Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
Afi minn, þú varst okkur öll-
um góður og við munum aldrei
gleyma þér. Manstu Reykja-
víkurferðina þegar við vorum
að keyra til baka og þú sagðir
mér hvað allar árnar hétu og
allt þar í kring. Við munum
aldrei gleyma þér af því að þú
varst öllum svo góður maður,
þess vegna elskum við þig og
munum aldrei hætta að gera.
Hvíldu í friði afi.
Matthías Már Stefánsson.
Elsku afi langafi.
Þú ert besti afi minn í öllum
heiminum. Þú ert sætur og fal-
legur.
Takk fyrir að hafa kennt mér
ólsen ólsen og að hafa komið í
fimm ára afmælið mitt. Ég
elska þig og Aron líka og við
eigum eftir að sakna þín mikið.
Þín langafastelpa
Aníta Mist.
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn,
Ég trú varla að þú
sért farinn frá okkur.
Ég á eftir að sakna
þín svo sárt. Ég fór
heim til ykkar daginn eftir að þú
kvaddir okkur og alltaf beið ég eft-
ir að þú kæmir heim, en aldrei
komstu. Það var gott að geta eytt
svona miklum tíma með þér síðasta
mánuðinn þinn. Ég veit þú ert
kominn á góðan stað núna, þú ert
ábyggilega kominn í takkaskóna og
KA-treyjuna að spila fótbolta.
Takk fyrir allar stundirnar sem
þú eyddir með mér. Ég man öll
skiptin sem þú passaðir okkur
Sonju á meðan mamma og pabbi
voru í útlöndum. Það var svo gott
að koma heim úr skólanum eða eft-
ir útiveruna heima, því þá varstu
búinn að búa til heitt kakó og
smyrja brauð handa okkur. Ég
man öll skiptin sem við fórum sam-
an í berjamó, en þó situr eitt skipti
alltaf fast í mér. Þá kom Sandra
vinkona mín með okkur og við
byrjuðum að tína berin en við
Sandra nenntum aldrei að stoppa
lengi á sömu þúfunni þannig að við
hlupum á milli þeirra. Ekki varstu
alveg sáttur með það og sagðir að
við ættum að klára af þúfunum
sem við vorum á áður en við fær-
um á þá næstu svo við myndum
ekki kremja öll berin. Við vorum
nú ekki alveg sáttar með þig þá,
enda vorum við litlir kjánar þá.
Alltaf hrærðir þú svo skyr handa
mér með berjunum sem við tíndum
saman.
Við vorum nú ekki alltaf alveg
sammála, elsku afi minn, og oft var
það sem ég var eitthvað að rífa
mig við þig, eins og t.d. þegar við
máttum ekki tína berin þar sem
við vildum, en alltaf náðum við
saman á endanum og alltaf vorum
við vinir.
Þú varst svo flottur afi og ég var
alltaf svo stolt af þér. Þú afrekaðir
margt í lífi þínu. Áttir þinn feril í
Ragnar Heiðar
Sigtryggsson
✝ Ragnar HeiðarSigtryggsson
fæddist á Akureyri
26. maí 1925. Hann
lést á heimili sínu á
Akureyri 31. mars
2009 og fór útför
hans fram frá Ak-
ureyrarkirkju 8. apr-
íl.
fótboltanum sem ég á
eftir að segja Rúnari
Breka frá. Þú varst
fyrsti landsliðsmað-
urinn frá KA. Ég var
svo stolt þegar þú
varst heiðraður með
gullmerkinu frá KA.
Þú varst svo ánægð-
ur að hafa fengið það.
Þú átt nú samt ekki
bara gullmerki KA
heldur varstu líka bú-
inn að fá gullmerki
frá KSÍ. Heldur bet-
ur flottur afi.
Þú varst alltaf að koma öllum á
óvart og þú gerðir það nú heldur
betur þegar þú fórst sem messa-
gutti á togara í fyrsta skiptið 72
ára. Ég las gamla grein um þig um
það þegar þú fórst á sjóinn og þar
sagðir þú að þú vildir bara prófa
eitthvað nýtt áður en þú yrðir
gamall. Þá hló ég. En þú komst
okkur líka öllum á óvart þegar þú
birtist í Reykjavík helgina eftir að
Rúnar Breki fæddist. Þú varst sko
ákveðinn að koma og sjá drenginn
minn og það eru ekki nema 2 mán-
uðir síðan. Mér þótti svo vænt um
þessa heimsókn og mun aldrei
gleyma henni.
Erfiðasta stund lífs míns en
samt svo góð var þegar ég kvaddi
þig 1. apríl. Ég átti góða stund
með þér, lá á koddanum þínum og
kúrði og talaði til þín.
Þú varst maður með gullhjarta,
elsku afi minn. Ég á eftir að passa
ömmu vel fyrir þig og við Freyr og
Rúnar Breki eigum sko alltaf eftir
að fara heim til ömmu og afa þar
sem þetta mun ávallt vera heimili
þitt. Þú munt alltaf vera í hjarta
mínu og okkar allra.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þín afastelpa og prinsessa,
Sandra Björk.
Kveðja frá
Knattspyrnufélagi Akureyrar
Ragnar Sigtryggsson, Gógó, er
okkur eldri KA-félögum mjög
minnisstæður. Hann byrjaði 15 ára
að spila með meistaraflokki KA
1940 og var einn af máttarstólpum
liðsins. Þá spilaði hann í öllum
yngri flokkum KA og með mfl.
ÍBA Lengst af lék hann sem hægri
innherji en á löngum knattspyrnu-
ferli lék hann nánast allar stöður á
vellinum. Þó lagði hann aldrei í það
að setja upp markmannshanskana,
þótti víst of stuttur í það starf. Um
tíma var það reyndar mjög áber-
andi hversu framlínumenn ÍBA
voru lágvaxnir, sérstaklega þegar
þeir spiluðu saman KA-félagarnir
Baldur Árnason, Björn Ólsen,
Gógó og bróðir hans Hermann.
Einu sinni gerðist það í leik að
Haukur Dúdda braust upp kantinn
og gaf, að sínu viti, ágæta sendingu
fyrir markið. Boltinn sveif í glæsi-
legum boga yfir höfðum félaga
hans en enginn þeirra var nógu há-
vaxinn til að geta nýtt sér færið.
Þá gall í Gógó, sem þótti allra
manna orðheppnastur og mestur
æringi: „Geturðu ekki gefið tuðr-
una með jörðinni svo við getum
skallað hana?“
Gógó var valinn í landslið Ís-
lands í knattspyrnu, fyrstur Ak-
ureyringa. Þetta var leikur við
Belga í HM 1957 og fékk Gógó
mjög góða dóma bæði í pressunni
og meðal vallargesta.
Í huga okkar KA-manna get ég
sagt að Gógó var eins og Þórólfur
Beck var fyrir KR-inga og Lolli
fyrir Valsmenn, hálfgerð þjóð-
sagnapersóna.
Auk knattspyrnunnar stundaði
Gógó fleiri íþróttagreinar og
keppti m.a. fyrir félag sitt í hand-
bolta og frjálsum íþróttum. Hann
tók mikinn þátt í félagsmálum og
var um ártuga skeið starfsmaður
skíða-, sund- og frjálsíþróttamóta.
Eins og margir vita lék hann yf-
irleitt í skyrtu nr. 10 á knatt-
spyrnuvellinum. Veit ég að hann
verður í þeirri skyrtu þegar hann
fer að sóla menn á nýjum stað og
þá jafnvel með KA-mönnunum
Lilla Kobba, Jóni Stef, Steina Þór-
arins og Bjössa Gunnars o.fl. Verð-
ur þetta ekki árennilegt lið og eins
víst að það verða sagðar margar
góðar sögur fyrir og eftir leik.
Vonast ég til að hann verði með
bæði gullmerki KA og KSÍ þegar
þeir taka sýningarleik.
Gógó var mikill fjölskyldumaður
og átti mörg börn. Var fjölskyldan
honum mikils virði og samband
hans við Sonju og börnin þeirra
bæði mikið og fallegt þannig að
eftir var tekið. Núna á síðustu vik-
um og mánuðum, í erfiðum veik-
indum Gógós, var hann umvafinn
fjölskyldunni og var hugsað um
hann heima allan sólarhringinn.
Að lokum vil ég f.h. KA færa
Sonju og allri fjölskyldunni okkar
innilegustu samúðarkveðjur og við
minnumst alls þess með þakklæti
sem Gógó gerði fyrir félagið.
Fh. Knattspyrnufélags Akureyr-
ar,
Stefán Gunnlaugsson formaður.
Meira: mbl.is/minningar
Vinur minn, Ragnar Sigtryggs-
son, sem ávallt var kallaður Gógó,
hefur kvatt þennan heim eftir
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Okkar kynni hófust þegar
sonur hans, Sigtryggur, spurði mig
hvort mig vantaði ekki messa um
borð í Kleifaberg þar sem ég
starfa sem kokkur. Ég spurði
hvort hann vissi um einhvern? „Já,
pabba,“ en þá var Gógó 72 ára og
hafði aldrei stundað sjómennsku.
Gógó var ráðinn og með okkur tók-
ust kynni sem stóðu þar til hann
féll frá. Ég eignaðist þarna þann
besta vin og félaga sem maður get-
ur hugsað sér. Aldrei heyrði ég
styggðaryrði eða kvörtun frá hon-
um. Hann var mjög samviskusam-
ur. Margt spjölluðum við um á
vaktinni og svo var lagður kapall
og þá mikil keppni um það hjá
hvorum okkar kapallinn myndi
ganga oftar upp. Fyrir tveimur ár-
um vorum við hjónin á ferð fyrir
norðan og þá heimsóttum við þann
„gamla“, en það kallaði ég hann oft
þó það hafi í raun ekki átt við því
hann var svo sprækur og bar ald-
urinn vel. Maður gat haldið að
hann væri 20 árum yngri. Hann fór
með okkur „Dettifosshringinn“ og í
ferðinni þuldi hann upp nöfn allra
fjalla, kennileita og bæja sem við
ókum fram hjá. Gógó var mikill
náttúruunnandi og kunni að meta
það sem fallegt er. Hann hafði
mjög gaman af stangveiði og sagði
margar og skemmtilegar veiðisög-
ur. Hann var knattspyrnumaður á
yngri árum og ef ég man rétt þá
var hann fyrsti Akureyringurinn
sem valinn var í landsliðið í fót-
bolta. Ég hafði t.d. mikið gaman af
því þegar hann var að lýsa fyrir
mér smíðinni á hinu mikla aflaskipi
Snæfelli sem smíðað var á Ak-
ureyri og þegar hann sagði mér frá
því þegar hann fór með tengda-
pabba sínum á trilluhorni út í fjörð
og þeir voru að fá sér í soðið.
Gógó var fullur af fróðleik og
hafði frá svo mörgu að segja. Hann
var lærður bólstrari og vann við
það í áratugi. Ég er þess fullviss
að enginn hefur verið svikinn af
hans vinnubrögðum í gegnum tíð-
ina. Fyrsti túrinn hans á Kleifa-
berginu var dálítið strembinn því
við vorum 27 daga á sjó, þar af var
hörkubræla í 21 dag. Ég hélt þá að
hann kæmi ekki meir um borð, en
raunin varð önnur, samstarf okkar
varði í níu ár, eða þar til heilsa
hans bilaði. Á meðan hann var við
störf fórum við saman á námskeið
hjá Slysavarnaskóla sjómanna.
Stöð 2 kom og tók viðtal við hann
þar sem hann var spurður hvort
hann færi ekki að hætta á sjónum.
Ekki stóð á svarinu hjá mínum
manni: „Hann vill að ég verði til
áttræðs,“ sagði hann og benti á
mig og við það stóð hann.
Gógó átti samhenta fjölskyldu
þar sem umhyggjan og góð-
mennskan er í fyrirrúmi og umvaf-
inn henni kvaddi hann sáttur. Ég
efast ekki um að við vinirnir eigum
eftir að hittast aftur, en ekki kæmi
mér á óvart að þú, Gógó, værir
þegar orðinn messi hjá Gústa
Guðsmanni, en eins og allir vita
stundar hann nú útgerð þar sem
þú ert nú, vinur minn. Að lokum vil
ég þakka þér fyrir ómetanleg
kynni og vináttu. Ég veit að góður
Guð mun taka vel á móti þér.
Vertu sæll kæri vinur og takk fyrir
allt og allt. Sonju og börnum og
öðrum aðstandendum sendi ég
mínar dýpstu samúðarkveður.
Hlíðar Kjartansson.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast vinar míns, Ragnars
Sigtryggssonar, (Gógó). Við kynnt-
umst fyrst fyrir u.þ.b. 10 árum
þegar hann kom um borð til mín til
að hefja störf sem aðstoðarmaður
kokksins. Ég vissi nú ekki hvað
mér átti að finnast um það að til
mín væri kominn maður sem var
rúmlega sjötugur og var þá í fyrsta
sinn að hefja sína sjómennsku.
Fljótlega kom í ljós að efasemdir
mínar voru ástæðulausar. Hann
vann sín störf óaðfinnanlega og
leið vel til sjós.
Það sem mér fannst einkenna
Gógó og það sem er mér minn-
isstæðast var jákvæðni hans og
lífsgleði. Einnig var aldur í hans
huga afstætt hugtak, hann lét ekk-
ert aftra sér og má þar nefna að
hann sótti námskeið slysavarna-
skóla sjómanna líkt og þeir sem
yngri voru um borð. Hann hafði
gaman af góðum félagsskap og lét
sig aldrei vanta ef haldin var uppá-
koma á vegum áhafnarinnar og
hann var yfirleitt með þeim síðustu
sem yfirgáfu samkvæmið.
Það háttar þannig til um borð að
vistarverur messans eru inn af
brúnni þannig að á hverju einasta
kvöldi lá leið hans þar um og átt-
um við margar góðar samræður
um allt á milli himins og jarðar,
ekki síst fótbolta. Þar var hann á
heimavelli þar sem hann var á sín-
um yngri árum landsliðsmaður í
knattspyrnu.
Farðu í friði, vinur sæll, og
hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég
veit að þú siglir nú frjáls um him-
inhöfin.
Ég og fjölskylda mín sendum
Sonju, börnum og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Víðir Jónsson.
Með fráfalli þessa góða manns
er óhætt að segja að veröldin sé fá-
tækari. Ég varð þess mikla heiðurs
aðnjótandi að fá að kynnast Gógó
fyrir nokkrum árum og get fullyrt
að betri menn eru vandfundnir.
Þó að þau ár sem við Gógó átt-
um samleið í þessu lífi hafi ekki
verið eins mörg og ég hefði helst
kosið, þá voru þær stundir sem við
áttum saman alltaf ánægjulegar.
Óvíða hef ég mætt slíkri hlýju og
kærleik eins og ég gerði hjá þess-
um yndislega manni. Megi hann
hvíla í friði.
Guð blessi þig, elsku Gógó.
Freyr Gústavsson.
Þeir segja mig látinn, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá hjarta mínu berst falleg rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem ykkur er ætlað að gleðja.
(Höf. ók.)
Ekki hvarflaði að okkur hjónum,
er við fyrir réttu ári á páskum vor-
um á Kanarí með vini okkar Gógó,
að hann yrði lagður af stað í sína
hinstu ferð, sem okkur er öllum
ætlað, og borinn til grafar miðviku-
dag fyrir næstu páska. Þá fórum
við þrjú í bílferð um hálendi eyj-
arinnar sem Gógó og okkur langaði
að skoða. Hvað það var gaman að
vera með þessum síkáta vini okkar
uppi í fjöllum, stoppa á útsýnispöll-
um og horfa yfir eyjuna og ekki
varð það síðra er ég dró kíkinn upp
og rétti honum og hann sagði
„nafni, svona á þetta að vera“ og
naut hann sín að horfa yfir allt og
sjá það sem hann langaði alltaf að
sjá. Já, þessi stutta ferð með góð-
um vini verður okkur hjónum alltaf
minnisstæð. Stoppið í Kaktusa-
garðinum, að sjá páfuglinn breiða
út stélið, stoppið til að fá okkur
ekta ávaxtadrykk á leiðinni og
hlusta á vin okkar segja frá, hvort
það var alvara eða grín, enginn
sagði skemmtilegar frá en þessi sí-
ungi og síkáti vinur okkar sem við
kveðjum nú.
Elsku Sonja, við vitum að missir
ykkar er mikill og biðjum við góð-
an Guð að blessa ykkur.
Ragnar og Bára.
ÍSLENSKAR
LÍKKISTUR
Góð þjónusta - Gott verð
Starmýri 2, 108 Reykjavík
553 3032
Opið 11-16 virka daga
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
✝
Ástkær fósturbróðir minn og frændi okkar,
HJÁLMAR RÖGNVALDUR BÁRÐARSON
skipaverkfræðingur og
fyrrv. siglingamálastjóri,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
þriðjudaginn 7. apríl.
Útförin fer fram frá Garðakirkju Álftanesi, miðviku-
daginn 22. apríl kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Bárðardóttir,
Guðrún Kristjana Hafsteinsdóttir,
Bárður Hafsteinsson.
✝
Eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir og dóttir,
BJÖRG ÓLÖF BJARNADÓTTIR,
Hafnargötu 28,
Vogum,
Vatnsleysuströnd,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn
22. apríl kl. 15.00.
Ragnar Óskarsson,
Bjarni Birgir Fáfnisson,
Þormar Elí Ragnarsson,
Hafsteinn Veigar Ragnarsson,
Ragna Sól Ragnarsdóttir,
Halldór Leví Ragnarsson,
Ester Hurle.