Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 20
Utankjörstaðaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
GÖNGUM HREINT TIL VERKS
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna
25. apríl nk. er hafin.
Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Í Reykjavík er kosið
í anddyri Laugardalshallarinnar alla daga kl. 10.00 - 22.00.
Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum ræðis-
mönnum. Upplýsingar um kjörstaði erlendis má finna á xd.is.
Einnig er kosið á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum
skv. sérstökum auglýsingum þar um.
Munið að hafa skilríki meðferðis.
Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við
kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar
á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is og á upplýsingavef
dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is.
Sjálfstæðisfólk!
Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima
á kjördag, t.d. námsfólk erlendis.
Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík
Sími: 515 1735 - Fax: 515 1717 - GSM: 898-1720
Netfang: utankjorstada@xd.is
20 UmræðanKOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
KJÓSENDUR Sjálfstæðisflokksins geta
treyst því að stjórn landsins verður í traust-
um höndum ef Sjálfstæðisflokkurinn vinnur
sigur í komandi koningum.
Sjálfstæðisflokkurinn er eina aflið í landinu
sem treystandi er til að koma málunum í lag
eftir kosningarnar. Tillögur okkar í efnahags-
málum eru raunhæfar. Hér eru til dæmis
tvær leiðir sem varða atvinnulífið og heimilin:
Leið 1. Sjálfstæðismenn vilja viðreisn at-
vinnulífsins: „Það er nauðsynlegt að nýta auð-
lindir Íslands með skynsamlegum hætti til að
búa til störf og verðmæti. Sjálfstæðisflokkurinn styður
áform um álver á Helguvík og Bakka en áætlað er að um
sex þúsund störf verði til við þær framkvæmdir. Því má
ekki heldur gleyma að fjölmörg afleidd störf og ný fyr-
irtæki verða til þegar ráðist er í slíkar framkvæmdir.
Ráðast verður í mannaflsfrekar framkvæmdir og að
skapa hagstæð skilyrði fyrir rannsóknir og þróun og
leggja þannig grunninn að nýjum störfum. Það er hins
vegar stórhættulegt að ætla að leggja nýjar álögur á at-
vinnulífið og heimilin. Þannig eyðum við störfum í stað
þess að fjölga vinnandi höndum og þar með þeim sem
greiða skatta.
2. Sjálfstæðismenn vilja lækka afborganir
af húsnæðislánum um 50% í þrjú ár.
„Sjálfstæðisflokkurinn vill koma til móts við
þá sem eiga í erfiðleikum með húsnæðislán
með því að lækka mánaðarlega greiðslubyrði
um 50% í nokkur ár og þá þannig að lánstím-
inn verði lengdur á móti.
Með því má tryggja að heimilin komist yfir
erfiðasta hjallann í núverandi ástandi. Lækk-
un greiðslubyrði gefur þeim sem verða fyrir
tekjumissi og/eða atvinnumissi færi til að
vinna úr erfiðleikum á lengri tíma. Þeir sem
nýta sér þennan kost hefðu til dæmis meira
svigrúm til að takast á við skuldbindingar sem
eru til skemmri tíma s.s. neyslulán og bílalán. Þessi leið
er sanngjörn gagnvart öllum og kostnaður skattgreið-
enda óverulegur enda er ekki verið að fella niður neinar
skuldir“.
Þessar hugmyndir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er
með skýrar hugmyndir.
Sjálfstæðismenn, hvetjum alla til að hjálpa til við að
koma á góðri stjórn í landinu, með atkvæði þínu merkt
XD tekst það.
Kjósendur geta treyst Sjálfstæðisflokknum
Eftir Pjetur Stefánsson
Pjetur
Stefánsson
Höfundur er myndlistarmaður og á 10. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
MEÐ vistvænni fiskveiðistjórnun má efla
atvinnustig, hlífa sjávarbotni og spara dýr-
mætan gjaldeyri sem í dag er sólundað í olíu-
innkaup fyrir orkufrekan stórskipaflota. Með
aukinni sókn smábáta með kyrrstæð veið-
arfæri, línu, færi og net, samhliða aukinni
fullvinnslu afurða, er hægt að skapa hundruð
starfa í byggðum landsins. Ákvörðun um að
skerða aðgengi þungra veiðarfæra að
grunninu myndi nýtast langt inn í framtíðina
bæði okkur og komandi kynslóðum til góða.
Veiðistjórnun sem miðar að þessu er líkleg til þess að
leiða af sér sjálfbæran útveg sem gefur góðan afla án
þess að ganga á stofnana og skerða skilyrði þeirra.
Auðlind þjóðarinnar
Frá því kvótakerfinu var komið á hafa aflaheimild-
irnar færst á æ færri hendur með tilheyrandi byggð-
aröskun. Koma þarf á réttlátara kerfi þar sem þjóðin öll
nýtur auðlindanna. Stjórnvöld hafa setið aðgerðarlaus
undir áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna
sem finnur að núverandi kerfi þar sem framseljanleg og
veðsetjanleg réttindi fela í sér mismunun.
Kerfi sem býður upp á það að handhafar afla-
heimilda selji kvótann úr byggðarlaginu er
kerfi sem ekki er búandi við. VG vilja nýta
þau tækifæri sem gefast til þess að ná auð-
lindum hafsins aftur til þjóðarinnar og að
sama skapi vill flokkurinn tryggja að auðlind-
um landsins, s.s. jarðhita og fallvötnum, verði
ráðstafað af hófsemi með hagsmuni þjóð-
arinnar að leiðarljósi. Rétt þjóðarinnar til
auðlinda sinna þarf að binda í stjórnarskrá.
Aflaheimildir verða ekki innkallaðar með
offorsi og hasti heldur með hófsömum hætti í
samráði við aðila innan greinarinnar. VG hafa sett fram
tillögu um 20 ára innköllunartíma með innbyggðri aðlög-
un fyrir núverandi handhafa. Við endurúthlutun yrði 1/3
ráðstafað til sveitarfélaga, 1/3 færi á opinberan leigu-
markað og 1/3 yrði boðin þeim sem innkallað hefði verið
frá á grundvelli afnotasamnings. VG eru þó reiðubúin til
þess að skoða aðrar leiðir sem leiða til réttlátari skipt-
ingu auðlindarinnar þjóðinni til heilla. Réttlæti er lyk-
ilorðið.
Sjálfbæran sjávarútveg
Eftir Berg Sigurðsson
Bergur Sigurðsson
Höfundur skipar 4. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
ÉG SAT eins og margir Íslendingar og
horfði á ávarp þáverandi forsætisráðherra,
Geirs H. Haarde, klukkan fjögur þann sjötta
október 2008. Þá talaði Geir, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, um mögulegt gjaldþrot
þjóðarinnar, neyðarlögin og bað Guð að
blessa Ísland. Þetta var í raun fyrsta minn-
ingargreinin um nýfrjálshyggjuna sem hafði
ráðið ferðinni á Íslandi síðustu árin undir
stjórn Sjálfstæðisflokksins: Stefnuna sem
hafði hossað þeim fáu ríku á kostnað hinna
mörgu. Niðurstaðan er verri en flestir höfðu
séð fyrir. Og nú þurfum við að taka höndum saman og
taka til.
Eftirlitsleysi er ábyrgðarleysi
Við í Vinstri-grænum höfðum gagnrýnt þá stefnu sem
hafði verið ríkjandi í samfélaginu. Við höfðum gagnrýnt
þessa gríðarlegu áherslu á eftirlitsleysi með viðskipta- og
efnahagslífi sem við töldum vera ábyrgðarleysi stjórn-
valda. Frelsið sem nýfrjálshyggjumennirnir boðuðu var
nefnilega ekkert frelsi, það var eftirlitsleysi, það var
draumur um frumskógarlögmál. Við í Vinstri-grænum
vorum harðlega gagnrýnd fyrir að gagnrýna.
Það er nauðsynlegt að rifja aðeins upp söguna því að í
þessari kosningabaráttu eru það hagsmunir margra að
muna ekki, í þessari kosningabaráttu eru það hagsmunir
margra að gleyma og tala ekki um þær aðstæður sem við
búum við. Íslenska þjóðin hefur öll þurft að gangast í
ábyrgðir, fjárhagslega og siðferðilega, fyrir þá sem fyrri
ríkisstjórnir létu valsa óáreitta um samfélagið og tína út
það sem þeim þótti verðmætt.
Við þetta búum við. Og kosningarnar á laugardag snú-
ast um leiðina frá þessum siðferðilega og fjárhagslega
núllpunkti.
Lýðræðislegt norrænt velferðarsamfélag
Hvert viljum við stefna? Við í Vinstri-grænum teljum að
takmarkið um réttlátt og gott samfélag náist ekki nema
með því að lýðræðið verði tryggt í sessi. Þess vegna höfum
við barist fyrir því að inni í stjórnarskrá sé ákvæði um að
ákveðinn hluti þjóðarinnar geti farið fram á þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Þessu hafa sjálfstæðismenn sett sig
upp á móti. Það kemur mér svo sem ekki á óvart eftir að
hafa fylgst með störfum þeirra síðustu árin. Óhugnanleg-
asta birtingarmynd þessa einkalýðræðis sjálfstæðismanna
er þegar þeir í bakherbergjum gerðu Íslend-
inga að þátttakendum í stríðinu í Írak. Þessu
mótmælti þjóðin en talaði fyrir daufum eyr-
um þáverandi stjórnvalda.
Hvert viljum við stefna? Við í Vinstri-
grænum viljum horfa til vinaþjóða okkar, vel-
ferðar- og lýðræðisþjóðanna á Norð-
urlöndum. Við viljum stefna í átt að sjálfbæru
samfélagi þar sem einstaklingurinn og vel-
ferð hans fer saman við hagsmuni heildar-
innar. Það verður til dæmis gert með því að
jafna byrðarnar þannig að þeir sem mest
hafa gefi meira til samfélagsins. Við höfum
lagt til hóflegan og sanngjarnan hátekjuskatt
á hæstu tekjur þar sem lágtekjufólki og millitekjufólki er
alveg hlíft, ásamt breytingu á fjármagnstekjuskatti sem
gagnast smásparendum en aflar meiri tekna af mjög
háum fjármagnstekjum á borð við stórfellda hlutabréfa-
sölu. Þessar breytingar eru einfaldlega nauðsynlegar til
að skapa hér norrænt velferðarsamfélag, enda eru skatt-
kerfi annarra ríkja á Norðurlöndum einmitt af þessum
toga. En það er líka sanngirnismál að fjármagnseigendur
borgi ekki 10% skatt en venjulegir launþegar tæp 40%.
Hvert viljum við stefna? Um allan heim er fólk að vakna
til vitundar um náttúruvernd og ábyrgð þeirrar kynslóðar
sem nú fer með völd í heiminum. Um allan heim er fólk að
átta sig á nauðsyn þess að reka sjálfbæra efnahags-
stjórnun sem stjórnast ekki af skyndigróða heldur stöð-
ugleika, fjölbreyttri atvinnustarfsemi en ekki einhæfum
risalausnum. Um allan heim er fólk að vakna til vitundar
um að traustir samfélagsinnviðir eru nauðsynleg und-
irstaða fyrir réttlátt jafnaðarsamfélag. Sú stjórn-
málahreyfing sem ekki hefur sjálfbæra þróun að leið-
arljósi er óábyrg stjórnmálahreyfing.
Framtíðin er næst á dagskrá
Kosningarnar á laugardag eru þær mikilvægustu í lang-
an tíma. Þá tökum við ákvörðun um það hvaða leið við vilj-
um fara frá núllpunktinum. Að mati okkar í Vinstri-
grænum er eina færa leiðin sú að gera þetta saman. Að við
berum byrðarnar saman og njótum ávaxtanna saman. Við
þurfum að byggja upp réttlátt samfélag þar sem ein-
staklingurinn nýtur sín, þar sem öryggisnetið er sterkt og
lýðræðið virkt.
Leiðin frá núllpunktinum hefst í kjörklefanum á laug-
ardag. Þá er það þitt að velja hvaða leið verður farin.
Leiðin frá núllpunkti
Eftir Katrínu Jakobsdóttur
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er menntamálaráðherra.
Alþingiskosningarnar,
sem verða eftir 10 daga,
bera greinilega þann
svip að vera aðeins fyrri
hálfleikur í uppgjöri og
endurmati þjóðarinnar
vegna bankahrunsins.
Seinni hálfleikurinn
verður með næstu al-
þingiskosningum og þær
verða innan fjögurra ára,
líklega innan tveggja
ára.
Kjósendur eru reiðir en líka að
nokkru leyti ráðvilltir. Reiðin fær út-
rás í því að þeir flokkar sem hafa
mest verið við völd undanfarin ár,
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur, munu fá slæma kosningu.
Að sama skapi munu Samfylkingin og
Vinstri grænir fá góða útkomu og lík-
lega hreinan meirihluta. Það er því
útlit fyrir alger skipti á flokkum í rík-
isstjórn. Það er fyrsta svar kjósenda
og það sem ég kalla fyrri hálfleik í
uppgjörinu. Tvennt kemur á óvart ef
þetta verður raunin. Annars vegar
skellur Framsóknarflokksins sem
verður síst minni en í kosningunum
fyrir tveimur árum ef kosningaspár
ganga eftir. Flokkurinn krafðist
kosninga og fékk sitt fram við stjórn-
arskiptin 1. febrúar síðastliðinn.
Greinilegt er að of skammt er síðan
Framsóknarflokkurinn var í rík-
isstjórn og því ekki laus undan
ábyrgð á bankahruninu að mati kjós-
enda. Kosningarnar sem eru í boði
Framsóknar, að eigin sögn, eru að
springa framan í hann sjálfan og
gætu orðið til þess að festa flokkinn í
sessi sem smáflokk.
Hitt sem vekur athygli er útreið
Frjálslynda flokksins. Hann mun
missa nær allt sitt fylgi og þurrkast
út af þingi ef fram fer sem horfir. Það
er ótrúlegt þegar litið er til þess að
flokkurinn hefur verið í stjórnarand-
stöðu allan þann tíma sem kjósendur
virðast vera að gera upp
sakirnar við í þessum al-
þingiskosningum og þess
vegna í kjörstöðu til þess að
sækja fram og auka fylgi
sitt. En það mistekst alger-
lega. En kjósendur eru líka
ráðvilltir. Það er vegna
þess að myndin af banka-
hruninu er ekki orðin skýr.
Það mun taka nokkurn
tíma enn áður en meg-
indrættirnir verða orðnir
ljósir. Skýrsla rannsókn-
arnefndar Alþingis, sem er
væntanleg fyrir 1. nóvember, mun
varpa ljósi á aðdragandann, bæði at-
burðarásina og þátt einstakra aðila,
fyrirtækja, einstaklinga, rík-
isstjórnar, stofnana og Alþingis.
Sama er að segja um verk sérstaks
saksóknara og annarra sem eru að
vinna að því að skýra málið og finna
hvar ábyrgðin liggur.
Þegar þetta liggur fyrir verða
stjórnmálaflokkarnir að svara því
hvernig þeir ætla að bregðast við og
gera grein fyrir því hver stefna þeirra
verður í framhaldinu. Það er hið póli-
tíska uppgjör sem kjósendur munu
krefjast og þeir munu ekki una því að
bíða í fjögur ár eftir því. Þess verður
krafist og það fer fram með alþing-
iskosningum. Þá fer fram seinni hálf-
leikurinn í uppgjörinu við bankahrun-
ið. Það sem verður sérstaklega
áhugavert að fylgjast með er hver
áhrifin verða á stjórnmálaflokkana og
stefnu þeirra. Það er margt sem
bendir til þess að uppgjörið, sem
verður við hugmyndafræði og stefnu
flokkanna, muni leiða til verulegra
breytinga á stjórnmálasviðinu. Stefna
sumra flokka mun taka verulegum
breytingum og aðrir munu líða undir
lok og nýir flokkar verða til. Ég sé
fyrir mér ákaflega spennandi tíma í
stjórnmálunum þar sem tekist verður
á um grundvallarhugtök og stefnu í
þjóðmálunum.
Eftir Kristinn H.
Gunnarsson
Kristinn H.
Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Fyrri hálfleikur
AUGLÝSINGASÍMI
569 1100