Morgunblaðið - 25.04.2009, Síða 41

Morgunblaðið - 25.04.2009, Síða 41
Umræðan 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 STEFNA Fram- sóknar er sú að nátt- úruauðlindir þjóð- arinnar eigi að vera tryggar í þjóðareign í umsjá ríkisins. Þessa skipan þarf að binda í stjórnarskrá Ís- lands enda á sú skoðun mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Það hefur lengi verið reynt en aldrei tekist og því urðu það mér mikil vonbrigði þegar frum- varp um breytingar á stjórnskipan náðu ekki fram að ganga á nýliðnu Alþingi. Þegar talað er um náttúruauðlindir er í hug- um flestra verið að tala um fiskinn og fiskimiðin, heita og kalda vatnið, fallvötnin, andrúmsloftið og hugsanlega olíu og gas út af ströndum landsins. En hvað flokkast undir nátt- úruauðlind er breytilegt frá kyn- slóð til kynslóðar. Til þess að ganga tryggilega frá lagalegum hliðum þess að færa yfirráð auð- linda til þjóðarinnar þarf að vanda vel til verka en ég treysti lögfróðu fólki til að ganga þannig frá mál- um að ekki sé hægt að hártoga eða sniðganga ákvæðið. Í ályktun Framsóknar um aðildarviðræður að ESB og skilyrði sem við teljum ófrávíkjanleg er sérstaklega fjallað um auðlindirnar. Þar er tekið fram að við setjum það sem grundvall- arkröfu að hafa óskorað forræði yfir auðlindunum og ég held að það sé almenn skoðun landsmanna að þannig verði búið um hnútana. Í tengslum við nýtingu auðlinda landsins og full yfirráð okkar yfir þeim – hvort sem um er að ræða ónýttar eða vannýttar auðlindir – finnst mér ekki fýsilegur kostur að selja virkjanirnar eða orkuverin sjálf þrátt fyrir bágan efnahag þjóðarskútunnar. Ég geri auðvitað greinarmun á „framleiðslutæki“ og „afurð“ en tek ekki undir skoðun Helga Hjörvar þingmanns Samfylkingar, Össurar Skarphéðinssonar og Sig- urðar Kára þess efnis að selja eigi Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkj- anir frá ríkinu til einkaaðila. Hug- myndin var sett fram í fjölmiðlum í september sl. Spurningin er hvort núverandi samverkamenn hans í Vinstri grænum deili með honum þessari leið til tekjuöflunar og hvort þessi hugmynd sé til á stefnuskrá Samfylkingarinnar fyr- ir væntanlegar kosningar. Náttúruauðlindir í þjóðareign – fyrir okkur öll Eftir Fannýju Gunnarsdóttur Fanný Gunnarsdóttir Höfundur skipar 4. sæti Framsóknar í Reykjavík norður. VINSTRI græn hafa lagt fram til- lögur í atvinnumálum sem miða að því að allt að 16-18 þúsund störf verði til næstu ár. Þrátt fyrir þær þreng- ingar sem við göngum nú í gegnum eru líka mikil tækifæri til fjölgunar starfa á næstu árum. Til þess að svo geti orðið þurfa vextir að lækka mjög hratt til að fyrirtæki fái aftur tæki- færi til arðbærra fjárfestinga. Ferðaþjónusta Í tillögunum er lagt til stórátak til eflingar íslenskri ferðaþjónustu og að stutt verði við frumkvæði og nýsköp- un heimamanna á hverjum stað ásamt því að efla rannsóknir og grunnstoðir ferðaþjónustunnar. Sjáv- arútvegur: Gengið hefur sjaldan verið eins hagstætt fyrir útflytjendur. Sjávarútvegurinn nýtur góðs af auknu aflaverðmæti í krónum talið þó skuldir greinarinnar hafi í sömu krónum talið hækkað verulega. Við getum nýtt sóknarfærin með því að auka fullvinnslu fisks innanlands og með auknum kröfum til þeirra sem nýta auðlindir sjávar um betri nýt- ingu. Með fiskeldi og nýtingu nýrra tegunda auk uppbyggingar smábáta- útgerða má fjölga störfum verulega víða um land. Landbúnaður: Með auknum út- flutningi á íslenskum hágæða- landbúnaðarvörum, innlendri græn- metisframleiðslu ásamt áherslu á lífræna ræktun má fjölga störfum í landbúnaði umtalsvert. Þá má ætla að mörg ný störf geti orðið til í landbún- aði með því að innlend kornrækt verði stóraukin og áburðarframleiðsla hefj- ist að nýju svo eitthvað sé nefnt. Nýsköpun: Með því að styðja við sprotafyrirtæki og efla nýsköpun, styrkja sjóði, stofnanir og at- vinnuþróunarfélög geta án nokkurs vafa orðið til fjölmörg ný störf um landið allt. Stærsta verkefni stjórn- málanna felst í því annars vegar að verja þau störf sem eru til staðar ásamt því að skapa skilyrði og stuðla að uppbyggingu nýrra tækifæra. Velferðarmál: Eitt stærsta at- vinnumálið felst í því að varðveita störf sem þegar eru til í heilbrigð- iskerfinu. Þannig má einnig koma í veg fyrir stórfellda fjölgun þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur og fá þannig hvort sem er greiðslur frá rík- inu, þó með öðrum hætti sé. Björn V. Gíslason Atvinnumál í öndvegi Höfundur er skipstjóri og vermir 3. sæti framboðslista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Eftir Björn Val Gíslason Fréttir á SMS Farðu á 1X2.is eða á næsta sölustað og tippaðu á enska boltann fyrir klukkan 13.00 í dag. www.1X2.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.