Morgunblaðið - 21.04.2009, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
/ SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
PUSH kl. 6 - 8 B.i. 12 ára
MONSTERS VS ALIENS m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
KNOWING kl. 8 B.i. 12 ára
FAST AND FURIOUS kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
ELEGY kl. 8 LEYFÐ
ARN: THE KNIGHT TEMPLAR kl. 10:20 LEYFÐ
MALL COP kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára
LAST CHANCE HARVEY kl. 8 LEYFÐ
KILLSHOT kl. 10:10 B.i. 16 ára
GILDIR EKKI Á MYNDIR SÝNDAR Í 3D
STÆRSTA OPNUN
Á ÁRINU
ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP
OG FORGETTING SARAH MARSHALL
VINSÆLASTA MYNDIN Í DAG
Á ÍSLANDI OG Í USA
CHRIS EVANS,DAKOTA
FANNING OG DJIMON
HUNSOU ERU MÖGNUÐ
Í FRUMLEGUSTU
SPENNUMYND ÞESSA ÁRS!
SÝND Í ÁLFABAKKA,
“ÞESSI MYND HÉLT MÉR ANNAÐ HVORT
GLOTTANDI EÐA SKELLIHLÆJANDI ÚT ALLA
LENGDINA. MÆLI VEL MEÐ HENNI.”
TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA VIP
SALURINN
ER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Empire - Angie Errigo
FRÁ LEIKSTJÓRANUM
SEM FÆRÐI OKKUR
LUCKY NUMBER SLEVIN
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
SKY
....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR
TIL AÐ SEGJA ÞAÐ?
SÝND Í KRINGLUNNI
SAMbio.is
Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss
NEW YORK POST
SÝND Í ÁLFABAKKA
Empire
Mbl.
Chicago tribune
EIN AF BESTU MYNDUM ALLRA TÍMA
SAMKVÆMT IMDB.COM
„AFHVERJU GETA BANDARÍKJAMENN EKKI GERT SVONA
MYNDIR LENGUR?“ CNN
SÝND Í KRINGLUNNI
EMPIRE
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR
18.04.2009
1 19 27 30 34
4 1 2 7 0
4 1 4 2 1
18
15.04.2009
10 17 37 40 43 46
277 16
Nýverið komu út á mynd- oggeisladiski tónleikar semLeonard Cohen hélt í
London í júlí í fyrra. Sérstök
ástæða er til að mæla með hvoru
tveggja, enda einstakir kostagripir
þar á ferðinni.
Það er langt síðan ég hef staðið ásviði í London, líklega 14 eða
15 ár. Ég var sextugur – bara
krakki með háleita drauma,“ segir
Cohen í léttum dúr í upphafi tón-
leikanna. Cohen er orðinn 74 ára
gamall en þrátt fyrir aldurinn er
hann léttur á sér, skýr og skarpur.
Og úthaldið er ótrúlegt; tónleikarn-
ir standa yfir í tvo og hálfan tíma en
gamli maðurinn blæs ekki úr nös.
Þrátt fyrir þessa miklu lengdverða tónleikarnir aldrei leið-
inlegir eða langdregnir. Þvert á
móti kemur ekkert annað til greina
svo Cohen komist yfir einhvern
hluta þeirra frábæru laga sem eftir
hann liggja. Hann tekur næstum öll
sín bestu lög á tónleikunum, allt frá
„Suzanne“ sem kom út árið 1967 yf-
ir til „In My Secret Life“ sem kom
út 2001. Best nýtur hann sín þó í
fjölmörgum lögum sem hann tekur
af hinni stórkostlegu plötu „I’m
Your Man“ sem kom út árið 1988.
Þá tekur hann að sjálfsögðu
meistarastykkið „Hallelujah“ sem
nýtur greinilega mikilla vinsælda
um þessar mundir – að minnsta
kosti ef marka má Söngkeppni
framhaldsskólanna á laugardaginn
þar sem þrír keppendur fluttu lag-
ið. Þær vinsældir eru þó líklega
magnaðri ábreiðu Jeff Buckleys að
þakka, frekar en sjálfum höfund-
inum. En það er önnur saga.
Eitthvað það flottasta við tón-leikana er einfaldlega rödd
Cohens, sem virðist hreinlega batna
með hverju árinu sem líður. Hún
hefur dýpkað eftir því sem árin
hafa færst yfir, en er þó enn svo
flauelsmjúk, ólíkt til dæmis rödd
Bob Dylans sem verður bara óskilj-
anlegri og óskiljanlegri. Rödd Co-
hens skilar hins vegar und-
urfögrum ljóðlínunum fullkomlega
sem ásamt gríðarlega þéttri tíu
manna hljómsveit skapa ein-
staklega ljúfa og góða tónleika.
Ekki skemmir fyrir að Cohen erduglegur að spjalla við áheyr-
endur, en milli þess sem hann reytir
af sér bandarana þakkar hann við-
stöddum ítrekað fyrir að nenna að
hlusta á sig. „Við erum afar þakklát
fyrir að fá að spila fyrir ykkur. Það
eru forréttindi að upplifa kvöld-
stund sem þessa þegar svo stór
hluti heimsbyggðarinnar þjáist í
myrkri og ringulreið,“ segir Cohen
fullur auðmýktar, þrátt fyrir að
hafa efni á meiri hroka en líklega
allir þeir yngri popp- og rokktón-
listarmenn sem vaða uppi með
hroka og yfirgangi.
Það er ekki skrítið að Live inLondon fái nánast fullt hús
stiga hjá flestum virtustu gagnrýn-
endum heims – platan á það full-
komlega skilið enda hvergi veikan
blett að finna. Á tónleikunum sann-
ar Cohen að hann er einhver merk-
asti texta- og lagahöfundur sein-
ustu 50 ára, en um leið einhver sá
auðmýksti.
Leonard Cohen er á tónleika-ferðalagi um þessar mundir,
en eins og sjá má hér til vinstri kom
hann fram á Coachella hátíðinni um
helgina. Tónleikaferð hans stendur
yfir fram til 14. júlí, en ef að líkum
lætur verður þetta í síðasta skipti
sem hægt verður að berja gamla
manninn augum, enda orðinn 74
ára gamall og óvíst um frekara tón-
leikahald. Það er því um að gera að
grípa tækifærið og skella sér á Co-
hen öðrum hvorum megin Atlants-
hafsins, já eða jafnvel beggja
vegna; „First we take Manhattan,
then we take Berlin,“ svo vitnað sé í
orð meistarans. jbk@mbl.is
Meistari meistaranna
AF LISTUM
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
» Á tónleikunumsannar Cohen að
hann er einhver merk-
asti texta- og lagahöf-
undur seinustu 50 ára,
en um leið einhver sá
auðmýksti.
Auðmjúkur Leonard Cohen þakkar fyrir sig í London.
www.leonardcohen.com
Rangur myndatexti
Í Flugunni í Morgunblaðinu í gær
birtist rangur myndatexti með mynd
frá frumsýningu kvikmyndarinnar
Bobby and Me. Við myndina stóð að
um væri að ræða gjörning á vegum
The Weird Girls en hið rétta er að
um var að ræða gjörning á vegum
Karolinu Daria Pawlik og MÁV. Á
myndinni eru Joseph Marzolla, Kar-
olina Boguslawska og Michalina
Skiba. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
Morgunblaðið/Heiddi
LEIÐRÉTT
BRESKA ofurfyrirsætan Naomi
Campbell stefnir að því að flytja til
Moskvu á næstunni. Campbell, sem
býr nú til skiptis í New York og
London, er sögð vilja verja meiri
tíma með ástmanni sínum, millj-
arðamæringnum Vladislav Doronin.
„Naomi og Vladislav eru óaðskilj-
anleg og hún eyðir stöðugt meiri og
meiri tíma í Moskvu. Hann er að láta
byggja nútt hús í borginni og vill að
þau flytji þangað. Naomi er tilbúin
til að setjast þar að, enda yfir sig
ástfangin af honum,“ segir heimild-
armaður um málið.
Campbell og Doronin, sem er upp-
nefndur „Donald Trump Rúss-
lands“, hafa átt í ástarsambandi í um
það bil eitt ár.
Reuters
Glæsileg Ætli Naomi Campbell sé góð í rússnesku?
Flytur til
Moskvu