Morgunblaðið - 21.04.2009, Page 37

Morgunblaðið - 21.04.2009, Page 37
Fréttir á SMS Ásdís og Þórey „… þetta er sýning fyrir fólk sem hefur gaman af góðum texta og að velta því fyrir sér hvað er of eða van,“ segir m.a. í dómi. HÚN er heillandi, djörf og vits- munaleg sú tilraun Ásdísar Thorodd- sen að nota ýmis tilbrigði hrollvekj- unnar og fantasíunnar til að gera það sýnilegt sem gert hefur verið ósýni- legt og setja það í orð sem ekki hefur mátt segja á undanförnum árum. Með minni úr íslensku þjóðsögunni um nábrækur skapar hún úr ungri stúlku í úthverfi glæsilega forynju sem hvorki er karlkyns né kvenkyns og jafnt lifandi sem dauð. Það er fátt um innri átök í þeirri ónáttúrlegu heild; engin kristileg glíma milli góðs og ills í skepnunni nema hvað kyn- hvatir verða þó eðlilega að innri átök- um; engin glíma heldur milli skrímsl- is og veruleika fyrr en í blálokin. Skrímslið, sem er sögumaður og að- alpersóna í senn, afhjúpar einfald- lega í frásögn af ævi sinni, í máli og táknrænum myndum, í samtali við áhorfendur, hvernig það hefur orðið til. Það hefur gerst með yfirnátt- úrlegum aðferðum (og ótal eru minn- in og vísanir í íslenskar þjóðsögur, hryllingskvikmyndir millistríðs- áranna, gotneska lífssýn fjölmiðla okkar) en kraftur forynjunnar, mátt- ur; það er ekkert yfirnáttúrlegt við hann. Þetta skrímsli sem búið hefur verið til og í dag stefnir lífi okkar í voða reynist vera hægt að skilgreina, skýra, stýra. Þórey Sigþórsdóttir er sögumað- urinn og stúlkan sem breytist í skrímsli. Og hún vinnur mikið afrek. Hvernig hún byggir upp þennan langa og mikla texta af vitsmunum og tilfinningu en ekki tilfinningasemi; hvernig hún vinnur með íróníuna sem er notuð til að fá fjarlægð eða betur sagt setja melódrama hroll- vekjunnar í rétt ljós. Hvernig hún syngur; hvernig hún býr til hreinar stórar hryllilegar myndir svosem lík- skurð og nauðgun; hvernig hún býr til tíma einungis með því að liggja al- veg grafkyrr; hvernig hún upphefur auðmagnið með ótrúlegum losta. Svona gæti ég haldið lengi áfram en það er engin ástæða til að taka frá áhorfendum allt það skemmtilega, fyndna og ögrandi sem felst í texta og sviðsetningunni sem líka er afrek frá hendi Ásdísar sem hér setur upp að ég held í fyrsta sinn á sviði. Það mætti lagfæra og sennilega stytta textann, klippa út myndir sem dregn- ar eru af honum einkum í byrjun. En það segi ég með fyrirvara. Því þetta er sýning fyrir fólk sem hefur gaman af góðum texta og að velta því fyrir sér hvað er of eða van, gaman af að lesa í myndir og gaman af að horfa og hlusta á leikara sem kunna sitt fag. Gjóla í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið Ódó í gjaldbuxum Höfundur, leikstjóri og leikmyndateikn- ari: Ásdís Thoroddssen. Leikari: Þórey Sigþórsdóttir. Tónlist: Bára Grímsdóttir. Hafnarfjarðarleikhúsið, sunnudaginn 19. apríl, kl. 20. MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR LEIKLIST Hrollvekja suður í Hafnarfirði MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 EINN ef ekki óvæntasti gleðigjafinn á hinum skínandi góðu Bíódögum er með afbrigðum upplífgandi heimild- armynd um kórinn Young@Heart. Töfrar hennar felast í lífsgleðinni og geislandi kraftinum í kórfélögunum. Tónlistin léttir lífið, ekki síst kór- söngur, það er gamalkunn stað- reynd, en gæfumunurinn er sá að meðlimir Young@Heart eru að með- altali yfir áttrætt! Ég vil því í upphafi hvetja unga sem aldna og alla þar á milli til að missa ekki af þessari ein- stöku skemmtun, hún er sannkölluð vítamínsprauta fyrir líkama og sál. Við vitum ósköp vel að jarðvist okkar endar fyrr eða síðar í gröfinni, þetta yndislega fólk gerir sér fyllilega grein fyrir því (tveir rótgrónir með- limir kórsins létust meðan á tökum stóð), en það er ákveðið í að lifa lífinu til fulls fram á grafarbakkann. Ekk- ert væl né vol, heldur taka lagið og hafa gaman af tilverunni. Það er ekki eins og þessir síungu kórfélagar séu að kyrja gamlar lummur (með fullri virðingu fyrir þeim), ekki aldeilis. Lagavalið er jafn óvænt og skemmtilegt og meðlim- irnir og hinn frábæri stjórnandi þeirra, Bob Cilman. Svo eitthvað sé nefnt þá glíma þau, með sínum heillandi stíl og hjartans gleði, við klassískar rokkperlur á borð við „Road to Nowhere“ með Talking Heads, „Golden Years“ Davids Bowies, „Schizophrenia“ með Sonic Youth, „I Wanna Be Sedated“ með Ramones og, haldið ykkur: „Should I Stay or Should I Go“ með The Clash. Það síðastnefnda er yfirlýsing þessa káta söngfólks, það er ekki á förum og það gefur kynslóðabilinu og elli kellingu langt nef. Bruce Springsteen flækist ekki fyrir því frekar en Coldplay (flutningurinn á „Fix You“ er ótrúlega flottur) eða Sinead O’Connor. James Brown er dálítið strembinn, en að lokum kyrjar kórinn „I Feel Good“ af ósvikinni innlifun og tilþrifum á tónleikum í Connecticut, en Young@Heart fjallar um undirbúninginn fyrir þetta stóra kvöld, og spannar þær þrjár vikur sem æfingar stóðu yfir. Kórinn var stofnaður 1982 og hef- ur ferðast vítt og breitt um Banda- ríkin og farið í á annan tug hljóm- leikaferða til Kanada, Evrópu og Ástralíu. Öll þessi saga er með ólík- indum og væri ekki sögð ef kæmi ekki til ósvikin lífsgleði kórfélaganna. Þrátt fyrir að alvarleg veikindi hrjái suma þeirra er uppgjöf ekki til í þeirra orðabók. Þarna er fólk sem hefur orðið fyrir lífshættulegum áföllum, gengið í gegnum langvar- andi sjúkrahúslegur en aldrei misst móðinn heldur safnað kröftum. Ný lög eru alltaf að stinga upp kollinum og þá fer fiðringur um raddbönd meðlimanna í Young@Heart, þess- ara unglinga sem margir eru farnir að klífa 10. áratuginn. Ung í anda stendur undir nafni, full af upp- byggilegum og jákvæðum boðskap og sýnir og sannar hvað roskið fólk getur afkastað og notið lífsins ef það fær tækifæri til þess. Lifum lífinu lifandi! Lífsgleði „Öll þessi saga er með ólíkindum og væri ekki sögð ef kæmi ekki til ósvikin lífsgleði kórfélaganna,“ segir meðal annars í dómi. Bíódagar Græna ljóssins í Háskólabíói Ung í anda – Young@Heart bbbbn Heimildarmynd. Leikstjóri: Stephen Walker. Fram koma: Bob Cilman og Young@Heart-kórinn. 105 mín. Bret- land. 2007. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé hábandarískt og myndin tekin að öllu leyti á heimaslóð- um kórsins í Massachusetts er það breski sjónvarpsrisinn Channel 4 Television Company sem stendur að baki Young@- Heart. Myndin er gott dæmi um mikilvægi kvikmyndahá- tíða á borð við Sundance. Framleiðandinn kom verkinu á hátíðina þar sem mæta fulltrú- ar sérdeilda myndveranna í Hollywood, en þessi tiltekna hátíð er gullnáma fyrir þá jafnt sem óháðu framleiðendurna sem sækjast eftir því að viðra þar verkin sín. Hinn öflugi „list- ræni“ armur 20th Century Fox, Searchlight, var ekki seinn á sér að festa kaup á Young@Heart, og hefur aðsóknin margborgað kaupverðið. England og nýja England 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Mið 6/5 kl. 20:00 fors. U Fim 7/5 kl. 20:00 fors. U Fös 8/5 kl. 20:00 frums U Lau 9/5 kl. 20:00 2kort U Sun 10/5 kl. 20:00 3kort U Mið 13/5 kl. 20:00 4kort U Fim 14/5 kl. 20:00 5kort U Fös 15/5 kl. 20:00 6kort U Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U Sun 17/5 kl. 16:00 U Sun 17/5 kl. 20:00 8kort U Mið 20/5 kl. 20:00 U Fim 21/5 kl. 16:00 U Fim 21/5 kl. 20:00 9kort U Fös 22/5 kl. 20:00 10kort U Lau 23/5 kl. 20:00 U Sun 24/5 kl. 16:00 U Mið 27/5 kl. 20:00 ný aukas Fim 28/5 kl. 20:00 U Fös 29/5 kl. 20:00 U Lau 30/5 kl. 20:00 U Mán 1/6 kl. 16:00 ný aukaÖ Mið 3/6 kl. 20:00 U Fim 4/6 kl. 20:00 U Fös 5/6 kl. 20:00 ný aukas Lau 6/6 kl. 16:00 U Lau 6/6 kl. 20:00 U Sun 7/6 kl. 16:00 U Fim 11/6 kl. 20:00 U Fös 12/6 kl. 20:00 ný aukas Lau 13/6 kl. 14:00 Ö Sun 14/6 kl. 16:00 U Milljarðamærin snýr aftur (Stóra sviðið) Fló á skinni (Stóra sviðið) Þú ert hér (Nýja sviðið) Frumsýning 8. maí! Sun 26/4 kl. 20:00 síð.sýnÖ Fös 24/4 kl. 19:00 aukas U Lau 25/4 kl. 19:00 síð.sýnÖ Síðasta sýning Síðustu sýningar. Síðustu sýningar. Einleikjaröð- Sannleikurinn (Litla sviðið) Mið 22/4 kl. 19:00 U Mið 22/4 kl. 22:00 Ö Fös 24/4 kl. 19:00 U Fös 24/4 kl. 22:00 U Lau 25/4 kl. 19:00 U Lau 25/4 kl. 22:00 ný aukaÖ Fim 30/4 kl. 19:00 Ö Fim 30/4 kl. 22:00 ný aukaÖ Lau 9/5 kl. 19:00 ný aukaÖ Lau 23/5 kl. 19:00 ný auka Lau 23/5 kl. 22:00 ný auka Mið 22/4 kl. 20:00 Fim 23/4 kl. 20:0 Ökutímar – aðeins sýnt í maí Ökutímar (Nýja sviðið) Lau 2/5 kl. 20:00 frums U Sun 3/5 kl. 20:00 2kort U Mið 6/5 kl. 20:00 3kort U Fim 7/5 kl. 20:00 aukas U Fös 8/5 kl. 19:00 4kort U Lau 9/5 kl. 19:00 Ö Lau 9/5 kl. 22:00 U Sun 10/5 kl. 20:00 U Mið 13/5 kl. 20:00 5kort U Fim 14/5 kl. 20:00 6kort U Fös 15/5 kl. 19:00 Ö Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U Sun 17/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 8kort U Fim 21/5 kl. 20:00 Mið 27/5 kl. 20:00 9kort U Fim 28/5 kl. 20:00 10kort U Fös 29/5 kl. 19:00 Miðasala er hafin - aðeins sýnt í maí. Einleikjaröð - Rachel Corrie (Litla sviðið) Sun 26/4 kl. 20:00 ný aukas Aukasýning 26. apríl vegna fjölda áskorana Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Fúlar á móti (Samkomuhúsið) Creature (Kassinn) Fim 23/4 kl. 20:00 Ný aukas.Ö Fös 24/4 kl. 19:00 Ö Lau 25/4 kl. 20:00 U Fös 1/5 kl. 20:00 1.sýn Ö Lau 2/5 kl. 20:00 2.sýn Sýningum lýkur á Akureyri 25. apríl Margverðlaunað verk - aðeins 2 sýningar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak (Stóra sviðið) Þrettándakvöld (Stóra sviðið) Sædýrasafnið (Kassinn) Creature - gestasýning (Kassinn) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Eterinn (Smíðaverkstæðið) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Þjóðleikur - leiklistarhátíð á Egilstöðum 24.–26. apríl Sýningar haustsins komnar í sölu Sýningum lýkur 15. maí. Tryggðu þér sæti Ath. snarpt sýningatímabil Í samstarfi við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands Miðaverð aðeins 2.000 kr. Sýningum að ljúka. Fim 23/4 kl. 20:00 U Lau 2/5 kl. 20:00 Ö Þri 21/4 kl. 20:00 U Fös 24/4 kl. 21:00 Ö Fim 14/5 kl. 20:00 U Fös 15/5 kl. 20:00 Ö Lau 25/4 kl. 13:00 Ö Lau 25/4 kl. 14:30 Ö Fös 24/4 kl. 21:00 Fös 8/5 kl. 20:00 Ö Lau 9/5 kl. 20:00 Ö Fös 24/4 kl. 20:00 síð.sýn. Ö Lau 25/4 kl. 21:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 13:00 Ö Lau 2/5 kl. 14:30 Ö Fim 30/4 kl. 21:00 síðasta sýn. Fös 15/5 kl. 20:00 Ö Sun 3/5 kl. 21:00 Lau 9/5 kl. 13:00 Ö Lau 9/5 kl. 14:30 Sun 10/5 kl. 17:00 U Lau 16/5 kl. 14:00 U Lau 16/5 kl. 17:00 U Sun 17/5 kl. 14:00 U Sun 17/5 kl. 17:00 U Sun 24/5 kl. 14:00 U Þri 26/5 kl. 18:00 U Mið 27/5kl. 18:00 U Fös 29/5 kl. 18:00 U Lau 25/4 kl. 14:00 U Lau 25/4 kl. 17:00 U Sun 26/4 kl. 14:00 U Sun 26/4 kl. 17:00 U Þri 28/4 kl. 18:00 aukas. U Sun 3/5 kl. 14:00 U Sun 3/5 kl. 17:00 U Þri 5/5 kl. 18:00 U Sun 10/5 kl. 14:00 U Lau 30/5 kl. 14:00 U Lau 30/5 kl. 17:00 U Fim 4/6 kl. 18:00 Ö Fös 5/6 kl. 18:00 U Lau 6/6 kl. 14:00 U Lau 6/6 kl. 17:00 U Sun 7/6 kl. 14:00 U Sun 7/6 kl. 17:00 U Lau 13/6 kl. 14:00 Ö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.