Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 ✝ Þórhallur ÁgústÞorláksson fædd- ist 10.01.1920 og lést á Hjartadeild Landspít- alans 14.04 sl. For- eldrar: Þorlákur B. Einarsson f.1879, d.1968 frá Ytri Skála- vík og Þórunn Franz- dóttir f.1884, d.1970 frá Æðey. Bræður Þórhalls voru, Franz Páll f. 1904, d.1978 Halldór Ágúst f.1917, d.1999 og Kristján Karl f.1912, d.1913. Þórhallur kvæntist 1947 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðríði Ingibjörgu Einarsdóttur, f: 28.03.1919. For- eldrar Guðríðar: Einar Þórðarson f.1880, d.1966 og Guðríður Eiríks- dóttir f.1883, d.1966. Þórhallur og Guðríður eignuðust 4 börn en fyrir átti Guðríður eina dóttur. Börn þeirra eru: Örn Þórhallsson, f.1947. M: Erla Magnúsdóttir, f.1947. Dætur þeirra: Guðríður Ingibjörg, f.1967. M. 1: Jón Helgi Egilsson, f.1967. Börn þeirra: Sverrir Eðvald, f.1992, Krist- ín Helga, f.2000. Þau skildu. M.2: Arnar Sigurðsson, f.1964. Börn þeirra: Davíð Örn, f. 2006, Birta María, f. 2006, d. 2006. Sunna Björg, f.1988. Stefán Arnar, f.1990. E)Dóttir Guðríðar er Hörn Harð- ardóttir, f.1938. M.1: Gunnar Ragn- ars, f.1938. Þeirra börn: 1)Ágústa, f.1960. Hennar börn: Hörn Kristbjörnsdóttir, f.1985 , Hörður Kristbjörnsson, f.1979. 2)Ólafur Friðrik, f. 1963. M: Ólöf Kristjánsdóttir, f. 1975. Dóttir Harnar og Eysteins Þor- valdssonar er Úlfhildur, f.1977. M 2: Björgúlfur Lúðvíksson, f.1939. Sam- býlismaður Harnar er Matthías Jak- obsson. Þórhallur fæddist á Ísafirði og flutti til Reykjavíkur 1928. Hann gekk í Verslunarskóla Íslands og lauk prófi þaðan 1938. Þórhallur lék um skeið á fiðlu með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Hann vann um tíma hjá heildverslun Garðars Gísla- sonar, Landsíma Íslands og Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar. Þórhallur stofnaði árið 1952 heild- verslunina Marco sem sérhæfði sig í innflutningi á veiðarfærum. Hann var mikill áhugamaður um skóg- rækt. Guðríður Ingibjörg og Þór- hallur bjuggu á Kvisthaga 19 meðan börnin voru ung síðar lengst af á Laugarásvegi 15 og loks í Efstaleiti 10 í Reykjavík. Heimili þeirra hjóna og sumarbú- staður á Þingvöllum voru ætíð mikl- ir samkomustaðir fjölskyldu þeirra og vina. Útför Þórhalls verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Meira: mbl.is/minningar Hrefna Björk. f.1970. Dætur hennar: Alex- andra Björk, f.1991, Valentína Erla, f.1998. Sambýlismaður er Guðni Bridde. f. 1971. Þórunn, f.1975. M: Ás- geir Ásgeirsson, f.1972. Börn þeirra: Dagmar Sif, f. 1998, Örn, f. 2000, Ásgeir Þór, f. 2004. Þórunn Þórhalls- dóttir f.1949. M: Jón Hjaltalín Ólafsson, f. 1949. Dætur þeirra: Arnþrúður, f.1973. M. Gunnar Haukur Stefánsson, f.1972. Dætur þeirra: Þórunn Snjólaug, f.1998, Gyða, f.2007. Þórhalla Sólveig, f.1980. Sam- býlismaður er Ármann Einarsson, f.1982. Sonur þeirra: Jón Hjaltalín, f.2006. Sigríður Þórhallsdóttir, f.1953. M: Kristján Árnason, f.1953. Börn þeirra: Þórhallur Árni, f.1978. Árni Þorgrímur, f.1982. Sambýlis- kona er Margrét Lilja Heiðarsdóttir, f.1983. 3)Sara Katrín, f.1991. D) Einar Þ. Þórhallsson, f.1958. M., Andrea Þorbjörg Rafnar, f.1960. Börn þeirra: „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd hjarta síns og hefur í huga hjörtu annarra. (Teri Fernandez.) Þórhallur Þorláksson, stjúpi minn, var áhrifavaldur í lífi mínu, þótt ekki hafi ég alist upp hjá þeim hjónum. Við eyddum saman löngum stundum í stofunni heima hjá afa og ömmu á meðan mamma var að ferðbúast. Hann kynnti fyrir mér sjónhverfing- ar, spilagaldra, einnig ítalska dægur- og kaffihúsatónlist og söng Maríu Callas. Hann talaði til mín af slíkum sannfæringarkrafti um mál líðandi stundar og aflabrögð, að stundum var mér um og ó. Þegar ég leit út um gluggann sá ég spegilgljáandi Citroën bíða þeirra, á borðinu lágu gulir hanskar. Þórhallur var heimsborgari, snyrtimenni, skartmaður, skógar- maður, dugnaðarmaður og drengur góður. Blessuð sé minning hans. Hörn. Hann stóð á milli trjánna sem hann gróðursetti á Þingvöllum fyrir hart- nær fimmtíu árum. Þúsundir hárra trjáa mynduðu nú þéttan skóg á land- inu hans. Sólin sendi geislana í gegn- um minnstu smugur í þéttum gróðr- inum og lýstu upp mosa og lyng. Tíminn stóð í stað. Lífsgleðin skein af útiteknum manninum með trésög í annarri og trjáklippur í hinni. Slitin, rauðköflótt skyrta hékk yfir vinnu- lúna öxl. Verkin voru mörg og köll- uðu. Það var unnið ötullega og hvert andartak skipti máli. Brosandi sagði hann frá, augun heiðblá og skörp. Fróður og forvitinn í senn. Viðskipti, vísindi, tónlist, mannfræði og heim- speki. Ávallt sannfærandi og heillandi. Eldmóður í hverju hand- taki. Hvert verkfæri sett á sinn stað í skúrnum. Frágangur til fyrirmyndar. Í fjörunni hjá þreyttu bátaskýli lá báturinn tilbúinn. Veiðistöngin var sótt og jafnvel háfur, sjaldan vesti. Af lipurð klífur hann í bátinn og ýtir hon- um úr vör með árinni og setur mót- orinn í gang. Nokkrar markvissar til- raunir þurfti til. Hann stendur teinréttur í bátnum, einn á Þingvalla- vatni og veiðir nokkrar bleikjur og sil- ung. Vatnið spegilslétt og tært. Sjálf- stæður mannvinur á ferð, myndin er svo skýr. Kemur í land og sýnir hvernig á að gera að fiskinum áður en grillið er hitað. Mátti treysta á fjör- ugar umræður við matarborðið, væg- ast sagt. La luna, la luna, sagði ástin hans eina. Dagur að kveldi kominn þó birtan láti ei undan. Þögull og þakklátur skógurinn bíður þolinmóður eftir nýj- um degi og nýjum ævintýrum. Með manninum. Manninum sem dró sig í hlé og lagðist til svefns. Hvíldin sú var verðskulduð eftir einstakan og við- burðaríkan dag. Honum var margt til lista lagt. Snjall í viðskiptum og listrænn. Fiðlu- leikari í Hljómsveit Reykjavíkur um tíma en valdi að leggja viðskiptin fyrir sig. Taktviss og tónelskur, hafsjór fróðleiks. Framar öllu var hann höfuð stórrar fjölskyldu. Fyrirmynd. Hlýr, hreinskilinn og gefandi. Þegar dró fyrir sólu og lítið barnslíf var brothætt, sýndi afi minn ómetan- legan stuðning í verki. Styrkti vonina og gaf kraft. Þegar sólin skein bjart á ný, samgladdist hann innilega og fagnaði. Guð varðveiti Þórhall Ágúst Þor- láksson. Arnþrúður Jónsdóttir. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Ég minnist helst afa míns Þórhalls Þorlákssonar uppi í bústað á Þingvöll- um í gallabuxum með stóru uppábroti, í köflóttri skyrtu með derhúfu að saga stóru trén sín í eldivið. Úti á bátnum að veiða í Þingvallavatni og notar björgunarvestið sem sessu. Afi minn var sterkur maður og fullur af krafti, visku og áhugaverðum sögum frá við- skiptaferðum sínum um heiminn. Hann var afi sem hikaði aldrei við að eyða tíma í barnabörn og barnabarna- börnin sín. Ég minnist þess þegar ég kom til hans vikulega í ítölskukennslu á unglingsárunum. Hann var auðvitað sjálflærður í ítölsku, og var með betri kennurum sem hugsast getur. Sem barn man ég skemmtilegu heimsókn- irnar í Laugarásinn og síðar sund- kennsluna í lauginni í Efstaleitinu. Þegar ég varð eldri og tilkynnti honum að ég ætti von á barni varð hann svo glaður og sagði mér að 10. janúar væri góður dagur til að fæðast á, enda afmælisdagur hans. Sonur minn kom viku eftir þann dag. Hann ráðlagði mér ýmislegt varðandi upp- eldið og sagði mér að það væri mjög gott að byrja á að eignast strák, stelp- ur væru nú heldur flóknari, en þó ró- legri. Afi lék sér við þriggja ára son okkar nú fyrir skemmstu og þeir skemmtu sér konunglega saman. Þeir fóru saman með kvæðið Haust, hátt og snjallt báðir tveir. Hann hefur ávallt verið góð fyrir- mynd í mínu lífi og þakka ég honum allan þann tíma sem ég, Ármann og litli Jón Hjaltalín fengum með honum. Ég ber nafn afa míns með stolti og söknuði ævilangt. Hvíl í friði elsku afi Þórhallur. Við fáum okkur ekta ítalska panettone og sítrónuköku til minningar um dásam- legan afa og langafa. Þórhalla Sólveig Jónsdóttir. Þórhallur tengdafaðir minn var ekki líkur öðrum sem ég hef kynnst. Hann var grannur og kvikur í hreyf- ingum, frekar þunnhærður en mynd- arlegur maður. Oftast útitekinn. Í góðu formi var hann allt fram á síð- asta dag. Hann var skarpur, vel að sér í flestum málefnum. Oftast kom hann fljótt að kjarna vandans og sagði þá tæpitungulaust hvað honum fannst en var þó iðulega hrókur alls fagnaðar. Hann gat verið fljótur að reiðast en jafnfljótur að komast í gott skap og gera alla glaða í kringum sig. Barna- börnin og barnabarnabörnin löðuðust að honum. Erlend tungumál reyndust honum auðveld og talaði hann meðal annars ítölsku, sem var líklega uppá- hald hans. Árið 1995 vorum við ásamt eiginkonum okkar í samkvæmi í Ítal- íu, þar sem saman komu menn af ýms- um þjóðernum sem hann hafði aldrei hitt áður. Ég leit af honum augnablik en sneri mér við þegar ég heyrði mikil hlátrasköll. Þórhallur hafði þá gengið rakleiðis í miðjan hóp manna og sagt þeim skemmtilega sögu sem gladdi alla sem á hlustuðu. Aldrei vissi ég hver sagan var en hún var sögð á ítölsku. Enn hitti ég reglulega þá sem við- staddir voru og er alltaf beðinn um góða kveðju til tengdaforeldra minna. Sá eiginleiki, að geta talað við hvern sem er, hvenær og hvar sem er og náð athygli allra, er ekki algengur en Þór- hallur var sannarlega gæddur honum. Hann var afar snjall í viðskiptum og gat verið harður í horn að taka. Lík- lega bar hann ekki oft skarðan hlut frá borði en þeir erlendu aðilar sem hann átti viðskipti við báru mikla virð- ingu fyrir honum. Á farsælum við- skiptaferli sínum hafði hann nánast aldrei þörf fyrir lán frá bönkum enda hafði hann ekki háar hugmyndir um þá. Hann var frumkvöðull í viðskipt- um við Japan og var með fyrstu Evr- ópubúum sem hófu innflutning þaðan. Vegna góðs orðspors hans var honum meðal annars boðið að vera Evrópu- fulltrúi fjölmargra japanskra fyrir- tækja á árunum 1955-1975. Sum þeirra urðu síðar meðal öflugustu fyr- irtækja heims. Hann hafði þá valið að halda sig við veiðarfæraviðskipti í fyr- irtæki sínu, Marco hf., og afþakkaði því flest önnur viðskiptasambönd. Eigendur og forstjórar stórra fyrir- tækja í Asíu gerðu sér oft ferð til Ís- lands á þessum árum, eingöngu til að hitta Þórhall. Hjónin Þórhallur og Guðríður Ingi- björg eignuðust sumarhús á Þingvöll- um 1955. Þórhalli tókst með hjálp barna sinna að rækta þar einn af stærri og fallegri skógum við vatnið. Landið á Þingvöllum var honum ein kærasta veraldlega eignin. Hann var góður veiðimaður en sóttist þó aldrei eftir miklum afla heldur leitaði hann að rétta fiskinum. Fram á háan aldur stundaði hann silungsveiðar og kom fyrir að hann fór einn út á bát, án flot- vestis. Þegar hann var minntur á hætturnar sagðist hann ekkert hafa á móti því að enda ævina við veiðar á Þingvöllum en skildi þó áhyggjur nán- ustu og tók tillit til þeirra, þangað til hann fór í næsta túr, einn og án vestis. Þau hjónin voru mjög glæsileg saman alla tíð, jafnvel þegar þau voru komin á efri ár. Minningin um Þórhall mun ætíð lifa í hugum þeirra sem þekktu hann. Jón Hjaltalín Ólafsson. Til minningar um afa. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning – létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. (Hallfríður Eyjólfsdóttir frá Laugabóli.) Hvíl þú í friði. Guðríður Ingibjörg Arnardóttir. Þórhallur Ágúst Þorláksson Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, SVÖLU KALMANSDÓTTUR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Bólstaðarhlíð 40, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnar- firði fyrir hlýhug og góða umönnun. Kristín, Anna og Dröfn Kalmansdætur og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför okkar ástkæra ÓLAFS SNÆBJARNAR BJARNASONAR frá Blöndudalshólum. Sérstakar þakkir til þeirra fjölmörgu umönnunar- starfsmanna á Akureyri sem af frábærri fag- mennsku tryggðu honum hamingjuríkt skjól í rúm 30 ár. Ingibjörg Bjarnadóttir, Elín Bjarnadóttir, Jónas Bjarnason, Kolfinna Bjarnadóttir og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráð- legt að senda hana á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.