Morgunblaðið - 21.04.2009, Page 39
Sími 564 0000
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
17 Again kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
17 Again kl. 5:40 - 8 - 10:20 LÚXUS
I love you man kl. 5:40 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
Draumalandið kl. 5:50 - 8 LEYFÐ
Franklin kl. 3:50 LEYFÐ
Fast and Furious kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Monster vs Aliens 3D ísl. tal kl. 3:40 3D - DIGITAL LEYFÐ
Monster vs Aliens ísl. tal kl. 3:40 LEYFÐ
Mall cop kl. 3:40 - 10:10 LEYFÐ
Einhver áhrifamesta og
mikilvægasta mynd síðustu ára!
Byggð á bók eftir Andra Snæ Magnason
....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR
TIL AÐ SEGJA ÞAÐ?
“ÞESSI MYND HÉLT MÉR ANNAÐ
HVORT GLOTTANDI EÐA SKELLI-
HLÆJANDI ÚT ALLA LENGDINA.
MÆLI VEL MEÐ HENNI.”
TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP
OG FORGETTING SARAH MARSHALL
“DRAUMALANDIÐ ER STÓRMYND
Á HEIMSMÆLIKVARÐA OG FRJÓ INNSPÝTING
Í ELDFIMA SAMFÉLAGSUMRÆÐUNA.”
- H.S., MBL
„ÁHRIFAMIKIL OG BRÝN ÁMINNING UM AÐ
AFSTÖÐU-EÐA GAGNRÝNISLEYSI ER MUNAÐUR SEM VIÐ
GETUM EKKI LEYFT OKKUR - ALLRA SÍST NÚNA.”
- B.S., FBL
“MEÐ DRAUMALANDIÐ AÐ VEÐI!”
- E.E., DV
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI BORGARBÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI,
borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
Vinsælasta gamanmynd
ársins í USA
2 vikur á toppnum!
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Sýnd með
íslensku tali
„Frábær teiknimynd
fyrir alla fjölskylduna
með íslensku tali“
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.is
HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT
BARA UNGUR EINU SINNI?
Sýnd kl. 6, 8 og 10:15 Sýnd kl. 8 og 10:30
-bara lúxus
Sími 553 2075
HÖRKUSPENNANDI
MYND FRÁ LEIKSTJÓRA
THE LAST KING OF SCOTLAND
EMPIRE
TOTAL FILM
UNCUT
....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ?
ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP
OG FORGETTING SARAH MARSHALL
“ÞESSI MYND HÉLT MÉR ANNAÐ
HVORT GLOTTANDI EÐA SKELLI-
HLÆJANDI ÚT ALLA LENGDINA.
MÆLI VEL MEÐ HENNI.”
TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
Sýnd kl. 8
Sýnd með
íslensku tali
Fór beint átoppinn í USA!
Sýnd í 3D kl. 6 ÍSL. TAL
- Þ.Þ., DV
FYRSTA DREAMWORKS
ANIMATION TEIKNIMYNDIN
SEM ER GERÐ SÉRSTAKLEGA
FYRIRÞRÍVÍDD(3D).
Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL
„Frábær teiknimynd
fyrir alla fjölskylduna
með íslensku tali“
Sýnd með
íslensku tali
SÝND Í SMÁRABÍÓI
BRÁÐSKEMMTILEG
GAMANMYND SEM
KEMUR ÖLLUM
TIL AÐ HLÆGJA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
ÞAÐ er unglingamyndin 17 Again
með hjartaknúsaranum Zac Efron í
aðalhlutverki sem hreppir fyrsta
sætið á Bíólistanum eftir sýningar
helgarinnar. Kvikmyndin er það sem
úrtölumenn kalla oft formúlumyndir
en svona kvikmyndir virka einfald-
lega og það vita mógúlarnir í Holly-
wood. Rúmlega 3.500 manns sóttu
myndina um helgina.
Teiknimyndin Monsters vs. Aliens
situr í öðru sæti en í þriðja sæti er að
finna Draumaland þeirra Þorfinns
Guðnasonar og Andra Snæs sem er
byggð á bók hins síðarnefnda sem
kom út fyrir nokkrum árum og vakti
gríðarlega athygli. Aðsóknin á mynd-
ina hlýtur að valda þeim Þorfinni og
Andra nokkrum vonbrigðum en að-
sókn á myndina er samkvæmt sam-
antekst SMÁÍS um 8.370 manns en
ekki 10 þúsund eins og Fréttablaðið
greindi frá í síðustu viku. Spennu-
myndin State of Play sem var frum-
sýnd um helgina nær ekki ofar en í
sjötta sætið og hin sænska Let the
Right One In sem einnig var frum-
sýnd um helgina nær áttunda sætinu.
Dreifð aðsókn á Bíódaga
Bíódagar Græna ljóssins standa nú
yfir eins og margoft hefur komið
fram. Fjölmargar frábærar myndir
er að finna á hátíðinni og ástæða er til
að benda sérstaklega á heimild-
armyndirnar sem eru margar hverj-
ar framúrskarandi. Aðsóknin er
nokkuð dreifð á hátíðina en eins og er
er það ítalska kvikmyndin Gomorra
sem stendur með pálmann í hönd-
unum en 205 manns sóttu myndina
um helgina. Þá er vert að geta þess
að einungis 94 sóttu Bobby and Me
um helgina samkvæmt samantekt
SMÁÍS.
Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum
Sautján á ný skýst
beint í toppsætið
@61D@
!" #
$
$
% &'(
) *
"+,,- !
. /
$ 0 ,+"0+
Ungur á ný Zac Efron leikur mann sem verður 17 ára í annað sinn.
EINAR Tönsberg, sem eitt sinn
leiddi poppsveitina Cigarette en gef-
ur núorðið út undir listamannsnafn-
inu Eberg, hefur hin síðari ár einbeitt
sér að ferli sínum
sem sólómúsíkant
og hlotið fínar
umsagnir fyrir af-
raksturinn.
Frumraunin Plas-
tic Lions frá árinu
2003 sem og önn-
ur breiðskífa hans Voff Voff frá 2006
fengu prýðisdóma við útgáfu. Eberg
er hér mættur með þriðju plötuna, og
ber hún nafnið Antidote.
Það er helst í krafti haganlega
samins sófapopps sem Eberg hefur
haslað sér völl og á nýju plötunni er
hann mestanpart við sama heygarðs-
hornið, sem er vel; honum fer mús-
íkin almennt vel úr hendi auk þess
sem rödd hans smellpassar við rólega
og mátulega kæruleysislega tónlist-
ina. Engu að síður hleypir Eberg
stöku sinnum á sprett svo tempóið
hressist heldur og tekst honum jafn
bærilega til þegar svo ber undir.
Í þetta sinnið eru bestu lögin engu
að síður þau sem eru í rólegri kant-
inum því þá er sem eitthvað smelli í
tónlists Ebergs; þá gengur galdurinn
oftast upp. Má í því sambandi telja
upp lögin „February Sky“, „The Boy
Likes Them Both“ og „More Then
Less Now“, og síðast en fjarri því síst
lokalagið „Daybreak“, sem er eitt hið
allra besta á plötunni. Slungin laglína,
afgreidd í lífrænu kassagítarpoppi
með svo vel heppnuðum elektró-
grunni að helst minnir á frönsku stór-
meistarana í Air. Ekki leiðum að líkj-
ast þar, og reyndar minnir söngur
Ebergs stundum á hinar fínlegu
raddir þeirra Nicolas Godin og Jean-
Benoît Dunckel. Þetta á líka við í hinu
ágæta lagi „Reykjavík“, hvar þúsund-
þjalasmiðurinn Barði Jóhannsson
leggur hönd á plóg með þátttöku í
lagasmíðunum sem og söng, með fín-
um árangri eins og við er að búast.
Sem fyrr segir tekst Eberg hvað
best upp í rólegu lögunum, án þess þó
að neitt fari verulega úrskeiðis þegar
leikar æsast. Það stirnir bara ekki
eins af hröðu lögunum eins og gerir
mestanpart af þeim hæglátu. Upp-
skera flytjanda er þó fín á þessari
þriðju sólóplötu hans og Eberg getur
vel við afraksturinn unað. Eberg
syngur á ensku – og það ljómandi vel
– og ætti honum því ekki að verða
skotaskuld úr því að sækja á erlenda
markaði með plötuna, ekki síst í ljósi
þess að hann hefur þegar fengið af-
bragðsdóma utan landsteinanna fyrir
tvær fyrri plötu sínar.
Hér er sumsé komin plata sem ætti
að hugnast öllum þeim er kunna að
meta ljúft, melódískt og stemning-
ardrifið popp sem eflaust mun njóta
sín einkar vel þegar hinar löngu sum-
arnætur sem framundan eru ganga í
garð. Plötualbúmsins verður enn-
fremur að geta en það er stórvel
heppnað og fer tónlistinni afskaplega
vel.
Geisladiskur
Eberg – Antidote bbbmn
JÓN AGNAR ÓLASON
TÓNLIST
Ljúflingspopp
Morgunblaðið/Heiddi
Eberg Tekst vel til á plötunni Anti-
dote, að mati gagnrýnanda.