Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
ÖSE í öllum kjördæmum
Fulltrúar frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu fylgjast með framkvæmd
þingkosninganna í dag Tíu fulltrúar verða í öllum kjördæmunum sex
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
„VIÐ verðum á ferðinni um landið og
ætlum að fylgjast með framkvæmd
kosninganna í öllum kjördæmum,“
sagði Jonathan Stonestreet, tals-
maður Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu (ÖSE), í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Tíu fulltrúar frá stofnuninni eru
staddir hér á landi til þess að fylgjast
með því að alþingiskosningarnar í
dag fari fram samkvæmt lögum og
reglum. „Við verðum í tveggja
manna teymum. Þau vinna út frá Ak-
ureyri, Borgarnesi, Selfossi, Hafnar-
firði og Reykjavík og fylgjast með
framkvæmd kosninganna,“ sagði
Stonestreet.
ÖSE hefur það verkefni öðru
fremur að fylgjast með heildrænni
umgjörð kosninga.
Hinn 12. febrúar sl. bauð fasta-
nefnd Íslands hjá ÖSE stofnuninni
að hafa eftirlit með kosningunum. Á
þeim tíma hafði mikil ólga einkennt
stjórnmálaumræðu en ný ríkisstjórn
var þá nýtekin við völdum, í kjölfar
mótmæla við Alþingishúsið og við
stjórnarráðið. Fulltrúar frá ÖSE
komu síðan hingað til lands og
ræddu við embættismenn og stjórn-
málamenn, og hlustuðu á viðhorf
þeirra til kosninganna sem fara fram
í dag.
Öll þátttökuríki ÖSE eru skuld-
bundin til að bjóða stofnuninni að
hafa eftirlit með þing- og forseta-
kosningum en því er ætlað að styrkja
lýðræði í ríkjum og tryggja að kosn-
ingar fari eðlilega fram.
Morgunblaðið/Ómar
Eftirlit Stonestreet frá ÖSE.
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
UTANRÍKISMÁLANEFND Alþing-
is fundaði í gærmorgun, að beiðni Sivj-
ar Friðleifsdóttur, þingkonu Fram-
sóknarflokksins, um Icesave-deiluna
svokölluðu og voru trúnaðargögn er
varða samskipti Íslands og Bretlands
meðal annars til umræðu á fundinum.
Rannsóknarnefnd Alþingis, sem
Páll Hreinsson hæstaréttardómari
stýrir, heimilaði aðgang nefndarinnar að gögnunum.
Rannsóknarnefndin hafði þau til skoðunar vegna rann-
sóknar sinnar á orsökum bankahrunsins í október í fyrra.
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður sagði í samtali við
mbl.is að loknum fundi, að margt athyglisvert væri í þess-
um gögnum. „Það er ekkert í þeim gögnum sem við feng-
um aðgang að sem rökstyður þær kenningar að stjórn-
völd hefðu getað afstýrt því að Icesave-ábyrgðir féllu á
íslenska skattborgara með því að reiða fram 200 milljónir
punda,“ segir Kristinn. Hann vitnaði þar til þess sem
Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var einn stærsti eig-
andi Landsbankans ásamt föður sínum Björgólfi Guð-
mundssyni, hefur sagt um að Landsbankinn hefði þurft
að reiða fram fyrrnefnda upphæð til þess að færa
ábyrgðina á Icesave í breska lögsögu.
Íslensk stjórnvöld, þar á meðal Geir H. Haarde, fyrr-
verandi forsætisráðherra, hafa sagt að ekkert slíkt tilboð
hafi komið inn á borð stjórnvalda. Þrátt fyrir neitun
stjórnvalda hefur Björgólfur Thor staðið við frásögn sína
og sagt að tilboðið hafi vissulega borist.
Ekki liggur ljóst fyrir enn hversu háa upphæð íslenska
ríkið mun þurfa að ábyrgjast vegna ábyrgðar á lág-
marksvernd innstæðna á Icesave-reikningunum. Skila-
nefnd Landsbankans, þar sem Lárus Finnbogason er
formaður, hefur gefið frá sér að reiknað sé með því að 72
milljarðar muni að lokum lenda á íslenska ríkinu. Mikil
óvissa ríkir um málið enn en samninganefndir íslenskra
og breskra stjórnvalda vinna nú að lausn málsins.
Ræddu um Icesave-gögn
Trúnaðargögn um Icesave-deiluna voru rædd á fundi utan-
ríkismálanefndar Alþingis Athyglisvert segja þingmenn
Kristinn H.
Gunnarsson
KRISTJÁN
Gunnarsson, for-
maður Starfs-
greinasambands-
ins og Verkalýðs-
og sjómanna-
félags Keflavík-
ur, segir það fá-
ránlegt að ætlast
til að hann segi
af sér for-
mennsku í síð-
arnefnda félaginu þó aðalfundur
þess hafi samþykkt að láta gera
skoðanakönnun meðal félagsmanna
um áframhaldandi aðild að Starfs-
greinasambandinu. Sú krafa hefur
komið fram af hálfu Vilhjálms Birg-
issonar, formanns Verkalýðsfélags
Akraness.
Kristján sagði að málið snerist
um skipulagsmál verkalýðshreyf-
ingarinnar en verið væri að ræða
þau innan félagsins og raunar víð-
ar. Hann benti á að önnur lands-
sambönd verkalýðsfélaga væru
ekki í sömu stöðu og ætlunin var
þegar til þeirra var stofnað. Lands-
samband verslunarmanna innihéldi
eitt stórt félag en önnur mun minni.
Nokkur þúsund félagsmenn hefðu
horfið úr Samiðn þegar járniðn-
aðarmenn hættu aðild. Kristján
sagði að menn yrðu að ræða hvort
landssamtök væru nauðsynleg. „Ef
við finnum verkefnunum farveg á
annan hátt þá breytast þessir tímar
eins og aðrir.“ runarp@mbl.is
Ræða
framtíð lands-
sambanda
Kristján
Gunnarsson
VINSTRI hreyfingin – grænt fram-
boð hefur kært Vefþjóðviljann til
siðanefndar Sambands íslenskra
auglýsingastofa fyrir auglýsingar
sem vefritið birti í Fréttablaðinu
22. apríl. Í auglýsingunni var birt
mynd af Steingrími J. Sigfússyni,
án hans leyfis en VG telur að aug-
lýsingin brjóti gegn 8. grein siða-
reglnanna sem kveður á um að í
auglýsingum skuli ekki sýna eða
minnast á einstaklinga nema áður
hafi fengist heimild.
Ungliðahreyfing VG hefur gert
barmmerki með myndum af Bjarna
Benediktssyni, formanni Sjálfstæð-
isflokksins og Höskuldi Þórhalls-
syni, þingmanni Framsóknar-
flokksins. Drífa Snædal, fram-
kvæmdastýra VG, sagði að barm-
merki væru ekki auglýsing og féllu
væntanlega ekki undir siðareglur
SÍA. Barmmerkin væru ekki birt
sem auglýsing og þau væru á
ábyrgð ungliðahreyfingarinnar.
Kæra auglýs-
ingu en búa til
barmmerki
ÞEGAR grindverkið á horni Austurstrætis og
Lækjargötu fauk í hvassvirði á dögunum tóku
menn eftir því að húsið Lækjargata 2 var horfið
af grunni sínum.
Að sögn Þorsteins Bergssonar hjá Minjavernd,
var húsið tekið niður spýtu fyrir spýtu. Jafn-
framt var húsið mælt upp nákvæmlega og teikn-
að upp. Allar heillegar fjalir, nothæfar klæðn-
ingar, gólfborð og grind var merkt. Timbrið var
síðan sett í þurrk og í framhaldi af því í einangr-
aða gáma og er geymt þannig í dag að lang-
mestu leyti. Einstakir hlutar úr grindinni voru
teknir niður í heilu lagi, en þeir hlutar eru svo
stórir að þeir fara ekki inn í gáma. Þessu öllu er
vel haldið til haga og betur en dæmi eru til áður.
Sökkulhleðslur eru einnig geymdar þótt þær
verði ekki notaðar aftur, því húsið verður reist
að nýju á steyptum kjallara. Sökkulhleðslur und-
ir Austurstræti 22 eru einnig varðveittar og er
ætlunin að hlaða það hús á gömlu hleðslunum
eins og hægt er. Ekkert annað er eftir af Austur-
stræti 22 sem nothæft er.
Að sögn Þorsteins standa nú yfir verðkann-
anir á timbri og stáli, sem rekið verður niður
meðfram lóðarmörkum. Hann segir að vonir
standi til að hægt verði að koma stálþilinu niður í
endaðan maí. Að því búnu verður girðing utan
um svæðið endurnýjuð og settar á hana myndir
af því sem rísa skal ásamt sögulegum upplýs-
ingum. Reyna á að ljúka því verki fyrir 17. júní.
Miðborgin fær svo að vera í friði yfir hásumarið,
en eftir menningarnótt í ágúst verður byrjað að
grafa fyrir grunnum húsanna. sisi@mbl.is
Vonir standa til að uppbygging við Lækjartorg hefjist síðsumars
Húsið Lækjargata 2 er geymt í gámum
Morgunblaðið/RAX
GANGSTÉTTARHELLU var hent
inn um einn steinda gluggann á Ak-
ureyrarkirkju um síðustu helgi.
Tjónið er töluvert og lagfæringar
kosta mikla vinnu og tíma. Glerið
þarf að sérsníða og það er síðan
útbúið í Englandi.
Óvenju mikið hefur verið um
skemmdarverk á kirkjunni frá því í
desember síðastliðnum; krotað á að-
aldyrnar með tússpenna í tvígang,
rist í hurðina með hníf og bjórflösku
kastað inn um glugga í uppganginum
í turninn, svo dæmi séu nefnd.
Segja má að steininn hafi tekið úr
um síðustu helgi; einhver lagði á sig
að kroppa upp litla hellu á bílastæð-
inu við kirkjuna og þeytti steininum
gegnum gluggann og inn í miðja
kirkju, þar sem hann lenti á bekk.
Steindur gluggi brotinn