Morgunblaðið - 25.04.2009, Page 18

Morgunblaðið - 25.04.2009, Page 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is UMMÆLI Össurar Skarphéðinssonar iðnaðar- ráðherra í vikunni, um álver á Bakka, hafa fallið í grýttan jarðveg á Húsavík og nágrenni. Össur sagði á borgarafundi Ríkissjónvarpsins að nóg væri komið af álverum á Íslandi og hann vildi frek- ar nota orkuna í annað. Húsvíkingar sem Morgunblaðið ræddi við eru vægast sagt ósáttir vegna orða ráðherra, ekki síð- ur Samfylkingarmenn en aðrir. „Ég kýs þá ekki,“ sagði viðmælandi sem ekki vildi láta nafns síns getið en kvaðst hafa verið heldur hallur undir Samfylkinguna, vegna stefnu flokksins almennt og ekki hefði skemmt fyrir að hann taldi flokkinn vilja að álver risi á Bakka. Össur hefði sjálfur lýst yfir stuðningi við verkefnið á fundum nyrðra. Norðanmenn telja, margir hverjir, að álver á Bakka sé nánast lífsspursmál fyrir svæðið. At- vinnuástand hefur verið erfitt í héraðinu síðustu ár en gert var ráð fyrir þúsundum starfa vegna uppbyggingar álvers, ef af yrði. Viðmælendur Morgunblaðsins sögðu að vissulega væri ekkert í hendi; óvíst hvort Alcoa vildi yfir höfuð fara út í framkvæmdina við þær aðstæður sem nú ríkja, jafnvel ólíklegt, en það breyti ekki því að orð ráð- herra hafi verið eins og blaut tuska í andlitið. „Mér er misboðið. Hvernig dettur manninum í hug að láta þetta út úr sér? Þetta verður flokknum ekki til framdráttar á svæðinu,“ sagði einn viðmælenda. Annar gat reyndar ekki leynt ánægju sinni með ummæli Össurar á fundinum, í samtali við blaða- mann; stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins taldi ráðherrann hafa tryggt flokknum nokkur atkvæði og kunni honum bestu þakkir fyrir. Mjög undrandi á Össuri  Margir Húsvíkingar vægast sagt ósáttir við orð Össurar Skarphéðinssonar um álver á Bakka  Vissulega ekkert í hendi en ummælin samt blaut tuska í andlitið Morgunblaðið/RAX Á óvart Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Æfingasvæði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var eyðilagt aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Gámar sem notaðir eru til reykköfunaræfinga voru sprengdir og kveikt í þeim. Tjónið hleypur á milljónum króna. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki. Æfingasvæðið er við svokallaða Leir- tjörn við rætur Úlfarsfells. Þar hefur slökkviliðið á undanförnum árum byggt upp æfingaaðstöðu fyr- ir liðsmenn sína og annarra slökkviliða landsins. Morgunblaðið/Júlíus Æfingasvæði slökkviliðsins eyðilagt Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „GRÆN störf – vistvænar áherslur í atvinnuuppbyggingu“ er yfirskrift málþings sem haldið verður í Iðnó í dag milli kl. 13-15 í tilefni af degi um- hverfisins. Málþingið er haldið á vegum umhverfisráðuneytisins, Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands og Fé- lags umhverfisfræðinga og er opið öllum. „Það er oft talað um græna iðn- aðinn sem mótsvar við stóriðjuupp- byggingu. Okkur fannst því ástæða til að beina sjónunum að þessum iðn- aði,“ segir Guðmundur Hörður Guð- mundsson, upplýsingafulltrúi um- hverfisráðuneytisins. Spurður hvað grænt starf sé svarar Guðmundur því til að aðstandendur málþingsins hafi ákveðið að skilgreina það vítt. „Græn störf eru tengd hreinni tækni eða stuðla að bættri umhverf- isvitund og draga úr umhverfisáhrif- um hefðbundinna starfa. Græn störf byggjast á því að fjárfesta í aukinni framleiðni með betri nýtingu, t.d. orku og hráefna, og komast þannig hjá sóun á aðföngum og fjármagni.“ Að sögn Guðmundar er full ástæða til þess að kortleggja fjölda grænna starfa hérlendis og stuðla að frekari uppbyggingu þeirra. Prótínmjöl úr aflofti Á ráðstefnunni verða sjö fyrirtæki með örkynningar. Þetta eru Mar- orka sem þróar orkustjórnunarkerfi fyrir skip til að draga úr olíunotkun og mengun, Gavia Travel sem sér- hæfir sig í fuglaskoðunarferðum fyr- ir erlenda ferðamenn, Saga Medica sem sérhæfir sig í rannsóknum og framleiðslu á hágæða náttúruvörum úr jurtum, Carbon Recycling Int- ernational sem breytir útblæstri frá jarðvarmavirkjunum í eldsneyti, HBT sem þróar og framleiðir orku- sparandi lausnir fyrir stórnotendur í orkufrekum iðnaði, Farmers Market sem nýtir náttúruleg hráefni við framleiðslu tískufatnaðar og Prókat- ín sem framleiðir prótínmjöl í dýra- fóður úr aflofti frá jarðvarmavirkj- unum. Á málþingi verður boðið upp á pallborðsumræður um vistvæna ný- sköpun og fjölgun grænna starfa undir stjórn Björns H. Barkarsonar frá Félagi umhverfisfræðinga. Í pall- borði sitja Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, Baldur M. Helgason, sjóðstjóri BJARKAR, sjóðs Auðar Captial, Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Samtökum iðn- aðarins, og Anna G. Sverrisdóttir, formaður umhverfisnefndar Sam- taka ferðaþjónustunnar. Varðliðar umhverfisins Á málþinginu mun Kolbrún Hall- dórsdóttir umhverfisráðherra af- henda Kuðunginn fyrir árið 2008, umhverfisviðurkenningu ráðuneyt- isins, í 14. sinn. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum í rekstri sínum. Auk þess mun ráðherra út- nefna varðliða umhverfisins, en um er að ræða verkefnasamkeppni um umhverfismál meðal grunnskóla- barna í 5.-10. bekk. Orkan nýtt betur Degi umhverfisins fagnað með málþingi um græn störf, varðliðar umhverfisins eru tilnefndir auk þess sem Kuðungurinn árið 2008 er afhentur fyrirmyndarfyrirtæki „Þessi fyrirtæki eiga ýmislegt sameiginlegt og því getur verið akkur fyrir þau að horft sé á þau sem eina heild,“ segir Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður um- hverfismála hjá SÍ, um fyrirtæki sem hafa upp á að bjóða „græn störf“. Tekur hún fram að fyr- irtækin geti verið í ólíkum geirum, s.s. í orkubransanum, bygging- arbransanum eða endurvinnslu. Að sögn Bryndísar er spáð mikl- um vexti í grænum störfum á næstu árum. „Þannig er því spáð í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna að markaðir fyrir umhverfisvænar vörur og þjónustu muni tvöfaldast fram til 2020,“ segir Bryndís og bendir á að hér á landi séu margvísleg tækifæri á þessu sviði, sem skap- að geti störf og aukið útflutning. Miklum vexti spáð í „grænum störfum“ SKRÁNING í sumarbúðir barna hef- ur gengið vel. Að sögn Ástríðar Jónsdóttur, kynningarfulltrúa KFUM og KFUK, var sett aðsókn- armet fyrsta skráningardaginn. Þá er metaðsókn í Vindáshlíð og margir flokkar fullbókaðir. „Það er mjög góð skráning og eiginlega betri en við bjuggumst við þar sem við áttum von á að fólk héldi að sér höndum,“ segir Ástríður. Í fyrra var skráning- armetið slegið en Ástríður segir ljóst að nú sé fólk að skrá sig aðeins seinna en áður. „Fólk er aðeins að bíða og stilla af kortatímabilið til að stýra greiðslunni því það er greitt við skráningu,“ segir hún. Að sögn Hreiðars Oddssonar, for- stöðumanns sumarbúða skáta á Úlf- ljótsvatni, er meiri skráning en verið hefur á sama tíma undanfarin ár. „Það var slegið met fyrstu vikuna sem við fórum formlega að taka við skráningum,“ segir hann. ylfa@mbl.is Mikil aðsókn í sumarbúðir barna HVALASKOÐUN Reykjavík ehf. og Norðursigling ehf. hafa sent um- boðsmanni Alþingis formlega kvörtun þar sem sérstaklega er kvartað yfir þeirri niðurstöðu Steingríms J. Sigfússonar sjáv- arútvegsráðherra að honum sé ekki lagalega fært að endurskoða ákvörðun forvera síns um hval- veiðar fyrr á þessu ári. Í fréttatilkynningu segir að það sé skoðun félaganna að upphafleg ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar um að heimilia hvalveiðar í at- vinnuskyni með reglugerð hafi ver- ið ólögmæt og að það sama gildi um þær ákvarðanir um leyfisveitingar sem teknar voru í kjölfarið. Kvört- un hvalaskoðunarfyrirtækjanna beinist fyrst og fremst að ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar en einnig að ákvörðun Einars K. Guðfinns- sonar. Kvarta til um- boðsmanns Vaki fékk verðlaunin Í frétt um útflutningsverðlaun for- seta Íslands var farið rangt með nafn fyrirtækisins sem fékk verð- launin. Verðlaunin fékk fyrirtækið Vaki fiskeldiskerfi hf. en í blaðinu stóð að fyrirtækið héti Vaka. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT AVANT fjármögnunarfyrirtækið býður nú upp á greiðsluaðlögun vegna bílalána í erlendri mynt. Geta skilvísir lántakendur fryst hluta af- borgunar í átta mánuði og greitt áfram vexti. Þeir geta síðan valið um að greiða að auki 33%, 50% eða 66% afborgun af láninu og lengist láns- tíminn í takt við afborgunarhlut- fallið. Í tilkynningu segir að þeir sem hafa nýtt sér frystingu hingað til og þar með aðeins greitt vextina geti, líkt og aðrir, nýtt sér þessa greiðslu- aðlögun er fjögurra mánaða tímabili frystingar afborgana þeirra lýkur. Nánar er fjallað um málið á mbl.is. Avant býður upp á lengri frystingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.