Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 SKÓGUR fyrir ofan Landbún- aðarháskólann að Reykjum í Ölf- usi, veiddi talsvert af grjóti sem féll úr hlíðinni fyrir ofan skólann í jarðskjálftanum í lok maí á síð- asta ári. Þetta grjót hefði að öðr- um kosti fallið á göngustíg, en þar voru nokkrar stúlkur á ferð í sömu andrá og skjálftinn reið yf- ir. Björgvin Eggertsson, skóg- fræðingur, fjallaði um hamfara- skógrækt í erindi sínu á fagráð- stefnu skógræktar og segir að of lítið hafi verið gert af því að rækta skóg í þessum tilgangi hér á landi. „Ég tel að hamfara- skógrækt geti hiklaust orðið til varnar gegn aurskriðum og snjó- flóðum, segir Björgvin. „Það er ákveðin vinna í gangi í sveit- arfélögum á Vestfjörðum og víð- ar með það í huga að koma upp trjágróðri til að skýla. Slíkur skógur gæti verið fyrir ofan bæi, býli og sumarhúsaþyrp- ingar þar sem hætta er á skriðum og flóðum. Þar sem um skógrækt er að ræða erum við að tala um langhlaup sem tekur einhverja áratugi að verða að veruleika.“ Rótarkerfið soðnaði Jarðhiti breyttist á Reykjum og víðar í Ölfusi í kjölfar skjálftanna og segir Björgvin að enn séu að verða breytingar á jarðhita á svæðinu. „Borholan hérna kólnaði og upp komu litlir hverir út um all- an skóg. Það hafði í för með sér að rótarkerfi trjánna byrjaði að soðna og hafa tré fallið af þessum sökum,“ segir Björgvin. Ljósmynd/Björgvin Eggertsson Mildi Trén gripu mikið af steinum auk þess sem þau hægðu á grjóti í skjálft- anum síðastliðið vor. Nokkrar stúlkur voru á gangstíg neðan við skóginn. Skógur gegn hamförum HRAÐFRAMLEIÐSLA jólatrjáa á ökrum var heiti á einu erindanna á fagráðstefnu skógræktar í liðinni viku. Með slíkri ræktun er talið mögulegt að stytta ræktunartímann um allt að tíu ár; í stað þess að það tekur nú 15-20 ár að fá jólatré upp í 1,5-2 metra hæð er talið hægt að ná trjánum upp í ákjósanlega hæð á 10- 12 árum. Jón Kr. Arnarson og Else Möller gerðu grein fyrir þessu verkefni, en á síðasta ári fór fimmtán manna hópur til Danmerkur til að kynna sér hrað- ræktun jólatrjáa og starfshópur vinnur að framgangi verkefnisins. Hingað til hafa jólatré að mestu verið ræktuð með öðrum skógi, en hugmyndin er að rækta þau á ökrum svipað og gert er t.d. í Danmörku. Jón Kr. Arnarson, sem er verkefn- isstjóri hjá Landbúnaðarháskóla Ís- lands, segir að kornakrar og tún henti mjög vel fyrir þessa ræktun, en gott skjól sé forsenda ræktunar- innar. Hann segir þetta verða gert á svipaðan hátt og við ræktun hnaus- plantna í gróðrastöð. Þannig komist trén fyrr upp í sölustærð og styttri ræktunartími komi á móti stofn- kostnaði. „Með þessu ættum við að fá betri tré og hærri nýtingu,“ segir Jón Kr. Arnarson. „Barrtré fara hægt af stað en þegar plönturnar byrja að vaxa á ökrum þá hættir þeim til að vaxa of hratt, jafnvel þó við séum á Íslandi. Þetta er líka þekkt vandamál við ak- uryrkju á jólatrjám í öðrum löndum, en þá eru til ýmis brögð eins og form- klipping eða að særa toppsprota til að hægja á lengdarvexti til að fá þétt- ari tré,“ segir Jón. Tilraun á Hvanneyri Else Möller, nemandi í Landbún- aðarháskólanum, vinnur að til- raunum á akuryrkju á jólatrjám í tengslum við BS ritgerð. Hún ætlar að setja út tré á akri og fær alla alla aðstöðu og aðstoð á Hvanneyri, en nýtur einnig styrks frá Vesturlands- skógum. „Við sjáum fyrir okkur að á þess- um viðsjárverðu tímum þurfum við að efla nýsköpun og nýjar hug- myndir í tengslum við skógrækt og landbúnað. Þetta er angi af því starfi,“ segir Jón Kr. Arnarson. Jólatré með hraði Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÞAÐ þurfa að vera skýr markmið í skógræktarstarfseminni eins og öðru og nú höfum við unnið eftir sama skipulaginu í tæp 20 ár og mér finnst starfið vera á ákveðnum tíma- mótum,“ segir Jón Geir Pétursson, sérfræðingur í landnýtingarmálum í umhverfisráðuneytinu. Hann fjallaði í erindi sínu á fagráðstefnu skóg- ræktar í síðustu viku um stöðuna í þessum málaflokki hér á landi. Í erindinu rakti hann þá breytingu sem varð um 1990 þegar farið var að rækta meira af skógi heldur en eyddist á ári hverju. „Um þetta leyti urðu til ýmis af þeim skógrækt- arverkefnum sem enn eru í gangi,“ segir Jón Geir. „Á skömmum tíma um það bil fimmfaldaðist umfang nýrækt- unarskóga í landi og í stað þess að gróðursetja um eina milljón plantna árlega urðu þær um fimm milljónir. Þá komu inn þessi fimm stóru lands- hlutabundnu skógræktarverkefni þar sem landeigendum eða bændum var greiddur styrkur til þess að gróðursetja á jörðum sínum og svo þetta umfangsmikla verkefni skóg- ræktarfélaganna sem kallað er Landgræðsluskógar sem miðast meira við verkefni í nágrenni við þéttbýli.“ Breytt landnotkun Verulega aukið fjármagn kom inn í skógræktina frá hinu opinbera og á sama tíma jókst áhugi þjóðarinnar á viðfangsefninu. Jón Geir segir að nokkur önnur Evrópulönd hafi geng- ið á skógarauðlind sína, en síðan snú- ið af þeirri braut og endurheimt skógana. Hann nefnir Dani fyrir um 200 árum, Skota fyrir 100 árum og Íra fyrir um 30 árum. Jón Geir telur að það geti á ýmsan hátt verið hollt fyrir Íslendinga að skoða hvernig þessar þjóðir hafa staðið að málum. „Landnotkun breyttist upp úr 1990 þannig að ýmislegt annað en hefðbundin sauðfjárrækt gat sótt fram, t.d. landgræðsla, skógrækt, frístundabyggð og vaxandi flatarmál náttúruverndarsvæða svo dæmi séu tekin,“ segir Jón Geir. „Nú stöndum við frammi fyrir því hvernig við viljum skipuleggja þessa nýju breyttu landnotkun í okkar stóra landi þar sem rými er fyrir mjög fjölbreytta landnotkun. Skóg- rækt er orðin umfangsmeiri heldur en hún hefur nokkru sinni verið og stöðugt fleiri lifa á skógræktinni auk þeirrar fjölþættu útivistar sem skóg- arnir veita og skapar fjölda starfa í þjónustu. Mér fannst það svífa yfir vötnum á ráðstefnunni að viðhalda opinberum stuðningi við skógræktarstarfið, en það er sjálfsagt að ræða áherslur í starfinu og skipulagið sem við höfum unnið eftir í tæp tuttugu ár. Við skul- um ekki gleyma því að skógrækt er mannaflsfrek starfsemi og öllum þessum fjármunum er ráðstafað inni í landinu og sem loftslagsaðgerð er skógrækt afskaplega hentug leið fyrir okkur,“ segir Jón Geir Pét- ursson. Frá skógeyðingu til skógræktar Skógrækt umfangsmeiri en nokkru sinni Í HNOTSKURN »Meðal verkefna í skógræktsem njóta fjármagns frá ríkinu má nefna fimm lands- hlutaverkefni, Land- græðsluskóga, Hekluskóga og síðan Landgræðsluna og Skógrækt ríkisins. »Önnur verkefni í skógrækteru á vegum sveitarfélaga, skógræktarfélaga, samtaka og einstaklinga. »Hópur undir stjórn skóg-ræktarstjóra vinnur að stefnumótun fyrir skógrækt. KOLBRÚN Hall- dórsdóttir um- hverfisráðherra ávarpaði fund skógrækt- armanna fyrir helgi. Hún greindi m.a. frá því að nú er í gangi vinna að stefnumótun í skógræktarmálum og sagði að það hlyti að verða eitt af verkefnum ráðuneytisins á nýju kjörtímabili að endurskoða skógræktarlög. Ráðherra sagði m.a. í ávarpi sínu að nú stæðu yfir einhverjar um- fangsmestu samningaviðræður í sögunni, sem miða að því að ná samkomulagi um hertar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. „Ísland hefur ætíð lagt mikla áherslu á skógrækt og landnýtingu á vettvangi loftslagssamningsins og í viðræðunum nú hefur Ísland lagt fram tillögu um að endurheimt vot- lendis verði metin til tekna í lofts- lagsbókhaldi ríkja. Skógrækt verð- ur áfram mikilvægur þáttur í aðgerðum Íslands í loftslagsmálum, en við verðum að forðast að setja málin þannig upp að binding kol- efnis komi í stað aðgerða til að ráð- ast að rót vandans og draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda. Tryggja þarf að kolefnisbinding í skógi sé varanleg og að skógrækt til bindingar fái ekki þá ímynd að vera aflátsbréf þeirra sem menga.“ Kolbrún Halldórsdóttir Stefnumótun í skógrækt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.