Morgunblaðið - 21.04.2009, Page 17
Daglegt líf 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
Ásunnudag birtist frétt um þaðá Mbl.is að skíðasvæðið í
Tindastóli væri opið. Davíð Hjálm-
ar Haraldsson orti:
Snjórinn heldur víst að vori
en varla held ég nokkur þori
óvitlaus og einhvers virði
í eftirleit í Skagafirði.
Pétur Stefánsson rankaði við sér
í skarkalanum að vori:
Leiðindaveturinn loks hefur kvatt
með langvinnu snjóafargi.
Já, vorið er komið, ég segi það satt,
með syngjandi mávagargi.
Og kyrrðin er rofin, er bifhjólin bruna
með bölvuðum látum um stræti og
torg.
Langt fram á nætur ég argur má una
án þess að sofna í skarkalaborg.
Þó blessað sé vorið með birtu og yl,
– og blómanna dafni nú kraftur,
þá held ég sé farinn að hlakka til
haustsins og vetrarins aftur.
Hólmfríði Bjartmarsdóttur, Fíu á
Sandi í Aðaldal, líst öllu betur á
vorið:
Úti sér í ögn af vori
yfir skafla létt í spori
vappa gráleit gæsahjón.
Frerans jökull brúna bletti
bráðum fær hjá staur og kletti.
Þetta finnst mér fögur sjón.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Kyrrðin
rofin að vori
Eftir Ásdísi Líf Harðardóttur, Erling Arnar Erlingsson og
Nikolas Ísak Battyanyi
BÖRN í unglingadeildum björgunarsveita á Aust-
urlandi tóku nýlega þátt í stórslysaæfingu á
Fjarðarheiðinni milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar.
Börn og ungmenni voru grafin allt að þrjá metra
ofan í snjó og þau förðuð til að líkja eftir brunasár-
um, beinbrotum og innvortis blæðingum til að
gera upplifunina milli lífs og dauða sem raunveru-
legasta. Yfir 60 björgunarsveitarmenn tóku þátt í
æfingunni með hjálp 30 ungmenna.
Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri á Egilsstöðum,
sem sat í stjórnstöð meðan á æfingunni stóð, sagði
að flugslys hefði verið sett á svið sem olli snjóflóði,
en snjóflóðið síðan lent á 20 manna rútu.
„Ég upplifði það mjög ungur að lenda í snjó-
flóði, var aleinn og bjargaði mér úr því sjálfur.
Þessi æfing hjálpar ungmennum að takast á við
erfiðar aðstæður. Þau læra að þekkja sjálfa sig,
þolmörk sín og að takast á við erfið verkefni,“ seg-
ir Baldur og bætir við að þetta séu mikilvæg atriði
fyrir framtíðina.
„Öll ungmenni hafa gott af svona reynslu,“ seg-
ir Baldur. „Ungmennin voru fyrst og fremst að
leika sjúklinga og það tekur gríðarlega á að bíða
eftir hjálp, en þeir sem voru í erfiðustu aðstæð-
unum voru í góðu fjarskiptasambandi.“
„Æðisgengið að unglingar taki þátt“
Rúnar Már Theódórsson, 14 ára, var einn
þeirra sem lentu í „snjóflóðinu“ og átti að hand-
leggsbrotna. Hann segir þetta hafa verið spenn-
andi og uppbyggilega lífsreynslu.
„Það er mikilvægt fyrir unglinga að taka þátt í
slíkum æfingum til að vera betur undirbúin. Ég
hefði örugglega farið að grenja en núna veit ég að
minnsta kosti hvað ég ætti að gera ef ég lenti í
svipuðum aðstæðum,“ segir Rúnar. „Mér finnst
það æðisgengið að unglingar taki þátt í svona æf-
ingum.“
Björgunarsveitarmenn, sem tóku þátt í leitinni,
segjast almennt að þessi lífsreynsla hafi verið erf-
ið og voru þeir fegnir að þetta hafi bara verið æf-
ing. Það hafi verið kalt, mikill snjór og mjög alvar-
legir áverkar settir á svið, en engu að síður hafi
þátttaka ungmennanna verið mikilvæg þar sem
sum þeirra gætu þurft að takast á við slíkar að-
stæður í framtíðinni.
Baldur Pálsson segir að stórslysaæfingin hafi
verið mikilvæg fyrir björgunarsveitirnar, lækna
og sjúkraflutningamenn. Æfingin hafi verið sér-
stök þar sem hún byrjaði með mikilli ringulreið en
allt hafi gengið upp að lokum. „Okkur tókst að
koma öllum af svæðinu á stuttum tíma. Það var
mikilvægt að kanna getu sveitanna og hún er
meiri en við bjuggumst við.“
Björgunarsveitin Jökull, Geisli, Ísólfur, Hérað
og Gerpir frá Austurlandi, auk björgunarsveit-
armanna frá Dalvík tóku þátt í stórslysaæfing-
unni.
Upplifun milli lífs og dauða
Börn í unglingadeildum björgunarsveita á Austurlandi taka þátt í
stórslysaæfingu Reynir á þolmörk og býr ungmenni undir lífið
Ljósmynd/Ásdís Líf Harðardóttir
Grafin í snjó Um þrjátíu ungmenni tóku þátt í stórslysaæfingu
á Austurlandi og sum þeirra voru grafin allt að þrjá metra of-
an í snjó. Yfir sextíu björgunarsveitarmenn tóku þátt.
Stjórinn Baldur Pálsson, slökkvi-
liðsstjóri á Egilsstöðum, sat í stjórn-
stöð og gaf fyrirmæli til björg-
unarsveitarmanna.
Höfundar eru þátttakendur í
fréttaritaranámskeiði UNICEF.
Fréttir á SMS
www.xf.is
Ásta Hafberg
Sigmundsdót t ir
Norðausturkjördæmi
Guðjón A . Kr ist jánsson
Norðvesturkjördæmi
Grétar Mar Jónsson
Suðurkjördæmi
Sturla Jónsson
Reykjavík suður
Karl V. Mat thíasson
Reykjavík norður
Kolbrún Stefánsdóttir
Suðvesturkjördæmi
VIÐ ÞIGGJUM EKKI MÚTUR!
OPIÐ BÓKHALD FRÁ 1998
ÞIÐ GETIÐ TREYST OKKUR