Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
SVEFNSÓFA
20 - 30% AFSLÁTTUR!
H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík
588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS
AF SVEFNSÓFUM! Verð frá 37.840 kr.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
TÖF á annarri greiðslu láns Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (IMF) til Íslands, í
tengslum við efnahagsáætlun sjóðs-
ins og íslenskra stjórnvalda, hefur
lítil sem engin áhrif á stöðu efnahags-
mála hér á landi, segir Franek
Rozwadowski, fulltrúi IMF á Íslandi.
Töfin á láninu, miðað við upphaflegar
áætlanir, er meðal annars tilkomin
vegna tæknilegra ástæðna við grein-
ingu á stöðu efnahagsmála hér á
landi og einnig vegna óróa í stjórn-
málum landsins, og þá helst stjórn-
arskiptanna fyrr á árinu. „Vinnan
hefur tekið lengri tíma en búist var
við, meðal annars við endurskipu-
lagningu bankakerfisins. Þá skipti
einnig töluverðu miklu að það urðu
pólitískar breytingar í landinu fyrr á
árinu og á meðan þær gengu yfir lá
vinnan nánast alveg niðri,“ sagði
Rozwadowski í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi.
Fyrsta borgun af láninu, sem í
heild er áætlað að verði 2,1 milljarður
dollara, var greidd í desember í fyrra
og nam sú greiðsla um 830 milljónum
dollara. Þeir peningar hafa ekki verið
notaðir nema að litlu leyti og gerir
áætlun IMF og íslenskra stjórnvalda
ekki ráð fyrir því að grípa þurfi til
þess að nota peninga frá sjóðnum
beint til að greiða niður skuldir.
Áætlað var að 155 milljóna dollara
greiðsla kæmi til viðbótar í byrjun
mars á þessu ári, að loknu verðmati á
eignum og skuldum gömlu og nýju
bankanna. Vegna tafa við end-
urbyggingu bankakerfisins og al-
menns óróa hefur efnahagsáætlun
íslenskra stjórnvalda og IMF tafist
um tvo og hálfan mánuð a.m.k. miðað
við fyrstu áætlanir.
Rozwadowski segir að IMF og ný
ríkisstjórn muni þurfa að ræða sam-
an að loknum kosningum, sem fara
fram 25. apríl nk., og vinna eftir
áætlun til að ná þeim markmiðum
sem sett hafa verið. „Við verðum til
taks strax að loknum kosningum.
Um leið og ný ríkisstjórn kallar okk-
ur til viðræðna þá geta þær hafist.
Þær munu vafalítið standa yfir í
nokkra daga og síðan mun vinnan
halda áfram eftir venjubundnum
leiðum [...] Það sem mestu máli
skiptir er að halda áfram að vinna
eftir áætlun til þess að ná þeim
markmiðum sem hafa verið sett. Það
skiptir ekki sköpum hvort lána-
greiðslur skila sér nokkrum vikum
eða mánuðum síðar en reiknað hafði
verið með,“ sagði Rozwadowski.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis-
ráðherra og formaður Samfylking-
arinnar, lét hafa eftir sér í þættinum
Zetunni á mbl.is í gær að óvissa í rík-
isfjármálum, meðal annars vegna
þess að ósamið væri um vaxtakjör á
lánum til Íslands, væri ein ástæða
þess að ekki væri enn búið að af-
greiða aðra útborgun á láni IMF.
Þá liggur fyrir, eins og greint hef-
ur verið frá í Morgunblaðinu, að
IMF mun aðeins inna fyrrnefnda
greiðslu af hendi þegar endurmats-
skýrslu um stöðu efnahagsmála er
lokið og stjórn sjóðsins hefur sam-
þykkt hana.
Órói seinkar vinnu
Fulltrúi IMF segir vinnu hafa legið niðri meðan stjórnar-
skiptin urðu í byrjun árs Mikilvægt að halda áfram
Morgunblaðið/Kristinn
Viðræður Fulltrúi IMF, sem er á meðal hagfræðinga sjóðsins sem hingað komu í byrjun árs, sést hér ræða málin við
Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og Indriða Þorláksson, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu.
BLAÐAMENN Morgunblaðsins,
Agnes Bragadóttir og Þorbjörn Þórð-
arson, hafna því alfarið í svari til Fjár-
málaeftirlitsins að hafa brotið þagn-
arskyldu samkvæmt ákvæðum laga
um fjármálafyrirtæki. Vísa þau meðal
annars til þess að ekki sé hægt að
rjúfa aftur þagnarskyldu sem þegar
hefur verið rofin.
Blaðamennirnir birtu í greinum
sínum upplýsingar úr lánabók Kaup-
þings banka hf. annars vegar og
Glitnis hf. hins vegar, meðal annars
um lán til eigenda bankanna og
tengdra aðila. Í bréfi sem Fjármála-
eftirlitið skrifaði þeim í byrjun mán-
aðarins kemur fram það álit eftirlits-
ins að Agnes og Þorbjörn hafi brotið
þagnarskyldu samkvæmt 58. grein
laga um fjármálafyrirtæki. Þar kem-
ur fram að starfsmenn fjármálafyr-
irtækja eru bundnir þagnarskyldu
um allt sem þeir fá vitneskju um í
starfi og lýtur að málefnum viðskipta-
manna og að sá sem veitir viðtöku
upplýsingum af því tagi er bundinn
þagnarskyldu með sama hætti.
LEX lögmannsstofa hefur komið
efnislega samhljóða andsvörum
Agnesar og Þorbjörns á framfæri við
FME. Þau telja það rökleysu að ætla
að tilgreint ákvæði gildi þegar blaða-
maður fær afhentar upplýsingar frá
heimildarmanni sem með því brýtur
gegn þagnarskyldu. Með afhendingu
upplýsinganna hafi heimildarmaður
blaðamannsins rofið þagnarskyldu og
eðli málsins samkvæmt sé ekki unnt
að rjúfa þá þagnarskyldu aftur.
Þau telja að túlkun FME á þessu
ákvæði sé beinlínis í andstöðu við fyr-
irliggjandi lögskýringargögn og gild-
andi rétt. Nefna að hún sé í andstöðu
við tjáningarfrelsisákvæði stjórnar-
skrár og samsvarandi ákvæði Mann-
réttindasáttmála Evrópu enda sé sú
takmörkun sem í henni felist í full-
komnu ósamræmi við grundvallar-
gildi í lýðræðisþjóðfélagi sem og það
frelsi sem fjölmiðlum er nauðsynlegt
til að sinna aðhaldshlutverki sínu.
„Enn fremur er ljóst að landslög gera
beinlínis ráð fyrir því að fjölmiðlar
fjalli um allt það sem almenning kann
að varða, þar með talið upplýsingar
sem eru háðar trúnaði lögum sam-
kvæmt. Þagnarskylduákvæðum er
því fráleitt ætlað að vera skjól fyrir
starfsemi sem almenningur á rétt á
upplýsingum um [...] ,“ segir m.a. í
svarinu. helgi@mbl.is
Þagnarskylda
hafði þegar
verið rofin
Blaðamenn hafna túlkun FME
Í HNOTSKURN
»Brot Agnesar, að matiFME, tengist efni grein-
arinnar „Sjónarspil og sýnd-
arleikir Glitnis og FL“ sem
birtist 23. nóvember 2008.
»FME telur að ÞorbjörnÞórðarson hafi brotið
gegn lögunum með greininni
„500 milljarðar til eigenda“
sem birtist 7. mars sl.
Agnes
Bragadóttir
Þorbjörn
Þórðarson
„Það eru margir möguleikar fyrir ís-
lensk stjórnvöld er varðar gjald-
miðlamál til framtíðar. Upptaka
evru er einn möguleiki, að halda sig
við krónuna er annar, og svo fram-
vegis. Okkar hlutverk er fyrst og
fremst að ræða um kosti og galla
þessara leiða við stjórnvöld til þess
að hjálpa þeim að taka ákvörðun,“
segir Franek Rozwadowski, fulltrúi
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) hér
á landi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur und-
anfarna daga auglýst að hann vilji
taka upp evru sem gjaldmiðil hér á
landi, í samvinnu við IMF, í lok efna-
hagsáætlunar og þá í samvinnu og
sátt við Evrópusambandið.
Rozwadowski segir önnur mál
vera mikilvægari í augnablikinu en
að taka tillit gjaldmiðilsins, þó að
vitaskuld þurfi skýra stefnu í því
máli sem öðrum. „Í okkar huga er
ekki enn komið að þeim tímapunkti
að þessi mál séu til lykta leidd. Það
þarf fyrst að gera bankakerfið
starfhæft og koma á meiri stöð-
ugleika.“
IMF tilbúinn að ræða kosti og galla við evru
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
HÁSKÓLI Íslands mun bjóða 35
námskeið í sumar og gera stúdentum
mögulegt að taka próf í um 100 fög-
um í haust. Kostnaður vegna sum-
arnámsins er áætlaður 50 milljónir
króna og verður greiddur úr rík-
issjóði. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi í Háskólanum í gær.
Að sögn Kristínar Ingólfsdóttur
rektors verður boðið upp á nám á öll-
um fræðasviðum en kynnt verður á
næstu dögum hvaða námskeið verða í
boði. Fjöldi prófa verður mun meiri
en námskeiðin þar sem nemendum
verður boðin aðstaða til sjálfsnáms
og verkefnavinnu.
Kristín sagði að við ákvörðun um
námskeiðsframboð yrði m.a. tekið til-
lit til þverfagleika, þ.e. að sem flestir
gætu nýtt sér námskeiðin, þvert á
deildir. „Við gerum ráð fyrir að lág-
marksfjölda þurfi til að námskeið
verði haldið,“ sagði hún. Þá væri unn-
ið að því að nemendur gætu fengið
nám metið milli háskóla á landinu.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra sagði að með fjárveit-
ingunni nú auk 660 milljóna auka-
fjárveitingar til Lánasjóðs íslenskra
námsmanna sem ákveðin var í síð-
ustu viku, væri nú útlit fyrir verulegt
framboð á námi í sumar. Auk HÍ
mundu Háskólinn í Reykjavík, Há-
skólinn á Akureyri og Háskólinn á
Bifröst bjóða upp á sumarnám.
Formaður Stúdentaráðs, Hildur
Björnsdóttir, fagnaði sumarnáminu.
„Nú vona ég að áhersla verði lögð á
að bjóða fjölbreytt námskeið sem
nýtast sem flestum og ég veit að
þetta mun bæta úr þeim gífurlega at-
vinnuleysisvanda sem verður í sumar
meðal námsmanna.“
Gert er ráð fyrir að 5–7000 stúd-
entar verði án atvinnu í sumar.
Bjóða 35 námskeið í sumar
HÍ fær 50 milljónir til að mæta kröfum stúdenta um sumarnám
Morgunblaðið/Kristinn
Samstarf Kristín Ingólfsdóttir,
rektor HÍ, Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra og Hildur
Björnsdóttir, formaður Stúd-
entaráðs, kynntu sumarnámið.
Í svörum LEX fyrir hönd Agnesar Bragadóttur og Þorbjörns Þórðarsonar
kemur fram það álit að þótt Fjármálaeftirlitið haldi fast við þá túlkun að
þau hafi brotið þagnarréttarákvæði sé fráleitt að beita þau viðurlögum.
FME sé skylt að líta til veigamikils hlutverks fjölmiðla í lýðræðisþjóðfélagi,
til tilgangs umfjöllunar þeirrar og þeirrar staðreyndar að um var að ræða
innlegg í þjóðfélagsumræðu sem varðar almenning.
Vakin er athygli á því að ekki verði séð að umfjöllunin hafi haft neikvæð
áhrif á hagsmuni viðkomandi aðila. Það gefi augaleið að taki FME ákvörð-
un um að beita viðkomandi viðurlögum sé um að ræða stórfellda takmörk-
un á tjáningarfrelsi þeirra sem blaðamanna. Fram kemur það álit að hags-
munir þeirra af því að fá notið stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis sem
samtvinnað sé hagsmunum almennings í þessu tilviki, verði að vega þyngra
en hagsmunir einstakra aðila af því að upplýsingar um viðkomandi fjár-
hagsmálefni þeirra fari leynt. Ákvörðun um viðurlög fæli í sér brot á tján-
ingarfrelsisákvæði stjórnarskrár sem sé rétthærra almennum lögum.
Fráleitt að beita viðurlögum