Morgunblaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2009
KOMDU sæl, Jó-
hanna. Þú hefur sýnt lög-
gæslu og málefnum lög-
reglumanna mikinn
skilning, oft á tíðum jafn-
vel meiri en þeir ráð-
herrar sem hafa farið
með þann málaflokk. Nú
er lag fyrir þig sem verk-
stjóra núverandi rík-
isstjórnar að tryggja þá
þjónustu sem þú hefur í
gegnum tíðina talið nauðsynlegt að
lögregla sinni.
Þar sem þú situr í stól forsætisráð-
herra finnst mér rétt, sem formaður
Landssambands lögreglumanna (LL)
að rifja upp fyrir þér sumt af því sem
þú hefur látið frá þér fara um lög-
gæslumál. Á 127. löggjafarþingi árin
2001–2002 lagðir þú fram beiðni um
skýrslu, til dómsmálaráðherra, um
stöðu og þróun löggæslu í Reykjavík.
Í þessari beiðni þinni kemur m.a. orð-
rétt fram: „Málefni löggæslunnar
hafa verið mikið í sviðsljósinu á und-
anförnum mánuðum og missirum.
Margir óttast að mikill niðurskurður
sem orðið hefur á framlögum til lög-
gæslu ógni öryggi og þjónustu við
íbúana, enda hefur tíðni afbrota farið
vaxandi. Í lögreglulögum er skýrt
kveðið á um að ríkið eigi að halda uppi
starfsemi lögreglu til að gæta al-
mannaöryggis og tryggja réttarör-
yggi borgaranna.“
Síðar í sömu beiðni þinni segir: „Í
fjölda lögregluumdæma hafa skapast
vandamál vegna niðurskurðar fram-
laga til löggæslu, ekki síst í miðborg
Reykjavíkur, þar sem lögreglan er
orðin lítt sýnileg. Alþingi ber skylda
til að kanna þessi mál til hlítar og því
er skýrslubeiðni þessi lögð fram. Svör
við þeim spurningum sem bornar eru
upp gætu auðveldað stjórnvöldum og
löggjafarþingi að meta til hvaða að-
gerða er nauðsynlegt að grípa til að
tryggja viðunandi öryggi og þjónustu
við íbúa landsins og að það fjármagn
sem til þessa málaflokks er varið nýt-
ist sem best í samræmi við markmið
lögreglulaga.“
Frá sameiningu lög-
regluembætta á höf-
uðborgarsvæðinu árið
2007 hefur orðið um-
talsverð fækkun í liðinu
eða um allt að fimmtíu
(50) stöðugildi. Staðan
er nú þannig að þar eru
við störf rétt um þrjú
hundruð (300) lög-
reglumenn. Þrátt fyrir
þessa miklu fækkun
lögreglumanna í þessu
eina liði ná endar ekki
enn saman í rekstri
þess. Í þeim svörum, sem þú fékkst við
áðurnefndri fyrirspurn þinni til dóms-
málaráðherra, á 127. löggjafarþingi
kom m.a. þetta fram: „[…] embættið
[lögreglan í Reykjavík] telur að fjöldi
starfandi lögreglumanna þyrfti að
vera 326 alls. Stöðugildi við embættið
eru hins vegar 288 (þar af 16 ómönnuð
sbr. fjárlagatillögu þannig að óskað er
eftir aukningu um 38 stöðugildi (lög-
reglumenn) eða um 13%.
Embættið óskar því eftir að fjár-
veiting til embættisins verði aukin um
152 m.kr. til að fjölga lögreglumönn-
um í takt við aukinn íbúafjölda og auk-
in verkefni.“
Þarna kemur fram áætlun fyrrver-
andi lögreglustjóra um mannaflaþörf
embættis hans. Eins og ég benti á hér
á undan er staðan í dag sú að rétt um
þrjú hundruð (300) lögreglumenn eru
við störf hjá embætti lögreglustjórans
á höfuðborgarsvæðinu, sem er umtals-
vert færra en lögreglustjórinn í
Reykjavík sá fyrir sér að þyrfti vegna
löggæslu í Reykjavík fyrir um átta ár-
um síðan. Þar voru ekki inni tölur fyrir
lögregluembættin í Kópavogi og
Hafnarfirði. Staðan víða um land er
síst skárri en á höfuðborgarsvæðinu
þar sem með mikilli stækkun um-
dæma í byrjun árs 2007 hefur orðið
raunfækkun lögreglumanna í mörgum
liðum. Efnahagsástandið hefur gert
það að verkum að áætlanir um eðlilega
fjölgun í lögreglu hafa verið í upp-
námi, sér í lagi þegar kemur að lög-
bundnu starfsnámi nema í lögreglu-
skóla ríkisins og atvinnuhorfum þeirra
að námi loknu. Í þessu samhengi er
rétt að minna þig á skrif þín í Morg-
unblaðið í maí 2002, en þau má m.a.
nálgast á vefsíðu þinni: „Það er líka
óþolandi að dómsmálaráðherra neiti
bæði í umræðum og í skýrslu til Al-
þingis nýverið að beita sér fyrir skil-
greiningu á lágmarksþjónustu og lág-
marksfjölda lögreglumanna í hverju
umdæmi og deild fyrir sig til að gætt
sé almannaöryggis og réttaröryggi
íbúa sé tryggt í samræmi við lög-
reglulög. Ekki vannst tími til á Al-
þingi að ræða þá skýrslu, sem er upp-
full af yfirklóri og hálfsannleik um
stöðu og þróun lögreglunnar.“
Skilgreining um lágmarksþjónustu
og lágmarksfjölda lögreglumanna,
sem þú kallar eftir í grein þinni, hefur
enn ekki átt sér stað að neinu marki.
LL hefur bent á að fjármagn til lög-
gæslu er of naumt skammtað og
fjöldi lögreglumanna er langt undir
því sem eðlilegt gæti talist. Hvort
tveggja svo naumt skammtað að ör-
yggi lögreglumanna við störf er
hætta búin. Hér verður að horfa til
þeirrar staðreyndar að hér á landi er
engan her að finna né þjóðvarðlið
sem hægt væri að grípa til ef í nauð-
irnar ræki. Lögreglan er allt sem
þegnar þessa lands hafa til að tryggja
öryggi sitt. Leið að því marki að snúa
við þessari óheillaþróun í löggæslu-
málum þjóðarinnar er, eins og LL
hefur bent á, að Alþingi ákvarði: 1)
öryggisstig á Íslandi; 2) þjónustustig
lögreglu í samræmi við ákvarðað ör-
yggisstig; 3) mannaflaþörf lögreglu
til að halda úti ákvörðuðum öryggis-
og þjónustustigum; og að síðustu 4)
fjárveitingar til lögreglu í samræmi
við liði 1) – 3). Nú er þinn tími kom-
inn!
Eftir Snorra
Magnússon »Nú er lag fyrir þig
sem verkstjóra nú-
verandi ríkisstjórnar að
tryggja þá þjónustu sem
þú hefur í gegnum tíð-
ina talið nauðsynlegt að
lögregla sinni.
Snorri Magnússon
Höfundur er formaður Lands-
sambands lögreglumanna.
Opið bréf til forsætisráðherra
ÞANN 20. janúar
var Alþingi sett á nýj-
an leik eftir langt
jólafrí þingmanna. Al-
menningur var orðinn
þreyttur á ástandinu í
þjóðfélaginu og hvað
stjórnvöld höfðu gefið
litlar upplýsingar til
þjóðarinnar. Meðal
mála þennan dag var
frumvarp til sölu
áfengis og sölu tóbaks. Var það mál
mikið blásið upp í fjölmiðlum og fyllti
það mælinn fyrir marga ásamt
ástandinu í þjóðfélaginu. Mótmæli
voru boðuð fyrir framan þinghúsið og
búsáhaldabyltingin svokallaða byrj-
aði og restina þekkjum við.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur tók við völdum í landinu eft-
ir mikil mótmæli fyrir utan Alþingi
jafnt sem innan veggja þess þar sem
m.a. var borin fram vantrauststillaga
á ríkisstjórnina. Mótmælin innan
veggja þinghússins gengu svo langt
að sumir þingmenn þáverandi stjórn-
arandstöðu hringdu út upplýsingar
til mótmælenda og öskruðu á lög-
reglu. Krafan í þjóðfélaginu var skýr,
að núverandi stjórnvöld færu frá
völdum, boðað yrði til kosninga og
rædd yrðu brýn efnahagsleg mál á
hinu háa Alþingi.
Meðal þeirra brýnu efnahagslegu
mála sem hafa verið rædd er bann
við nektardansi og að banna staði
sem gera út á nekt á einhvern hátt.
Hvort það er hlutverk stjórnarflokk-
anna að slá skjaldborg um heimilin
skal ég ekki segja. Önnur brýn mál
sem hafa verið rædd var að koma
Davíð Oddssyni úr stól seðla-
bankastjóra en í það
tóku stjórnarflokkarnir
sér aðeins þrjár vikur
og stórskertu sjálfstæði
Seðlabanka sem hefur
verið svo ríkt bæði
hérna og í nágranna-
löndum okkar. Meira að
segja í Evrópusam-
bandinu sem annar
stjórnarflokkurinn
rennir svo hýru auga til
í öllum efnum.
Núna hina seinustu
daga hafa stjórnarflokk-
arnir beitt sér fyrir breytingum á
stjórnarskránni. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur lagst hart gegn þessum
breytingum og nýtt sér þau tæki sem
stjórnarandstöðuflokkar hafa á Al-
þingi og nýtt sér þau vel. Stjórn-
arþingmenn hafa gagnrýnt þá mikið
fyrir þessar gjörðir eins og enginn sé
morgundagurinn. Maður spyr sig
hvort þeir hafi gleymt því hvernig
þeir höguðu sér á meðan þeir voru í
stjórnarandstöðu og hvort þeir séu
svona hrikalega gleymnir.
Talandi um gleymni þá virðist
Gylfi Magnússon í sérflokki innan
ríkisstjórnarinnar. Hann stóð og
flutti ræðu sína um ofurlaun rík-
isstarfsmanna og annarra í mótmæl-
um Harðar Torfa á Austurvelli þann
17. janúar, þar sem hann gagnrýndi
þau mjög. Þegar fréttir af launum
skilanefnda bankanna komu þá var
Gylfi sjálfur fyrstur til að verja laun-
in. Talandi um ofurlaun sem voru eitt
af því sem mótmælendur mótmæltu
ásamt því að núverandi stjórn hefur
mótmælt ofurlaunum bæði í atvinnu-
lífinu og hjá ríkinu: Nýjasta útspil
ríkisstjórnarinnar var að ráða að-
stoðarmann sérstaks saksóknara
vegna bankahrunsins. Hin norsk-
franska Eva Joly sem fær á aðra
milljón á mánuði fyrir fjóra daga á
Íslandi í mánuði, hún er launahærri
en saksóknarinn sjálfur og flestir
aðrir innan stjórnsýslu landsins.
Eva Joly er eflaust mjög fær í sínu
starfi og hverrar krónu virði eins og
dómsmálaráðherra orðar það. Ég
spyr mig hvort Eva Joly muni hafa
tíma til að sinna þessu starfi sem hún
hefur verið ráðin til þar sem kosn-
ingar til Evrópuþingsins eru í júní og
og Eva Joly í framboði.
Ég skora á núverandi ríkisstjórn
að vinna í efnahagslegum málefnum
og atvinnusköpun, annarri en að
fjölga listamönnum á listamanna-
launum frá ríkinu og í trjárækt. Að
þeir vinni að brýnum málum og hætti
að vinna í hinum ýmsu gæluverk-
efnum, þeir geta það eftir kosningar
ef þeir fá umboð til þess. Hætti að
gæla við breytingu á kosningalögum
rétt fyrir kosningar því það þarf
langan tíma til að útfæra þær breyt-
ingar sem gerðar eru á kerfinu. Að
þingi verði slitið strax til að þing-
menn geti farið að sinna kjósendum
sínum því ekki eru þeir að vinna að
brýnum efnahagslegum umbótum.
Eftir Egill Örn
Þórarinsson
Egill Örn Þórarinsson
»Hin norsk-franska
Eva Joly sem fær
á aðra milljón á mánuði
fyrir fjóra daga á Ís-
landi í mánuði, hún er
launahærri en saksókn-
arinn sjálfur og flestir
aðrir innan stjórnsýslu
landsins.
Höfundur er nemi í stjórnmálafræði.
Búsáhaldabyltingin hvað