Morgunblaðið - 21.04.2009, Síða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
567 567 !"#
$%&
%'&
(')
'
'
567 887
&(!$
!%(
('%
('"
'
'
9:;
<
*
=
$)(!
&#*)
%'#
%'+
'
'
>?@A
917
%++&
(()#
!'"
('&
'
'
5679#
567$
#"*
#("
!'*
('"
'
'
ÞETTA HELST ...
til þess að skuldabyrðin eykst að
öðru óbreyttu.
Hitt sambandið eru útgjöld og
tekjur ríkisins. Ef ríkisútgjöld eru
meiri en skatttekjur leiðir það einnig
til hækkunar hlutfalls skulda á móti
landsframleiðslu.
Aðhald í ríkisrekstri
Tóku þeir Guðmundur og Ólafur
saman opinber gögn um skulda- og
eignastöðu ríkissjóðs fyrir árin 2007,
2008 og janúarmánuð 2009. Voru er-
lendar skuldir uppfærðar miðað við
gengisvísitöluna eins og hún var í lok
mars í ár. Miðað við þessar upplýs-
ingar voru heildarskuldir ríkissjóðs
1.205,7 milljarðar króna en peninga-
legar eignir voru 959,4 milljarðar.
Nettóskuldir eru því um 246,3 millj-
arðar.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
VARHUGAVERT er að taka ein-
göngu tillit til höfuðstóls skulda,
þegar staða þjóðarbúsins er skoðuð.
Vaxtakjörin leika einnig meginhlut-
verk í þróun skuldabyrðar hins op-
inbera. Er þetta meðal þess sem
fram kemur í skýrslu, sem unnin var
af Guðmundi S. Guðmundssyni og
Ólafi Garðari Halldórssyni, nemum
við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Þegar horft sé til hlutfalls skulda
af landsframleiðslu séu einkum tvö
sambönd hagstærða, sem haft geta
áhrif á þetta hlutfall. Í fyrsta lagi eru
það vextir á skuldum í samanburði
við hagvöxt. Séu nafnvextir hærri en
hagvöxtur eru skuldir að vaxa hrað-
ar en landsframleiðsla og leiðir það
Í töflunni, sem hér fylgir, má sjá
með hve miklum afgangi þyrfti að
reka ríkissjóð, að gefnum meðal-
nafnvöxtum og hagvexti, til að halda
skuldum, sem hlutfalli af landsfram-
leiðslu óbreyttum. Er hér aðeins
miðað við gögn Hagstofu Íslands og
ekki tekið tillit til ábyrgða vegna Ice-
save-reikninga Landsbankans eða
lána frá IMF. Miðað við 6% nafn-
vexti og 2% hagvöxt þyrfti að reka
ríkissjóð með ríflega 48 milljarða
króna afgangi til að viðhalda hlutfalli
skulda og landsframleiðslu.
Til samanburðar má nefna að
nafnvextir á ríkisskuldabréfum eru
nú á bilinu 7-13,5%, en vissulega
bera ekki allar skuldir ríkissjóðs svo
háa vexti. Þá gera spár ráð fyrir
samdrætti í landsframleiðslu á þessu
ári og jafnvel á því næsta.
Vextir leika meginhlutverk
Nettóskuldir hins opinbera fyrir mars 2009 eru um 323,5 milljarðar króna
Vaxtakjör, hagvöxtur og rekstur ríkissjóðs hafa hins vegar mikið að segja
!
! > !'
!'
('
('
#'
#'
)'
)'
&*'
&*'
<
!B
/
B
1!
C
*'
!'
*'
!'
*'
!'
*'
!'
*'
!'
4 4 ● Ekki er ljóst hvort Straumur yfirtekur
enska knattspyrnufélagið West Ham
United. Fullyrt var í breska dagblaðinu
Daily Telegraph að Straumur, sem nú
er undir stjórn skilanefndar eftir að
FME tók yfir vald hluthafafundar bank-
ans, yrði stærsti eigandi West Ham
með 75% hlut. Straumur er stærsti
kröfuhafi Hansa, sem er eignarhalds-
félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar
og heldur utan um eignarhlutinn í West
Ham. Samkvæmt Telegraph er gert ráð
fyrir að endanlegt samkomulag um
málið geti náðst innan þriggja vikna og
þá muni Björgólfur víkja til hliðar sem
stjórnarformaður West Ham. Hann
muni ekki fá neitt greitt en hugs-
anlega fá hlut af söluverði félagsins tak-
ist að selja það. Einn heimildamanna
BBC segir að yfirtaka Straums á West
Ham sé einn af þeim möguleikum sem
séu í stöðunni en ekkert sé víst í þeim
efnum. thorbjorn@mbl.is
Óvíst með West Ham
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
VIÐ fall viðskiptabankanna þriggja,
Glitnis, Landsbankans og Kaup-
þings, í byrjun október sl. varð
markaður með fyrirtækjaskuldabréf
óvirkur og verðmyndun engin. Af
því leiddi að lokað var fyrir inn-
lausnir í öllum peningamark-
aðssjóðum, blönduðum skuldabréfa-
sjóðum og
fyrirtækjaskuldabréfasjóðum.
Í ljósi þessa ákvað stjórn MP
Sjóða að slíta fyrirtækjaskulda-
bréfasjóði MP í samræmi við reglur
sjóðsins. Fyrsta greiðsla úr sjóðnum
hefur nú farið fram og nemur
greiðslan 61% af markaðsvirði hans
við lokun hinn 6. október sl. „Ef við
berum þetta saman við niðurstöður
annarra sjóða sem fjárfestu í fyr-
irtækjaskuldabréfum er þetta mjög
góð niðurstaða,“ segir Sigurbjörn
Einarsson, framkvæmdastjóri MP
Sjóða hf. Um er að ræða fyrstu
greiðslu af mörgum úr sjóðnum.
„Síðan verður áfram greitt til við-
skiptavina eftir því sem sjóðurinn
innheimtir sínar eignir,“ segir Sig-
urbjörn. Hann segir að 25% af eign-
um sjóðsins geti lent í vanskilum.
Sjóðurinn muni mögulega þurfa að
afskrifa þessi 25% að hluta til eða að
öllu leyti, að sögn Sigurbjörns.
61% útgreiðsla
hjá MP Sjóðum
Fyrsta greiðsla úr
fyrirtækjaskulda-
bréfasjóði MP
Útgreiðsla Styrmi
r Bragason, forstjóri MP banka.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
Á HLUTHAFAFUNDI Teymis í
gærmorgun var samþykkt að færa allt
hlutafé félagsins niður í 0 kr. Þá var
samþykkt að hækka það um kr.
4.000.000. Endi ehf. og Botn ehf. skrif-
uðu sig fyrir allri hlutafjárhækkuninni.
Endi ehf. og Botn ehf. eru einka-
hlutafélög í eigu Fulltingis lög-
fræðiþjónustu, en Kristinn Hall-
grímsson er meðal eigenda stofunnar.
„Menn vildu sýna það með táknrænum
hætti að búið væri að afskrifa hlutafé
fyrri eigenda til fulls. Síðan þarf að
auka hlutafé að nýju og lögum sam-
kvæmt þarf það að vera vera fjórar
milljónir króna að lágmarki,“ segir
Kristinn. Hann segir að verið að sé að
tryggja að á meðan Teymi sigli í gegn-
um skulda- og uppgjörsferli sé félagið
með lágmarkshlutafé. Kristinn skipar
jafnframt nýja stjórn Teymis ásamt
þeim Lúðvíki Erni Steinarssyni og
Gunnari Þór Ásgeirssyni. Beiðni um
nauðasamningsumleitanir verður lögð
fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Að sögn Kristins mun liggja fyrir
hvort nauðasamningur verði sam-
þykktur í byrjun júní. Ef það gengur
eftir verður núverandi hlutafé, fjórar
milljónir króna, einnig fært niður. Að
svo búnu verður skuldum breytt í
hlutafé og kröfuhafar félagsins taka
formlega við sem eigendur. Verður
það líklega í lok sumars, að sögn Krist-
ins. Landsbankinn er stærsti kröfuhafi
Teymis og mun eignast 57% hlut í fé-
laginu.
Teymi á m.a Vodafone og stóran
hlut í Tali. Íslenska ríkið verður því í
kjölfarið umsvifamikið á íslenskum
fjarskiptamarkaði.
Kröfuhafar eignast
Teymi í lok sumars
● Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, hef-
ur í gegnum tíðina verið gagnrýndur
fyrir að leggja ríkjum, sem hann veitir
aðstoð, línurnar um hvernig þau eigi að
haga sínum fjármálum. Nú hafa margir
hins vegar áhyggjur af því að sjóðurinn
sé of linur við þær ríkisstjórnir, sem
hann lánar fé. Hefur IMF lánað meira en
7.000 milljarða króna til fjölda ríkja á
síðustu mánuðum. Í frétt Bloomberg er
haft eftir talsmanni Royal Bank of Scot-
land að án slíkra skilyrða muni ríkin
ekki taka til í opinberum fjármálum sín-
um, en það muni fæla frá fjárfesta og
hægja á bata. Meðal ríkja, sem eru talin
í mikilli hættu, eru Ungverjaland og
Lettland. Ekki eru þó allir sammála um
að IMF sé of linur, enda krafðist hann
vaxtahækkunar á Íslandi.
bjarni@mbl.is
IMF sagður of linur við
lántakendur sína
● Margeir Pétursson, Sigfús Ingimund-
arson og Sigurður Gísli Pálmason,
stjórnarmenn í MP banka, segja í yfirlýs-
ingu að afskiptum þeirra af eignarhalds-
félaginu Exeter Holdings hafi lokið fyrir
þremur árum.
Ríkissjónvarpið birti í síðustu viku
frétt um að þeir væru tengdir félaginu.
Exeter Holdings hefur verið í fréttunum
vegna láns upp á rúmlega 1,1 milljarð
króna sem félagið fékk hjá Byr í desem-
ber til þess að kaupa stofnfjárbréf í
sparisjóðnum. Seljandi bréfanna var MP
banki, en bréfin hafði bankinn fengið
m.a. í veðkalli á eignarhaldsfélagið Húna-
horn. Það félag er í eigu nokkurra stjórn-
enda Byrs. MP banki hafði áður fjár-
magnað stofnfjáraukningu Húnahorns
hjá Byr.
„Enn einu sinni verður einnig að árétta
að hafi stofnfjáreigendur í Byr sparisjóði
eitthvað að athuga við lánveitingar Byrs
verða þeir að eiga það við stjórn Byrs,“
segir í yfirlýsingu frá þremenningunum.
Þeir segja jafnframt að þeir hafi verið
tengdir Heilsusjóðnum ehf. frá stofnun
en það félag hafi verið selt árið 2006 og
eigandi þess hafi breytt nafninu í Exeter
Holdings. Stjórnarmennirnir segjast ekki
hafa haft tengsl við félagið né borið á því
nokkra ábyrgð síðan eigendaskiptin fóru
fram. Þess ber að geta að eigandi Exeter
Holdings er Ágúst Sindri Karlsson lög-
maður, en hann sat í stjórn MP banka
þangað til á síðasta ári. Hann var jafn-
framt einn af stofnendum MP verðbréfa
árið 1999. thorbjorn@mbl.is
Engin tengsl við Exeter
Holdings síðan 2006
Morgunblaðið/Golli
Gagnrýni Stjórn Byrs var gagnrýnd
harkalega á sérstökum fundi um
málefni Byrs fyrir páskana.
UPPLÝSINGAR skilanefndar Her-
itable Bank, dótturfélags Lands-
bankans, sem kynntar voru fyrir
helgi, um að sparifjáreigendur í
Bretlandi myndu fá að minnsta kosti
70% af innistæðum sínum greidd,
þykja hafa komið nokkuð á óvart,
samkvæmt breskum vefmiðlum.
Í frétt BBC-fréttastofunnar í gær
segir að breskar sveitarstjórnir, sem
áttu innistæður í íslensku bönkunum
þegar þeir hrundu í októbermánuði
síðastliðnum, muni hugsanlega fá
megnið af innistæðum sínum til
baka. Á vefmiðlinum TimesOnline
segir að tilkynning skilanefndar
Heritable Bank, endurskoðunarfyr-
irtækisins Ernst & Young, um að
minnsta kosti 70% endurheimtur á
innistæðum sveitarfélaga hjá bank-
anum, hafi verið óvæntar og góðar
fréttir. Þau 123 sveitarfélög sem áttu
yfir 920 milljónir punda í innlánum
hjá Landsbanka, Glitni og Kaup-
þingi hefðu til þessa ekki gert ráð
fyrir að fá mikið af þeim til baka. Nú
horfi mál öðruvísi við og vonir hafi
glæðst meðal sveitarstjórnarmanna
um góður heimtur á innistæðum
sveitarfélaganna hjá íslensku bönk-
unum.
TimesOnline segir að von sé á
skýrslu Ernst & Young, sem fer nú
með stjórn Singer & Friedlander
bankans, dótturfélags Kaupþings á
eyjunni Mön. gretar@mbl.is
Óvænt fyrir
sveitarstjórnir