Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.04.2009, Blaðsíða 42
42 UmræðanKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 FRAMSÓKNARMENN vilja klippa 20% af öllum skuldum. Gott ef það væri einhver glóra í því. Að gera ráð fyrir því að þeir sem hafa enga þörf fyrir slíka aðstoð muni rjúka til og kaupa sér fullt af óþarfa til að örva efnahagslífið er rugl. Allir á Íslandi í dag spara og borga niður skuldir ef þeir geta. Því munu þeir sem fá 20% niðurfellinguna og ekki hafa þörf fyrir hana ekki örva at- vinnulífið heldur minnka sínar eigin skuldir hraðar en hinir. Lítið réttlæti í því. Frjálslyndi flokkurinn ætlar að afnema verðtrygginguna. Við höfum áður flutt um það frum- vörp á Alþingi. Sem fyrsta bráðaaðgerð fyrir heimilin þá frystum við verðtrygginguna við 5% og öll verð- trygging umfram það leggst inn á biðreikning. Þetta gildir afturvirkt. Sá biðreikningur verði síðan gerður upp þegar um hægist Mjög sennilega munu ein- staklingar njóta afskrifta eins og sum fyrirtækin. Ástæða afskriftanna er óréttlæti verðtryggingarinnar. Það er alltaf sá sem lánar sem nýtur vafans. Verð- bólguhækkunin sem við höfum upplifað undanfarið tengist neyslu sem er ekki í dag. Að auki tóku bank- arnir stöðu gegn krónunni og juku þar með verðbólguna, sér í hag. Það er ekkert rétt- læti að skuldarar taki einir allt á sig. Byrð- unum verður að skipta af réttlæti á milli að- ila. Undir stjórn sjálfstæðismanna hefur frelsi fyrir fjöldann verið fótum troðið. Einokun hefur verið meginþemað. Kvótinn í sjávar- útvegi og landbúnaði er á fárra hendi. Það hefur útilokað alla eðlilega nýliðun. Sam- þjöppun í bankarekstri og smásölu er algjör. Það eru bara stórlaxarnir sem hafa haft að- gang að súrefni undir stjórn Sjálfstæð- isflokksins undanfarin ár. Þeir kalla það hagræðingu en í þágu hverra? Frjálslyndi flokkurinn vill frelsi fyrir fjöldann, frelsi til athafna. Frelsi án hafta og ofríkis stóra bróður. Afnemum einokun og gefum frjálsu framtaki einstaklinga tækifæri, leysum úr læðingi kraft fjöldans til nýsköpunar og framleiðslu. Kjósum Frjálslynda flokkinn og höfnum meðvirkni Sjálfstæðisflokksins með sérhagsmunum einok- unarsinna. Kjósið Frjálslynda flokkinn – við þiggjum það en ekki mútur Eftir Helgu Þórðardóttur Helga Þórðardóttir Höfundur er í öðru sæti Reykjavík norður fyrir Frjálslynda flokkinn. Í SÍÐUSTU grein talaði ég um tvær ástæður fyrir því að ÖSE væri að fylgjast með kosningunum og hér velti ég fyrir mér fleiri mögulegum ástæðum. Það má benda á fjórða valdið í íslensku samfélagi sem eru fjölmiðlarnir. Nú eigum við Íslendingar rík- isfjölmiðil sem hefur m.a. það lögbundna hlutverk að gæta jafnræðis og koma með hlutlausa og óháða umfjöllun. Það er öllum ljóst að þeir standa sig ekki í þeim efnum. Í fyrsta lagi þurfti að þrýsta verulega á RÚV svo þeir sýndu frá borgarafundum þó þeir sýndu ekki frá mörgum. Það er enginn vafi á því að mikill meirihluti almennings vildi sjá þá. Það að bera fyrir sig fjárskort þegar kemur að lýðræðinu er út í hött. Í öðru lagi hefur verið einblínt rosalega á próf- kjör og landsfundi ákveðinna flokka og nánast heilu fréttatímarnir helgaðir því. Það er ekki leiðinlegt að fá góða ókeypis kynningu og hamra svo á því að ný framboð eigi ekki að fá að sýna ókeypis 10 mín. kynning- armyndband. Í þriðja lagi má nefna kosningaáróður sem heitir öðru nafni Eldhúsdagsumræður á Alþingi sem var í beinni út- sendingu á RÚV. Lúmsk og góð leið til að komast hjá því að blanda nýjum framboðum inn í umræðuna. Í fjórða lagi má nefna nýlega frétt í sambandi við rosalegt spillingarmál og ein fréttin hljómaði svo „x-menn eru miður sín…“ Já, það er nú gott að vita. Viljið þið greyin ekki bara skila peningunum og við bara gleymum þessu? Sama hvernig menn líta á þetta þá er ábyrgðarhlutverk fjölmiðla gíf- urlegt. Heldur einhver að fyrirsögn fréttar- innar hefði verið í þessa áttina ef um annan minni flokk væri að ræða eins og t.d. frjáls- lynda? Þjóðin verður að átta sig á því að það er ástæða fyrir því að ÖSE er með kosningaeft- irlit hér á landi. Af hinum Norðurlöndunum hafa þeir að- eins metið kosningar í Finnlandi en aldrei fylgst með eins og þeir munu gera í næstkomandi kosningum á Ís- landi. Ég vil landinu mínu aðeins það besta og því verður að halda því í hávegum að jöfn tækifæri eru forsenda lýð- ræðis, réttlætis og hreinnar samvisku. Af hverju fylgist ÖSE með kosn- ingunum á Íslandi árið 2009? Eftir Jóhann Gunnar Þórarinsson Jóhann Gunnar Þórarinsson Höfundur er á framboðslista Borgarahreyfingarinnar. HVERSU lengi eiga heimilin í landinu að bíða eftir því að eitt- hvað verði gert þeim til bjargar? Hvar er þessi „skjaldborg“ sem slá átti um heimilin og bjarga þeim frá fjölda- gjaldþrotum? Greiðslu- jöfnun er ekkert annað en lenging í henging- arólinni og greiðsluað- lögun einungis ný tegund af gjald- þroti. Verðtrygginguna þurfum að losna við, og það strax. Það er engin hemja að ef Ríkinu dettur í hug að hækka t.d. verð á áfengi eða tóbaki, þá hækki húsnæð- islánin um leið. Verðtrygging lán- anna gerir það að verkum að áhætta lánveitandans er lítil sem engin, sérstaklega þar sem hús eru jú lögð að veði, en lántakand- inn situr eftir með sárt ennið. Það er enginn möguleiki á því að borga þessi lán til baka, svo lengi sem þau eru verðtryggð en laun almennings ekki. Alltaf hefur mér t.d. þótt greiðslumat bankanna, sem allir þurftu að fá til að geta tekið lán, einstaklega fyndinn gerningur, þar sem maður hafði varla yfirgefið bankann þegar það var orðið úr- elt. Hvers vegna? Jú vegna þess að lánið sem sótt var um var verð- tryggt, en launin ekki. Lánavísitalan hækkar svo daglega en launin standa í stað, þannig að afborgunin hækkar jafnt og þétt. Þegar kerfið svo hrundi í haust steyptist yfir okk- ur enn hærri verðbólga en áður með þeim skelfilegu af- leiðingum að við fjölda heimila blasir gjaldþrot. Við hjá Borgarahreyfingunni viljum færa vísitöluna aftur til janúar 2008 sem bráðaaðgerð til leiðréttingar á þessu óréttlæti. Höfuðstóll og afborganir húsnæð- islána lækki til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2-3% og afborg- unum af húsnæðislánum megi fresta um tvö ár með lengingu lána. Skuldabyrði heimila vegna gengistryggðra íbúðalána verði lagfærð í samræmi við verðtryggð íbúðalán. Í framhaldinu verði gert samkomulag við eigendur verð- tryggðra húsnæðislána um að breyta þeim í skuldabréf með föst- um vöxtum og verðtrygging- arákvæði í lánasamningum verði afnumin. Kjósum spillinguna burt, tökum til óspilltra málanna og setjum X við O. Eftir Ingifríði R. Skúladóttur Ingifríður R. Skúladóttir Höfundur skipar 3. sætið á lista Borgarahreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Verðtrygginguna burt! KJÖRDÆMA- PÓLITÍK þykir heldur neikvæð. Þó er kjör- dæmapólitík í grunninn aðeins sú pólitík að fólk í kjördæmunum veki athygli stjórnmála- manna á brýnustu verkefnum í sínu byggðarlagi. Enda er gert ráð fyrir að málin gangi þannig fyrir sig. Í Borgarahreyfingunni erum við samt sem áður sannfærð um að leggja verði nýjan grunn að ís- lensku samfélagi. Efnahagshrunið hefur fært okkur heim sanninn um að ekki verði áfram byggt á sama gildismati. Ef við hugum ekki að því sem mestu máli skiptir kemur annað fyrir lítið. Þótt kjördæmi fengi allar óskir sínar um verklegar framkvæmdir uppfylltar yrði ham- ingja íbúa þess lítil ef grunnþarfir þeirra eru vanræktar, ef grunn- stoðir samfélagsins eru vanræktar. Hugsjón okkar og velferð Borgarahreyfingin vill að þjóðin semji sér sjálf eigin stjórnarskrá og leggi í framhaldinu þá dönsku til hliðar. Við viljum að í nýrri stjórnarskrá verði meðal annars tekið mið af Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um rétt- inn til lífskjara sem nauð- synleg eru til verndar heilsu og vellíðan: „Öllum skal tryggður réttur til grunnlífskjara sem nauð- synleg eru til verndar heilsu og lífsviðurværi þeirra sjálfra og fjöl- skyldu þeirra. Grunnlífs- kjör teljast vera nauðsynleg nær- ing, hreint vatn, klæði, húsnæði, læknishjálp og félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna at- vinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyr- irvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert.“ Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönn- un sem velferð þeirra krefst. Lyftum huganum hærra. Greið- um hugsjónum okkar og velferð at- kvæði 25. apríl. Setjum X við O. Lyftum huganum hærra 25. apríl Eftir Ragnhildi Örnu Hjartardóttur Ragnhildur Arna Hjartardóttir Höfundur er frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar í norðausturkjördæmi. Með og á móti Sverrir Stormsker | Vinstri grænir á leið í Heims(k)metabókina Jóhannes Kári Kristinsson | Hvað hefði Jón Sigurðsson gert? Einar Kristinsson | Sjálfstæðismenn komið heim – X-D Meira: mbl.is/kosningar MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrir- tækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefn- ur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Móttaka að- sendra greina Ljúktu upp kínverskri ævintýra- veröld fullri af vörgum, munkum, keisurum, slátrurum, vígamönnum, draugum … „Unaðslegur lestur.“ PÁLL BALDVIN BALDVINSSON / KIL JAN „Spriklandi og sprelllifandi verk sem kitlar í fingur og tær.“ ÚLFHILDUR DAGSDÓT T IR / BOKMENNT IR.IS „Glæsileg bók að utan jafnt sem innan.“ DÓMNEFND MENNINGARVERÐLAUNA DV „Sannkallaður bókmenntaviðburður.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS TIL HAMINGJU í sl ensk u þý ðing av er ðl aunin 2 0 0 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.