Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009 Óvenjuleg staða er uppi í pólitík-inni þessa dagana.     Tveir stjórnmálaflokkar gangabundnir til kosninga, þ.e. hafa lýst því yfir að þeir muni starfa sam- an í ríkisstjórn að loknum kosn- ingum, fái þeir til þess meirihluta. Skoðanakannanir benda til að þeir geti fengið meirihlutann.     Þetta er ekki al-gengt hér á landi, en nokkuð algengt í ná- grannaríkjunum. Þar gefa flokkar, sem ganga til kosninga í banda- lagi, hins vegar yfirleitt út ein- hvers konar sam- eiginlega stefnu- yfirlýsingu fyrir kosningar.     Hér bregður svo við að bandalagiðvirðist ekki snúast um neitt ann- að en að halda völdunum. A.m.k. hafa Samfylking og VG enga sam- eiginlega stefnuskrá og á milli þeirra er himinn og haf í ýmsum málum. Þar ber einna hæst afstöð- una til aðildar að Evrópusamband- inu, sem er eitt stærsta hagsmuna- mál þjóðarinnar.     Í gærkvöldi lýsti Björgvin G. Sig-urðsson, oddviti Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi, því yfir að ekkert yrði af samstarfinu með VG nema ágreiningurinn um ESB-aðild yrði til lykta leiddur. Samfylkingin myndi ekki gefa aðildarviðræður frá sér aftur við stjórnarmyndun.     VG situr hins vegar við sinn keip.Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður flokksins, sagði á fundi að enginn gæti sett ófrávíkjanleg skil- yrði í stjórnarmyndunarviðræðum.     Er Björgvin G. búinn að sprengjanýju stjórnina áður en hún er mynduð? Björgvin G. Sigurðsson Sprengdi Björgvin nýju stjórnina? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 6 rigning Lúxemborg 20 heiðskírt Algarve 20 skýjað Bolungarvík 5 rigning Brussel 19 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Akureyri 9 skýjað Dublin 15 léttskýjað Barcelona 16 skýjað Egilsstaðir 8 léttskýjað Glasgow 17 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 8 alskýjað London 17 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Nuuk -2 snjókoma París 19 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Þórshöfn 13 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Winnipeg 5 skýjað Ósló 10 skýjað Hamborg 16 heiðskírt Montreal 14 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 heiðskírt Berlín 17 heiðskírt New York 9 léttskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Vín 21 léttskýjað Chicago 7 alskýjað Helsinki 5 heiðskírt Moskva 3 skýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 21. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.55 3,1 10.14 0,9 16.21 3,2 22.31 0,9 5:34 21:20 ÍSAFJÖRÐUR 5.54 1,6 12.17 0,3 18.25 1,6 5:27 21:37 SIGLUFJÖRÐUR 1.50 0,4 7.50 1,0 14.12 0,3 20.33 1,0 5:10 21:20 DJÚPIVOGUR 1.09 1,7 7.18 0,7 13.27 1,7 19.37 0,7 5:00 20:52 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Gengur í austanhvassviðri eða storm með talsverðri rigningu, einkum á Suðausturlandi. Hiti 3 til 8 stig. Á fimmtudag Suðaustan 8-13 m/s og rign- ing, einkum sunnanlands, en allhvöss norðaustanátt og slydda eða snjókoma á Vest- fjörðum. Hiti víða 2 til 7 stig, en nálægt frostmarki norðvest- anlands. Á föstudag Ákveðin norðanátt með snjó- komu norðanlands, en úrkomu- litlu syðra. Kólnar um tíma. Á laugardag og sunnudag Hæg breytileg átt og úrkomulít- ið, en rigning af og til sunn- anlands. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-13 og skúrir, en sums staðar slydduél vest- anlands. Hægari annað kvöld. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast aust- anlands. „ÞAÐ getur enginn heilbrigðisráðherra orðið vitni að þessari reynslu sem við urðum fyrir um síðustu helgi [í Tanngarði, húsakynnum tannlæknadeildar Há- skóla Íslands], án þess að gera eitthvað,“ segir Ög- mundur Jónsson heilbrigðisráðherra. Áfall hafi verið að sjá hve aðsóknin og þörf þeirra sem leituðu í ókeypis aðstoð Tannlæknafélags Íslands fyrir börn og unglinga hafi verið mikil. Eftir klukkutíma voru 60 börn komin á skrá og ljóst að ekki yrði fleirum sinnt þann daginn. Skemmdir hjá sumum reyndust þá meiri en tannlækna hafði órað fyrir. „Það er alveg augljóst að ríkið verður að endurskoða aðkomu sína að þessum málum og verður að koma á miklu virkari hátt inn í tannheilsu barna og unglinga,“ segir Ög- mundur og kveður óheillaspor er farið var með tann- lækningar út úr skólum á sínum tíma. „Það er þó ekki formið sem skiptir öllu, heldur að eftirlitinu og tann- hirðunni sé fylgt eftir. Ég mun gera ráðstafanir til þess að það fari fram rannsókn og settar verði fram tillögur um hvernig þessi mál verði færð til betri veg- ar á eins markvissan og skjótvirkan hátt og unnt er.“ Hafi hann fullan hug á að fá skýrslu um úrbætur af- henta á næstu vikum, gegni hann áfram embætti heilbrigðisráðherra. Spurður hvort ókeypis tannlækningar fyrir börn og unglinga geti orðið að veruleika, segir hann það vissulega vera Vinstri hreyfingunni – grænu fram- boði keppikefli og svo verði áfram. annaei@mbl.is Áfall að sjá hve aðsóknin var mikil Í HNOTSKURN »Mikið var að gera í Tanngarði HÍ sl.laugardag er boðið var upp á ókeypis tannlækningar fyrir börn og unglinga. 60 börn voru komin á skrá eftir klukkutíma og var þá lokað fyrir fleiri skráningar. »14.837 manns hafa nú skráð sig á Fa-cebook síðu þar sem þess er krafist að tannlækningar og tannréttingar barna undir 18 ára aldri verði ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.