Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 21
Umræðan 21KOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
Með og á móti
Jóna Jónsdóttir |
Hvort viljum við uppbyggingu eða
niðurrif?
Óttar Felix Hauksson |
Af hverju Sjálfstæðisflokkurinn?
Stefán Benediktsson |
Svipugöng krónunnar, eða evra!
Guðjón Einarsson |
Kjósandi í Reykjavík taktu eftir!
Rut Kaliebsdóttir |
Sjálfstæðismenn treysta á það að
þjóðin muni gleyma og gleyma fljótt
Hjörleifur Hallgríms |
Framsóknarfólk sameinist
Guðj. Jónas Kristjánsson |
Kjósum ekki ESB-flokka
Meira: mbl.is/kosningar
100 ÁRA AFMÆLI AFTURELDINGAR
100 ÁRA
1909-2009
A
F T U R E LDI
N
G
100 ÁRA
1909-2009
A
F T U R E LDI
N
G
Dagskrá afmælishátíð Aftureldingar 2009
!!
"#
$ % & %
'
$ % $
(
( !
(
)
(
#
( *
+,
-
.
/& %
&
0 , *
1, *
. 2
, *
+ ! 3 404+ 5467+ - % !!
!
-
8
9
! 3 3
4 )*
( '
Spákonutjald
! " #
" " $ :- '
+
3 #* ! 1 #";##
!"# $!" #$ % &
'
(
)* )+
Vöfflukaffi
Sjoppa
Pizzur
Aftureldingarvarningur
Hoppukastali
Fjársjóðskista
ÞVÍ miður hafa kjör launafólks
rýrnað. Verðbólga og okurvextir hafa
séð um það. Hvað er til ráða? Verð-
bólgan er orðin að verðhjöðnun. Vaxta-
okrið er enn við lýði. Peninganefnd
Seðlabankans hefur ekki getað skýrt
þá ákvörðun sína að viðhalda 15,5%
stýrivöxtum. Vaxtaokrið hefur verið
nefnt „tilvonandi fortíðarvandi“ Þetta
er umhugsunarverð áminning.
Ábyrgð gagnvart skuldurum
Okrinu verður að linna. Þeir sem stýra vöxtum
verða að axla ábyrgð gagnvart lántakendum. Þá
þarf að finna með hvaða hætti á að létta byrðar
þeirra sem eru að kikna undan þeim. Hér þurfum
við að vanda okkur því svigrúmið er takmarkað.
Þegar hafa verið samþykkt lög um greiðsluaðlög-
un. Þau gefa andrými. Sama á við um lög sem
styrkja réttarstöðu skuldara – erfiðara er nú að
ganga að heimilum þeirra við gjaldþrot. Aukið
andrými dugar þó ekki til. Frekari aðgerða er
þörf. Ástæðan fyrir því að við þurfum að vanda
okkur er sú að við höfum úr takmörk-
uðum fjármunum að spila – vitum
reyndar ekki enn hverjir þeir eru – og
þurfum að finna markvissustu form-
úlurnar.
Yfirvegun í stað óðagots
Talað hefur verið um að færa höf-
uðstól skuldara niður um tiltekið hlut-
fall, einnig um tiltekna krónutölu. Að
mínu mati þarf að þróa þessa hugsun
áfram þannig að hún taki til þeirra
sérstaklega sem keyptu íbúð þegar
húsnæðisverð – og í kjölfarið einnig verðbólgan –
var í hámarki. Með öðrum orðum, tímasetning
lántökunnar skiptir höfuðmáli. Markmiðið er að
jafna kjör og aðstöðu þeirra sem urðu óðaverð-
bólgu og sprengingu á húsnæðismarkaði að bráð
og okkar hinna sem sluppum að þessu leyti. En ég
ítreka. Verst af öllu er óðagotið. Flumbrugangur
síðustu ríkisstjórnar, í þeim ráðstöfunum sem hún
á annað borð greip til, er ekki til eftirbreytni.
Sumir lækka – aðrir hækka
Síðan eru það launakjörin. Verðbólgan hefur
sargað í þau, auk niðurskurðar. Hvað launin
áhrærir er krafan afdráttarlaus. Stjórnendur í
fyrirtækjum og stofnunum verða að hlífa þeim
sem eru á lágum launum og meðaltekjum. Kjör
þessara hópa verður að bæta. Hinir sem bera mik-
ið úr býtum verða hins vegar að lækka. Kjarajöfn-
un þýðir að sumir lækka en aðrir hækka. Sá sem
tekur 24 milljónir inn á ári fyrir hlutavinnu á að
lækka. Sá sem er með 2 milljónir fyrir fulla vinnu
á að hækka. Það er verkefni komandi kjarasamn-
inga. Það á að vera leiðarljós stjórnenda. Þeir eiga
að vernda störfin og bæta kjör lágtekjuhópa.
Kjarajöfnun á nefnilega að þýða kjarabót fyrir
þá sem raunverulega þurfa á henni að halda.
Áformin eru skýr
Um þær aðferðir þarf að mynda þjóðarsátt. Í
þessu sambandi eru áform ríkisstjórnarinnar tví-
þætt: a) að stöðva uppboð og árásir á skuldara og
b) nota andrúmið til að þróa aðferðir til að létta
byrðarnar með sanngjörnum hætti. Þannig getum
við komist út úr þeim tímabundnu vandræðum
sem okkur voru sköpuð.
Kjarajöfnun er kjarabót
Eftir Ögmund Jónasson
Ögmundur
Jónasson
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
ÞEGAR einungis örfáir dagar
eru til kosninga blasir heldur nöt-
urleg mynd við kjósendum. Vinstri-
stjórnin, undir tvíhöfða forystu Jó-
hönnu Sigurðardóttur og
Steingríms J. Sigfússonar, sem átti
að leysa öll vandamál, jafnt heimila
sem fyrirtækja, á áttatíu dögum,
skilar einfaldlega auðu. Þetta sést
best þegar svokallaður „aðgerða-
listi“ ríkisstjórnarinnar er skoð-
aður en hann hefur verið birtur undir fyrirsögn-
inni „Við látum verkin tala“ í dagblaða-
auglýsingum Samfylkingarinnar. Þar eru talin
upp 33 „verk“ 80 daga ríkisstjórnarinnar sem
hafi verið hrint í framkvæmd undir „öflugri
verkstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur“ eins og
það er orðað í auglýsingunni. Hvílík öfugmæli!
Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að „verk-
in“ eru ýmist alls ekki hafin, „í vinnslu“ eins og
það er kallað í auglýsingunni, eða
„verkin“ eru í formi almennra
stefnu- eða markmiðayfirlýsinga
sem hjálpa því miður hvorki bág-
stöddum heimilum né fyrirtækjum á
heljarþröm. Þau örfáu verk á þess-
um lista sem má segja að séu nú
loksins komin í farveg eru mál sem
voru undirbúin í tíð fyrri rík-
isstjórnar en strönduðu þá hjá Sam-
fylkingunni. Það er því ekki seinna
vænna að þessi mál hafi loksins
fengið afgreiðslu á Alþingi, mál eins
og útgreiðsla séreignarsparnaðar og greiðsluað-
lögun húsnæðislána.
Ríkisstjórnin hefur áorkað litlu
Af þessu tilefni er athyglisvert að lesa um-
sögn Viðskiptaráðs Íslands sem birt var sl.
föstudag. Þar segir meðal annars: „Fáeinir dag-
ar eru til kosninga og lýkur þá störfum 80 daga
stjórnarinnar, a.m.k. þar til niðurstaða kosninga
liggur fyrir. Á þeim tíu vikum sem liðnar eru frá
því að ný stjórn tók við völdum hefur lítið miðað
í úrlausn erfiðra skammtímavandamála. Vextir
eru enn í hæstu hæðum, gjaldeyrishöft hafa
verið þrengd frekar, atvinnuleysi hefur haldið
áfram að vaxa, fáar markvissar lausnir eru í far-
vatninu hvað varðar skuldavanda heimila og
fyrirtækja, gjaldþrotum fjölgar hratt og banka-
kerfið er enn illa starfhæft. Það virðist því litlu
hafa breytt um framgang mikilvægra mála að
skipt hafi verið um ríkisstjórn.“
Varasöm skattahækkanaáform
Það er ekki að ástæðulausu að spurt sé um
stefnu stjórnarflokkanna um aðgerðir sem
varða afkomu heimila og fyrirtækja, að ekki sé
minnst á aðgerðir í ríkisfjármálum og banka- og
peningamálum. Hvar á að skera niður? Hvaða
skatta á að hækka? Hverju skilar það? Munu
hærri skattar á heimilin í landinu, sem nú þegar
hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna
óráðsíu gömlu bankanna og stjórnenda þeirra,
stuðla að öflugra hagkerfi og meiri velsæld?
Aftur er ástæða til að vitna í fyrrnefnt álit Við-
skiptaráðs þar sem segir um fyrirhuguð skatta-
hækkunaráform vinstristjórnarinnar ef hún
heldur áfram eftir kosningar: „Auk þess er alls
ekki fyrirséð hver áhrif skattahækkana yrðu við
þær viðkvæmu aðstæður sem ríkja í efnahags-
lífinu. Hætt er við að skattahækkanir leiði til
enn frekari samdráttar sem myndi þrengja
skattstofna og mögulega draga úr heildarskatt-
tekjum á endanum. Áhrif skattahækkana gætu
því allt eins orðið þveröfug við það sem lagt er
upp með, en hagrannsóknir benda til þess að
skattahækkanir í efnahagskreppum leiði gjarn-
an til tekjusamdráttar fyrir hið opinbera.“
Er þessi stefna virkilega það sem við viljum
kjósa yfir okkur næstkomandi laugardag? Að
hækka skatta á heimilin í landinu? Að ekki sé
minnst á yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um
nauðsyn þess að lækka laun ríkisstarfsmanna.
Eins og heimilin hafi ekki nú þegar orðið fyrir
nógu mikilli kjaraskerðingu. Ég segi nei og
hafna kjaraskerðingarstefnu Samfylkingar og
Vinstri grænna.
Aðgerða- og úrræðaleysi vinstristjórnar
Eftir Ólöfu Nordal
Ólöfu Nordal
Höfundur er þingmaður.