Morgunblaðið - 25.04.2009, Side 39
39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
Gott til glóðarinnar Samfylking er umburðarlyndið uppmálað en svo virðist sem frjálslyndir og vinstri græn viti eitthvað sem við hin vitum ekki.
Ómar
Jens Guð | 23. apríl 2009
Hrikalegt áfall –
sólin heldur stöðugt
áfram að kólna
...Mannlífið fær einnig
vítamínsprautu frá sólinni
í bókstaflegri merkingu.
Sólin framleiðir nefnilega
D-vítamín á húðinni og
kemur af stað upp-
tökuferli kalks. Þannig
styrkir sólin bein, húð, hár og neglur.
Sólin lætur heilann sömuleiðis losa boð-
efni sem framkalla glaðværð og vellíðan.
Þess vegna brosir fólk meira í sól en í
beljandi stórhríð og norðangarra. Fólk
með hina ýmsu húðsjúkdóma fagnar sól-
inni alveg sérstaklega. Sólin hefur svo
læknandi eiginleika.
Nýjar fréttir um að sólin haldi stöðugt
áfram að kólna eru hrikalegt áfall. Ekki
aðeins vegna ofantalinna atriða heldur
einnig vegna sölu á sólkremum. Á móti
kemur að sala á vettlingum og kuldagöll-
um tekur að glæðast.
Gleðilegt sumar!
Meira: jensgud.blog.is
Elín Ýr | 24. apríl 2009
Þetta líf!
Ég er í leigukytrunni
minni, sem státar hvorki
af mörgum fermetrum né
mikilli fegurð, hefur þó
einhvern sjarma sem þarf
að leggja rækt við. Yf-
irdráttarheimildin er í há-
marki, bankareikningurinn sársvangur.
Íbúðin mín er tóm vegna tilraunar minn-
ar til að skella mér í sambúð og of-
urbjartsýni mín varð að verkum að meiri-
hluti innbúsins fékk að fjúka. Ég er því
með pappakassa fulla af dóti í stað hús-
gagna þar sem ég hef ekki húsgögn til
að setja dótið í eða á. Gamla fressið
minn er með þvagsteina og krefst ok-
urdýrs sjúkrafóðurs og sýklalyfja dag
hvern. Tíkin mín er á bullandi lóðaríi og
mér líður eins og ég sé með heyrn-
arlausan, ofvirkan krakka í göngutúrum.
Bíllinn minn er bensínlaus og þarf bráð-
um rándýrrar viðgerðar við til þess að fá
gula 2009 miðann á sig, er með fínan
eiturgrænan endurskoðunarmiða eins
og er. Sjónvarpið gaf ég í örlæti mínu og
er því sjónvarpslaus, ekki hef ég grátið
það mikið. Mjólkin stendur úti í glugga,
því ísskáp á ég ekki, eina ástæða þess
að ég voni að hitni ekki mikið í veðri á
næstunni. [...]
En þrátt fyrir allt þetta ... þá er ég
bara andskoti sátt! Ég er ánægðari en ég
hef verið í lengri tíma, ég hlæ með sjálfri
mér þegar ég ætla að kaupa í matinn og
þarf að skila flestu því ég gleymi ís-
skápsleysinu. Hafragrautarát þessa dag-
ana sér mér fyrir orku og fáum hitaein-
ingum. Tíkin knúsar mig í gríð og erg og
dregur mig út að hreyfa mína stirðu
vöðva. Þrifin eru fljótgerð, því litlu þarf
að þurrka af og tíminn minn fer ekki í
sjónvarpsgláp.
Ég gæti haft það svo miklu verra og
meðan svo er ekki, þá þakka ég bara fyr-
ir!
Meira: elin.blog.is
KOSNINGARNAR í dag marka tímamót í ís-
lensku samfélagi. Íslenskt efnahagslíf hefur orðið
fyrir þungu höggi og framtíðin er mörkuð óvissu.
Nú sem aldrei fyrr er horft til þeirra lausna og hug-
mynda sem stjórnmálaflokkarnir bjóða upp á, enda
voru það veigamestu rökin fyrir því að flýta kosn-
ingum til Alþingis um tvö ár að þjóðin fengi tæki-
færi til að veita stjórnmálaflokkunum endurnýjað
umboð til þess að takast á við þau risavöxnu við-
fangsefni sem framundan eru.
Von
Í stefnu okkar sjálfstæðismanna felst sú von sem
íslensku þjóðinni er nauðsynleg um þessar mundir.
Áherslur okkar ganga út á að skapa ný störf á
næsta kjörtímabili, nýta þá möguleika sem landið
hefur upp á að bjóða og virkja þannig kraftinn í
fólkinu í landinu. Við Íslendingar eigum að hefja
nýja sókn á grundvelli þeirra sterku innviða sem
þjóðin býr yfir og efldust mjög í tíð Sjálfstæð-
isflokksins í ríkisstjórn. Við höfum byggt upp öfl-
ugt menntakerfi, sterkan nýsköpunar- og há-
tæknigeira, heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og
traust öryggisnet í samfélaginu. Þetta verða okkar
haldreipi í endurreisninni.
Við drögum ekki dul á að brýnt er að gera upp
við fortíðina og læra af þeim mistökum sem gerð
voru. Það gerðum við sjálfstæðismenn með op-
inskáum og einlægum hætti á okkar landsfundi. En
kosningarnar hinn 25. apríl snúast fyrst og síðast
um framtíð íslensku þjóðarinnar og hvaða stefnu
við ætlum að marka okkur í þeirri endurreisn sem
framundan er.
Umfangsmiklar skattahækkanir
vinstriflokkanna
Kjósendum standa til boða skýrir valkostir í
þessum kosningum. Vinstriflokkarnir tveir hafa
boðað áframhaldandi samstarf eftir kosningar.
Ljóst er að verði áframhald á slíku stjórnarsam-
starfi er veðjað á leið forsjárhyggju og ríkisafskipta
í uppbyggingu íslensks efnahagslífs. Í stjórnarsátt-
mála væntanlegrar ríkisstjórnar verður, miðað við
yfirlýsingar fulltrúa flokkanna og stefnuskrár
þeirra, kveðið á um hækkun tekjuskatts, fyr-
irtækjaskatts og fjármagnstekjuskatts auk þess
sem eignarskattur, sem leggst þyngst á eldri borg-
ara, og ný skattþrep verða tekin upp að nýju.
VG vill eignarskatt
Að vísu eru forystumenn Vinstri grænna nú á
harðahlaupum frá stefnu sinni um endurupptöku
eignarskatta sem mörkuð var á landsfundi flokks-
ins fyrir rúmum mánuði. Fyrir þá sem ekki muna
kemur eftirfarandi setning fram í landsfund-
arályktun Vinstri grænna um efnahagsmál, skatta-
mál og ríkisútgjöld: „Taka á aftur upp sanngjarna
eignarskatta.“
15 þúsund eldri borgarar
greiddu eignarskatt
Þessi fullyrðing, að taka eigi aftur upp sann-
gjarna eignarskatta, er athyglisverð. Það var ekk-
ert sanngjarnt við eignarskattana sem tókst loks að
afnema árið 2005 og það verður ekkert sanngjarnt
við þá ef þeir verða teknir upp aftur. Í fyrirspurn til
fjármálaráðherra á Alþingi 2006 kom fram að þessi
ósanngjarni skattur lagðist sérstaklega þungt á
eldri borgara og greiddu 14-15 þúsund eldri borg-
arar slíkan skatt fyrir tekjuárin 2003 og 2004.
Skattastefna vinstriflokkanna er ekki einungis
vond af því að hún á eftir að leggja auknar álögur á
heimilin í formi skatta heldur líka vegna þess að
hún felur í sér ranga nálgun. Skattstofnar eru í
lægð núna; tekjur heimilanna hafa dregist saman,
afgangur af rekstri fyrirtækja er lítill sem enginn
og fjármagnstekjur nánast hverfandi. Engu að síð-
ur vill stjórnin hækka skattana og þyngja álög-
urnar í þeirri trú að þegar skattstofnar minnka
þurfi einfaldlega að skattleggja harðar til þess að
vinna upp mismuninn. Inn í þessa efnahagsstefnu
vantar að hugsa fyrir uppbyggingu og leið fram á
við. Við þurfum að stækka kökuna og auka verð-
mætasköpun í samfélaginu í stað þess að ganga enn
fastar gegn því sem fyrir er.
Aðför að sjávarútvegi
Stjórnarsáttmáli vinstristjórnarinnar myndi
ekki einasta kveða á um skattahækkanir og auknar
álögur á heimilin heldur yrði þar einnig að finna
ákvæði um að ríkisstjórnin myndi fyrna aflaheim-
ildir frá útgerðum landsins. Vinstri grænir vilja
innkalla og endurráðstafa aflaheimildunum, eins og
segir í stefnu þeirra. Samfylkingin vill líka innkalla
heimildirnar og á að hámarki 20 árum. Um þetta
mál hefur áður verði tekist á um, t.d. fyrir kosning-
arnar 2003 og fyrir liggur að aðgerð sem þessi
myndi ganga mjög nærri nánast allri útgerð í land-
inu. Nú bætist hins vegar við sú staðreynd að bank-
arnir myndu, ef fyrningarleiðin verður farin, þurfa
að afskrifa gríðarlega fjármuni. Um áhrif þess fyrir
bankakerfið í því ástandi sem nú er til staðar þarf
ekki að fjölyrða.
Engin olíuleit?
Það segir töluverða sögu um viðhorf vinstri-
stjórnarinnar til atvinnuuppbyggingar þegar sá
stjórnmálamaður sem var skipaður umhverf-
isráðherra í ríkisstjórninni og er m.a. ætlað að
gæta hagsmuna Íslands í loftslagsmálum, kemur í
fjölmiðlum og segir af og frá að við Íslendingar leit-
um að olíu á Drekasvæðinu. Þótt vissulega sé ekk-
ert í hendi varðandi olíu á Drekasvæðinu þá hafa
stjórnvöld sett upp metnaðarfull áform um að hefja
þar leit, m.a. með útboði á olíuleit og með því að
setja lög um skattlagningu á vinnslu kolvetnis.
Þessi möguleiki er ein af vonarglætunum um þess-
ar mundir og það væri mikill dómgreindarskortur
og alvarlegt ábyrgðarleysi að ætla að hætta við
þessi áform.
Byggjum upp
Það boðar ekki gott ef þetta viðhorf verður ráð-
andi hér á næstunni. Við þurfum stefnu sem geng-
ur út á að byggja upp atvinnulífið, t.d. með nýtingu
orkuauðlinda landsins og með uppbyggingu í orku-
frekum iðnaði, ásamt því að tryggja hagfelld skil-
yrði fyrir fyrirtæki og atvinnulíf. Það gerist með
hröðu vaxtalækkunarferli, með því að koma fyr-
irtækjum úr ríkisforsjá svo fljótt sem auðið er og
ná tökum á ríkisfjármálunum.
Það ríður því mikið á að þessar hugmyndir nái
fram að ganga. Það liggur fyrir að fái vinstriflokk-
arnir umboð í kosningunum til þess að mynda rík-
isstjórn saman verður ofan á að hækka skatta,
halda fyrirtækjum í ríkisforsjá og fyrna aflaheim-
ildir frá útgerðum landsins. Eins og oft áður stend-
ur það upp á sjálfstæðismenn að hindra að þessar
hugmyndir verði að veruleika og mynda bandalag
gegn gamaldags vinstrilausnum og úreltri skatta-
og ríkispólitík. Til þess þurfum við á öllu okkar að
halda og verðum að tryggja að öll okkar atkvæði
skili sér í dag.
Eftir Illuga Gunnarsson og
Guðlaug Þór Þórðarson » Áherslur okkar ganga út á að
skapa ný störf á næsta kjör-
tímabili, nýta þá möguleika sem
landið hefur upp á að bjóða …
Illugi
Gunnarsson
Illugi skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík norður. Guðlaugur Þór skipar 1. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skýrir valkostir
Guðlaugur Þór
Þórðarsson
BLOG.IS
Anna Einarsdóttir | 24. apríl 2009
Kosningasjónvarp RÚV
Kosningasjónvarp RÚV
var frábær skemmtun. Ég
get fullyrt að aldrei hef ég
séð jafn skemmtilegan
stjórnmálaþátt. Atkvæðið
mitt var óákveðið í byrjun
þáttar. Það komu þrír flokkar enn til
greina. Stjarna þáttarins var Ástþór
Magnússon sem augljóslega toppaði
sjálfan sig í kvöld þegar hann sagði Sig-
mund Davíð vera strengjabrúðu Ólafs,
Finns Ingólfs. ofl. Þvílíkur senuþjófur.
Mér fannst Þór Saari komast verulega
vel í gegnum þáttinn. Jóhönnu þekkjum
við og vitum fyrir hvað hún stendur og
Steingrímur var flottur að vanda. Þegar
síðan kom að stjórnmálafræðingunum
var mér ekki eins skemmt. Konan þar,
Stefanía Óskarsdóttir, misnotaði að-
stöðu sína og reyndi að vekja auð sjálf-
stæðisatkvæði upp frá dauðum. Mér leið
eins og verið væri að vekja upp drauga.
[...] Mér finnst lágmarkslýðræði að
stjórnmálafræðingar hagi sér sem slíkir
og láti eigin skoðanir liggja á milli hluta.
Stefanía átti ekki heima við þetta borð.
Meira: annaeinars.blog.is