Morgunblaðið - 25.04.2009, Síða 44
44 UmræðanKOSNINGAR 2009
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
ÆVISPARNAÐUR eldra fólks brennur
upp. Lífeyrissjóðir tapa tugum milljarða af fé
sem þeim er treyst fyrir. Ungt fólk sem lagt
hefur fyrir til að eiga upp í kaup á íbúð er
rænt aleigunni og hneppt í ævilanga skulda-
fjötra. Ætlar almenningur á Íslandi að sætta
sig við þetta? Borgarahreyfingin ætlar ekki
að gera það.
Brandari?
Stjórnvöld – íslenskir stjórnmálamenn –
ætla almenningi að sætta sig við þetta. Á því
er enginn vafi. Ríkisstjórn Samfylkingar og
Sjálfstæðiflokks fékk sýslumanninn á Akranesi til þess
að sjá um rannsóknina á efnahagshruni landsins. Björn
Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, grátbað sýslu-
manninn um að taka verkið að sér. Haldi menn að það
hafi verið einhver ósmekklegur brandari hjá Birni þá var
svo alls ekki. Ríkisstjórnin sem tók við, ríkisstjórn Sam-
fylkingar og Vinstri grænna, ætlaði líka að láta rannsókn
sýslumannsins nægja. Það var fyrir tilverknað ein-
staklinga utan úr bæ og vegna þrýstings frá almenningi
sem núverandi ríkisstjórn tók við sér. Annars sæti sýslu-
maðurinn ofan af Skaga enn við tómar hillur.
Gera þarf betur en þetta.
Krafa Borgarahreyfingarinnar hefur frá
upphafi verið þessi: „Rannsókn á íslenska
efnahagshruninu verði undir stjórn og á
ábyrgð óháðra erlendra sérfræðinga og fari
fram fyrir opnum tjöldum. Frysta skal eignir
grunaðra strax meðan á rannsókn stendur.“
Kjósendum er ljóst að stjórnmálamönnum
á Íslandi hefur orðið illilega á í messunni. Þeir
hafa ekki og munu ekki eiga frumkvæði að
trúverðugri rannsókn á efnahagshruninu,
vegna þess að þeir vilja ekki vita niðurstöð-
una. Borgarahreyfingin hefur einsett sér að
linna ekki látunum fyrr en slík rannsókn hef-
ur farið fram. Við neitum líka að hægt sé að skuldsetja
börnin okkar fyrir lífstíð vegna vanhæfra stjórnmála-
manna og siðblindra þrjóta úr hópi einkavina þeirra.
Atkvæði greitt Borgarahreyfingunni er stuðnings-
yfirlýsing við trúverðuga rannsókn á efnahagshruninu.
Setjum X við O hinn 25. apríl.
Trúverðuga rannsókn
á efnahagshruninu
Eftir Sigurlaugu Þ. Ragnarsdóttur
Sigurlaug Þ.
Ragnarsdóttir
Höfundur er listfræðingur og frambjóðandi
Borgarahreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
UNDANFARIN ár hafa íbúar á Kjalarnesi
og Vesturlandi barist fyrir úrbótum á sam-
göngum á Vesturlandsvegi. Nefndarmenn í
hverfisráði Kjalarness hafa ítrekað kallað eft-
ir fundum með borgaryfirvöldum og sam-
gönguráðuneytinu. Árangurinn af þeim sam-
skiptum er afar lítill.
Hinn 1. apríl síðastliðinn hélt hverfisráð
Kjalarness fund með samgöngunefnd Alþing-
is og samgönguráðherra. Segja má að þessi
fundur hafi verið eins og allir aðrir fundir
sem haldnir hafa verið með samgöngu-
yfirvöldum, þ.e. engin svör, engar ákvarðanir teknar.
Ég hef sagt að þegar kemur að samgöngumálum eig-
um við Reykvíkingar engan þingmann. Það virðist vera
þannig að Reykvíkingar séu ávallt látnir mæta afgangi
þegar kemur að úrbótum í samgöngumálum. Allir
þungaflutningar hafa færst á þjóðvegina. Það siglir ekk-
ert skip ströndina í dag.
Þungaflutningar hafa stóraukist á Vest-
urlandsvegi með tilheyrandi slysahættu og að
ómældu því mikla sliti sem þessir flutn-
ingabílar valda á vegakerfinu.
Við höfum talað fyrir því að hafist verði
handa við tvöföldun á Vesturlandsvegi nú
þegar. Byrjað yrði við enda Hvalfjarðarganga
og endað við mynni Sundabrautar. Það mælir
allt með því að farið sé í slíka framkvæmd í
dag þar sem hún er mannaflsfrek og mundi
þar af leiðandi skapa þó nokkuð mörg störf
hér á svæðinu. Er slík framkvæmd því rétt-
lætanleg bæði þegar kemur að umferðaöryggi
og um leið til að koma í veg fyrir þau hræði-
legu slys, sem því ver og miður eru allt of algeng.
Bráðnauðsynlegar samgöngubætur á Kjalarnesi eru
því samgöngubætur fyrir okkur öll.
Samgöngubætur á
Kjalarnesi – fyrir okkur öll
Eftir Þóri Ingþórsson
Þórir Ingþórsson
Höfundur er varaformaður hverfisráðs Kjalaness og skipar
einnig 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
VENJULEGA ganga stjórnmálaflokkar
óbundnir til kosninga. Svo er ekki að þessu
sinni. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla að mynda
áfram vinstri stjórn eftir kosningar, fái þeir
til þess fylgi.
Það er undarlegt að vera vitni að þeim
átökum sen átt hafa sér stað á Alþingi og í
fjölmiðlum að undanförnu. Það er ráðist á
Sjálfstæðisflokkinn á öllum vígstöðvum sem
staðfestir að aðrir flokkar óttast styrkleika
hans. Það er aldrei minnst á samstarfsflokk-
ana, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi
verið einn í ríkisstjórn allan sinn stjórn-
arferil. Minnt er á að á síðastliðnum 38 árum hefur
Framsókn verið ríflega 32 ár í ríkisstjórn og fór með völd
í viðskiptaráðuneytinu í 12 af síðustu 14 árum, hin tvö ár-
in réð Samfylkingin þar ríkjum. Ég hef ekki orðið þess
vör að þessir flokkar axli ábyrgð. Það hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn gert.
Sjálfstæðisflokkurinn tók við völdum fyrir 18 árum af
vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar, Jóhanna Sig-
urðardóttir var þá félagsmálaráðherra. Þá var fjöldi ein-
staklinga og fyrirtækja gjaldþrota og atvinnuleysi mikið.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins tókst að reisa ástand-
ið við og upphófst blómaskeið, sem varað hef-
ur fram á síðustu ár, næg atvinna og mikil
uppbygging á öllum sviðum. Það er hinsvegar
dapurleg staðreynd að menn misnotuðu aukið
frelsi og þá möguleika sem það skapaði.
Sporin hræða
Viljum við stuðla að því að kjósa yfir okkur
vinstri stjórn í næstu kosningum?
Viljum við stuðla að því að gera Sjálfstæð-
isflokkinn óvirkan og valdalausan í íslenskum
stjórnmálum?
Ég vona að svo verði ekki og okkur takist
að endurnýja traust og tiltrú á grundvall-
arstefnu Sjálfstæðisflokksins.
Það er engin lausn að flýja af hólmi þegar erfiðleikar
steðja að.
Ég hvet alla sjálfstæðismenn, unga sem aldna að taka
höndum saman og vinna að markvissri stefnu Sjálfstæð-
isflokksins í breyttu umhverfi, þar sem lögð er áhersla á
opna og hreinskipta umræðu á öllum sviðum.
Sjálfstæðismenn, göngum upplitsdjörf að kjörborðinu
25. apríl. nk.
Göngum bjartsýn inn í sumarið
Eftir Salome Þorkelsdóttur
Salóme
Þorkelsdóttir
Höfundur er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna,
fyrrv. forseti Alþingis og alþingismaður .
ÞAÐ VORU sláandi
fréttir sem birtust í
fjölmiðlum landsins í
vikunni af rannsókn á
tekjuskiptingu þess
tíma sem Sjálfstæð-
isflokkurinn réð hér á
láði og legi. Niðurstöð-
urnar sýna að þeir sem
hæst höfðu launin í
upphafi tímabilsins
hafa hækkað ellefufalt
í launum. Ekki kemur fram hvað
lægstu launin hafa hækkað mikið á
tímabilinu en mér þykir líklegt að
þau hafi u.þ.b. tvöfaldast. Þá sýna
niðurstöðurnar að 10% Íslendinga
tóku 25% allra tekna í upphafi
tímabilsins en 40% í lok tímabils-
ins. Þessar niðurstöður eru ól-
íðandi og sýna þær svart á hvítu
fyrir hvaða stétt samfélagsins
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur.
Dulbúin skattpíning
En það er ekki nóg með að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi skapað
þetta óeðlilega launaumhverfi í
sinni valdatíð heldur afnam hann
hátekjuskatt með öllu. Þannig
vann hann enn frekar að launamis-
réttinu. Með afnámi hátekjuskatts
varð ríkissjóður af tekjum og
vinna þurfti upp það tekjutap.
Mörgum má vera ljóst að það var
gert með aukinni gjaldheimtu og
álögum hvort sem um var
að ræða í almannaþjón-
ustu eða annars staðar.
Færri gera sér þó grein
fyrir að þetta hefur kom-
ið verst niður á láglauna-
fólki sem þarf nú að
greiða meira af lágum
launum sínum fyrir nauð-
synlega þjónustu. Aukin
gjaldtaka er ekkert ann-
að en dulbúin skattlagn-
ing. Það má því færa rök
fyrir því að Sjálfstæð-
isflokkurinn hafi blákalt
lagt á lágtekjuskatt í sinni valda-
tíð, þar sem lágtekjufólk borgar
hlutfallslega mun meira en há-
launafólk af tekjum sínum fyrir
þjónustuna.
Leiðrétting á launamisrétti
Vinstri græn ætla að auka
tekjur ríkisins með hátekjuskatti
til að brúa gjána sem Sjálfstæð-
isflokkurinn skildi eftir sig, til að
minnka niðurskurðinn og vernda
störfin. En hátekjuskattur er ekki
eingöngu leið til að verja störf hjá
hinu opinbera heldur er hann ein
þeirra leiða sem geta spornað við
þessari óheillaþróun í launamálum
og leiðrétt það mikla launamisrétti
sem hefur fengið að viðgangast í
okkar samfélagi. Veljum réttlátt
samfélag, veljum Vinstri græn.
Af launaþróunog
skattpíningu
Eftir Karólínu
Einarsdóttur
Karólína
Einarsdóttir
Höfundur er líffræðingur og skipar
9. sæti á lista VG í Kraganum.
„TRÚVERÐUG
rannsókn á íslenska
efnahagshruninu undir
stjórn og á ábyrgð
óháðra erlendra sér-
fræðinga fari fram fyrir
opnum tjöldum. Frysta
skal eignir grunaðra
STRAX meðan á rann-
sókn stendur.“ Þetta er
krafa Borgarahreyfing-
arinnar.
Trúverðugleiki og heilun
Íslenskum stjórnmálaflokkum er
ekki treystandi til að rannsaka efna-
hagshrunið. Engum þeirra, því ekki
er hægt að líta framhjá ábyrgð
stjórnarandstöðunnar þann rúma
áratug sem það tók Sjálfstæðisflokk-
inn og Framsóknarflokkinn að keyra
samfélagið í þrot. Að flokkarnir á Al-
þingi hafi yfirumsjón með rannsókn-
inni gengur þvert gegn þeirri grund-
vallarreglu að enginn geti verið
dómari í eigin sök eða rannsakað
eigin misgjörðir. Reyndar vill svo til
að þessi sannindi hafa opinberað sig
frammi fyrir augum landsmanna. Sú
tilhögun að fá sýslumann ofan af
Akranesi til að rannsaka eitt mesta
efnahagshrun sem nokkur þjóð hef-
ur mátt reyna á friðartímum er í
sjálfu sér yfirlýsing um að ekki eigi
að rannsaka neitt. Vissulega réði
fyrri ríkisstjórn því að
svona var staðið að málum.
En ríkisstjórnin sem tók
við, ríkisstjórn Samfylk-
ingar og Vinstri grænna,
ætlaði að láta það gott
heita. Hefðu einstaklingar
ekki átt frumkvæði að
komu Eva Joly til landsins,
hefði ekki komið til hávær
gagnrýni almennings, þá
væri ekki verið að rann-
saka neitt.
Það er lífsspursmál að
krafa Borgarahreyfing-
arinnar um trúverðuga rannsókn nái
fram að ganga. Ekki til að finna
sökudólga heldur réttlæti. Við verð-
um að halda uppi samfélagi þar sem
borgararnir geta verið vissir um að
þeir verði ekki órétti beittir án þess
að nokkur svari til saka. Að lög gildi
í landinu en ekki hnefaréttur. Að við
búum í réttarríki. Verði rannsóknin
á bankahruninu eins og stjórn-
málaflokkarnir stefndu að, þá mun
grafa hér um sig djúpstæð gremja
og aldrei gróa um heilt. Ólíft verður í
íslensku samfélagi. Látum það ekki
gerast.
Atkvæði greitt Borgarahreyfing-
unni 25. apríl er stuðningsyfirlýsing
við trúverðuga rannsókn á efnahags-
hruninu. Setjum X við O.
Látum það
ekki gerast
Eftir Katrínu Snæ-
hólm Baldursdóttur
Katrín Snæhólm
Baldursdóttir
Höfundur er listakona og í 2. sæti
fyrir Borgarahreyfinguna
í Reykjavíkurkjördæmi norður.
NÚ FREMUR EN
nokkurn tíma fyrr er
þörf fyrir ný gildi og
nýja stefnu í íslensku
þjóðfélagi þar sem
jöfnuður manna á milli
mun stuðla að aukinni
farsæld til handa okkur
öllum. Jöfnuður sem
stuðlar að auknu frelsi
einstaklinga til athafna
hvar sem þeir eru staddir
hverju sinni.
Frelsi snýst um það að
hafa val um ákvarðanir
sínar óháð efnahag, bú-
setu eða kynferði. Til að
svo megi vera þarf að
jafna kjörin.
Besta tryggingin fyrir
því að ný gildi verði fest í
sessi við stjórn landsins
er sterk staða VG. Það
ásamt vel heppnuðu samstarfi nú-
verandi stjórnarflokka leggur góð-
an grunn að því velferðarsamfélagi
sem við viljum búa í.
Réttlæti og samfélagsleg ábyrgð
er sanngjörn krafa í íslensku sam-
félagi til að hægt sé að reisa á ný
opið og lýðræðislegt velferðarsam-
félag. Með hugmyndafræði sjálf-
bærrar þróunar að leiðarljósi verð-
ur lögð áhersla á jafnræði á milli
samfélagslegra, efnahagslegra og
umhverfislegra þátta.
Tryggja þarf hag heimila og fjöl-
skyldna og stuðla að heilbrigðu
samfélagi þar sem unnið er af heið-
arleika. Aukum lýðræði og vinnum
gegn spillingu með aukinni upplýs-
ingagjöf til almennings. Tryggjum
fleiri störf í hefðbundnum fram-
leiðslugreinum. Blásum til sóknar í
landbúnaði og matvælaframleiðslu
með markaðsátaki í útflutningi.
Sköpum fleiri störf í greinum sem
dregist hafa saman eða verið hafa í
niðurníðslu undanfarin ár. Leggj-
um áherslu á nýsköpun, menningu
og ferðaþjónustu. Veitum
Tækniþróunarsjóði og Nýsköp-
unarsjóði aukin framlög sem og
Byggðastofnun og atvinnuþróun-
arfélögum á landsbyggðinni.
Styrkjum menningu sem auðlind
og stöndum vörð um rannsóknir og
vísindastarfsemi. Slíkar áherslur
dæma mengandi orkufrekar stór-
iðju úr leik. Það gengur ekki að
setja öll eggin í sömu körfu. Til að
svo megi vera þarf traustan efna-
hag með öflugri hagstjórn og ráð-
deild í ríkisfjármálum svo efla
megi orðspor Íslands og hefja það
til vegs og virðingar á ný.
Eftir Jórunni
Einarsdóttur
Jórunn
Einarsdóttir
Höfundur er kennari og skipar 3. sæti
á lista VG í Suðurkjördæmi.
Frelsi – hugmynd eða veruleiki?