Morgunblaðið - 25.04.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.04.2009, Qupperneq 34
Fyrirtækin munu draga þjóðina upp úr kreppunni Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Á smundur Stefánsson, bankastjóri Nýja Landsbankans, baðst fyrr í þessum mánuði, í ræðu á starfsdegi bankans, afsökunar á þeim mistök- um sem bankinn gerði fyrir banka- hrunið. „Ég bað starfsfólk Lands- bankans afsökunar vegna þess umhverfis sem því var búið og mistaka stjórnenda bankans. Síðan bað ég þjóðina afsökunar á þeim þætti sem Landsbankinn á í hinni erfiðu stöðu sem þjóðin býr við í dag. Í þriðja lagi hét ég því fyrir hönd okkar starfsmanna bankans að gera betur í framtíðinni og leggja allt í sölurnar til að treysta fjárhags- legan grundvöll fjölskyldna og fyr- irtækja. Ég vil vekja athygli á því að á starfsdegi bankans voru mættir 800 starfsmenn og það var unnið af eld- móði og áhuga. Það var mikill sam- hljómur í hugmyndum hópanna sem þar störfuðu. Þau gildi sem fólk vildi hefja til vegs voru: heiðarleiki, virð- ing og fagmennska. Þannig ávinni bankinn sér traust og verði með sanni banki allra landsmanna.“ Eins og börn í matador Hver voru helstu mistök stjórn- enda bankans? „Hraðinn var alltof mikill. Hinar miklu skuldsettu yfirtökur byggðust ekki alltaf á nægilega traustum grunni og framvirkir samningar fóru úr böndum, í mörgum tilvikum þannig að þeir urðu fremur veðmál um þróun mynta en vörn. Það er líka ljóst að í hraðanum var verklags- reglum ekki fylgt nægilega vel. Bankinn ber þó alls ekki einn ábyrgð á því sem þarna gerðist. Banki neyðir engan til að gera lána- samninga, framvirka samninga eða annars konar samninga. Þá hefur orðið almennt bankafall í heiminum sem eflaust hefði einnig birst hjá okkur þótt allt hefði verið vel gert í íslenska bankakerfinu. Þegar ég las bók Ólafs Björns Kárasonar, Stoðir – FL bresta, fannst mér ég ekki vera að lesa sögu um fjármálamenn heldur frásögn af börnum að leika matador. Leik- maður kastar teningi, lendir á Hverfisgötu og kaupir hana. Síðan fer hann yfir byrjunarreit og fær pening til að kaupa fleiri götur. Menn virtust þar vinna af miklum asa og af takmarkaðri yfirvegun. Í því máli og mörgum fleirum var frumkvæðið væntanlega ekki í bankakerfinu heldur hjá hinum svo- nefndu framtaksmönnum. Þau fyrirtæki og þeir ein- staklingar sem mest höfðu umleikis verða einnig að gera hreint fyrir sín- um dyrum og viðurkenna sína ábyrgð.“ Þú segir að ekki hafi verið farið eftir verklagsreglum. Hvaða verk- lagsreglur bankans voru brotnar? „Í hraðanum fór stundum svo að verklagsreglur urðu frekar leiðbein- ingar, fyrirmæli um það hvernig eigi að standa að málum. Þetta gerðist víða og leiddi til óheppilegra ákvarð- ana og óheppilegrar framkvæmdar. Lærdómurinn sem við í bankanum höfum dregið af þessu er að svona megi ekki að vinna. Við einsetjum okkur að taka á málum af meiri yf- irvegun og vandvirkni og standa vel að samstarfi við það fólk og þau fyr- irtæki sem nú eiga í greiðsluerfið- leikum. Þá viljum við styðja þá sem hafa burði og tækifæri til uppbygg- ingar. Þannig komum við hagvexti aftur á skrið. Við þurfum að efla samstarf, byggja upp traust og koma fram við alla af virðingu og til- litssemi. Vinna vel og sýna frum- kvæði.“ Vextir verða að lækka Nú heyrast raddir sem segja að bankinn sé í órekstrarhæfu ástandi og útlánasafn bankans sé nánast ónýtt. Hverju svararðu þessu? „Við erum að taka á verkefninu með því að taka fyrir eitt mál í einu. Margt í lánasafni bankans, og eins annarra banka, mun reynast lítils, jafnvel einskis virði. Það má hins vegar ekki gleymast að mörg fyr- irtæki eru í fljúgandi fínum gangi, með engin vandræði á bakinu. Þetta eru fyrirtækin sem munu draga þjóðina upp úr kreppunni. Það er mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvaða möguleika forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá og hjálpa þeim til að nýta þá. Ákveðinn hluti fyrirtækja er svo í stöðu þar sem ekkert blasir við ann- að en endurskipulagning á eignar- haldi. Það er verið að vinna að því verkefni og mikilvægasti þátturinn þar er væntanlega að reyna að sjá til þess, þar sem mögulegt er, að end- urskipulagningin leiði ekki til stöðv- unar á rekstri og endurskipulagður rekstur geti stuðlað að uppbygg- ingu. Svo eru fyrirtæki, sem eru þarna á milli, í töluverðum erf- iðleikum en komast þó líklega í gegnum erfiðleikana ef þeim er sýnd þolinmæði og eðlilegt tillit. Við í Landsbankanum erum með öll þessi viðfangsefni í fanginu. Og þannig er það í öllum bönkunum.“ Landsbankinn er í auglýsinga- herferð og skilaboðin virðast vera að staða bankans sé sterk – en er hún það raunverulega? „Við höfum ekki fengið efnahags- reikning ennþá. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að það væri víðáttuvitlaust ef stjórnvöld settu bankakerfið í gang á svo veik- um brauðfótum að það stefndi aftur í þrot. Við höfum fullt traust á yf- irlýsingum stjórnvalda um það að bankakerfið fái nægilegt fé til að geta staðið sig í því að þjóna ís- lensku samfélagi. Og við vinnum nú þegar eins og það hafi gerst. Landsbankinn er með sterka lausafjárstöðu, sem þýðir að við get- um tekið áhættuna af því að lækka vexti og höfum tekið frumkvæði í vaxtalækkunum núna með 2 pró- senta lækkun allra óverðtryggðra vaxta í trausti þess að aðrir bankar fylgi í kjölfarið. Það er augljóst að hvorki fólk né fyrirtæki geta lifað við það vaxtastig sem er á óverð- tryggðum lánum, vextirnir verða að lækka enn frekar. Landsbankinn er stærsti bankinn, með víðtækasta útibúanetið, full- komnustu tölvuþjónustuna og sterk- asta starfsmannaliðið. Kannanir sýna að hann er að endurheimta traust viðskiptamanna og sam- félagsins. Ég er því ekki í vafa um að Landsbankinn getur, og er í sterkari stöðu en aðrar fjár- málastofnanir, stutt þá sem eru í erfiðleikum og þá sem geta byggt upp. Botninum ekki náð Þú segir að fyrir bankahrunið í október hafi verið unnið af of mikl- um hraða í bankanum, en getur ekki verið að nú sé unnið í of miklum hægagangi? Er verið að taka nauð- synlegar ákvarðanir og er kannski verið að vernda þá sem komu land- inu á hausinn? „Það er mikið afrek hversu hratt bankakerfið hefur gengið í verk eftir hrunið í október, en hlutir taka tíma og í réttarsamfélagi verða þeir að taka tíma. Við vöðum ekki út og suð- ur og tökum eignir af fólki. Við höf- Morgunblaðið/Kristinn Mun ekki sækja um bankastjórastöðuna „Þetta er erfitt starf og ég hef ekki flatmagað. En þetta er bráðabirgðastarf.“ Ásmundur Stefánsson bankastjóri Landsbankans 34 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.