Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 24

Morgunblaðið - 21.04.2009, Side 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 JÓNAS Kristjánsson ritstjóri kallaði hana af- kastamesta „spunakarl landsins“ fyrir nokkr- um mánuðum, en nú virðist Agnes Braga- dóttir farin á taugum. Örstuttu tímabili frjálsrar blaðamennsku er lokið hjá Morg- unblaðinu og Agnes aft- ur komin í búr sægreifa og útrásarvíkinga. Nú er það varð- hundurinn Óskar Magnússon lög- maður, kallaður „útgefandi“, sem hef- ur lyklavöldin að prentblekinu. Af einstakri þægð við fjár- glæframenn í hluthafahópi Morg- unblaðsins reynir hún með fúkyrðum og rökleysu að stöðva ört vaxandi fylgi Lýðræðishreyfingarinnar sem sækist eftir stuðningi þjóðarinnar til að koma lögum yfir mafíuna og sækja þýfið í aflandseyjar eða hvar sem það finnst. Agnes greyið virðist orðin svo upptrekkt og taugaveikluð yfir því að missa djobbið á moggasnepli útrás- arinnar í þeim hreinsunum sem bíða sumra húsbændanna þar á bæ eftir kosningar, að kerlingunni er gersam- lega ómögulegt að skilja kjarnann frá hisminu. Agnes Bragadóttir hefur und- anfarið verið á framfæri almennings eins og aðrir starfsmenn Morg- unblaðsins meðan ríkisbankinn Nýi Glitnir dældi þangað hundruðum milljóna eftir gjaldþrot. Síðan var 3,5 milljörðum af skuldum þrotabúsins varpað yfir á heimili landsins um síð- ustu mánaðamót í stað þess að láta skuldirnar fylgja með á silfurfatinu til nýrra eigenda, sem m.a. eru með fyrrverandi stjórnarformann hins gjaldþrota Glitnis banka innanborðs. Í grein sinni segir Agnes að það hafi verið einkar ánægjulegt þeg- ar fulltrúi útrásarvík- inganna, lögfræðingur frá lögmannsstofunni Lex, dæmdi lista Lýð- ræðishreyfingarinnar ógildan í Reykjavík á skjön við landslög og aðrar kjörstjórnir í landinu. Sem betur fer vildi það þannig til að ég átti fund með tíu manna fjölþjóðlegum hópi frá kosn- ingaeftirliti ÖSE á nákvæmlega sama tíma sem landskjörstjórn fjallaði um málið. Lögmannsmafían gat því ekki annað en farið að lögum og úrskurðað alla lista Lýðræðishreyfingarinnar gild framboð. Það er aumt þegar kalla þarf til er- lenda eftirlitsmenn, setja upp leikrit og framleiða hávaða í byggingu rík- isfjölmiðlanna til að ná því fram að lögum um borgaraleg réttindi og lýð- ræði sé framfylgt á Íslandi. Að krefj- ast slíkra réttinda kallar spunakerl- ingin „stjórnlausa frekju“. Eftir reynslu mína af forsetakosn- ingum árið 2004 í samskiptum við stjórnvöld og fjölmiðla var mér ljóst að útilokað væri að hér færu fram eðlilegar kosningar nema undir kosn- ingaeftirliti ÖSE. Þess vegna sótti ég fast eftir slíku með bréfaskriftum, kærum og símtölum og tókst á end- anum að fá kosningaeftirlitið hingað til lands að fylgjast með umbreyting- unni úr bananalýðveldi í nýtt íslenskt lýðveldi þar sem þjóðin fær völdin í stað þeirrar mafíu sem fjölmiðlahór- urnar liggja undir. Gömlu flokksskrímslin keppast nú við að blekkja kjósendur með kosn- ingakaramellum og kjötsúpum. Tak- ist þeim að blekkja nægjanlegan fjölda kjósenda næstu daga skaltu búa þig undir að sötra naglasúpu næstu fjögur árin. Með því að kjósa xP Lýðræð- ishreyfinguna á laugardag ert þú að tryggja þína framtíð og losa börn þín úr ánauð víkinganna. Láttu ekki áróðurssnepil sægreifanna og spuna- kerlingar blekkja þig í að afhenda þín lyklavöld til mútuþægra alþing- ismanna. Lýðræðishreyfingin er eina stjórn- málaaflið sem mun færa þér völdin á Alþingi. Í gegnum rafrænt almanna- þing færð þú sjálfur, kjósandi góður, ótvíræðan atkvæðisrétt á Alþingi. Þingmenn Lýðræðishreyfingarinnar eru óspilltir nýliðar og munu gæta þeirra grundvallarmannréttinda þinna að þjóðin ráði sér sjálf. Með þvi að kjósa Lýðræðis- hreyfinguna losar þú þjóð þína úr þeirri ánauð að flokkseigendafélög og mútuþægir stjórnmálaflokkar mergs- júgi sameiginlega sjóði og stofnanir og skilji þig og fjölskyldu þína eftir úti í kuldanum með skuldirnar. Kynntu þér málið nánar á www.xp.is og mundu að merkja við P á kjörseðlinum til að gæta þinna eigin hagsmuna og kjósa þína eigin per- sónu á þing. Agnes farin á taugum Eftir Ástþór Magnússon » Gömlu flokks- skrímslin keppast nú við að blekkja kjósendur með kosningakaramellum og kjötsúpum. Ástþór Magnússon Höfundur er talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, xP. HÆTTUNNI á að Ísland dragist inn fyrir múra ESB hefur verið bægt frá. Sjálfstæð- ismenn hrukku aftur í sjálfstæðisgírinn á landsfundinum, enda lausir við kratatjóðrið, og Vinstri grænir líka, a.m.k. landsfundur þeirra sem lýsti yfir áframhaldandi fullveld- isstefnu. Hversu vel orðum þessara gömlu flokka er treystandi á eftir að koma í ljós. Viss hætta er á að þeir álpist til að láta erindreka ESB táld- raga sig í „athuga hvað býðst- viðræður“ og að afvegaleiða þar með sjálfsbjargarvilja landsmanna við það lífsnauðsynlega end- urreisnarstarf sem nú fer í hönd og verður að vera á forsendum þjóð- arhagsmuna en ekki ESB-tilskipana. Hvað býðst við ESB-aðild er á hreinu, a.m.k. fyrir þá sem hafa kynnt sér sátt- mála og starfsemi ESB, og helsta afsökunin fyrir aðild, að fá að nota hér evru, er orðin frekar hlægileg í ljósi krepp- ureynslunnar. Hin feiga framtíðarsýn um Atlantshafseyjuna Ísland í „Evrópusamfélaginu“ (þar sem reyndar auðugustu Evr- ópuþjóðir og sú stærsta eru ekki með) getur síðan afhjúpast í lær- dómstíð eftirhrunsára. Hvort gömlu flokkarnir hafa getu og bein í nefinu til þess að endurreisa Ísland þarf að koma fljótt í ljós. Landsmenn bíða eftir að fá nothæfa banka og fjár- magn í umferð og eðlilega vexti, nýj- um framkvæmdum við atvinnutæki, endurskoðun EES og endurreisn á valdi Alþingis, endurgerð á mestöllu laga- og reglusafninu um fjármála- starfsemi og fyrirtæki og kröfugerð- um á Bretastjórn. Svo ekki sé talað um siðvæðingu, leit að svindlgóssi og sótthreinsun eftir græðgisvæð- inguna. Eftir Friðrik Daníelsson Friðrik Daníelsson » Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir ætla að standa við sína full- veldisstefnu Höfundur er verkfræðingur. Hættunni bægt frá í bili KOSNINGARNAR nú geta orðið þær ör- lagaríkustu í sögu lýð- veldisins. Það er ljóst að mikill meirihluti lands- manna er algerlega andvígur því að fórna lýðveldinu á altari ESB. Nú reynir á að flokks- hollusta og smámál víki fyrir þeim grundvallar- hagsmunum að okkur takist að halda fullveldinu í ólgusjó komandi kreppumissera. Versta útkoman væri ef þeir þrír flokkar sem hafa ESB-aðild á stefnuskrá sinni næðu saman meiri- hluta á þingi en þetta eru auk Sam- fylkingar Framsóknarflokkur og Borgarahreyfing. Undirritaður gerði í vetur tilraun til framboðs fullveldissinna. Þótt ekki væri farið alla leið skilaði þetta framtak þeim tilætlaða árangri að lýðveldissinnar höfðu, þrátt fyrir nokkra undanlátssemi, betur hjá bæði VG og Sjálfstæðisflokki. Fjarri fer því að ég vilji þakka okkur L-listamönnum einum þá niðurstöðu en við vorum hluti af þeirri baráttu sem hér þurfti að heyja við ramma sveit ESB-sinna. Þessi sigur var mér vissulega sæt- ur eftir að hafa ásamt fráfarandi for- manni Framsóknarflokksins beðið lægri hlut í baráttu innan þess flokks við öfl spillingar og ESB-sinna. Ég kýs VG Það er vissulega sigur ef þeir þrír flokkar sem hafa ESB-andstöðu á stefnuskrá sinni ná meirihluta á Alþingi en auk þeirra sem fyrr eru taldir er Frjálslyndi flokkurinn í þeim hópi. Miklu skiptir samt trú- verðugleiki þessara flokka til að standa í ístaðinu og í mínum huga stendur VG þar upp úr. Þetta segi ég þrátt fyrir að vera ósáttur við óþarfa und- anlátssemi á landsfundi VG við ESB-sinna. Orðræða í kosn- ingabaráttunni hefur sannfært mig um að heilindi eru bak við einarða ESB-andstöðu lykilmanna flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ESB- andstöðu á stefnuskrá sinni fyrir síð- ustu kosningar en samt sáum við í vetur að Samfylkingargrýlan hafði hrætt alla þingmenn flokksins nema fjóra út í það horn að vilja nú samt gangast inn á ESB-aðild. Frjálslyndir mega njóta þess sann- mælis að einnig þar eru einarðir ESB-andstæðingar svo atkvæði þar er einnig greitt fullveldi óborinna kynslóða. Fullveldið eða flokkshollustan Eftir Bjarna Harðarson Bjarni Harðarsson »Nú reynir á að flokks- hollusta og smámál víki fyrir þeim grundvall- arhagsmunum að okkur takist að halda fullveld- inu í ólgusjó komandi kreppumissera. Höfundur er bóksali. EINS og allir vita er nú mikil umræða í þjóðfélaginu um kvót- ann og kvótakerfið. Ég verð að segja að þessi umræða er á miklum villigötum eins og kvótakerfið sjálft. Það er með ólík- indum hvað stjórn- málamenn eru orðnir meðvirkir og þar með vanhæfir til að fjalla um þessi mál. VAKNIÐ! Kvótakerfið er ekki nátt- úrulögmál! Ég skrifaði grein sem birtist í Mbl. og fjallaði um nýja leið úr ógöngum kvótakerfisins. Það er grundvallaratriði að banna botn- trollið og að veiðar á botnfiski verði eingöngu á öngla. Botntrollið veldur gífurlegu tjóni á lífríkinu í á sjáv- arbotninum og afleiðingarnar blasa við; sífelld minnkun fiskstofnanna og kvótans. Og svo er talað um sjálfbærar veiðar og nátt- úruvernd! Það er hin mesta firra að „endurheimta“ kvótann á 20 árum. Það á að gefa veiðar frjálsar á öngla og hafa lokuð fiskræktarsvæði (sjá grein þann 20/3 sl.). Þetta kerfi má innleiða á fáum árum og byrja á að banna togveiðar inn- an 20 mílna, síðan 10 mílum utar á hverju ári. Þá geta út- gerðir skipt út togurum fyrir línu- báta og sjávarafli eykst ár frá ári. Með þessu móti hverfur kvótateng- ingin við bankana og útlendingar eignast ekki kvóta hér. Það væri pólitísk ákvörðun hvort kvóta- skuldir falla niður, en nú kann að vera tækifæri til að breyta þessu öllu í leiðinni. Ef gengið yrði í EB og útlendingar fengju veiðirétt hér þá yrðu þeir að fylgja þessum reglum og veiða einungis á öngla. Það yrði þeim erfitt að sækja langt á litlum bátum. Á þennan hátt sláum við margar flugur í einu höggi : 1. Fiskstofnar og afli margfaldast, þjóðartekjur aukast. 2. Þjóðin losnar úr viðjum kvóta- kerfisins. 3. Byggðirnar styrkjast, aukinn, afli – atvinna. 4. Vandamál varðandi EB hverf- andi. 5. Léttir á skuldum útgerða. Frjálsar fiskveiðar Eftir Skúla Þór Bragason Skúli Þór Bragason » Stjórnmálamenn virðast halda að kvótakerfið sé nátt- úrulögmál. Umræðan um fiskveiðikerfið er á villigötum. Höfundur er vélstjóri á fragtskipi. EINS og við var að búast fer nú fram fjör- leg umræða um sjáv- arútvegsmál, í kjölfar mjög afdráttarlausrar stefnu Samfylkingar- innar sem samþykkt var um kvótamálin. Svo skemmtilega vill til að stefna VG er ákaf- lega keimlík. Báðir flokkarnir ætla að inn- kalla kvótann á 20 ár- um og með því munu þeir jafna að- gang landsmanna að auðlindinni. Nú eru útvegsmenn farnir að gagngrýna þetta mjög og vilja enn sem fyrr að við trúum að það gagnist þjóðinni best að þeir fái kvótann á silfurfati. Án þess að greiða þjóðinni fyrir hann. Að vísu er þeirra mál- flutningu einkar bitlaus og vitlaus enda hafa þeir vont mál að verja. Sig- urgeir Brynjar í Vinnslustöðinni reið á vaðið. Þuldi upp alls kyns tölur um hagnað og tap í útgerð og reiknaði sitt fyrirtæki í þrot á 6 árum ef af þessu yrði. Þar kom meðal annars fram að aðeins stæðu eftir 1,9 krónur af hverju kílói sem útgerðirnar veiða þegar búið er að greiða allan kostnað. Þessu eigum við að trúa. Útgerðar- menn sem þóttust vera heimsmeist- arar í fiskveiðum og hagkvæmni, svo flinkir að þorskur var orðinn 4.200 króna virði áður en hann var veiddur, hagnast aðeins um tæpar 2 krónur á að veiða kíló af fiski. Næstur var Ein- ar Valur hjá Gunnvöru í Hnífsdal. Hann kallar þetta eignaupptöku og þjóðnýtingu. Eignaupptöku, þrátt fyrir að það sé alveg skýrt hverjum læsum manni að úthlutun aflaheim- ilda myndi ekki eignarétt og að auð- lindin sé þjóðareign. Felst ekki eignarupp- taka í því að hálfu LÍÚ að ætla að slá eign sinni á það sem þjóðin á? Eða er það bara hreinn og klár þjófnaður? Að auki kallar hann þetta aðför að landsbyggðinni. Var það ekki aðför að Flat- eyri þegar kvótinn var seldur þaðan? Eða Stöðvarfirði, Breiðdals- vík, Reyðarfirði, Sand- gerði? Svo fáir staðir séu nefndir. Hvílíkur hroki og dónaskap- ur að láta svona út úr sér, Einar Val- ur. Friðrik J. Arngrímsson hótar að- gerðum ef hans umbjóðendur njóta ekki áfram sérréttinda umfram aðra landsmenn. Aðgerðum ef þeir fá ekki áfram úthlutað gæðum fyrir ekki neitt, gæðum sem eðlilegt er að greitt sé fyrir. Og það þrátt fyrir að þeir eigi að njóta sérréttinda næstu 20 árin. Verði leið Samfylkingarinnar farin verður aðgangur allra landsmanna að fiskveiðum jafnaður og jafnframt komið í veg fyrir brask og byggða- röskun. Engin útgerð ætti að fara í þrot af þessum sökum, þó svo að það sé að sjálfsögðu ekki rekstrargrund- völlur fyrir þá sem aðeins halda eftir skitnum 2 krónum á kíló en hafa þó, eins og ratar, skuldsett sig upp í rjáf- ur. Hér er á ferð slíkt réttlætis- og byggðamál að nú mega stjórn- málamenn ekki hopa og ég vona að ég megi trúa því sem Jóhanna Sigurð- ardóttir sagði, að þessi leið verður farin. Hver á kvótann? Eftir Jón Gunnar Björgvinsson Jón Gunnar Björgvinsson » Felst ekki eignar- upptaka í því af hálfu LÍÚ að ætla að slá eign sinni á það sem þjóðin á? Höfundur er flugmaður og útgerðarmaður smábáts.ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.