Morgunblaðið - 25.04.2009, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.04.2009, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Kjósendurstandaframmi fyrir vandasömu vali í dag. Sjaldan hefur verið um meira að tefla í alþingiskosn- ingum. Framtíð þjóðarinnar er í húfi, hvort hún nær sér upp úr efnahagslægðinni. Margir áratugir eru síðan tveir flokk- ar gengu til kosninga í banda- lagi eins og núverandi stjórn- arflokkar gera nú. Kostirnir ættu því að vera skýrir, en eru það hins vegar ekki. Ekki er að öllu leyti ljóst hvaða afleið- ingar það hefur að greiða at- kvæði á einn eða annan veg. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt fyrir þjóðina skýra stefnuskrá – sem hún ætti þó að hafa gert, fyrst stjórnarflokkarnir eru staðráðnir í að halda áfram samstarfi. Í umræðum for- manna stjórnmálaflokkanna á sjónvarpsstöðvunum í gær- kvöldi kom skýrt í ljós að stjórnarflokkarnir hafa í raun ekkert ákveðið um það hvernig samstarfi þeirra verður háttað á nýju kjörtímabili. Allt og sumt, sem þeir hafa ákveðið, er að gera bandalag um að halda völdunum. Stærsta gjáin á milli stjórn- arflokkanna er í afstöðunni til Evrópusambandsins – sem er eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Ísland mun ekki ná sér upp úr núverandi kreppu og endurheimta stöð- ugleikann án nýs gjaldmiðils. Umsókn um aðild að ESB er sú leið, sem blasir við til að tryggja Íslandi stöðugan, al- þjóðlegan gjaldmiðil. Í um- ræðuþættinum í Ríkissjón- varpinu í gærkvöldi sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, að um það mál væri ósamið, „eins og ann- að“. Og tók fram að VG væri andsnúin aðild að ESB og væri stefnufastur flokkur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra ítrekaði hins vegar að ESB-aðild væri forgangsmál Samfylkingarinnar. Svo eru báðir flokkar tilbúnir að ræða málið, en hvernig í ósköpunum ætla þeir að leysa það, þegar svona langt er á milli? Kjós- endur, sem vilja láta reyna á þá kosti, sem Íslandi bjóðast í aðildarviðræðum við ESB, geta ekki treyst því að atkvæði greitt Samfylkingunni tryggi framgang þeirrar stefnu. Akkilesarhæll kosninga- bandalags Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er að hafa ekki nú þegar komið sér saman um málefnagrundvöll. Það þýðir að flokkarnir munu þurfa að efna til nýrra stjórn- armyndunarviðræðna eftir kosningar. Og af því að þar er ósamið um ESB „eins og ann- að“, geta þær hæglega farið út um þúfur. Í þessu felst tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, sem þrátt fyr- ir fyrirsjáanlegt fylgistap gæti orð- ið í stöðu til að mynda stjórn með hvorum núverandi stjórnarflokka sem er. Flokk- urinn hefur á lokaspretti kosningabaráttunnar gert upp hug sinn í því að vilja sækjast eftir upptöku evru, sem er auðvitað eina vitið út frá hagsmunum almennings og atvinnulífs. Aðferðin sem sjálfstæð- ismenn telja vænlega til þess, virðist hins vegar langsótt; að ætla að taka upp evruna í sam- starfi við ESB með atbeina Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, án þess að nokkuð liggi fyrir um að þessir aðilar hafi áhuga á slíku samstarfi. En kannski er þetta bara taktík svipuð þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 1991 að vilja tví- hliða viðræður við ESB um fríverzlun með fisk, fremur en að halda áfram viðræðunum um Evrópska efnahags- svæðið. Sú stefna gleymdist á kosninganóttinni og var aldrei endurvakin. Hugsanlega er því enn hægt að stóla á Sjálf- stæðisflokkinn að taka skyn- samlegar ákvarðanir í þessu stóra hagsmunamáli. Hvað varðar grundvallar- afstöðu til uppbyggingar at- vinnulífsins og ríkisfjármál- anna eru kostirnir, sem kjósendur standa frammi fyr- ir, skýrir. Stjórnarflokkarnir vilja meiri ríkisumsvif og meiri skatta. Sjálfstæðismenn hafna aukinni skattlagningu og ríkisforsjá og leggja þess í stað áherzlu á að efla atvinnu- lífið, þannig að það geti til framtíðar skilað ríkissjóði tekjum, sem standi undir vel- ferðarþjónustunni. Afstaða Framsóknarflokksins er í grundvallaratriðum sú sama, en svo virðist þó sem flokk- urinn muni ekki fá þann stuðning í kosningunum að komast í neina oddaaðstöðu af því tagi, sem Sjálfstæðisflokk- urinn á enn einhverja von um. Allir flokkar eru sammála um að leita þurfi leiða til að létta greiðslubyrði almenn- ings og fyrirtækja, skapa ný störf og verja hag þeirra sem minnst mega sín. En um stóru myndina, þann ramma sem þarf að skapa til að þetta verði hægt, ríkir minni eining. Hvernig kemst Ísland út úr gjaldmiðilskreppunni? Hvern- ig endurheimtir Ísland láns- traust sitt? Hvernig náum við jafnvægi í ríkisfjármálunum þannig að við höfum efni á vel- ferðarkerfinu, sem hér verður í boði? Þetta eru stóru spurn- ingarnar, sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til í dag. Kostirnir ættu að vera skýrir, en eru það ekki} Úr vöndu að ráða Í kjölfar bankahrunsins hugsar fólk öðruvísi en áður. Mörg stórhuga áform góðærisins hafa að engu orðið og önnur eru í biðstöðu. Og fólk hugs- ar sem er. Voru þessi áform eins fín og flott og flestir héldu? Getum við ekki haldið lengur í það þjóðfélag sem við ólumst upp í og þekktum, gamla Ísland? Snorri Freyr Hilmarsson, formaður Torfu- samtakanna, var í athyglisverðu viðtali á mbl.is fyrir skömmu. Snorri Freyr segir í samtalinu að örlög Skuggahverfisins í Reykja- vík séu aftur komin hendur ríkisins með gjald- þroti viðskiptajöfra, sem hafi keypt upp gömul hús í miðbænum til að rífa þau og byggja ný. Þannig hafi Samson Properties óskað eftir því að rífa mörg gömul hús milli Hverfisgötu og Lindargötu. Þá hafi margir verktakar og við- skiptamenn stundað spákaupmennsku með lóðir og fest kaup á húsum í hverfinu í góðærinu í von um að þar verði verðmætar byggingarlóðir í framtíðinni. Snorri Freyr vill að aðalskipulagi borgarinnar verði breytt til þess að komast út úr þessum ógöngum. Svo- kölluð „mollvæðing“ hafi verið að teygja sig upp í gamla bæinn og borgaryfirvöld hafi gefið tóninn með samein- ingu lóða. Menn hafi talað niður Hverfisgötuna en það ljótasta þar sé í raun nýleg hús, sem enginn hafi óskað eftir að rífa. Margt af því sem Snorri Freyr sagði í viðtal- inu er satt og rétt. Í miðbænum og nágrenni hans er að finna margar perlur, sem fremur ætti að varðveita en rífa. Ég tel víst að augu margra hafi opnast fyrir þessu í þeim hamförum sem orðið hafa í íslensku efnahagslífi frá því í haust. Gissur Sigurðsson, fréttamaður á Bylgj- unni, impraði á öðru athyglisverðu máli fyrir skömmu. Hvers vegna fær Slippurinn í Reykjavík ekki að standa þar sem hann er, spurði Gissur. Hann sagðist hafa hitt útlend- inga á göngu við Slippinn og þeir hefðu verið stórhrifnir að sjá stór skip uppi á þurru landi. Reyndar töldu útlendingarnir Slippinn eitt það merkilegasta sem þeir hefðu séð í ferð sinni til Íslands. Þetta er auðvitað rétt hjá Gissuri. Það er ekki líklegt að ný byggð rísi á Slippsvæðinu á næstu árum og því engin þörf á því að úthýsa fyrirtækinu í bráð og flytja starfsemina upp á Grundartanga, eins og áformað er. Ég ek þarna um á hverjum degi og finnst alltaf jafn vinalegt að sjá skipin og menn að vinna við að skrapa þau og mála. Eflaust má finna margt fleira á gamla Íslandi sem ástæða er til að halda í. Réttast væri að setja saman hóp manna, sem skoðaði þetta í grunninn og legði fram til- lögur um hvað beri að varðveita og hvernig best væri að standa að þeirri uppbyggingu sem þörf er á. Að þessu verki ættu að koma fulltrúar frá ríki og borg og áhuga- menn. Tofusamtökin ættu að eiga þarna fulltrúa og hugs- anlega fleiri samtök. Ég er þess fullviss að komandi kynslóðir verða okkur þakklátar, ef tekið verður á málinu með festu. Sigtryggur Sigtryggsson Pistill Gamla Ísland, aðeins lengur Hvenær getum við farið að nýta þessa skóga? FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is S kógrækt og nýting auð- lindarinnar hefur nokk- uð verið til umræðu á síðustu mánuðum og eft- irspurn eftir afurðum hefur aukist eftir bankahrunið. „Þessi mál hafa komist í enn meiri brennidepil eftir að kreppan skall á. Við fáum alls konar fyrirspurnir og ekki síst er spurt „hvenær þessi skógur kemur og hvort við getum ekki farið að nota hann“,“ segir Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógrækt ríkisins. Innflutningur á skógarafurðum nam 17,2 milljörðum króna í fyrra og dróst lítillega saman frá 2007, þar sem innflutningur var lítill síð- ustu þrjá mánuði 2008. Alls voru flutt inn um 78 þúsund tonn af viði að verðmæti um 8,7 milljarðar. Af pappír og pappa voru flutt inn 48 þúsund tonn að verðmæti 8,5 millj- arðar. Innlend framleiðsla skógar- afurða er 0,6% af innflutningi í tonnum talið og 0,5% af innflutn- ingi í krónum. Hægt að spara gjaldeyri Í fyrirlestri Þrastar og Auðar Ottesen um íslenskan markað með skógarafurðir á fagráðstefnu skóg- ræktar nýlega kom fram að Íslend- ingar gætu framleitt mest af þessu ef hér væri sterk skógarauðlind. Á þennan hátt væri hægt að spara yf- ir 10 milljarða króna í gjaldeyri. Þröstur segir að það sé fullkom- lega raunhæft að stefna að því að innlend framleiðsla verði allt að ¾ af notkun á viði, pappír og pappa. „Alltaf þegar við ræðum um skóg- rækt þá erum við að tala um ára- tugi, en eftir einn mannsaldur eða svo getum við hiklaust verið sjálf- bær á mörgum sviðum,“ segir Þröstur. „Byrjunin hjá okkur er orðin tví- tug ef ég miða við upphaf Héraðs- skóga og síðan landshlutabundinna skógræktarverkefna um og upp úr 1990. Reyndar er þegar farið að mjatlast inn í framleiðslu úr grisj- un úr skógum sem voru gróð- ursettir upp úr 1950.“ Þröstur varpar því fram að um 4-5 áratugi geti tekið að verða sjálfbær í framleiðslu á borðum og plönkum. Hann nefnir einnig brennslu timburs sem kolefnisgjafa í málmblendi. 7-8 áratugi geti tekið að skapa forsendur til að setja upp spónaplötuverksmiðju, en stór hluti af innflutningi sé alls konar plötur, sem krefjist ekki mikilla timb- urgæða. Um 100 ár geti verið þar til grundvöllur skapist fyrir papp- írsframleiðslu hér á landi, en þá verði strax að setja aukinn kraft í ræktunina.„Því lengur sem við bíð- um með að byggja upp þessa auð- lind í alvöru þá líður lengri tími þar til við getum farið að nýta hana,“ segir Þröstur. Ríkið verður að taka þátt Það eru einkum sitkagreni, alaskaösp, rússalerki og stafafura, sem gefa afurðir. Að sögn Þrastar þyrftu skógar ekki að þekja nema 5-10% af láglendi, en myndu samt gefa allt að ¾ af öllum þeim skóg- arafurðum sem Íslendingar nota. Hann segir að ríkið verði að koma að uppbyggingunni því um langtímaverkefni sé að ræða. „Í skógrækt færðu arðinn kannski ekki fyrr en eftir 80 ár og í slíku langhlaupi er einkafjármagn ein- faldlega ekki nógu þolinmótt. Í góðærinu slakaði ríkið á frá síðustu aldamótum, en nú þarf að meta stöðuna að nýju og svara því hvað við gerum þegar kreppan linar tök- in,“ segir Þröstur Eysteinsson. Ljósmynd/Þór Þorfinnsson Auðlindin Trönum í fiskihjalla hlaðið á bíl á Hallormsstað haustið 2005. ÝMSAR afurðir íslensku skóganna eru nú þegar nýttar og spara dýr- mætan gjaldeyri. Þannig eru tré úr skógunum orðin nægilega há til að nýta í fiskhjalla, en sá markaður er sveiflukenndur. Sala arinviðar úr birki, furu og lerki hefur aukist stöðugt undanfarin ár. Líklegt er að innlend framleiðsla hafi komið í staðinn fyrir innfluttan arinvið og einnig eldivið til að baka pitsur. Fyrirtækið Hestalist hóf að kaupa innlendan grisjunarvið til sinnar framleiðslu árið 2008, en fyrirtækið framleiðir þurrkaða hef- ilspæni sem notaðir eru sem und- irburður undir húsdýr. Í fyrra voru flutt inn tæplega 2400 tonn, en eftir fall krónunnar í fyrrahaust hefur Skógrækt ríkisins leitast við að auka grisjun og sinna þessum markaði. Þörfin fyrir þessa einu af- urð er þó meiri en íslenskir skógar geta annað að svo stöddu. MARGT SMÁTT ››
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.