bregðast við.“
Segir hún sum börn verða leið og döpur og draga sig í
hlé, önnur geti orðið uppivöðslusöm og erfið í umgengni.
Þau líti e.t.v. svo á að betra sé að þau séu skömmuð en
foreldrarnir deili sín á milli. Eins verði sum börn ofur-
ábyrg og þeim geti hætt til að einangrast félagslega.
Mikilvægt sé að útskýra aðstæður fyrir börnunum á
máli sem að þau skilji, án þess þó að fara í of mikil smá-
atriði. Eins skipti miklu að rútína fjölskyldunnar haldi
sér. „Ég hef áhyggjur af að foreldrar fari að draga sig í
hlé frá daglegu lífi og fari jafnvel ekki á fætur því að slíkt
bitnar á börnunum.“
Börnin í reiðileysi í sumar?
Full ástæða sé líka til að vera meðvitaður um að skert-
ur fjárhagur foreldra geti komið niður á börnum nú í
sumar og haust er skólar hefjast að nýju. „Það er mikil-
vægt að við hlúum að þeim og skoðum hvernig við ætlum
að gera það besta sem við getum fyrir þau.“ Hugmyndir
velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um að hlaupa undir
bagga með þeim fjölskyldum sem ekki hafa efni á skóla-
mat sé jákvætt framlag. „Sumarið er líka áhyggjuefni því
það vakna óneitanlega spurningar um það hvort fjöl-
skyldur hafi efni á að senda börnin á námskeið, eða hvort
að krakkarnir verði einir í reiðileysi.“ Fjölskyldan þurfi
að finna sé sér sameiginleg viðfangsefni og börn og for-
eldrar að átta sig á að góðar stundir þurfa ekki að kosta
stórfé og að ævintýraferðir má fara í næsta nágrenni.
Næm á líðan foreldranna
425 pör á atvinnuleysisskrá Atvinnuleysi foreldra hefur áhrif á börnin
Í HNOTSKURN
»17.741 einstaklingur vará atvinnuleysisskrá í
gær.
» 10.100 börn koma fráheimilum þar sem að
annað foreldrið hefur misst
vinnuna.
»425 pör voru á atvinnu-leysisskrá um mánaða-
mótin febrúar-mars síðastlið-
inn og áttu um 300 þeirra
para börn.
»Rúmlega 500 börn á aldr-inum 0-17 ára búa við að
báðar fyrirvinnur heimilsins
séu nú á atvinnuleysisbótum.
SJÖ manns mótmæltu stefnu íslenskra stjórn-
valda í málefnum hælisleitenda fyrir framan al-
þingishúsið í gærmorgun. Bjargið lífi okkar og
hættið að vísa fólki úr landi til Grikklands voru
helstu kröfur þeirra. Meðal hinna þöglu mót-
mælenda var Noordin Alazawi, 19 ára Íraki, sem
fjallað var um í Morgunblaðinu sl. laugardag.
Vafalaust var það tilviljun ein sem réð því að
stuttu eftir að mótmælendur tóku sér stöðu við
Alþingi barst fjölmiðlum fréttatilkynning um að
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, hefði
skipað nefnd til að fara yfir lög og reglur um
hælisleitendur í ljósi réttarframkvæmdar hér á
landi, dóms Hæstaréttar frá 12. mars sl. og al-
þjóðlegra skuldbindinga. Í dómnum sem vísað er
til var ákvörðun Útlendingastofnunar um að
synja Amadou Shernu Daillo um hæli og stað-
festing dómsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörð-
un felld úr gildi.
Björg Thorarensen leiðir starf nefndarinnar
sem er ætlað að skila tillögum fyrir 15. júní nk.
Þögul mótmæli hælisleitenda við Alþingi
Morgunblaðið/Ómar
MIKIÐ er um undirboð á byggingamarkaðnum um þessar
mundir, að sögn Finnbjörns A. Hermannssonar, formanns
Samiðnar, sambands iðnfélaga.
„Menn bjóða mjög grimmt niður verk og það er kvartað
yfir að það sé varla hægt að taka þátt í útboðum í dag,“
segir Finnbjörn. Hann segir slegist um öll verkefni sem
boðin séu út, sama hve lítilfjörleg þau séu. Finnbjörn telur
þetta eiga við um byggingagreinar almennt.
„Því miður virðast ekki gilda nein lögmál í þessu. Menn
nota öll meðul sem hægt er að nota,“ segir Finnbjörn.
Hann segir að svo virðist sem útboðsreglurnar reynist
haldlitlar þegar á reyni í samkeppninni um verkefnin.
Finnbjörn kveðst óttast að undirboðin komi helst niður á
launaliðnum. Menn gætu lítið breytt efniskostnaði og þá
væri vinnuliðurinn einn eftir til að lækka útboðsverðið. Fé-
lagar í Samiðn lentu verst í því.
Finnbjörn telur að ákvörðun um fulla endurgreiðslu
virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað, sem m.a. nær
til viðhalds húsa, hafi verið mjög til bóta. Hann telur þó að
þessi eftirgjöf sé ekki alveg farin að skila sér í aukinni
vinnu byggingarmanna.
„Það er ekki komin jafn mikil hreyfing á viðgerðamark-
aðinn og ég hefði ætlað að yrði við svona breytingu,“ segir
Finnbjörn. Hann kveðst ekki átta sig á því hvað ylli töfinni.
Þar gæti bæði tíðarfarið haft áhrif eða að fólk ætlaði að-
eins að bíða og sjá til. „Ég er að vonast til að þetta fari af
stað með vorinu,“ segir Finnbjörn. gudni@mbl.is
Mikið um undirboð á
byggingamarkaðnum
Morgunblaðið/RAX
Undirboð Hart er barist um öll verkefni sem bjóðast á
byggingamarkaði, að sögn formanns Samiðnar.
TILBOÐ hafa
verið opnuð í gerð
nýs Álftanesveg-
ar, milli Hafn-
arfjarðarvegar og
Bessastaðavegar,
sem mun leysa af
hólmi gamla
Álftanesveginn.
Alls bárust 19 til-
boð í verkið. Þar af voru 18 tilboð
undir áætluðum verktakakostnaði
Vegagerðarinnar, sem var 825 millj-
ónir króna. Lægsta tilboðið átti Loft-
orka Reykjavík ehf. í Garðabæ, 561,4
milljónir, sem voru 68% af verktaka-
kostnaði. Hæsta boðið áttu ÞG verk-
takar, Reykjavík, 916,9 milljónir.
Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar
umdæmisverkfræðings Vegagerð-
arinnar, verður gengið til samninga
við lægstbjóðanda á næstu dögum.
Verkið felst í því að leggja nýjan 4
kílómetra langan veg frá Engidal að
Bessastaðavegi. Gera skal mislæg
gatnamót ásamt að- og fráreinum við
Hraunsholt í Engidal, leggja tvenn
göng fyrir gangandi umferð og hring-
torg við Bessastaðaveg. Breyta skal
legu strengja, vatns- og hitaveitu-
lagna. Þá á að leggja nýja háspennu-
og rafdreifistrengi, síma-, vatns-, og
hitaveitulagnir. Einnig fylgir með í
verkinu landmótun, sáning og yf-
irborðsjöfnun hrauns.
Að sögn Jónasar getur verkið haf-
ist fljótlega en því á að ljúka 31. ágúst
2010 . sisi@mbl.is
Loftorka
bauð lægst
í vegagerð
Nýr Álftanesvegur
verður tilbúinn 2010
ALLS höfðu 1.236
manns kosið utan
kjörfundar í
Reykjavík á
þriðjudagskvöld.
Miðað við sama
tíma fram að kjör-
degi eru þetta
talsvert færri
heldur en höfðu
kosið utan kjörfundar fyrir alþing-
iskosningarnar 2007. Þá höfðu 2.058
einstaklingar kosið utan kjörfundar.
Kosning utan kjörfundar vegna al-
þingiskosninganna 25. apríl hófst hjá
sýslumanninum í Reykjavík 14. mars.
Frá mánaðamótum hefur atkvæða-
greiðslan farið fram í Laugardalshöll-
inni og er opið þar alla daga frá kl. 10-
22. aij@mbl.is
Færri hafa
kosið utan
kjörfundar
FERMINGARTILBOÐ
H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík
588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
Comfort Zone rúmin aðlaga sig á ótrúlegann hátt að líkamanum, hafa
einstaka þyngdardreifingu og veita slökun sem er á fárra færi.
COMFORT ZONE
• 5 svæðaskipt svefnsvæði
• 5 svæðaskipt pokagormakerfi
• 10 ára ábyrgð
• þrýstijöfnunarsvampiur í svefnsvæði
• Lagar sig að líkamanum
• Veitir góða slökun
• Steyptir kantar
• 20% stærri svefnflötur
• Þarf ekki að snúa
COMFORT ZONE
(120x200)
Verð 132.900 kr.
FERMINGARTILBOÐ
93.030 kr.
COMFORT ZONE
(97x200)
Verð 116.900 kr.
FERMINGARTILBOÐ
81.830 kr.
30%
AFSLÁTTUR!