Morgunblaðið - 25.04.2009, Síða 40
40 UmræðanKOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Costa del Sol
21. maí – 12 nætur
frá kr. 99.900
12 nætur á ótrúlegum kjörum!
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum 21. maí til Costa
del Sol. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað í 12 nætur og gistu á
Hotel Los Patos sem er notalegt þriggja stjörnu hótel sem býður
fjölbreytta þjónustu og góða staðsetningu í Benalmádena. Örstutt er á
ströndina hin vinsæla snekkjubátahöfn er í göngufæri. Á hótelinu er
sundlaug, barir, góð sólbaðsaðstaða, veitingastaður, lítil verslun,
setustofa með sjónvarpi, internetaðgengi auk fjölbreyttrar afþreyingar
fyrir fyrir gesti. Á hótelinu eru 277 herbergi sem eru með loftkælingu,
gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólf, baðherbergi og svölum eða
verönd. Hálft fæði er innifalið í gistingu, þ.e. morgun- og kvöldverður.
Verð frá kr. 99.990
12 nætur með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Hotel Los
Patos *** í 12 nætur með hálfu fæði. Sértilboð 21. maí til 3. júní. Verð á mann,
m.v. 2 fullorðna og 1 barn kr. 103.900. Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli kr.
119.000.
Ótrúlegt sértilboðHotel Los Patos ***Gott og notalegt hótelFjölbreytt þjónusta
Aðeins örfá herbergi í boði!
ALLIR flokkar, nema
Vinstri grænir, voru
sammála um þá ákvörð-
un ríkisstjórnar Geirs
H. Haarde sl. haust að
leita eftir aðkomu Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins
til að greiða fyrir end-
urreisn íslensks efna-
hagslífs eftir fall bank-
anna síðastliðið haust.
Það verkefni hófst strax
og bankahrunið varð. Óhætt er að
fullyrða að án þessa samstarfs hefði
ekki tekist að tryggja áframhaldandi
og tiltölulega ótruflaða banka-
starfsemi hér á landi eftir fall bank-
anna.
Í umræðum á Alþingi voru allir
flokkar nema Vinstri grænir sam-
mála um nauðsyn þess að tryggja
aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
að endurreisn íslensks efnahagslífs.
Vinstri grænir og einkum og sér í
lagi formaður þeirra, Steingrímur J.
Sigfússon, höfðu allt á hornum sér
varðandi aðkomu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og töldu
miklu eðlilegra að leita til
Noregs, einkum flokks-
systkina sinna þar, eftir
slíkum stuðningi. Þeirri
viðleitni var hins vegar
snarlega sópað út af borð-
inu af norskum stjórnvöld-
um sem eindregið studdu
aðkomu Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins.
Af þessu tilefni er fróð-
legt að skoða afstöðu
Vinstri grænna, og þá sér-
staklega formannsins, Steingríms J.
Sigfússonar, sem nú gegnir starfi
fjármálaráðherra í vinstri stjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttur, til aðkomu
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að end-
urreisn íslensks efnahagslífs.
Í aðgerðaáætlun íslenskra stjórn-
valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
sem samþykkt var í stjórn sjóðsins
15. nóvember sl. var gert ráð fyrir að
sjóðurinn greiddi fyrsta hluta láns-
ins að lokinni þeirri samþykkt og
síðan kæmu jafnar greiðslur að lokn-
um sérstökum athugunum sjóðs-
manna á þriggja mánaða fresti út
samningstímabilið sem var til
tveggja ára.
Hvað hefur síðan gerst? Jú, fyrsta
greiðslan kom samkvæmt áætlun,
þ.e. við undirskrift aðgerðaáætl-
unarinnar í nóvember síðastliðnum
enda lágu þá fyrir skýr áform þáver-
andi ríkisstjórnar um næstu skref.
Næsta greiðsla átti síðan að koma að
lokinni yfirferð sendinefndar sjóðs-
ins sem upphaflega var áformuð í
febrúar en var síðan seinkað fram í
mars vegna vandræðagangs vinstri
stjórnarinnar með að uppfylla þau
skilyrði sem sett voru í efnahags-
áætluninni. Þessi skilyrði sneru í
fyrsta lagi að endurreisn bankakerf-
isins, í öðru lagi að áformum stjórn-
valda um endurreisn ríkisfjármála
og í þriðja lagi að samningum gagn-
vart erlendum kröfuhöfum bank-
anna, ekki síst eigendum marg-
frægra Icesave-reikninga.
Það er með ólíkindum að fjöl-
miðlar skuli ekki hafa fjallað um þá
niðurstöðu Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins að fresta næstu lánafyrirgreiðslu
sjóðsins um óákveðinn tíma. Af
hverju var sú ákvörðun tekin? Af
hverju hefur enginn fjölmiðill spurt
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn slíkrar ein-
faldrar og eðlilegrar spurningar?
Það er ekki að ástæðulausu að Atli
Rúnar Halldórsson, hinn kunni
fréttamaður til margra ára, fjallar
um málið á bloggsíðu sinni þar sem
hann segir meðal annars:
„Í Stjórnarráði Íslands er orðróm-
ur uppi um að hinn almáttugi Al-
þjóðagjaldeyrissjóður hafi tilkynnt
ríkisstjórninni, í það minnsta óform-
lega, að stjórnvöld fylgi ekki nægi-
lega vel eftir endurreisnaráætl-
uninni sem þau voru tilneydd að
samþykkja í vetur og því verði hald-
ið eftir lánum þar til úr hafi verið
bætt. Það fylgir sögu að Gjaldeyr-
issjóðsmönnum lítist ekki á blikuna í
fjármálum ríkisins og vilji að stjórn-
völd þjarmi ögn betur að þegnum
sínum með því að setja á og herða
mjög niðurskurðar- og skatt-
heimtuskrúfur og það strax.
Ég spurði þá sem orðróminn
bergmála hverju það sætti að slíkt
stórmál væri ekki dregið fram í
dagsljósið í pólitískri umræðu, ef
satt væri á annað borð, og fékk efn-
isleg svör:
„Pólitíska kerfið í heild ber
ábyrgð á samningi við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn og áætlanir honum
tengdum. Pólitíska kerfið hefur ekki
hag af því að ræða þetta fyrir kosn-
ingar, hvorki stjórnarflokkarnir né
stjórnarandstaðan…Aðgerðirnar
sem grípa þarf til, svo fullnægt verði
hákörlum sjóðsins, eru svo rosalegar
að stjórnmálamennirnir voga sér
ekki út í að viðra þær fyrr en þing-
kosningar eru afstaðnar. Þess vegna
ríkir þessi æpandi þögn um Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn í kosningabarátt-
unni.“
Það er auðvitað með ólíkindum að
vinstri stjórnin komist upp með það
að þegja um þær aðgerðir sem hún
hyggst grípa til eftir kosningar. Að
þegja um hvaða skattahækkanir hún
hyggst leggja á heimili þessa lands,
eins og þau eigi ekki nóg með sitt, að
ekki sé minnst á þau áform rík-
isstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur
og Steingríms J. Sigfússonar að
lækka laun þúsunda ríkisstarfs-
manna, eins og þeir eigi ekki fullt í
fangi með að kljást við þá launa-
lækkun sem þegar er orðin vegna
minnkandi yfirvinnu, þ.e. raunveru-
legrar yfirvinnu, ekki fastrar yf-
irvinnu, o.fl.
Er ekki kominn tími til að segja
hingað og ekki lengra? Við höfnum
vinstri stjórn sem ætlar að skatt-
leggja heimilin til fjandans. Við
höfnum vinstri stjórn sem ætlar að
lækka launin okkar ofan á allt sem á
okkur hefur dunið.
Er efnahagsáætlun Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins í uppnámi ?
Eftir Þorgerði Katr-
ínu Gunnarsdóttur
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er alþingismaður
Í AÐDRAGANDA kosninga opinbera
frambjóðendur stefnumál sín. Í upplýstu
lýðræðisþjóðfélagi er nauðsynlegt að kjós-
endur fái skýra mynd af því hvað frambjóð-
endur muni gera eftir kosningar, komist
þeir í ráðandi stöðu.
Á opnum fundi um sjávarútvegsmál sem
haldinn var í Ólafsvík í byrjun vikunnar
upplýstu bæði Guðbjartur Hannesson og
Jón Bjarnason, frambjóðendur Samfylk-
ingar og Vinstri grænna, þá fyrirætlun
flokka sinna að innkalla aflaheimildir á inn-
an við 20 árum. Hins vegar var óljóst hvernig á síðan
að stýra veiðum á takmarkaðri auðlind.
Fyrir fyrirtæki og byggðir sem byggja afkomu sína
á sjávarútvegi eru hér váleg tíðindi á ferð sem eru til
þess fallin að auka óvissu um framtíð þeirra og draga
úr getu og löngun fyrirtækja til að móta framtíðarsýn.
Eftir hrun bankanna er efnahagsöngþveitið og óvissan
ærin fyrir. Stöðugur rekstur sjávarútvegsins er mjög
mikilvægt innlegg í endurreisn efnahagslífsins.
Getur verið að þjóðin sé ekki í tilfinningalegu jafn-
vægi eftir það sem á undan hefur gengið? Er skyn-
samlegt að rjúka til og gera breytingar breytinganna
vegna og skemma meira og valda meiri upp-
lausn?
Víða um heim er litið til íslenskrar fisk-
veiðistjórnunar sem fyrirmyndar um hvernig
eigi að stýra afnotum af takmarkaðri auð-
lind. Í hinu virta breska vikublaði The Eco-
nomist var mikil umfjöllum um sjávarútveg
síðastliðið haust, þar sem fjallað var á mjög
jákvæðan hátt um kerfið okkar. Í vefútgáfu
Financial Times (22.4.) kemur fram að Evr-
ópubandalagið er að íhuga upptöku framselj-
anlegra fiskveiðiheimilda.
Sjálfstæðisflokkurinn telur að núverandi
fiskveiðistjórnarkerfi hafi skilað þjóðinni
miklum ávinningi og að áfram eigi að byggja á þessu
kerfi. Jafnframt leggja sjálfstæðismenn mikla áherslu
á öflugri rannsóknir á lífríki hafsins.
Forðum okkur frá því að gera vanhugsaðar breyt-
ingar í flýti og eyðileggja það sem aðrar þjóðir horfa
upp til okkar fyrir. Höfnum fyrningarleið Samfylk-
ingar og Vinstri grænna í alþingiskosningunum á laug-
ardag.
Eftir Sigríði Finsen
Sigríður Finsen
Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokks
í Reykjavíkurkjördæmi norður og forseti bæjarstjórnar
Grundarfjarðar.
Fyrningarleið í sjávarútvegi
er ekki leið sáttar
MEÐ setningu neyðarlaga á Alþingi þann
6. október 2008 voru innlán gerð rétthærri
öðrum skuldum bankanna og bönkunum
skipt í gamla (slæma) og nýja (góða) banka.
Vandi gagnvart erlendum köfuhöfum:
Stærsti hluti skulda íslensku bankanna er í
eigu erlendra aðila, þar á meðal stórra og
áhrifamikilla banka. Áframhald deilna við
þessa aðila getur valdið Íslandi marg-
víslegum vandkvæðum til framtíðar. Dregið
úr áhuga óskyldra erlendra aðila á að veita
Íslandi fyrirgreiðslu. Gert umsýslan skulda
okkar bæði dýrari og erfiðari en ella. Það eru
því gríðarlegir hagsmunir okkar í húfi, að ná sátt við
þessa aðila. Auk þess er möguleiki að þeir fari í mál við
ríkið til að hnekkja neyðarlögunum, sem gæti sett þann
gerning allan og núverandi skipan bankamála á Íslandi
algerlega í háaloft.
Kröfuhafar fái hlut í nýju bönkunum: Til að koma til
móts við kröfuhafana má færa þeim hlutafé í nýju bönk-
unum sem nemur skerðingu krafna þeirra. Með þessu
móti færu einnig saman hagsmunir ríkisins og íslensks
efnahagslífs annars vegar og kröfuhafanna
hins vegar við uppbyggingu bankanna.
Kröfuhafar myndu þá sjá sér hag í því að
færa eignir úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju
á lægra verði í því augnamiði að nýju bank-
arnir yrðu sterkari. Ríkið leggur svo inn auk-
ið eigið fé og fær hlutabréf til samræmis við
það.
Hugsanleg útfærsla: Til að tryggja yfirráð
ríkisins yfir bönkunum, meðan á uppbygg-
ingu þeirra stendur, mætti haga málum þann-
ig, ef samkomulag við erlenda kröfuhafa næst
um það fyrirkomulag, að hlutabréf ríkisins
yrðu A-hlutabréf sem veittu atkvæðisrétt, en
aðrir eigendur myndu fá B-hlutabréf sem
gætu til dæmis veitt forgang að arðgreiðslum.
Óvissa: Óvissa er um að erlendir kröfuhafa myndu
sætta sig við þá skipan mála. En sjálfsagt er að láta
reyna á það, hvort samkomulag næst. Ef þeir heimta
full yfirráð yfir bönkunum, þarf að skoða stöðuna á ný.
Framsóknarflokkurinn bendir á leiðir.
Eftir Einar Björn Bjarnason
Einar Björn
Bjarnason
Höfundur er stjórnmálafræðingur, Evrópufræðingur og í 9.
sæti í Reykjavík suður fyrir Framsóknarflokkinn.
Hugmyndir framsóknarmanna
um framtíð bankanna!
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn