Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
VERÐI tillögur nefndar félags- og trygginga-
málaráðherra, sem sett var á laggirnar árið 2007,
um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum,
að lögum verður dómurum heimilt að dæma for-
eldrum sameiginlega forsjá barns gegn vilja ann-
ars foreldris sé það talið þjóna hagsmunum barns-
ins. Þá munu sýslumenn fá rýmri heimild til að
úrskurða um umgengni barna við afa sína og
ömmur auk þess að fá heimild til að úrskurða um
umgengni við stjúpforeldri eftir skilnað eða sam-
búðarslit við kynforeldri.
Eftirbátur annarra Norðurlanda
Sameiginleg forsjá við skilnað var gerð mögu-
leg árið 1992 en komi upp ágreiningur milli for-
eldranna hafa dómarar ekki heimild til að dæma
jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá. Ýmis
hagsmunasamtök foreldra hafa barist fyrir dóm-
araheimild og m.a. bent á að í barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna segi að það sem sé barni fyrir
bestu skuli ávallt hafa forgang þegar dómstólar
og aðrir gera ráðstafanir sem varði börn. Nefndin
horfði til hinna Norðurlandanna og þeirra landa
sem Ísland ber sig oftast saman við en sameig-
inleg forsjá hefur verið dæmd í Noregi, Finnlandi
og Frakklandi síðan á 9. áratug síðustu aldar, í
Svíþjóð síðan árið 1998 og Danmörku síðan 2007.
Nefndin leggur einnig til að báðir foreldrar beri
almennt kostnað af umgengni, að maður sem telji
sig föður barns geti höfðað ógildingar- eða vefeng-
ingarmál þegar um feðrað barn er að ræða og að
sýslumenn og dómarar fái heimild til að ákveða
umgengni sjö af fjórtán dögum. Þá leggur hún til
að sýslumenn fái rýmri heimild til að úrskurða um
umgengni barna við afa sína og ömmur til að börn
njóti aukinna möguleika til umgengni við þau.
Samkvæmt núgildandi barnalögum er heimilt að
úrskurða afa og ömmu, eða öðrum nánum að-
standendum, umgengni sé annað foreldrið eða
bæði látin eða foreldrið ófært um að rækja um-
gengisskyldur sínar við barnið. Taldi nefndin skil-
yrðið of þröngt og þyrftu lögin að ná til þess þegar
foreldrið hefur ekki áhuga á að sinna barninu.
Hugsanlega mætti beita heimildinni vilji foreldrið
ekki gefa afa og ömmu kost á að umgangast
barnabarnið.
Stjúpforeldrar fái að umgangast
börn eftir sambandsslit
Nefndin telur að barn eigi rétt á umgengni við
stjúpforeldri og leggur til að sýslumenn fái heim-
ild til að úrskurða um umgengni við stjúpforeldri
eftir skilnað eða sambúðarslit við foreldri, með
sama hætti og úrskurðað er um umgengni kynfor-
eldris sem barnið býr ekki hjá. Í barnalögum seg-
ir að forsjá stjúpforeldris vari eingöngu meðan á
hjúskap eða sambúð standi. Samkvæmt gildandi
reglum hafa því stjúpforeldrar engan rétt á um-
gengni við barn slitni upp úr sambandi við kynfor-
eldrið, jafnvel þó þeir hafi gengið barninu í föður-
eða móðurstað.
Önnur breyting sem nefndin leggur til og varð-
ar stjúpforeldra er að afnumið verði gildandi sam-
komulag sem felur í sér að taki fráskilið foreldri
með barn upp sambúð á nýjan leik fái makinn
sjálfkrafa forsjá yfir barninu. Vilji kynforeldrið að
stjúpforeldrið deili með sér forsjá þurfi að sækja
sérstaklega um það.
Hagur barna í fyrirrúmi
Vilja dómaraheimild í
forsjármálum og aukin
réttindi stjúpforeldra
Morgunblaðið/Heiddi
Kynning Nefnd félags- og tryggingamálaráðherra um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum
kynnti tillögur sínar í gær. Nefndin skiptist í félags- og sifjahóp, fræðsluhóp og fjárhagshóp.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
KAUPMÁTTUR launa jókst um
0,7% í mars frá fyrra mánuði. Vísi-
tala kaupmáttar launa hafði þá
lækkað um 8,4% á síðustu 12 mán-
uðum, samkvæmt frétt Hagstof-
unnar í gær. Lítil breyting varð á
launavísitölu frá febrúar til mars síð-
astliðins en hún hækkaði um 0,1%
milli mánaða. Þessi vísitala hefur
hækkað um 5,5% síðustu 12 mánuði.
Launavísitalan miðast við meðallaun
í hverjum mánuði og er reiknuð og
birt um miðjan næsta mánuð á eftir.
Hagstofan bendir á að laun áttu að
hækka um 13.500 kr. 1. mars s.l.
samkvæmt kjarasamningum ASÍ og
SA frá því í febrúar 2008. Þrátt fyrir
samkomulag aðila vinnumarkaðar-
ins um að fresta launahækkunum
komu þær til framkvæmda hjá hluta
þeirra fyrirtækja sem eiga aðild að
Samtökum atvinnulífsins.
Þá ákvað Kjararáð 23. febrúar s.l.
að lækka laun embættismanna sem
undir ráðið heyra, annarra en dóm-
ara og skrifstofustjóra í Stjórnarráði
Íslands, um 5-15% frá 1. mars 2009.
Áður hafði Kjararáð ákveðið að laun
alþingismanna myndu lækka um
7,5% og laun ráðherra um 14-15%.
„Þetta eru heldur jákvæðar frétt-
ir,“ sagði Ólafur Darri Andrason,
hagfræðingur Alþýðusambands Ís-
lands. Hann benti á að þessar breyt-
ingar séu litlar og e.t.v. sé merkasta
fréttin sú að verðbólgan hafi lækkað
í síðasta mánuði og neysluverðs-
vísitalan því lækkað um síðustu mán-
aðamót. Það skýri kaupmáttaraukn-
inguna milli mánaða.
Ólafur Darri benti á að kaupmátt-
urinn hafi lækkað umtalsvert á síð-
astliðnum 12 mánuðum eða um 8,4%.
Það þýði að fólk fái 8,4% minna fyrir
kaupið sitt nú en fyrir ári síðan. „Við
gerum ráð fyrir að verðbólgan gangi
nú hratt niður, það versta í henni sé
afstaðið og að verðbreytingar verði
ekki miklar. Vonandi erum við búin
að sjá það versta í kaupmáttarhrap-
inu,“ sagði Ólafur Darri.
Litlar breytingar framundan
Hannes G. Sigurðsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, benti á að væntanlega
hafi verið litlar hreyfingar á launum
í mars, nema hjá örfáum fiskvinnslu-
fyrirtækjum sem greiddu út launa-
hækkunina eins og Hagstofan getur
um. Eins samdi SA um að lágmarks-
tekjutrygging myndi taka gildi, þótt
öðru væri frestað. Hannes taldi að á
móti þessu kynnu að koma ein-
hverjar launalækkanir, sem fólk hef-
ur verið að taka á sig. Hannes býst
ekki við að laun hækki eða lækki á
næstu mánuðum. Verðbólguþróunin
muni því ráða mestu um þróun kaup-
máttar á næstunni. Hún sé mjög háð
gengisþróun og húsnæðisliðnum.
Kaupmáttur launa jókst um
0,7% frá febrúar til mars
Kaupmáttur launa hefur rýrnað um 8,4% á undanförnum tólf mánuðum
!
" "
#""
$$%$$&' / , 0
'
.
%
%
.
'
-
-
*+ *+ /1+
2 3 , -
*
* +#&', $
#&', $ - !).,, "$
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
REYKJANESBÆR og Dalvík-
urbyggð hafa skrifað undir sam-
komulag um að efla tengsl bæj-
arfélaganna með ýmsum hætti.
Bæirnir eiga margt sameiginlegt
þó að stærðarmunur sé nokkur,
m.a. stórar bæjarhátíðir, þ.e. Fiski-
daginn mikla á Dalvík og Ljósanótt
í Reykjanesbæ. Komið verður á
samstarfi þeirra sem sjá um und-
irbúning hátíðanna og samstarf
aukið í ýmsum málaflokkum.
Vinir Svanfríður Jónasdóttir og
Árni Sigfússon skrifa undir.
Reykjanesbær og
Dalvík vinabæir
NORRÆNU menntamálaráðherr-
arnir hafa gert með sér sam-
komulag, sem tryggir náms-
mönnum á Norðurlöndum aðgang
að æðri menntun annars staðar á
Norðurlöndum.
Kostnaður við samkomulagið er
gerður upp á milli landanna, en
hann er 22.000 danskar krónur á
hvern námsmann, en Ísland greiðir
ekki neitt.
Ókeypis menntun
á Norðurlöndum
HÁSKÓLINN í Reykjavík og Út-
lendingastofnun hafa gert með sér
samstarfssamning sem miðar að því
að liðka fyrir afgreiðslu dvalar-
leyfa til erlendra nemenda skólans
utan Evrópusambandsins. Samn-
ingurinn felur það m.a. í sér að Há-
skólinn í Reykjavík sækir hér eftir
um dvalarleyfi fyrir erlenda nem-
endur sína og ábyrgist að þeir hafi
öruggt húsnæði á meðan dvöl
þeirra stendur.
Erlendir nemendur
SAMKVÆMT nýjum lögum frá Al-
þingi hefur sá einn rétt til að kalla
sig náms- og starfsráðgjafa og
starfa sem slíkur sem til þess hef-
ur leyfi menntamálaráðherra.
Leyfi skal veita umsækjanda sem
lokið hefur námi í náms- og starfs-
ráðgjöf frá háskóla sem hlotið hef-
ur viðurkenningu frá mennta-
málaráðherra. Með lögverndun
starfsheitisins er stefnt að því að
gæði þjónustunnar verði tryggð
betur.
Námsráðgjafar
Hagsmuna-
samtök heim-
ilanna skora á
alla framboðs-
lista að samein-
ast um að slá
raunverulega
skjaldborg um
heimilin, með yf-
irlýsingu um taf-
arlausar almennar aðgerðir til leið-
réttingar á gengis- og
verðtryggðum veðlánum heim-
ilanna, strax að loknum kosningum.
Á þessum tímapunkti hafa stjórn-
völd tækifæri til þess að fyr-
irbyggja frekara tjón og boða til
nýrrar þjóðarsáttar milli hins op-
inbera, fjármálakerfisins, atvinnu-
lífsins og heimilanna.
Vilja alvöruskjald-
borg um heimilin
Nefndin um stöðu barna í mismunandi fjöl-
skyldugerðum kynnti einnig tillögur að nýju
kerfi barnatrygginga til að útrýma fátækt barna-
fjölskyldna. Kerfið kæmi í stað barnabóta,
mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbótar
við atvinnuleysisbætur vegna barna.
Barnatryggingakerfið miðar að því að öllum
barnafjölskyldum verði tryggð ákveðin fjárhæð
til lágmarksframfærslu óháð því hvaðan tekjur
fjölskyldunnar koma. Tryggingarnar yrðu tekju-
tengdar og myndu skerðast hjá fólki með tekjur
umfram meðalráðstöfunartekjur en hagur tekju-
lágra hópa, t.d. atvinnulausra, myndi batna og
myndi kerfið nýtast barnmörgum fjölskyldum
vel. Barnatryggingarnar myndu tryggja öllum
foreldrum upp að lágtekjumörkum 40 þúsund
kr. greiðslu fyrir hvert barn en í núgildandi kerfi
fengi einstætt foreldri rúmar 20 þúsund kr.
Skerðingarmörkin yrðu 146 þúsund kr. hjá ein-
stæðum foreldrum og 252 þúsund kr. hjá hjón-
um. Einstætt foreldri eins barns sem er með
tæpar 730 þúsund kr. í mánaðarlaun og fær nú
rúmar 10 þúsund kr. í barnabætur á mánuði
myndi ekki fá neinar barnatryggingar.
Vilja útrýma fátækt barnafjölskyldna
STUTT