Morgunblaðið - 25.04.2009, Side 31
Fréttir 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
Útstrikun er skýr skilaboð
sem hefur raunveruleg áhrif
Auður seðill er ógildur
www.andriki.is
Fái Y listinn 4 menn kjörna, þurfa aðeins 11,2 % kjósenda
hans að strika yfir nafn Ara Arasonar svo hann falli niður um sæti.
Sendum skýr skilaboð. Útstrikanir hafa áhrif.
Samkvæmt 100. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis er auður seðill ógildur.
Hún er líka afar einföld:
Y
Listi Þingframboðsins
SÝ
NI
SH
OR
N
Ari Arason
Björg Bjargardóttir
Daníel Daníelsson
Gunnlaugur Gunnlaugsson
Ingi Ingason
Jóna Jónsdóttir
Karl Karlsson
Magnús Magnússon
Ólafur Ólafsson
Páll Pálsson
Ragna Ragnarsdóttir
Sveinn Sveinsson
Torfhildur Torfadóttir
Una Unadóttir
Viðar Viðarsson
Þórður Þórarinsson
X
GOOGLE jörð-forritið hefur notið mikilla vin-
sælda enda er vissulega spennandi að skoða ljós-
myndir frá nærri öllum heimshornum úr lofti.
Ástrali á fertugsaldri, Dashwood að nafni, vatt
sér í verkefni með aðstoð forritsins sem krefst
nokkurrar þolinmæði enda tók það hann sex
mánuði að ljúka því.
Erfitt að finna suma stafina
Dashwood einsetti sér að finna, innan Viktor-
íuríkis í Ástralíu, ígildi allra bókstafa stafrófsins
á yfirborði jarðarinnar, hvort sem það væru
byggingar, akrar eða form frá náttúrunnar
hendi.
„Ég fann táknin rétt eins og þú gætir getið þér
til um,“ segir Dashwook í samtali við dagblaðið
Telegraph. „Ég færði mig hægt yfir ljós-
myndakortin og notaði bara augun,“ segir
Dashwood. Hann segir að erfiðast hafi verið að
finna stafi eins og K, R, W og Z þar sem skálínur
mæti öðrum línum.
Flóknari stafir eins og B og G voru líka erfiðir
en fyrir B fann Dashwood B-laga haga og hafn-
arsvæði í formi G.
Dashwood hefur mikla reynslu af stafrænni
myndvinnslu, þ.m.t. kvikmyndagerð og staf-
rænni listsköpun. „Ég setti mér ákveðin skilyrði
við verkefnið eins og að einskorða mig við Vikt-
oríuríki og að lagfæra ekki myndirnar á nokk-
urn hátt,“ segir Dashwood. Myndirnar séu því
eins og hann fann þær í gegnum Google jörð.
jmv@mbl.is
Stafróf jarðarinnar
A,B,C Dashwood eyddi hálfu ári í að finna stafi
stafrófsins á yfirborði Viktoríuríkis í Ástralíu.
BANDARÍSK stjórnvöld hafa sam-
þykkt að birta myndir, sem sýna
meintar pyntingar í fangelsum
Bandaríkjamanna í Írak og Afganist-
an í tíð ríkisstjórnar George W. Bush.
Var það haft eftir talsmanni Banda-
rísku borgararéttindasamtakanna,
ACLU, en þau höfðuðu mál árið 2004
og kröfðust þess, að myndirnar yrðu
birtar.
44 myndir verða birtar ekki síðar
en 28. maí næstkomandi og verið er
að undirbúa birtingu fleiri að því er
fram kom hjá bandaríska dóms-
málaráðuneytinu.
Amrit Singh, lögmaður ACLU,
sagði, að myndir sýndu og sönnuðu,
að pyntingar á föngum hefðu ekki
verið nein undantekning, heldur
regla, sem farið hefði verið eftir ann-
ars staðar en í Abu Ghraib-fangelsinu
í Írak.
Ríkisstjórn Bush neitaði ávallt að
birta myndirnar og hélt því fram, að
birtingin myndi valda uppnámi og
brjóta raunar gegn skyldum Banda-
ríkjamanna við fanga samkvæmt
Genfarsáttmálanum.
Ríkisstjórn Baracks Obama for-
seta skýrði í síðustu viku frá yf-
irheyrsluaðferðum í Guantanamo-
fangabúðunum á Kúbu en þær fólu
meðal annars í sér ýmsar pyntingar
aðrar en líkamlegt ofbeldi. svs@mbl.is
Fallist
á mynd-
birtingu
Taldar sýna meintar
pyntingar á föngum
LÖNGUM hefur
farið það orð af
frönskum konum
að þær séu
grannar og glæsi-
legar, jafnvel þó
þær úði í sig Ca-
membertosti. Ný
rannsókn
Frönsku lýð-
fræðistofnunar-
innar styður að
franskar konur séu vissulega þær
grennstu í Evrópu. En hún sýnir
jafnframt að af evrópskum konum
hafa þær frönsku hvað mestar
áhyggjur af þyngd sinni.
Þá kemur fram að í Frakklandi
séu flestar konur undir kjörþyngd
en aðeins helmingur þeirra telji sig
of grannar.
Höfundur rannsóknarinnar, Thi-
baut de Saint Pol, segir að franskar
konur leggi mikið á líkama sína.
Kjörþyngd sé lægri að þeirra mati
en að mati annarra evrópskra
kvenna. Það að vera undir kjör-
þyngd þyki ákjósanlegt í Frakk-
landi. jmv@mbl.is
Grannar en
þjakaðar
Forsetafrú Skyldi
hún hafa áhyggjur?
ATVINNULEYSI á Spáni jókst
mjög á fyrsta fjórðungi þessa árs og
mælist nú 17,36%. Eru rúmlega fjór-
ar milljónir manna án atvinnu en
helmingur þeirra missti hana á síð-
asta ári.
Mikil þensla var í spænskum
byggingar um nokkurra ára skeið en
sú bóla hjaðnaði mjög skyndilega á
síðasta ári. Að undanförnu hefur þó
samdrátturinn verið mestur í þjón-
ustuiðnaði, einkum í kringum ferða-
mennskuna, en ferðafólki hefur
fækkað verulega.
Atvinnuleysið hefur ekki áður
mælst jafnmikið og nú en Luis Rod-
riguez Zapatero, forsætisráðherra
Spánar, vonast til, að þær opinberu
framkvæmdir, sem á að ráðast í,
muni veita tugum þúsunda manna
vinnu. svs@mbl.is
17% atvinnu-
leysi á Spáni