Morgunblaðið - 25.04.2009, Page 26
26 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
Þetta helst ...
● NÝHERJI var rek-
inn með tæplega
þriggja milljóna
króna hagnaði á
fyrstu þremur mán-
uðum þessa árs.
Þetta er viðsnún-
ingur frá fyrra ári
en á sama tímabili
árið 2008 var tapið 209 milljónir króna.
Þórður Sverrisson, forstjóri Ný-
herja, segir í tilkynningu félagsins að
efnahagsaðstæður og rekstrarumhverfi
fyrirtækja hér á landi sé með þeim
hætti, að óviðráðanlegt sé að reka fyr-
irtæki með viðunandi árangri. Vísar
hann meðal annars til gengismála,
vaxta, starfsemi banka og fleiri þátta.
Lífsspursmál sé fyrir atvinnulífið og
heimilin, að Alþingi auðnist strax að
loknum kosningum, að móta skýra
stefnu í peningamálum. gretar@mbl.is
Þriggja milljóna króna
hagnaður hjá Nýherja
verða settar inn í nýju bankana reyn-
ast lægri en upphaflega var ætlað
mun það einnig verða til þess að end-
urfjármögnun þeirra verður ríkinu
ódýrari. Upphaflega var áætlað að
endurfjármögnun bankanna þriggja
myndi kosta ríkið um 385 milljarða
króna en ef þær tölur sem Sigmundur
hefur talað um eru réttar mun hún
verða nær 200 milljörðum króna.
FME ætlaði að kynna hluta af
skýrslu Olivers Wymans í síðustu
viku. Hætt var við það og nú verður
hún ekki kynnt fyrr en viðræðum
milli kröfuhafa og ríkisins um skipt-
ingu eigna gömlu bankanna lýkur.
Stjórnvöld stefna á að þeim verði lok-
ið fyrir 18. maí næstkomandi.
Afskrifa 75 prósent
af fyrirtækjalánum
Myndi þýða að ríkið þyrfti að leggja minna fé til bankanna
Morgunblaðið/Kristinn
Hræðist hrun Sigmundur Davíð stendur fast við sitt þrátt fyrir að fjármála-
og viðskiptaráðherra hafi hafnað hrakspám hans um annað hrun.
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
ÁÆTLANIR gera ráð fyrir að hátt í
75 prósent af lánum gömlu viðskipta-
bankanna til íslenskra rekstrarfyrir-
tækja verði afskrifuð. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins kemur
þetta fram í minnisblaði Olivers
Wymans um eignir og skuldir Nýja
Landsbankans (NBI), Íslandsbanka
og Nýja Kaupþings. Samhæfðu end-
urmati fyrirtækisins var skilað til
Fjármálaeftirlitsins (FME) fyrr í
þessari viku.
Endurfjármögnun ódýrari
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, hef-
ur minnisblaðið undir höndum. Hann
segir að áætluð innheimta nýju bank-
anna verði um 2.000 milljarðar króna,
sem er um þúsund milljörðum króna
minna en áður hafði verið áætlað.
Þær upplýsingar sýni að staða ís-
lenskra fyrirtækja sé í raun mun verri
en haldið hafi verið fram. Bæði við-
skipta- og fjármálaráðherra hafa vís-
að þessu á bug. Sigmundur stendur
þó við sitt. „Þar kemur fram að skuld-
ir eignarhaldsfélaganna verði að
mestu leyti eftir í gömlu bönkunum.
Þess vegna fannst mér þetta
áhyggjuefni vegna þess að afskrift-
irnar eru þá miklu meiri hjá hefð-
bundnum rekstrarfélögum. Þessar
tölur um stærðargráðu væntanlegra
útlánatapa þykir mér benda til þess
að staða fyrirtækjanna sé það slæm
að hrun sé raunveruleg hætta. Það er
þó svigrúm til að bregðast við með því
að láta þessar miklu afskriftir að ein-
hverju leyti ganga áfram til þeirra
sem skulda áður en þeir fara í þrot.“
Ef þær skuldir fyrirtækja sem
Í HNOTSKURN
»Gylfi Magnússon segir töl-urnar sem Sigmundur
byggir mat sitt á vera á mis-
skilningi byggðar.
»FME sendi í gær frá sérlýsingu á verðmatsferli
eigna og skulda nýju bank-
anna.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
NÝI Landsbankinn (NBI), Nýja
Kaupþing og Íslandsbanki, sem allir
eru í ríkiseigu, keyptu skuldabréf úr
peningamarkaðssjóðum sínum á
miklu yfirverði í lok síðasta árs. Það
gerði bönkunum kleift að greiða
þeim sem áttu hlutdeildarskírteini í
sjóðunum 69-86% af öllum eignum
þeirra til baka. Nú er hins vegar orð-
ið ljóst að þorri þeirra fyrirtækja
sem gáfu út skuldabréf sem keypt
voru inn í peningamarkaðssjóði ís-
lenskra fjármálafyrirtækja eru í
gjaldþrotaskiptum, í greiðslustöðvun
eða eiga við alvarlega rekstrarerf-
iðleika að etja. Því munu ríkisbank-
arnir þrír ekki innheimta í samræmi
við það sem þeir greiddu. Allir bank-
arnir héldu því þó fram á sínum tíma
að uppkaupin hefðu verið fram-
kvæmd á viðskiptalegum forsendum.
55 prósenta niðurfærsla
Þessu til stuðnings er hægt að
benda á að Íslensk verðbréf (ÍV),
sem ráku peningamarkaðssjóð sem
hefur ekki verið slitið, framkvæmdu
varúðarniðurfærslu á eignum sjóðs-
ins um síðustu mánaðamót. Í sjóðn-
um eru skuldabréf frá útgefendum
sem voru áberandi í sjóðum rík-
isbanka. Niðurfærslan, 55% af eign-
um sjóðsins í dag, var aukin vegna
stöðu Baugs, FL Group/Stoða,
Landic Property og Eimskips.
Þegar peningamarkaðssjóði
Landsbankans var slitið í desember
námu eignir hans 102,7 milljörðum
króna. Sjóðurinn greiddi sjóðs-
félögum um 69% af eignum sínum til
baka. Um 60% af sjóðnum voru
skuldabréf og innlán hjá Kaupþingi,
Landsbankanum og Straumi. Allir
ofangreindir bankar hafa verið yf-
irteknir af Fjármálaeftirlitinu
(FME). Um 40% af sjóðnum voru
síðan bundin í fyrirtækjaskuldabréf-
um. Stærstu útgefendurnir, Baugur,
Samson, Eimskip, Atorka og FL
Group/Stoðir, eru allir annaðhvort í
þroti eða glíma við rekstrarerf-
iðleika. Af öllum útgefendum bréfa
sem var að finna í sjóði bankans þá
virðist eina fyrirtækið sem ætli að
standa af sér yfirstandandi efna-
hagsþrengingar vera Marel, en
skuldabréf fyrirtækisins námu 1,1%
af sjóðnum.
Íslandsbanki keypti út bréf úr
peningamarkaðssjóði sínum, Sjóði 9,
á 70% af markaðsvirði, eða þrettán
milljarða króna. Þá var þegar búið að
fjarlægja öll skuldabréf útgefin af
bankanum og Stoðum/FL Group. Í
byrjun apríl staðfesti Sigrún Ragna
Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs bankans, að virði bréfanna
hefði þegar verið tekið niður. Hún
vildi hins vegar ekki segja hversu
mikið. Glitnir greiddi 85% út úr
sjóðnum þegar honum var slitið.
Samkvæmt uppgjöri sjóðsins frá
miðju ári 2008 voru bréf í Straumi,
Exista, Atorku og Baugi fyrirferð-
armikil í honum. Í sjóði Kaupþings
voru rúmir 36 milljarðar króna þegar
honum var slitið. Um 2/3 hlutar
sjóðsins voru innlán en um þriðj-
ungur var í skuldabréfum. Kaupþing
greiddi um 57% af markaðsvirði
skuldabréfa í sjóðnum fyrir þau.
Fengu ekki fyrirgreiðslu
SPRON, MP banki, Byr og ÍV
ráku öll peningamarkaðssjóði en
nutu ekki sömu fyrirgreiðslu um
uppkaup bréfa og bankarnir sem rík-
ið tók yfir. Þau hafa nú í sameiningu
kært íslenska ríkið fyrir að neita að
kaupa út bréf þeirra á sama verði og
úr ríkisbönkunum til Eftirlitsstofn-
unar EFTA (ESA). SPRON keypti á
sínum tíma út öll bréf úr sjóði sínum
og greiddi sjóðsfélögum 85,5%. Tæp
72% sjóðsins samanstóðu af bréfum
fyrirtækja sem eru annaðhvort í
þroti eða í alvarlegum rekstrarerf-
iðleikum.
Útgefendur bréfa flestir í þroti
Ríkisbankarnir keyptu skuldabréf úr peningamarkaðssjóðum á yfirverði
Útgefendur flestir í þroti eða alvarlegum erfiðleikum Kaupin kærð til ESA
" ("
)*
'()
*
%#
!
+ ,
% * (
-
%#,
+" "
-.
/
-
(
Einstaklingar
sem áttu verð-
laus hlutabréf í
bönkunum um
síðustu áramót
geta ekki fært
tapið á móti
söluhagnaði
hlutabréfa í
skattframtali.
Pétur Blön-
dal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í
efnahags- og skattanefnd Alþing-
is, segir málið hafa verið rætt í
nefndinni. Hann segir einnig
dæmi um að fólk, sem erfði bréf í
bönkunum á síðasta ári, hafi
þurft að greiða af þeim erfða-
skatt. Er þá miðað við verðmæti
bréfanna á dánardegi eigandans.
Hafi fólk fengið bréfin í arf í
september þurfi að greiða af
þeim erfðaskatt þótt þau voru
verðlaus í lok árs.
Í raun er ekki hægt að líta á
hlutabréfaeign í bönkunum, þrátt
fyrir að eignin sé verðlaus í dag,
sem raunverulegt tap. Það hefði
einungis verið hægt ef bréfin
voru seld með tapi, til dæmis fyr-
ir eina krónu, rétt áður en bank-
arnir féllu og viðskipti með bréfin
voru stöðvuð.
„Það koma upp alls konar
vandamál núna vegna þess að
bankarnir eru ekki gjaldþrota,“
segir Pétur. Það sé í raun ekki
búið að raungera tapið. Þetta sé
eitthvað sem þurfi að leysa og
verði að öllum líkindum skoðað
þegar þing kemur aftur saman.
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri segir mikið spurt um
hvernig telja eigi bankabréfin
fram. bjorgvin@mbl.is
Telja fram
verðlaus
bankabréf
Pétur Blöndal
456 456 0
11
2345
246
456 6
3575
77
245
240
78
9
3
:
610
30 2345
240
;"<
6
7350
7017
2847
284
4560.
4561%
071
0 $4
2348
● TÓLF mánaða verðbólga lækkar úr
15,2% í mars í 11,7% í apríl, ef spá
Greiningar Íslandsbanka gengur eftir,
en deildin spáir því að vísitala neyslu-
verðs í apríl hækki um 0,3% frá fyrra
mánuði. Hagstofan mun birta mælingu
á vísitölunni næstkomandi miðvikudag.
Í Morgunkorni Greiningar Íslands-
banka segir að deildin spái því að verð-
bólgan hjaðni hratt á næstunni. Hún
verði komin undir 10% um mitt þetta
ár og undir verðbólgumarkmið Seðla-
bankans, sem er 2,5% verðbólga, í
byrjun næsta árs. Þá segir í vefritinu að
að frátöldum áhrifum af gengislækkun
krónunnar sé nánast enginn verðbólgu-
þrýstingur í hagkerfinu. grear@mbl.is
Spá hraðri hjöðnun
verðbólgunnar
„ÞETTA er í samræmi við ákvörð-
un ríkisskattstjóra að leggja
áherslu á aukið eftirlit. Það end-
urspeglar niðurstöðu samráðshóps
fjármálaráðuneytisins, skattrann-
sóknarstjóra og skattstjóra að
leggja áherslu á eftirlit í tengslum
við hrun bankanna og í aðdraganda
þess,“ segir Skúli Eggert Þórð-
arson ríkisskattstjóri.
Í Morgunblaðinu í fyrradag aug-
lýsir embættið eftir starfsmanni í
eftirlitsdeild. Það sé í samræmi við
aukna áherslu ríkisskattstjóra á
skatteftirlit.
„Í viðræðum fjármálaráðuneyt-
isins við skattrannsóknarstjóra og
ríkisskattstjóra hefur komið fram
að afar brýnt sé að hraða rannsókn
hugsanlegra skattalagabrota í
tengslum við fall bankanna og í
starfsemi þeirra í aðdraganda falls-
ins hvort sem er hjá eigendum,
stjórnendum eða starfsmönnum
bankanna og félaga sem þeim
tengjast,“ segir í tilkynningu frá
fjármálaráðuneytinu.
Því verður skipaður starfshópur
sérfræðinga þessara stofnana og
annarra stofnana skattkerfisins til
að vinna sérstaklega að þessum
verkefnum. bjorgvin@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Skattsjóri Skúli Eggert Þórðarson.
Meira lagt í
skatteftirlit