Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Spádómar
! "#$
%&' ()*)
+++,-$ ,
Ferðalög
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Skagafirði
sími 453 8245
www.bakkaflot.com
www.riverrafting.is
Gisting
Húsnæði í boði
Sumarhús til leigu miðsvæðis á
Akureyri Þrjú svefnherbergi (78 fm).
Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur.
Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net-
samband. Uppl. á www.saeluhus.is
eða í 618 2800.
Hljóðfæri
Dúndurtilboð
Kassagítarar: 1/4 stærð kr.
10.900 pakkinn með poka,
strengjasetti og stilliflautu. 1/2
stærð kr. 7.900. Full stærð kr.
12.900. 3/4 kr. 10.900. 4/4 kr.
12.900. Rafmagnsgítarpakkar frá
kr. 29.900. Hljómborð frá kr.
17.900. Trommusett kr. 49.900
með öllu.
Gítarinn, Stórhöfða 27,
sími 552 2125.
www.gitarinn.is
Húsnæði óskast
Nuddaðstaða
Óska eftir snyrtilegri aðstöðu fyrir
nudd og námskeiðahald. Minnst
30 fm með WC og sturtuaðstöðu.
Innréttaður bílskúr gæti vel hentað.
Uppl. í síma 822 0727.Sumarhús
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Tómstundir
Plastmódel í miklu úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
Til sölu
Matador heilsársdekk Gott verð.
Kaldasel ehf.
hjólbarðaverkstæði,
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
sími 544 4333.
Handslípaðar kristalsljósakrónur
frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið
úrval. Frábær gæði og gott verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
30% afsláttur þessa viku
Ný Super Swaper
44x18.5x15 TSL
36x14.5x16.5 TSL
til sölu.
Kaldasel ehf.
Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi,
sími 544 4333 og 820 1070.
Þjónusta
Plexiform og bólstrun
s. 555 3344, Dugguvogi
Bólstra og geri við sæti og innrétt-
ingar í öll farartæki með leðri, taui og
leðurlíki. Erum með plast fyrir bíl-
rúður, högghelt sem er gott að forma.
plexiform.is
GULL-GULLSKARTGRIPIR
Kaupum til bræðslu allar tegundir
gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta,
gegn staðgreiðslu. demantar.is
Magnús Steinþórsson,
Pósthússtræti 13, sími: 699-8000.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari getur bætt við sig
verkefnum. Inni og úti. Vönduð og
öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð.
Uppl. í síma 897 2318.
Málningarvinna og múrviðgerðir.
Getum bætt við okkur inni- og
útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og
góð umgengni. Tilboð eða tímavinna.
Lítið Mál ehf. S. 896-5758.
Innrömmun
Opið kl. 10-18
Eftirprentanir
mikið úrval!
Ásgrímur - Picasso - Miro
Kandinsky - Hopper o.fl.
Góð 3ja herb. íbúð til leigu í
Háaleitishverfi. Laus strax. Verð
120 þús á mán. Upplýsingar sendist á
netfang: h48@mmedia.is
Til sölu
Yamaha trompet verð 50.000 kr.
Sópran saxafónn verð 100.000 kr.
og Konsertína verð 25.000 kr.
Uppl. í síma 438-6791 eftir kl. 19.00.
Guðríður
Guðnadóttir
✝ Guðríður Guðna-dóttir fæddist á
Strönd í Vestur-
Landeyjum 4. júní
1913. Hún lést á St.
Jósefsspítala 6. apríl
sl.
Foreldrar Guðríðar
voru Guðrún Einarsdóttir, f. 1.8. 1878, d.
13.10. 1930, og Guðni Einarsson, f. 8.3.
1879, d. 3.8. 1963. Systir Guðríðar var
Anna Guðnadóttir, f. 15.10. 1906, d.
22.1. 1971. Synir Önnu eru: 1) Hjalti
Bjarnason, f. 26.10. 1928. Kona hans er
Guðrún Sigurðardóttir. Afkomendur
Guðrúnar og Hjalta eru 20. 2) Guðni
Einarsson, f. 27.11. 1946. Kona hans er
Særún Bjarnadóttir. Börn þeirra eru tvö
og barnabörnin fimm.
Útför Guðríðar fer fram frá Víðistaða-
kirkju í dag, 21. apríl, kl. 13.
Þórður Pálmi
Jónsson
✝ Þórður PálmiJónsson fæddist
í Keflavík 13. apríl
1972. Hann lést í Dan-
mörku 4. apríl 2009.
Útför hans var gerð
frá Hoven kirke í Dan-
mörku.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku afi minn. Það
er svo erfitt að trúa
því að þú sért farinn.
Þú sem varst krúttlegasti og besti
afi sem maður gat hugsað sér að
eiga, algjör stríðnispúki, stundum
svo mikill stríðnispúki að maður gat
orðið pínu pirraður út í þig. Það var
nú samt varla hægt að vera pirruð
út í þig, því að þú varst svo mikið
krútt.
Ég man þegar við Ottó bróðir vor-
um í heimsókn hjá þér og ömmu árið
2006 og þú varst að fela skóna okkar
og eyddir öllum morgninum í að
líma fyrir sígarettupakkann hans
Ottós og beiðst spenntur eftir að við
myndum vakna til að sjá svipinn á
okkur. Ottó skildi ekkert í því af
hverju hann gat ekki opnað pakk-
ann, ó, hvað þú hafðir gaman af
þessu.
Eftir að ég flutti til Danmerkur
og lærði að tala dönsku elskaði ég að
hlusta á þig segja alla góðu dönsku
brandarana. Ég gat heyrt þá aftur
og aftur og alltaf fannst mér þú vera
jafnfyndinn, þú sem varst danskur
og varst alltaf að segja alls konar
brandara og sögur á dönsku þegar
ég var barn. Og elsku amma var
alltaf að reyna að þýða þetta yfir á
íslensku, en ekki var það eins fyndið
eins og þegar ég gat skilið þetta á
dönsku, ég elskaði það hreinlega.
Mikill dýravinur varstu líka, ég
man þegar þú varst að passa Nölu
kisuna mína einu sinni og þú leyfðir
henni að vera uppi á eldhúsborði og
Erlingur Ottósson
✝ Erlingur Ottósson(Albrektsen)
fæddist í Borup á Sjá-
landi í Danmörku 12.
mars 1928. Hann lést
á Landspítalanum við
Hringbraut 11. apríl
2009.
Útför Erlings fór
fram frá Digra-
neskirku 17. apríl sl.
þið borðuðuð saman
brauð með laxi af
diskinum þínum. Þú
dekraðir hana svo
mikið að hún vildi
varla koma heim aft-
ur. Þú hafðir gaman af
öllum dýrum og fátt
þótti þér skemmti-
legra en horfa á dýra-
lífsþætti í sjónvarp-
inu.
Það var líka alltaf
gaman að fá þig í
heimsókn, þú varst
alltaf svo þakklátur
fyrir matinn sem ég eldaði og ég
elskaði að þjóna þér og gefa þér
appelsín, ef ég gaf þér eitt glas með
appelsíni í þá sagði þú alltaf: „Þú ert
bestur af okkur tveimur.“ Þú varst
og verður alltaf krúttlegasti og besti
afi minn.
Elsku afi, ég veit að pabbi og Ívar
eiga eftir að taka vel á móti þér og
að þú hefur það gott þar sem þú ert
núna. Ég á alltaf eftir að sakna þín
og þó að ég sé orðin fullorðin verð
ég alltaf þín afastelpa. Elska þig.
Kveðja
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Ásbjörn Morthens.)
Elsku besta amma mín, ég veit að
þetta er erfiður tími fyrir þig, en ég
veit að þú verður sterk og vil að þú
vitir að allt verður betra með tím-
anum. Èg vil votta allri minni fjöl-
skyldu mína innilegustu samúð.
Þitt barnabarn,
Erla Björk Kjartansdóttir
Það eru margar minningar sem
við eigum um þennan æðislega
mann.
Í fyrsta lagi var þetta besti afi
sem nokkur manneskja getur hugs-
að sér að eiga. Afi okkar var mjög
glaðlyndur og við eigum mörg góð
augnablik með honum, eins og til
dæmis þegar ég fékk að fara með
honum í vinnuna, þá var hann að
vinna á ýtu og ég fékk að sitja í
kjöltu hans, þetta er eftirminnileg-
asti tími sem ég á vegna þess að ég
var svo rosalega hrædd, hann var
nefnilega búinn að segja mér að
hann hefði misst framan af puttan-
um sínum þegar hann var að grúska
í svona vinnuvélum. Það eftirminni-
legasta hjá honum Ísari bróður mín-
um er þegar hann var í pössun hjá
honum afa og ákvað afi að fara í bíl-
túr með honum upp að Apavatni og
þeir fengu sér síðan pulsu og löbb-
uðu aðeins úti í góða veðrinu. Afi
okkar hefur alltaf verið mjög hand-
laginn og eyddi oft miklum tíma í
garðinum við að klippa trén og gera
garðinn sinn að flottasta garðinum í
Kópavogi, þetta var svona ekta
danskur garður með vindmyllu,
burstabæ og sveppum, enda dáðist
maður að garðinum hans þegar
maður kom í heimsókn. Hann var
samt hinn mesti stríðnispúki, eins
og til dæmis þegar maður kom í
heimsókn þá faldi hann skóna mína
á einhverjum fáránlegum stað, og
stundum gekk hann of langt og var
alltaf að segja við mig: Vilma, þú ert
með eitthvað hérna og benti á
bringuna mína en svo um leið og ég
kíkti sló hann puttanum í nefið á
mér, sem var mjög fyndið vegna
þess að ég féll alltaf fyrir þessu.
Alltaf þegar ég kom í heimsókn var
afi með appelsín og rauðan ópal, það
klikkaði ekki enda líka alltaf þegar
ég sé rauðan ópal hugsa ég strax um
hann afa minn. Afi var með mjög
barnslega sál og það þurfti mjög lít-
ið til að gleðja hann, bara smá bros
og þá ljómaði hann allur af gleði.
Allar vinkonur mínar muna eftir afa
mínum því að hann leyndi því ekki
hversu mikill kvennabósi hann var í
hvert skipti sem ég kom með vin-
konur mínar heim á gamlárskvöld
eða bara í heimsókn kallaði hann
þær alltaf Sophiu Loren eða ýmsum
nöfnum frægra stjarna og reddaði
þetta gjörsamlega kvöldinu hjá vin-
konum mínum, ególega séð. En aft-
ur á móti þegar Ísar bróðir minn
kom með vini sína heim kallaði hann
þá alltaf Gúmmí-Tarzan og þeir
voru nú ekki eins ánægðir með það
og vinkonur mínar voru. Afi var
húmoristi í húð og hár, ef maður t.d.
var að horfa á hann þá tók hann
gervitennurnar úr sér með tungunni
og smellti þeim síðan í góminn svona
eins og hann væri að missa þær út
úr sér sem mér fannst alltaf jafn
fyndið en ekki beint geðslegt samt
fyrir þá sem ekki þekktu hann. Einu
sinni var ég í pössun hjá afa mínum,
ábyggilega svona 12 ára gömul, og
hann þurfti síðan að skutla mér í
vinnuna til mömmu. Þá þóttist hann
ekki vita leiðina og eyddi ábyggilega
klukkutíma í að þykjast ekki vita
leiðina bara til þess að búa til einn
góðan brandara. Afi kunni margar
skemmtilegar vísur og hikaði ekki
við að syngja þær fyrir okkur, sama
á hvaða aldri við vorum.
Við eigum efir að sakna þín sárt
og þú munt alltaf vera langbesti afi
okkar.
Með söknuði og ást,
Vilma Ýr og Ísar Mar.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Minningargreinar