Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 ✝ Sigríður Sím-onardóttir fædd- ist í Reykjavík 29. júlí 1925. Hún lést á Hrafnistu laugardag- inn 11. apríl sl. Foreldrar hennar voru Símon Jónsson, 1893-1942, og kona hans Ása Jónsdóttir, 1900-1949. Systkini Sigríðar eru Grétar f. 1920 (látinn), Herdís f. 1921 (látin), Jó- hanna f. 1923 (látin) og Jóna f. 1932. Upp- eldissystir hennar er Kristín Guð- mundsdóttir f. 1937. Sigríður bjó alla sína æsku á Laugavegi 33 í Reykjavík, þar sem faðir hennar rak verslun. Hún gekk í Austur- bæjarbarnaskólann og lauk síðar 3 börn, Hildi f. 1978, eiginmaður Steinn Hildar Þorsteinsson, Bryn- dísi f. 1983, sambýlismaður Filip Haakonson og Gunnar Örn f. 1986, Kristján f. 22.4. 1956, kvæntur Sjöfn Sigþórsdóttur og eiga þau 2 dætur, Maríu f. 1982, sambýlis- maður Jóhannes Bjarni Guðmunds- son og Helgu Lóu, f. 1987. Lang- ömmubörnin eru eru 4. Sigríður og Gunnar hófu búskap í Reykjavík og bjuggu lengst af í Álfheimum 9. Í 2 áratugi ráku þau Laugarnesbúðina við Laug- arnesveg 52. Búðinni lokuðu þau 1975 og eftir það starfaði Sigríður sem starfsstúlka á Borgarspít- alanum og við afgreiðslustörf í Miklagarði. Árið 1991 fluttu þau í þjónustuíbúð aldraðra í Hraunbæ 103 og bjuggu þar allt þar til þau fluttu á Hrafnistu fyrir nokkrum árum. Gunnar lést 28. mars 2008. Sigríður verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. apríl og hefst athöfnin kl. 15. prófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík. Sigríður kynnist verðandi eiginmanni sínum, Gunnari V. Arnkelssyni, f. 22.9. 1922, á skrif- stofu Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og gengu þau í hjóna- band 23.2. 1946. Eignuðust þau 4 börn, drengur and- vana fæddur 28.8. 1951, Valgerði Krist- ínu f. 23.1. 1953, gift Guðmundi Sveinssyni og eiga þau 3 dætur, Sigríði Láru f. 1975, maki Ármann Lund, Kristínu f. 1978 og Björk f. 1985, Símon Ásgeir f. 30.12. 1953, kvæntur Guðrúnu Maríu Benediktsdóttur og eiga þau Elsku amma mín. Eins sárt og það er að þú sért farin þá veit ég að þér líður betur þar sem þú ert núna. Þú ert örugglega brosandi út að eyrum, komin í fínt pils og með pönnuköku- spaðann á lofti. Þó að síðustu ár hafi verið dálítið erfið fyrir þig þá varstu samt alltaf glöð og alltaf jákvæð. Ef maður spurði þig hvernig þú hefðir það þá kom yfirleitt sama svarið, „Ég lifi sko eins og blómi í eggi!“ Þessi setning lýsti þér svo vel, ánægð með það sem þú hafðir og kvartaðir sko ekki. Þessu dáðist ég að og mun alltaf taka mér til fyr- irmyndar. Þú varst svo falleg og það geislaði af þér, brosið þitt lét manni líða vel. Ég á eftir að sakna þín, elsku amma, sakna þess þegar þú kallaðir mig og Helgu Lóu stöllur, sakna þess að heyra þig segja „Amríka“ í staðinn fyrir „Ameríka“ og sakna já- kvæða viðhorfsins. Mér þykir vænt um allar minningarnar og þær ætla ég að geyma vel. Hvíldu í friði, amma Sigga, Þín, Björk. Elsku amma Sigga, þú varst svo falleg á sunnudaginn, friðsæl og brosandi eins og þú varst alltaf. Með söknuði kveðjum við þig og rifjum upp nokkrar minningar. Þær eru ófáar minningarnar sem við eigum. Bæði úr Álfheimunum og Hraun- bænum. Hvort sem það var sjón- varpsáhorf, Húsið á sléttunni í hæg- indastólunum ykkar afa, hinir ýmsu leikir, spjall, eða dýrindis pönnsurn- ar þínar og brúna lagtertan, mmm. Ég (Helga Lóa) man sérstaklega eftir einu atviki: þegar ég var í pöss- un hjá ykkur og ég, eins og mér einni er lagið, var eitthvað að vesenast inni á baði. Var að skoða neyðar- bandið sem hékk í sturtuklefanum ykkar sem ég vissi vel að ég mátti ekki tosa í. Nú auðvitað varð ég að prufa að tosa í það og var fyrir vikið örlítið skömmuð. En fullvissaði þig, og sjálfa mig samt um að ég hefði gert það „óvart“. Ég man líka þegar þú gafst mér litla styttu sem þú hafðir tekið eftir að mér fannst flott og ég krotaði aftan á hana og skammaðist mín svo hrikalega fyrir það. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar og leika sér í hin- um ýmsu leikjum. Þið áttuð mikið af skemmtilegu og öðruvísi dóti til að leika sér með, margt sem hafði verið keypt í útlöndum. Mér (Maríu) fannst alltaf mikið sport að fara í flugfreyjuleik með flugfreyjuhattinn og veskið og bjóða heimilismönnum upp á kaffi eða te af flugfreyjubakkanum. Ætli þar hafi ekki kviknað einhver áhugi sem seinna varð til þess að flugfreyju- starfið varð að veruleika hjá mér. Amma átti líka óteljandi fallegar slæður í öllum litum og gerðum. Ég man eftir því að eitt sinn þegar ég hafði verið að leika mér við að gera mig fína með slæðunum leyfði amma mér að velja nokkrar til að eiga, meira að segja eina skreytta gylltum þráðum sem ég gat síðan farið að monta mig af við vinkon- urnar. Fótboltaspilið var líka alltaf mjög vinsælt og er það enn, núna er það bara geymt hjá mömmu og pabba og er dregið fram í hvert sinn sem litlir guttar og skvísur koma í heimsókn. Við vonum að þú hafir það gott þar sem þú ert núna, komin til afa. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens). Farðu í friði, amma okkar kær. María og Helga Lóa. Ég átti ekki von á því að þegar ég kvaddi mömmu laugardaginn 4. apr- íl sl., daginn áður en við Sjöfn fórum til útlanda í páskaferð, að þetta væri hinsta samverustund okkar. Viku síðar fengum við þær fréttir að mamma hefði látist laugardags- kvöld fyrir páska, hinn 11. apríl. Ég á margar minningar um mömmu . Ein sú fyrsta er þegar ég skrökvaði að mömmu í fyrsta og nokkurn veginn síðasta sinn. 6 ára gamall söng ég í barnakór séra Ár- elíusar, meira fyrir hvatningu mömmu. Einn dag sveikst ég þó undan þegar ég hitti Vidda vin minn sem var á leið í bófahasar. Með nag- andi samviskubit kom ég heim og mamma spurði hvernig hefði geng- ið: „Bara vel,“ skrökvaði ég. Líðanin versnaði og loks játaði ég. Mamma þakkaði mér fyrir síðbúna hrein- skilni, fyrirgaf ósannindin og losaði mig undan frekari kórþátttöku. Al- mættið refsaði mér svo síðar með því að láta sönghæfileikana hverfa með öllu á gelgjuskeiðinu. Heimilishaldið í Álfheimum 9 var hefðbundið, að öðru leyti en því að mamma var útivinnandi. Mamma og pabbi eignuðust 4 börn en frum- burður þeirra, sveinbarn, fæddist andvana. Eðlilega var það þeim mikil sorg. Þau ráku verslun í Laug- arnesinu um árabil. Verslunin var ekki stór og afkoman rýr og því var innkoman drýgð með pökkunar- störfum inni á heimilinu, s.s. smjör- pappírspökkun o.fl. Vinnudagurinn var langur og svo bættust við heim- ilisstörfin – sem pabbi slapp nokkuð létt frá. Reyndar stóð mamma oft vaktina ein í búðinni, ein því pabbi átti við veikindi að stríða á þessum árum. Aldrei heyrðist mamma þó kvarta enda með eindæmum skap- góð – sem kom sér vel við misgóðar aðstæður. Þannig man ég varla eftir að hún hafi nokkurn tíma skammað okkur af einhverri alvöru – fyrir ut- an kannski „Hættið þessu, krakkar. Þetta endar með ósköpum“ – þegar lætin voru að fara úr böndunum. Um miðjan áttunda áratuginn hættu mamma og pabbi verslunar- rekstrinum. Stórmarkaðir voru að ryðja sér til rúms og kaupmaðurinn á horninu lagði upp laupana. Mamma fór þá að vinna sem starfs- stúlka á Borgarspítalanum og síðar við afgreiðslu í Miklagarði. Þessi ár voru mömmu góð, vinnudagurinn styttri og árlegt sumarfrí var oft notað til ferðalaga erlendis. Fjár- hagslega höfðu þau það betra og ell- inni eyddu þau í þjónustuíbúð aldr- aðra í Hraunbæ – eða þar til mamma flutti á Hrafnistu fyrir nokkrum árum. Mömmu leið vel á Hrafnistu en með árunum fór heils- an að gefa sig. Alltaf var hún þó brosmild og jákvæð. Mamma var falleg og glæsileg kona. Hún hafði fallega rödd og var oft fengin til að lesa ljóð á kven- félagsfundum og sýna föt í fé- lagsmiðstöð eldri borgara. Hún var félagslynd, stundaði hreyfingu eins og sund og var dugleg að fara í gönguferðir. Aldrei man ég mömmu hallmæla neinni manneskju og hún tók ekki þátt í neikvæðum um- ræðum. Hún var stolt af okkur systkinunum og ekki síður öllum barnabörnunum sem henni þótti óskaplega vænt um. Kristján Gunnarsson. Meira: mbl.is/minningar Að vera tengdasonur Siggu Sím var tóm ánægja. Fyrstu kynni mín og Siggu voru árið 1972 þegar Valla dró mig inn í Laugarnesbúðina, benti á þessa glæsilegu konu og sagði: „þetta er mamma“. Og frá þeirri stundu batnaði það bara. Hún tók mig auðvitað föstum tök- um; þetta var eini tengdasonurinn þannig að hún hafði völdin. Hún þurfti að tryggja hagsmuni einka- dótturinnar og vaka yfir því að gikk- urinn úr vesturbænum væri kominn til að vera, væri til einhvers nýtur og dótturinni samboðinn. Og í þeirri vitleitni sinni gaf hún ekkert eftir, fórnaði öllu. Og svo fór sem fór er við Valla áttumst að við Sigga Sím urðum vinir. Ekki vinir eins og í yf- irborðskenndu glamri hvunndags- ins heldur raunverulegrar vináttu þeirra sem hafa ánægju af að hittast og eiga samleið. Og það versnaði ekki þegar fram liðu stundir og við fundum sameiginlegar rætur frá Bakkanum. Sigríður Símonardóttir var kona með reisn. Hún bar sig eins og drottning, var í fasi bæði gerðarleg og virðuleg og af henni geislaði hvar sem hún fór. Og hún brosti eins og fegurðardrottning, brosi sem fékk aðra til að fyllast vellíðan. Hún hafði karakter svo af bar. Daglangt stóð hún á vaktinni, af- greiddi vörur og tók pantanir, – tók á mót kúnnum með sín úrlausnar- efni öll, – fór heim að loknu dags- verki og stóð sína pligt. Og hún stóð sína pligt ! Hvernig sem blés var aldrei á henni bilbugur eða uppgjöf enda ekki hennar kar- akter. Hennar karakter bauð ekki upp á gervilausnir eða hálfkák, heldur að gera það sem gera þarf og gera það vel. Ekkert hálfkák og engin hálfunnin verk. Góða ferð, Sigga Sím, vonandi berum við gæfu til að feta í fótspor þín. Guðmundur Sveinn Sveinsson. Sigríður Símonardóttir ✝ Kæru vinir, við hugsum með þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju, samúð, kærleika og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, bróður og afa, HARÐAR EIRÍKSSONAR flugvélstjóra, Blönduhlíð 10, Reykjavík. Innilegar þakkir færum við starfsfólki á gjörgæsludeild og deild 12E á Landspítalanum við Hringbraut. Við biðjum guð að blessa ykkur og gleðja. Helga Steffensen, Björn Sverrir Harðarson, Helga Sigríður Harðardóttir Steffensen,Guðmundur E. Jónsson, Valdimar Harðarson Steffensen, Guðrún Ægisdóttir, Baldur Þórir Harðarson, Estíva Birna Björnsdóttir, Eiríkur Bjartmar Harðarson, bróðir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ODDSDÓTTIR, Ásvegi 31, Akureyri, sem andaðist laugardaginn 11. apríl, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. apríl kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Þroskahjálp á Norðurlandi eystra. Jón E. Aspar, Sigríður Oddný Jónsdóttir, Skúli Magnússon, Halldór Jónsson, Margrét Skúladóttir, Bragi Thoroddsen, Magnús Ágúst Skúlason, Emelía Valey Magnúsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA SIGURBJÖRNSDÓTTIR fyrrum bankafulltrúi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni laugardagsins 18. apríl. Útför hennar verður gerð frá Áskirkju föstudaginn 24. apríl kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kvenfélagið Hringinn. Björn Þorvaldsson, Kristbjörg Kjartansdóttir, Hrafnkell Þorvaldsson, Gréta Sigríður Haraldsdóttir, Erna Björnsdóttir, Þórarinn Bjarnason, Þorvaldur Björnsson, Elína Margrét Ingólfsdóttir, Helga Björnsdóttir, Rúnar Haukur Gunnarsson og langömmubörn. ✝ Móðir okkar, LAUFEY ÞÓRA VIGFÚSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, lést á heimili sínu laugardaginn 18. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Dætur hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÚLFAR STÍGUR HREIÐARSSON, Grísará 2, Eyjafjarðarsveit, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 17. apríl. Hildur Gísladóttir, Ragnheiður María Pétursdóttir, Katrín Úlfarsdóttir, Jóhann Ólafur Halldórsson, Hjördís Úlfarsdóttir, Fjóla Björk Jónsdóttir, Gísli Brjánn Úlfarsson Þorgerður Hauksdóttir, Úlfhildur Úlfarsdóttir, Baldvin Ingi Símonarson, afa- og langafabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.