Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 ✝ Árný Árnadóttirfæddist í Reykja- vík 3. október 1911. Hún andaðist á Land- spítalanum 9. apríl síðastliðinn. Árný var dóttir hjónanna Árna Jóns- sonar trésmíðameist- ara, f. 22.7. 1874, d. 18.11. 1953 og Guð- bjargar Sigurð- ardóttur húsfreyju, f. 18.9. 1879, d. 10.2. 1962. Systkini Árnýjar eru Guðfinna, f. 2.6. 1901, d. 30.4. 1975, Óskar, f. 8.4. 1904, d. 20.2. 1959, Sigursteinn, f. 19.12. 1905, d. 30.7. 1998, Jóna Þór- unn, f. 4.7. 1907, d. 18.3. 1980, Guð- björg Lilja, f. 4.9. 1909, d. 2. 11. 1987, Dagmar, f. 23.7. 1914, d. 30.10. 1972 og Áslaug, f. 6.6. 1917. Árný giftist 26.3. 1932 Thor E. Cortes prentara, f. 27.3. 1910, d. 21.8. 1974. Börn þeirra eru Sigrún Cortes, f. 16.5. 1932 og Reynir Thor Cortes, f. 7.5. 1944, d. 5.6. 1970. Seinni maður Árnýjar, 19.1. 1957, var Krist- ján Bjarnason vél- stjóri, f. 23.9. 1906, d. 31.3. 1998. Mestan hluta starfs- ævi sinnar utan heim- ilis vann Árný í Reykjavíkur Apóteki (töfludeild) eða tæp 30 ár. Útför Árnýjar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 21. apríl, og hefst athöfnin klukkan 15. Meira: mbl.is/minningar „Stelpurnar ætla að koma í kaffi á eftir,“ sagði amma stundum þegar ég var lítil og átti við systur sínar. Við litlu stelpurnar hlógum að þessu og fannst þær vera orðnar allt of gamlar til að geta kallað sig stelpur. Þrátt fyrir hláturinn bar ég mikla virðingu fyrir ömmu og systrum hennar. Mér fannst þær glæsilegar, virðulegar, ávallt vel til hafðar og fannst eld- rauða hárið, sem þær flestar höfðu, mjög fallegt. Ég var bara rétt rúmlega tvítug þegar amma dó og eftir það hitti ég eftirlifandi systur hennar ekki eins oft og þegar hún lifði. Þegar ég hugsa til baka þá hefur Árný verið nálægt sjötugu þegar amma dó og mér löngu hætt að finnast hún og amma vera gamlar. Ég var svo heppin að Árný átti dóttur, Sigrúnu, sem var jafngömul föður mínum og þau voru miklir vin- ir. Það var því mikill umgangur við þær mæðgur og mér fannst alltaf gaman að koma í heimsókn til þeirra. Mér fannst Árný minna mig svo mik- ið á ömmu þótt hún hafi verið mikið nettari en hún. Hún var ákaflega al- úðleg og gjarnan með bros á vör. Hún sýndi okkur fjölskyldunni mikla hlýju og það var oft glatt á hjalla á Rauðalæknum. Sigrún kom sér upp yndislegum sumarbústað á Laugar- vatni og ekki var síðra að koma þang- að í heimsókn. Síðustu árin var farið að draga verulega úr þreki Árnýjar enda ald- urinn orðinn hár, en hún hélt sér gangandi með viljastyrk sem ein- kenndi hana alla tíð og það var með virðingu og fegurð sem hún yfirgaf þetta jarðlíf. Ég sendi Sigrúnu og Áslaugu syst- ur hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Jóna Freysdóttir. Það er eitthvað sem kallar á mig að skrifa nokkur kveðjuorð um mína kæru frænku, vinkonu og samverka- mann Árnýju Árnadóttur sem kvaddi þessa tilvist kvöldið fyrir föstudaginn langa, 97 ára að aldri. Fyrir mér er sá dagur oftast óum- ræðilega langur, en ekki í þetta skiptið, hann leið bæði fljótt og vel við fallega tónlist í útvarpi um leið og ég minntist Árnýjar og þóttist fylgja henni inn í eilífðina. Þegar ég fór út að vinna frá heim- ilinu mínu, fékk ég vinnu í Reykja- víkurapóteki. Það var í töfludeildinni uppi á 4. hæð sem þessi sómakona kenndi mér að telja töflur í glös, allt eins og hún hafði lært áður. Aldrei varð okkur sundurorða í þau átján ár sem við sátum hvor á móti annarri, hún var líka meira en leiðbeinandi, hún hafði sterkt skopskyn og tíminn var oft fljótur að líða. Kannski lýsir það vinkonu minni best, allavega finnst mér ég heyra rödd hennar þegar hún sagði við dóttur sína rétt fyrir andlátið: „Ég nenni þessu varla lengur.“ Samúðar- kveðjur til Sigrúnar Cortes dóttur hennar og allra sem elskuðu hana. Bóel Ísleifsdóttir. „En pabbi, ég er svo leið, mér fannst Árný alltaf svo skemmtileg,“ sagði Anna Lucia dóttir mín, 9 ára, eftir að hún hafði grátið dálítið og setið hugsandi um stund í bílnum á ferðalagi okkar í Eyjafirði á föstu- daginn langa, þegar ég hafði sagt henni og systkinum hennar frá því að Árný væri dáin. Sennilega nær þessi lýsing barns- ins akkúrat utan um það sem gerði Árnýju sérstaka í mínum huga líka. Hún var einn af þessum föstu punkt- um í tilverunni frá því ég man fyrst eftir mér, óbreytanlegur, stöðugur og traustur. Fyrir utan að vera hóg- vær og hlý var Árný óvenju létt í lund með mikla kímnigáfu. Hún hafði húmor fyrir sjálfri sér, samferðar- mönnum og umhverfinu öllu. Allt á einstaklega góðlegum og ómeiðandi nótum. Bölmóður og sjálfsvorkunn fyrirfundust ekki í skapgerð hennar. Hún var því í raun búin mannkostum sem verðmætastir eru og betra væri að fleiri bæru. Það var því ekki skrýtið þó hún væri í uppáhaldi hjá yngstu kynslóðinni, þeim sem best skynbragð bera á slíka hluti. Ég átti þess kost að leita í smiðju til Árnýjar þegar ég kom að því ásamt fleirum að skipuleggja ættar- mót Nýlóættarinnar fyrir nokkrum árum. Það var ómetanlegt að geta flett upp í Árnýju um sögu ættarinn- ar og ekki spillti fyrir að hún mundi þetta allt eins og gerst hefði í gær. Klár í kollinum og minnug á alla hluti allt til síðasta dags. Dauðinn minnir okkur á það meira en allt annað að föstu punktarnir í til- verunni hverfa okkur líka. En minn- ingin um þá er mikilvæg, lifir og við- heldur einhvern veginn heildar- myndinni í þessari jarðvist. Megi Góður guð senda engla sína til að styrkja Sigrúnu í sorg hennar. Einstaka dóttur, vinkonu, stoð og styttu Árnýjar alla tíð. Helgi Jóhannesson. Árný Árnadóttir ✝ Geirþrúður Aðal-björg Brynjólfs- dóttir fæddist 29. september 1918 á Steinsstöðum í Öxna- dal í Eyjafjarð- arsveit. Hún lést á Akureyri þann 12. apríl 2009. Hún er dóttir hjónanna Brynjólfs Sveinssonar og Lauf- eyjar Sumarrósar Jó- hannesdóttir. Hún er sjötta í röðinni af fimmtán börnum þeirra. Árið 1940 hóf hún sambúð með eiginmanni sínum Birni Frið- rikssyni, f. 1920, d. 1975. Þau eignuðust saman 6 börn: Árdís, f. 1940, gift Ingvari Þorvaldssyni. Þau eiga 4 börn, Börk, Björn Geir, Þóru og Þorvald. Anna, f. 1943, gift Snorra Snorrasyni (látinn). Þau eiga 6 börn, Aðalbjörgu Krist- ínu, Snorra, Guðrúnu, Bergljótu, Björn og Baldur. Bergljót. f. 1947, d. 1953 af slysförum. Birna S., f. 1950, gift Hólmgeiri Valde- marssyni. Þau eiga 2 börn: Börk og Þórir Rafn. Smári, f. 1956, hann á 3 börn: Ásdís Harpa, Halldóra og Friðrik. Drengur (lést skömmu eftir fæðingu). Geirþrúður á 36 barnabarna- börn. Geirþrúður starfaði lengi vel sem matráðskona á hót- elum og í vegavinnu auk þess að vera húsmóðir. Eftir að hún og maður hennar hófu sambúð bjuggu þau alla tíð á Ak- ureyri. Hún bjó síðari ár sín að Tjarnarlundi 1. Síðustu ár sín dvaldi hún á dvalarheimili á Dal- vík og Akureyri. Útför hennar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju þriðjudaginn 21. apríl og hefst athöfnin kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar Elsku besta mamma okkar, nú hef- ur þú fengið hvíldina, elskan. Það er mjög margs að minnast um þig. Þú varst ótrúlega dugleg, lífsglöð og ein- staklega jákvæð kona. Þú eignaðist sex börn með föður okkar, Birni Frið- rikssyni, misstir tvö börn, ungan, óskírðan dreng og Bergljótu 6 ára af slysförum og varðst ung ekkja. Já- kvæðni, glaðlyndi og félagslyndi hjálpaði þér að fá allt það besta út úr lífinu þrátt fyrir áföllin. Aldrei heyrði nokkur manneskja þig kvarta yfir neinu. Eina setningu sagðir þú oft ef eitthvað bjátaði á hjá öðrum: „Betra er að stíga í eldinn en að standa í hon- um“, og lýsir það þér vel, elsku mamma. Þú hafðir endalaust að gefa öðrum. Þú starfaðir mikið sem mat- ráðskona á hótelum og reiddir þú hvern snilldarréttinn á fætur öðrum fram og var allt einstaklega gott sem þú eldaðir, svo ekki sé minnst á klein- urnar þínar og soðnu brauðin. Það var allt best sem þú bjóst til. Þú varst mjög pólitísk og hafðir skoðanir á öllu, varst mikil jafnaðar- manneskja og réttsýn. Þú áttir mjög skemmtilega systur og voruð þið mjög samrýndar og kallaðar systurn- ar úr Öxnadal. Þið voruð svo ótrúlega hressar og skemmtilegar saman og brölluðuð margt og mikið saman. Þið skruppuð saman til Reykjavíkur og keyptuð ykkur stundum eins föt sem var mjög skondið. Þið fóruð í sum- arbústaði saman og margt fleira. Farin er mikil og merkileg kona sem verður mikil eftirsjá að. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og skildir eftir handa okkur. Hvíldu í friði, elsku mamma, þín börn, Árdís, Anna, Birna og Smári. Þegar símtalið kom frá pabba um að amma Þrúða væri dáin, féllu mörg tár og stórt tómarúm myndaðist inni í mér. Ég vissi innst inni að símtalið væri einhvers staðar á leiðinni, en þegar það kom var ég ekki viðbúin. Það eru aðeins tvær vikur síðan ég kvaddi hana ömmu og þótt ég vissi að þetta væri síðasta skipti í bili, er það er samt með mikilli sorg sem ég skrifa þessar línur. Þegar ég hitti ömmu núna í mars voru liðin tvö og hálft ár síðan ég sá hana síðast, hún skammaði mig fyrir að hafa verið svona lengi að koma til Íslands, það væru liðin 15 ár síðan hún sá mig síð- ast. Þegar pabbi var hjá henni í heim- sókn hringdu þau stundum í mig, ég man sérstaklega eftir einu símtali sem kom rétt fyrir jólin. Þá sagði hún við mig að ég ætti nú að fara að hunskast heim til Ísland og hætta þessu flandri í útlöndum. Í endann á símtalinu tilkynnti hún mér að hún kæmi út í heimsókn næsta sumar með pabba. Við amma vorum mikið saman og fyrir þær stundir er ég æv- inlega þakklát. Það var fastur liður að ég sæi um að skreyta fyrir jólin hjá ömmu, oft var það með góðum leiðbeiningum frá Diddu frænku sem hafði sérstaka skoðun á hvernig jólaseríurnar ættu að vera. Þær áttu að vera eins og hjá ekkjumanninum í þorpinu, sem að mati Diddu var eini karlmaðurinn sem gat sett upp jólaseríur á smekk- legan hátt. Fyrir utan að setja upp jólaseríur, skreytti ég líka jólatréð hennar ömmu. Mér er minnisstætt tréð sem pabbi kom með til ömmu þegar hún bjó í Tjarnarlundinum. Vegna hæðar trésins varð ég að stytta það. Það gekk erfiðlega að saga neðan af trénu og ákvað ég því að taka ofan af því, sem sagt toppinn. Nú hafði tréð myndarlega skál og þar stakk ég stjörnunni, ég var svaka stolt af sjálfri mér. Pabbi hló og hló þegar hann sá tréð en amma gaf mér rosastórt knús og sagði að þetta væri flottasta tré sem hún hefði séð lengi. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu mína. Þegar ég var fimm ára og bjó í Ásveginum, vaknaði ég einn morguninn klukkan fimm og ákvað að skella mér í heimsókn til ömmu. Ég klæddi mig og rölti af stað. Ég gleymi aldrei svipnum á ömmu þegar hún opnaði dyrnar og sá mig fyrir utan, hún sagði að hún hefði frekar átt von á skrattanum en mér og svo hló hún. Amma bauð mér inn, gaf mér kók og súkkulaði, amma skammaði mig aldrei fyrir uppátæk- ið. Svona var hún amma alltaf góð við mig. Þegar ég sat hjá henni í síðasta skiptið, hinn 23. mars sl., sagði hún við mig að hún yrði nú miklu hressari þegar ég kæmi næst. Þetta síðasta samtal sem ég átti við ömmu gleður mitt hjarta og er ég svo þakklát að hafa fengið þessa stund með henni. Það er með miklum harmi að ég nú kveð hana ömmu mína, ég er svo glöð að hafa náð að hitta hana í síðasta sinn og kveðja hana almennilega. Elsku amma mín, ég kem til með að sakna þín svo ofboðslega mikið og mun alltaf elska þig. Megir þú hvíla í friði. Elsku pabbi, Didda, Dísa, Anna, og fjölskylda; ég, Elli og Ísak Örn, vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Ásdís Harpa Smáradóttir. Elsku yndislega amma mín, því miður get ég ekki verið við útför þína vegna fjarveru á sjó. Langar mig því að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og okkar samverustundir saman. Stundirnar voru svo skemmtilegar og gefandi og á ég um það yndislegar minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þinn Snorri Snorrason. Elsku langamma. Svefninn langi laðar til sín lokakafla æviskeiðs, hinsta andardráttinn. Andinn yfirgefur húsið, hefur sig til himna við hliðið bíður drottinn. Það er sumt sem maður saknar vökumegin við, leggst útaf á mér slokknar svíf um önnur svið. Í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil þegar svefninn verður eilífur finn ég aldrei aftur til. (Björn Jörundur og Daníel Ágúst.) Ísak Örn Elíasson. Geirþrúður Aðalbjörg Brynjólfsdóttir                          ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR ÞORLÁKSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 21. apríl kl. 15.00. Guðríður I. Einarsdóttir, Örn Þórhallsson, Erla Magnúsdóttir, Þórunn Þórhallsdóttir, Jón Hjaltalín Ólafsson, Sigríður Þórhallsdóttir, Kristján Árnason, Einar Þór Þórhallsson, Andrea Þorbjörg Rafnar, Hörn Harðardóttir, Matthías Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU BJARGAR ÓLAFSDÓTTUR frá Kvíum, Böðvarsgötu 2, Borgarnesi. Guð geymi ykkur öll. Þorgeir Ólafsson, Ólafur Þorgeirsson, Auður Ásta Þorsteinsdóttir, Sigrún Björg Þorgeirsdóttir, Birna Gunnarsdóttir, Þóra Þorgeirsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Gretar Þorgeirsson, Sigrún Arna Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.