Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 9

Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „SIGURINN felst í því að íslensk lög endurspegla loks þann skilning sem við höfum á tengslunum milli vændis og kyn- ferðisofbeldis. Við höfum í mörg ár gert okkur grein fyrir því að vændi er ekkert annað en kynbundið of- beldi gagnvart konunum sem það stunda,“ segir Guðrún Jónsdóttir, tals- kona Stígamóta, um nýlega laga- breytingu sem gerði kaup á vændi refsiverð. Með þessari ákvörðun Al- þingis verður Ís- land þriðja land- ið í heiminum til að fara hina svokölluðu sænsku leið og að sögn Guðrúnar hefur hamingjuóskum rignt yfir Stígamót frá öllum heimsálfum vegna lagabreyting- arinnar. Enn þörf á vitundarvakningu Spurð hvort hætta sé á því að lagabreytingin muni verða til þess að vændi hérlendis hverfi undir yf- irborðið bendir Guðrún á að vændi hafi alltaf verið falið hérlendis. „Vændi verður alltaf nógu falið til þess að þeir sem kaupa það geti gert það án þess að upp um þá komist og alltaf nógu sýnilegt til þess að hægt sé að selja það. Þannig að hafi lögreglan áhuga á að uppræta vændi þá er það mjög auðvelt. Það þarf ekki annað en að setja sig í spor þeirra sem vilja kaupa það.“ Í samtali við Morgunblaðið áréttar Guðrún að lagabreytingin ein og sér sé ekki nóg til þess að útrýma vændi hérlendis. „Okkur dettur ekki í hug að þessari bar- áttu sé hér með lokið. Lagabreyt- ingin var fyrst og fremst táknræn barátta. Samhliða þessum lögum þarf að verða vitundavakning, auka þarf vernd þessara kvenna og koma í veg fyrir að fólki detti í hug að kaupa vændi,“ segir Guðrún. „Þessi lagabreyting setur ábyrgðina á réttan stað, því kaup- endur hafa í krafti peninga ávallt val um kaupin sem vændiskonur hafa ekki,“ segir Gísli Hrafn Atla- son, mannfræðingur og annar tveggja höfunda skýrslu um vændi á Íslandi sem kynnt var á nor- rænni ráðstefnu um vændi í Stokk- hólmi sl. haust. Segir hann ljóst að eftirspurnin eftir vændi sé meiri hérlendis en framboðið og þess vegna dæmi þess að erlendar kon- ur hafi verið fluttar hingað til lands vegna eftirspurnar. Vændi þegar neðanjarðar Því er í umræðunni stundum haldið fram að meirihluti þeirra sem kaupi vændi séu karlmenn sem standi félagslega höllum fæti vegna t.d. fötlunar eða aldurs. Að- spurður segir Gísli þetta rangt og bendir á að bæði nýleg dönsk rannsókn og sænsk rannsókn hafi leitt í ljós að flestir þeirra karla sem kaupi sér vændi séu giftir eða í sambandi, en líti á vændið sem sjálfsagðan hluta af skemmtanalíf- inu. Spurður um þær áhyggjur gagn- rýnenda laganna að með því að gera vændiskaup refsiverð færist vændi undir yfirborðið segist Gísli ekki sjá að slíkt eigi við hérlendis. „Vegna þess að hérlendis er vændi þegar neðanjarðar,“ segir Gísli. Þess má geta að Dorit Otzen, framkvæmdastýra Hreiðursins, sem er athvarf fyrir vændiskonur í Kaupmannahöfn, hefur bent á að 92% af vændismarkaðinum í Dan- mörku séu neðanjarðar þrátt fyrir að vændi sé löglegt þar í landi. Ábyrgðin sett á réttan stað Í HNOTSKURN »Víðtækur stuðningur hef-ur verið meðal kvenna- hreyfinga hérlendis við að banna vændi. »Eftir að lagafrumvarpið,sem gerir kaup á vændi refsiverð, var samþykkt á Al- þingi fyrir helgi hafa m.a. Kvenréttindafélag Íslands, Jafnréttisstofa og Zonta- samband Íslands fagnað laga- breytingunni. »Stjórn KRFÍ fagnar því aðÍsland skuli verða þriðja landið í heiminum til að setja slík lög og skipa sér þannig í framlínu ríkja sem taka kven- frelsi og kvenréttindi alvar- lega. Gísli Hrafn Atlason Guðrún Jónsdóttir Hvert var markmiðið með lagabreytingunni? Í meirihlutaáliti allsherjarnefndar kemur fram að markmiðið sé að gera kaup á vændi almennt refsi- verð og sporna með því við sölu á kynlífi. Með því sé ábyrgðin á við- skiptunum færð til kaupandans í stað þess að hvíla á herðum selj- andans, enda sé ævinlega mikill aðstöðumunur á kaupanda og seljanda sem sé iðulega knúinn áfram af einhvers konar neyð. Í hverju felst breytingin? Hver sá sem lætur af hendi eða heitir greiðslu eða öðrum ávinn- ingi fyrir vændi mun sæta sekt- um eða fangelsi í allt að eitt ár. Jafnframt er lagt til að ef greitt er fyrir vændi barns yngra en 18 ára varði það þyngri refsingu, allt að tveggja ára fangelsi. Ekki skiptir máli í hvaða formi greiðslan er. Hún getur verið peningar, áfengi eða fíkniefni, hlutir eða viðvik. S&S Str. 38-56 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Fallegar sumarvörur Bæjarlind 6 sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Ný sending Frakkar og jakkar 3 litir Jakki 16.900 kr. Hotel and Tourism Management Studies Iceland/Switzerland For further information please call Árni Valur Sólonsson Tel: 896-2204 or Baldur Sæmundsson Tel: 594-4000 The Passport to your future! Year 1: Joint Certificate programme Hospitality and Culinary School of Iceland Year 2 & 3 : Bachelor of International Business University Centre "César Ritz" in Switzerland One Year: Master Degree programmes University Centre "César Ritz" in Switzerland Next starting dates: 25th August 2009 - Iceland 13th July 2009 - Switzerland PROMOTIONAL SEMINAR Radisson SAS, Hotel Saga 22. April / 17:00 - 19:00 Conference room Princeton II www.ri tz.edu Hospitality and Culinary School of Iceland Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.