Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Vændi erógeðfellduratvinnuveg-
ur og hefur sem
betur fer aldrei
náð fótfestu á Ís-
landi á borð við það
sem gerist víða
annars staðar í heiminum.
Hugmyndir um að vændi sé
eins og hver önnur atvinnu-
grein, sem konur velji sér af
fúsum og frjálsum vilja, eru
einhver mesta bábilja okkar
tíma. Tilraunir til að gæða
vændi rómantík gegna ef til vill
því hlutverki að bera smyrsl á
sálarlíf þess, sem kaupir kynlíf,
en eiga ekkert skylt við raun-
veruleikann. Reyndin er sú að
flestar vændiskonur þrá það
heitast að losna.
Eitt af síðustu verkum
þingsins áður en störfum þess
lauk á föstudag var að sam-
þykkja frumvarp þar sem
kveðið er á um að kaupandi
kynlífs geti átt yfir höfði sér
sektir eða allt að eins árs fang-
elsi. Fyrir þremur árum var
refsiákvæði, sem beindist gegn
vændiskonum, numið úr lögum.
Með lögunum er farin sú leið,
sem ákveðið var að fara í Sví-
þjóð árið 1999 og hefur þegar
haft þau áhrif að dregið hefur
verulega úr vændi og mansali
þar í landi.
Ýmsum rökum hefur verið
beitt gegn sænsku leiðinni.
Spurt hefur verið hvort refsing
sé heppileg leið til
að leysa fé-
lagslegan vanda.
Ef svarið við því er
nei er nálgun þjóð-
félagsins til glæpa
á alvarlegum villi-
götum því að flestir
glæpir eiga sér félagslegar
rætur, hvort sem það er heim-
ilisofbeldi eða innbrot, svo eitt-
hvað sé nefnt. Fælingarmáttur
sænsku leiðarinnar virðist vera
ótvíræður. Karlar þora mun
síður að kaupa sér vændi ef
hætt er við að það komi í ljós á
opinberum vettvangi. Sam-
kvæmt sænsku lögreglunni
voru 2007 á milli 105 og 130
vændiskonur að störfum í
Stokkhólmi á götunni og á net-
inu, en 5.000 vændiskonur í
Ósló. Í fyrra ákváðu Norðmenn
að fara sænsku leiðina og
banna kaup á vændi.
Leið Svíanna hefur ekki ver-
ið án áfalla. Vændi færðist und-
ir yfirborðið og ofbeldi á hend-
ur vændiskonum færðist til
dæmis í aukana og greinilegt
var að lögunum var ekki fylgt
eftir með tilhlýðilegum stuðn-
ingi við vændiskonur. Úr því
hefur síðan verið bætt. Nú er
svo komið að stuðningur við
bannið nemur 80 af hundraði.
Það var rétt að gera kaup á
vændi refsiverð. Það eru engar
hamingjusamar vændiskonur
og vændi er ekki venjuleg at-
vinnugrein.
Það eru engar ham-
ingjusamar vænd-
iskonur og vændi er
ekki venjuleg at-
vinnugrein}
Kaup á vændi refsiverð
Löggæsla vannenn einn
stórsigurinn á
fíkniefnasmygl-
urum um helgina,
þegar upp komst um smygl á
rúmlega 100 kílóum af fíkni-
efnum til landsins. Þrír
menn voru handteknir eftir
að fíkniefnin voru komin á
land og félagar þeirra þrír
um borð í skútu, sem komin
var langleiðina til Færeyja
þegar tókst að stöðva för
hennar.
Fíkniefnalögreglan hefur
farið mikinn undanfarnar
vikur og upprætt ræktun á
kannabisplöntum í þús-
undatali. Framtakssamir
fíkniefnasalar höfðu greini-
lega ætlað að maka krókinn
með framleiðslunni, en lög-
reglan sá við þeim.
Um leið og lögreglan berst
við innlenda framleiðslu þarf
að sjá við þeim sem reyna að
smygla efnum til landsins,
eins og í nýja skútumálinu.
Það mál leiðir óhjákvæmi-
lega hugann að svokölluðu
Pólstjörnumáli haustið 2007,
þegar tugum kílóa af amfeta-
míni og e-pilludufti var
smyglað til landsins með
annarri skútu. Í
því máli leiddu
samhæfðar að-
gerðir lögreglu-
embætta víða um
Evrópu, undir stjórn ís-
lensku fíkniefnalögregl-
unnar, til farsællar nið-
urstöðu.
Í kjölfar Pólstjörnumáls-
ins hækkaði verð á amfeta-
míni og e-pillum nokkuð hér
á landi, svo ljóst var að lög-
reglan hafði gert töluvert
strandhögg hjá fíkniefnasöl-
um. Fastlega má reikna með
að hið sama verði uppi á ten-
ingnum núna, þegar dreifing
rúmlega 100 kílóa á markað
er stöðvuð.
Fíkniefnasmyglarar sýna
hugmyndaauðgi við iðju sína
og eflaust halda þeir því
áfram. Lögreglan hefur hins
vegar eflst við hverja raun
og sýnir mikla fagmennsku
við rannsókn flókinna mála,
sem teygja anga sína víða
um lönd. Í nýja skútumálinu,
rétt eins og Pólstjörnumál-
inu, lagði Landhelgisgæslan
lögreglunni lið og dönsk yf-
irvöld létu ekki sitt eftir
liggja. Þetta samhæfða átak
er til mikillar fyrirmyndar.
Lögreglan hefur
eflst við hverja raun}Enn einn sigur löggæslu
É
g verð að viðurkenna að ég missi
ekki svefn yfir afleitri stöðu
Sjálfstæðisflokksins fyrir þessar
kosningar. Það felast ákveðin
tækifæri til sóknar í stöðunni. Til
þess þurfa forystumenn flokksins að hugsa
fram á veginn.
Engan þarf að undra að fylgi við Sjálfstæð-
isflokkinn dróst saman eftir efnahagshrunið í
október síðastliðinn. Auðvitað er stjórn-
málaflokkur, sem hefur stjórnað landinu í átján
ár, dreginn til ábyrgðar. Annað væri eitthvað
skrítið þótt einhverjum kunni að þykja það
ósanngjarnt.
Fólk er ekki mikið að setja hluti í alþjóðlegt
samhengi þegar kaupmáttur þess hrynur og
óttinn við atvinnumissi eykst. Skuldir heimila hækka,
verðmæti eigna rýrnar og ráðstöfunartekjur lækka.
Ástandið á eftir að versna áður en það batnar.
Raunverulegar líkur eru á að vinstri flokkarnir geti
myndað ríkisstjórn eftir laugardaginn. Það er ekki óal-
gengt að popúlískar stjórnir taki við stjórnartaumum ríkja
sem lent hafa illa í efnahagskreppu.
Vandamálið er bara að þeim tekst sjaldan að vinna fram
úr þeim erfiðu vandamálum sem blasa við. Hver hefur til
dæmis trú á því að Samfylking og Vinstri grænir geti unn-
ið sig út úr þeim fjárlagahalla sem blasir við á næstu
tveimur árum? Engar raunhæfar tillögur hafa komið fram
um ríkisfjármálin í þessari kosningabaráttu, sem er þó eitt
stærsta kosningamálið.
Það er auðvitað miður að almenningur fær ekki skýrari
valkosti í þessum alþingiskosningum. Eft-
irgjöfin mun bitna á lífsgæðum fólks í framtíð-
inni. Þá verða þingmenn Sjálfstæðisflokksins
að taka upp öfluga stjórnarandstöðu á Alþingi.
Þeir verða að taka að sér það hlutverk að segja
fólki sannleikann um stöðuna og til hvaða að-
gerða ríkið verður að grípa. Vinsældaleikurinn
er á enda.
Margir hafa boðað að Sjálfstæðisflokkurinn
eigi að sækja fylgi sitt á miðjuna. Sá tími er lið-
inn. Flokkurinn á að fara í allsherjarend-
urskoðun á þeim grundvallargildum sem
stefna hans byggist á. Framtíðarmálflutningur
kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins verður
að byggjast á traustari hugmyndafræðilegum
grunni. Aðeins þannig tekst að skapa það
traust sem nauðsynlegt er til að fylkja fólki um erfiðar
ákvarðanir.
Það er líka eftirspurn eftir róttækum skoðunum.
Hvernig má annars skýra mikla fylgissveiflu ungs fólks
frá Sjálfstæðisflokknum til Vinstri grænna? Leiðarljós
hugmyndanna – hvert við viljum stefna – er sá áttaviti
sem fólkið þarf. Sjálfstæðismenn hafa verið of uppteknir
af því að búa til fjöldaflokk. Niðurstaðan er samsuða af
stefnumálum sem á að sætta sem ólíkust sjónarmið. Í slík-
um flokki fá sérhagsmunirnir of mikið vægi.
Þetta er ekki auðvelt verkefni í þágu þjóðarinnar. Að-
stæður nú skapa hins vegar svigrúm til að treysta hug-
myndafræðilegan grundvöll fyrir nýja framtíð. Á þeim
grunni kemst Sjálfstæðisflokkurinn aftur í ríkisstjórn.
bjorgvin@mbl.is
Björgvin
Guðmundsson
Pistill
Sóknarfæri í stjórnarandstöðu
Fleiri munu skila
auðu og strika yfir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
M
iklar líkur eru taldar á
að fleiri kjósendur en
áður lýsi með ein-
hverjum hætti
óánægju sinni með
stjórnmálaflokka og -menn í þingkosn-
ingunum á laugardaginn. Til þess hafa
kjósendur ýmsar leiðir. Þá fyrstu að
mæta einfaldlega ekki á kjörstað og
neyta þar með ekki atkvæðisréttar
síns. Í öðru lagi er hægt að skila auð-
um atkvæðaseðli eða ógilda hann á ein-
hvern annan hátt og í þriðja lagi er
hægt að strika yfir nöfn frambjóðenda
á þeim lista sem viðkomandi kjósandi
kýs, eða breyta röð frambjóðenda.
Kjósendur á kjörskrá eru að þessu
sinni nærri 228 þúsund talsins. Hefur
þeim fjölgað um 3% frá þingkosning-
unum í maí 2007. Þá var ríflega 221
þúsund manns á kjörskrá og á kjörstað
mættu rétt rúmlega 185 þúsund, eða
83,6%. Er það lélegasta kjörsókn frá
stofnun lýðveldisins. Fyrir tveimur ár-
um var hlutfall auðra seðla 1,4% af
greiddum atkvæðum og 1% árið 2003.
Ógildir seðlar voru hvorum tveggja
kosningum aðeins 0,2%.
Einar Mar Þórðarson stjórnmála-
fræðingur bendir á að í könnunum
Gallup að undanförnu hafi um 12% að-
spurðra sagst ætla að skila auðu á
kjörstað. Það sé óvenjuhátt hlutfall
miðað við síðustu kosningar og erfitt
að ráða í hver raunin verði í kjörklef-
anum. Einar Mar telur engu að síður
miklar líkur á að fleiri kjósendur muni
skila auðu en áður. „Það eru ákveðin
skilaboð fólgin í því að mæta á kjörstað
og skila auðu, það eru sterkari skilaboð
en að sitja heima og kjósa ekki,“ segir
Einar og telur jafnframt að meira
verði um útstrikanir og breytingu á
röð frambjóðenda, einkum vegna mik-
illar umræðu um persónukjör.
Fordæmi fyrir útstrikunum
Töluvert var um útstrikanir á listum
í síðustu þingkosningum, einkum
tveggja frambjóðenda Sjálfstæð-
isflokksins, Björns Bjarnasonar í
Reykjavíkurkjördæmi suður og Árna
Johnsens í Suðurkjördæmi. Færðust
þeir Árni og Björn niður um sæti en
21,4% kjósenda Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi strikuðu yfir nafn
Árna og 18,1% kjósenda flokksins í
Reykjavík strikuðu yfir nafn Björns.
Nokkrar breytingar voru gerðar á
reglum um útstrikanir við samþykkt
laga um alþingiskosningar árið 2000.
Tekin var aftur upp svonefnd Borda-
regla en hún var notuð í ýmsum út-
gáfum hér á landi til ársins 1987. Tak-
markanir eru settar á beitingu regl-
unnar, m.a. að útstrikanir taka aðeins
til sæta kjördæmakjörinna aðalmanna
og varamanna þeirra. Þar sem kosnir
eru t.d. tveir menn og því fjórum
mönnum listans reiknuð atkvæði þurfa
a.m.k. 20% kjósenda listans að strika
út 2. mann listans til þess að fella hann
úr aðalmannssæti í varamannssæti ef
engar aðrar breytingar eru gerðar.
Ástráður Haraldsson, formaður
landskjörstjórnar, segir að þeim til-
mælum hafi nýlega verið beint til yf-
irkjörstjórna að við frásögn af at-
kvæðagreiðslu nk. laugardag yrðu
auðir seðlar tilgreindir sérstaklega.
Þetta hafi verið gert vegna umræðu
um að líkur séu á mörgum auðum seðl-
um að þessu sinni.
Hann segir kosningalögin sem slík
ekki segja til um flokkun atkvæða, að
öðru leyti en því að auðir seðlar eru
skilgreindir sem ógild atkvæði. Bendir
Ástráður á að í skýrslum Hagstofu að
loknum kosningum hafi verið gerður
munur á auðum og ógildum atkvæð-
um.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Talning Kjörkössum safnað í Ráðhúsið í síðustu þingkosningum en talning
gæti orðið tafsöm á laugardaginn, m.a. vegna breytinga á röð frambjóðenda.
Í 100. grein laga um kosningar til
Alþingis, nr. 24/2000, segir:
„Atkvæði skal meta ógilt:
a. ef kjörseðill er auður,
b. ef ekki verður séð við hvern
lista er merkt eða ef ekki verður
séð með vissu hvort það sem stend-
ur á utankjörfundarseðli getur átt
við nokkurn af listum sem í kjöri
eru,
c. ef merkt er við fleiri listabók-
stafi en einn eða tölumerkt nöfn á
fleiri listum en einum eða skrifaðir
fleiri en einn listabókstafur á utan-
kjörfundarseðil,
d. ef áletrun er á kjörseðli fram
yfir það sem fyrir er mælt eða ann-
arleg merki sem ætla má að sett séu
af ásettu ráði til að gera seðilinn
auðkennilegan,
e. ef í umslagi með utankjörfund-
arseðli er annað eða meira en einn
kjörseðill,
f. ef kjörseðill er annar en kjör-
stjórn eða kjörstjóri hefur löglega
afhent.“
HVAÐ SEGJA
LÖGIN?
››