Morgunblaðið - 21.04.2009, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
MND-félagið á Íslandi kannaði að-
gengi fyrir hjólastóla að kosninga-
skrifstofum í Reykjavík, Hafn-
arfirði og Reykjanesbæ og gaf þeim
0-20 stig.
Samkvæmt könnuninni fá kosn-
ingaskrifstofur VG að meðaltali 8
stig, skrifstofur Samfylkingar fá að
meðaltali 13 stig, skrifstofur Fram-
sóknarflokksins fá að meðaltali 5
stig, skrifstofur Frjálslynda flokk-
isns fá að meðaltali 12 stig. Eina
skrifstofa Borgarahreyfingarinnar
fékk 13 stig. Kosningaskrifstofur
Sjálfstæðisflokksins voru ekki allar
kannaðar, en þær sem voru kann-
aðar fengu að meðaltali 11 stig.
Kosningakrifstofur allra flokka
fengu að meðaltali 12 stig í Reykja-
vík, 5 stig í Hafnarfirði og 8 stig í
Reykjanesbæ.
Morgunblaðið/Kristinn
Guðjón Sigurðsson, formaður MND.
Aðgengi að kosn-
ingaskrifstofum
Í DAG, þriðju-
dag, kl. 15 efna
Heilsulinda-
samtök Íslands
til málstofu í
Laugardalshöll
þar sem lækn-
arnir Björn Rún-
ar Lúðvíksson og
Michael Clausen
fjalla um frjóofnæmi og möguleika
Íslendinga til að taka á móti frjóof-
næmissjúklingum.
Hér er um sóknafæri að ræða því
að á meðan frjó hafa aukist í and-
rúmsloftinu á meginlandi Evrópu,
þá erum við laus við þau hér á Ís-
landi, segir í tilkynningu.
Ísland gott fyrir
ofnæmissjúklinga?
HÁSKÓLINN á Akureyri hefur
ákveðið að bjóða upp á sumarnám-
skeið m.a. í viðskiptafræði, raunvís-
indum, félagsvísindum og kenn-
aranámi. Um er að ræða 32
námskeið, samtals 210 ECTS ein-
ingar. Auk þess er nemendum Há-
skólans á Akureyri boðið að taka
próf í samtals 150 námskeiðum í
ágúst. Í mörgum tilvikum þurfa þó
nemendur að hafa áður setið á nám-
skeiðum skólans til að öðlast rétt til
próftöku.
Sumarnám
FÉLAGS- og tryggingamálaráðu-
neytið úthlutaði í síðustu viku 25
milljónum króna í styrki til atvinnu-
mála kvenna. Styrkirnir eru ætl-
aðir sem mótvægisaðgerð til að
skapa konum tækifæri í viðskiptum
og auka aðgang þeirra að fjár-
magni.
Í ár bárust 261 umsókn, en um-
sóknir hafa aldrei verið fleiri síðan
byrjað var að veita styrkina árið
1991. Alls var úthlutað til 38 við-
skiptahugmynda og nema hæstu
styrkir 2 milljónum króna, en þeir
lægstu 300 þúsundum króna.
Meðal viðskiptahugmynda sem
fengu styrki eru umhverfisvænar
byggingareiningar, táknmálsvefir,
rjómabú, baðhús í Stykkishólmi,
þaraböð á Reykhólum, örlita-
meðferð og færanlegt skilrúm úr
bylgjupappír.
Styrkir til atvinnu-
mála kvenna
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
VÍÐTÆKAR aðgerðir sem boðaðar
hafa verið til endurreisnar atvinnu-
fyrirtækja láta enn á sér standa.
Brátt er hálft ár liðið frá því hug-
myndir voru mótaðar af aðilum
vinnumarkaðarins, Samtökum iðn-
aðarins, Viðskiptaráði og lífeyr-
issjóðum um stofnun endurreisn-
arsjóðs atvinnulífsins. Þáverandi
ríkisstjórn kynnti aðgerðirnar sem
hluta af verkefnapakka sínum í þágu
fyrirtækja og rýmkaði heimildir líf-
eyrissjóða til fjárfestinga vegna
þessa. Enn bólar þó ekkert á stofnun
sjóðsins.
Núverandi ríkisstjórn lagði fram
frumvarp um stofnun eignaumsýslu-
félags, sem á að kaupa eignarhlut í
þjóðhagslega mikilvægum fyr-
irtækjum, sem eiga í miklum vanda,
í stað þess að losa banka við lán sem
líkur eru taldar á að fáist ekki
greidd. Frumvarpið var byggt á til-
lögum nefndar um endurreisn fjár-
málakerfisins undir forystu Svíans
Mats Josefsson. Það var umdeilt og
komst aldrei til þriðju umræðu fyrir
þinglok. Þegar á reyndi var ekki
þingmeirihluti með frumvarpinu þar
sem bæði sjálfstæðismenn og fram-
sóknarmenn voru á móti.
Þó bæði þessi umfangsmiklu
áform séu ólík stefna þau að sama
marki, að stuðla að endurskipulagn-
ingu þjóðhagslega mikilvægra fyr-
irtækja í atvinnulífinu. Fullyrt er að
enn sé stefnt að stofnun endurreisn-
arsjóðsins og áfram verði reynt að
koma frumvarpinu um eignaum-
sýslufélögin í lög á næsta þingi eftir
kosningar.
Frumvarpið var afgreitt úr efna-
hags- og skattanefnd með tveimur
minnihlutaálitum. Björgvin G. Sig-
urðsson, formaður nefndarinnar,
segir að ákveðið hafi verið á loka-
spretti þingstarfanna að láta þar við
sitja. „Það er brýnt að koma þessu í
gegn. Mér skilst að Framsókn-
arflokkurinn hafi ekki verið tilbúinn
að styðja málið og veita því braut-
argengi,“ segir hann. „Ég held að
eftir kosningar muni nýtt þing taka
það upp aftur, óháð því hvaða stjórn
situr þá að völdum. Framkvæmda-
stjórar framkvæmdasviða allra
bankanna þriggja voru t.d. sammála
því að þetta úrræði þyrfti að vera til
staðar, burt séð frá því hvort það
yrði nokkurn tímann notað,“ segir
Björgvin og bætir við að það hafi
valdið sér vonbrigðum að frum-
varpið varð ekki að lögum, enda
mikil vinna verið lögð í málið.
Ekki hefur verið upplýst hvaða
fyrirtæki ætti að flytja yfir í eigna-
umsýslufélagið. Í umsögnum var
varað mjög við að opinberu félagi
yrði falið það vald að velja hvaða fyr-
irtæki ættu að lifa og hver að deyja.
Í umfjöllun nefndarinnar var mik-
ið um það rætt að nýju bankarnir
ættu að leita allra leiða til að leysa úr
rekstrarvanda fyrirtækja áður en
miðlægt eignaumsýslufélag yrði
stofnað. Samtök atvinnulífsins, LÍÚ,
SI og SVÞ segja í umsögn sinni að æ
betur komi í ljós að ríkisbankaleiðin
sé ófær og muni lengja og dýpka nið-
ursveifluna.
Morgunblaðið/Heiddi
Hefjast handa Mjög skiptar skoðanir eru á þeim leiðum sem í undirbúningi hafa verið um endurreisn atvinnulífs og úrlausn á erfiðleikum fyrirtækja.
Umdeild endurreisn
Stjórnarfrumvarpið um eignaumsýslufélag naut ekki þingmeirihluta og dagaði
uppi Enn bólar ekkert á stofnun Endurreisnarsjóðs frá tíð fyrri ríkisstjórnar
ÓLÍKAR skoð-
anir á því
hvernig standa
eigi að endur-
uppbyggingu
fyrirtækja og
uppgjöri eftir
bankahrunið,
endurspeglast í
umræðu efna-
hags- og skattanefndar og um-
sögnum við frumvarpið um eigna-
umsýslufélög. ASÍ varar við að
ríkið stofni opinbert hlutafélag
sem ákveði hvaða fyrirtækjum
eigi að bjarga og hverjum ekki.
Jón G. Jónsson bankamaður ber í
áliti sínu saman við eignaumsýslu-
félög í öðrum löndum, sem lent
hafa í bankakreppu. Hann leiðir
líkum að því að aðstæðum hér á
landi svipi mest til aðstæðna í
Indónesíu í Asíukreppunni, vegna
hás hlutfalls vandræðalána og
mikils falls á gengi. Í Indónesíu
voru 76,4% af lánum bankakerf-
isins flutt í eignaumsýslufélag.
Hann telur frumvarpið ekki taka
á aðaltilgangi eignaumsýslu-
félaga, það er hvernig fjarlægja
eigi vandræðalán („non-perform-
ing loans“) af efnahagsreikningi
nýju bankanna. „Með áherslu á
kaup á eignarhlutum í fyr-
irtækjum, en ekki skuldum þeirra,
yrði íslenska eignaumsýslufélagið
það eina í heiminum með það að
aðalmarkmiði.“
Hverjum á
að bjarga?
Dregist hefur mánuðum saman
að koma á fót endurreisnarsjóði
atvinnulífsins þar sem ekki hefur
fundist lausn á uppgjöri lífeyr-
issjóða við skilanefndir gömlu
bankanna vegna gjaldeyrisskipta-
samninga.
Arnar Sigurmundsson, formað-
ur Landssamtaka lífeyrissjóða
segir að undanfarinn einn og
hálfan mánuð hafi verið í gangi
viðræður eins lífeyrissjóðs, sem
valinn var til að fara í viðræð-
urnar af hálfu lífeyrissjóðanna,
við skilanefnd Landsbankans.
„Þeim er ekki lokið. Við von-
umst til að fyrr eða síðar fari að
sjá fyrir endann á því hvort hægt
er að finna ásættanlega nið-
urstöðu í þessum málum,“ segir
hann.
„Það hefur verið vilji fyrir því
hjá báðum aðili að lenda einu
slíku máli því þá gæti það skapað
grundvöll til að leysa önnur sam-
bærileg mál, jafnt hjá lífeyr-
issjóðum og atvinnufyrirtækjum
sem voru með neikvæða stöðu á
gjaldmiðlasamningum við fall
bankanna.“
Viðræður í gangi en lausn hefur ekki fundist
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
BJÖRGVIN G. Sigurðsson, efsti
maður á framboðslista Samfylking-
arinnar í Suðurkjördæmi, telur að
samstarf við VG komi ekki til álita
eftir kosningar nema Evrópumálin
verði leyst.
Atli Gíslason, efsti maður á lista
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sagði á framboðsfundi
Ríkisútvarpsins á Selfossi í gær-
kvöldi að flokkurinn væri ekki tilbú-
inn til að fara í aðildarviðræður við
ESB. „Afstaða okkar er klár, við
göngum gegn ESB,“ sagði Atli nán-
ar spurður um þetta.
Björgvin sagði að Evrópumálið
væri langmikilvægasta málið nú.
Samfylkingin seldi það mál ekki aft-
ur, skyti framtíðinni ekki á frest.
„Ég tel að samstarf eftir kosningar
komi ekki til álita nema Evrópu-
málið verði leyst þar,“ sagði Björg-
vin þegar hann var spurður hvort
hann útilokaði samstarf við VG
vegna þessa máls.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, efsti
maður á lista Sjálfstæðisflokksins,
túlkaði þessi ummæli á þann veg að
líkur á vinstri stjórn væru að minnka
og tók fram að það teldi hún gleði-
efni.
Sveifla á Suðurnesjum
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylk-
ingin eru með mest fylgi í Suður-
kjördæmi, samkvæmt skoð-
anakönnun Capacent Gallup sem
birt var í gær, Sjálfstæðisflokkurinn
missir fylgi en VG sækir verulega á.
Fylgið dreifist á misjafnan hátt
um kjördæmið. Þannig hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn meirihluta í Vest-
mannaeyjum en aðeins um 22% at-
kvæða á Suðurnesjum þar sem hann
hefur haft sterka stöðu á und-
anförnum árum. Aftur á móti er
Samfylkingin með 38% atkvæða á
Suðurnesjum og aðeins 10% í Vest-
mannaeyjum.
Ekki samstarf án ESB
Stjórnarflokkarnir í Suðurkjördæmi á
öndverðum meiði í Evrópumálum !"#$%"!&''
(!)'*
+"# , )!** $#
! (-&%
. ("/' !&''
. ")0
!&''
1& * , )!*
23% $%", )!*
'(%)
'(%)
'()
'()
*+
, 4'
'
4
-
!
*+
.
!
'()
'()
'() /*0
12234
#
5