Morgunblaðið - 25.04.2009, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
Í KOSNINGUNUM
nú gefst fágætt tæki-
færi í íslenskri stjórn-
málasögu. Því nú er lag
til að kjósa til lang-
frama ríkisstjórn án
Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins.
Og það tækifæri
ættum við ekki að láta
ónotað.
Í 80-90 ár hafa þess-
ir tveir flokkar ráðskast með stjórn
landsins eins og hún sé þeirra eigin
leggur og skel. Og núna, þegar við
lítum í kringum okkur, sjáum við að
það er nóg komið.
Í 80-90 ár hafa þeir talið okkur trú
um að festa og stöðugleiki séu
ómöguleg í samfélaginu án þeirra.
Heyr á endemi! Allan þennan tíma
hafa festa og stöðugleiki verið víðs-
fjarri íslensku samfélagi. Dýfur og
svokölluð góðæri hafa skipst á, og
endað nú með hinu algjöra hruni.
Þetta er ekki náttúrulögmál.
Þetta er afleiðing sjálfumglaðrar og
græðgisfullrar stjórnar þessara
tveggja flokka.
Þetta er afleiðing þess að við höf-
um leyft Skugga-Sveini Sjálfstæð-
isflokksins og hans Katli skræk í líki
Framsóknarflokksins að vaða á skít-
ugum skónum yfir samfélagið.
Ísland sem markaðstorg
Þessir tveir flokkar hafa gert Ís-
land að markaðstorgi þar sem sið-
ferði og sjálfsvirðing eru til sölu ekki
síður en feitt kjet og háar stöður;
þeir hafa gegnsýrt
samfélagið klíkuskap
sínum og spillingu og
talið okkur trú um að
svona ætti það að vera;
þeir hafa nú síðustu tvo
áratugina aukið svo
stéttaskiptingu og mis-
skiptingu þjóðarauðs-
ins að þess eru engin
dæmi í vestrænu sam-
félagi.
Frá 1993-2007 juku
fáeinar ríkustu fjöl-
skyldur landsins hlut
sinn í heildartekjum Íslendinga úr
fjórum prósentum í tuttugu!
Og nú sitjum við eftir í súpunni,
og það eina sem við getum gert er að
veita þessum flokkum þá ráðningu
að þeir gleymi henni aldrei.
Ef þeir sleppa tiltölulega vel frá
kosningunum nú munu þeir verða
fljótir að sleikja sár sín og hugsa
sem svo:
„Þetta fór nú ekki eins illa og við
var búist. Við eigum ennþá hljóm-
grunn. Við höfum enn tækifæri til að
ná vopnum okkar. Við gætum enn
komist í valdastóla – ekki gleyma því
að við eigum þrátt fyrir allt enn auð-
uga bakhjarla, þótt nú beri lítið á
þeim í skuggunum.“
Og þá mun ekki líða á löngu þar til
kolkrabbar og smokkfiskar verða
aftur farnir að teygja anga sína um
allt það nýja samfélag sem við ætl-
um nú að reisa úr rústum þess
gamla.
Þeir verða að bíða
En þeir Skugga-Sveinn og Ketill
skrækur hafa ekki aðeins lemstrað
efnahag landsins og aukið misrétti
svo svívirðilega; þeir innleiddu líka
samfélag þar sem þöggun og ótti
réðu ríkjum. Ég veit að við erum
fljót að gleyma, en muniði ástandið
fyrir svona 5-8 árum? Gagnrýni á
valdhafa var illa séð, enginn mátti
amast við þeim hugsunarhætti sem
þeir höfðu innleitt í samfélagið.
En nú höfum við tækifæri til að
verða frjáls. Við höfum verk að
vinna, við þurfum að endurreisa
heilt samfélag og við skulum fyrir
alla muni gera það án þeirra sem
lögðu það í rúst.
Ég veit að innan bæði Sjálfstæð-
isflokksins og Framsóknarflokksins
er ágætt fólk sem hefur sitthvað til
málanna að leggja – en það fólk
verður að bíða. Nú þurfum við að
hreinsa til og skúra og skrúbba og
bóna, og við þurfum að þola ýmsar
þrengingar meðan hreinsunin stend-
ur yfir – og við þurfum að reyna að
steypa okkur nýjan siðferðisgrunn
fyrir samfélagið.
Og það gerum við án þeirra.
Við getum ekki leyft þeim sem
með siðleysi sínu svívirtu okkur að
taka þátt í að smíða okkur nýjar
siðareglur.
Eftir Illuga
Jökulsson » Við getum ekki leyft
þeim sem með sið-
leysi sínu svívirtu okkur
að taka þátt í að smíða
okkur nýjar siðareglur.
Illugi Jökulsson
Höfundur er ritstjóri.
Burt með þá
ENN einu sinni hafa
stjórnmálaflokkar okk-
ar klikkað á grundvall-
aratriði lýðræðisins.
Þeim ber að sjá svo um
að við getum kosið yfir
okkur þá ríkisstjórn,
sem við viljum hafa við
völd og að við með at-
kvæði okkar veitum
henni skýrt umboð til
að leysa þau stærstu
vandamál sem við kjósendum blasa á
kjördegi. Þeir klúðruðu þessu. Það
er laukrétt, sem Þorsteinn Pálsson
sagði í leiðara núna í kosningavik-
unni: „Flokkarnir hafa komið því
þannig fyrir að fólkið í landinu getur
ekki kosið um þetta annað stærsta
mál, sem að því snýr.“
Þetta stærsta vandamál er ís-
lenska krónan. Hrakvirði hennar
brennur nú á skuldsettum íslenskum
heimilum, hún er ónýt í alþjóða-
viðskiptum og sem gjaldmiðill nýtur
hún einskis trausts hvorki heima né
erlendis. Þetta hefur verið við-
urkennt – með mismikilli tregðu þó –
af öllum stjórnmálaflokkum lands-
ins. Farið hefur verið yfir sviðið í leit
að annarri mynt en evru, sem leyst
gæti krónuna af hólmi: bandaríkja-
dalur, svissneskur franki, norsk
króna! Niðurstaðan er ljós: Ekkert
af þessu hentar okkur né dugar. Ein-
hliða upptaka evru í beinum og
óbeinum fjandskap við Evrópusam-
bandið væri að vaða úr ösku krón-
unnar í eld alþjóðlegrar einangrunar.
Við eigum aðeins tvo kosti. Slá
skjaldborg um krónuna eins og við
gerðum eftir heimskreppuna miklu
1930, með áratuga gjaldeyrishöftum,
verðbólgu og síendurteknum geng-
isfellingum – eða taka upp evru.
Inntökuskilyrðin í Evrópusam-
bandið eru þau að landið komi á stöð-
ugleika og jafnvægi. Gengi gjaldmið-
ilsins þarf að hafa verið stöðugt um
tíma, verðbólga innan ákveðinna
marka, fjárlagahalli sömuleiðis, rík-
isskuldirnar viðráðanlegt hlutfall af
vergri þjóðarframleiðslu og jafnvægi
í viðskiptum við útlönd. Allt eru
þetta markmið, sem stjórn-
málaflokkarnir hljóta
að vera sammála um,
hvort sem þeir eru við
völd eða ekki. Með að-
ildarumsókn yrði þetta
yfirlýst stefna okkar og
miðaði að því að end-
urreisa traust um-
heimsins og tiltrú á það
fjármálakerfi okkar,
sem nú er rjúkandi
rúst. Það er kaldhæðn-
islegt, en satt, að allan
síðari hluta síðasta ára-
tugar vorum við eina
Evrópulandið, sem uppfyllti öll þessi
skilyrði. Það hlýtur að vera okkur
kappsmál að ná þeirri stöðu á ný eins
fljótt og unnt er.
Það hefur margsýnt sig í skoð-
anakönnunum að mikill meirihluti
þjóðarinnar er sammála því að taka
upp evru. Það hlýtur því að vera það
markmið sem þjóðin setur sér. Menn
hafa meiri fyrirvara á um inngöngu í
Evrópusambandið. Allir flokkar vilja
þó að þjóðin fái að skera úr um málið
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verk-
efni blasir því við sem forgangsverk-
efni næstu ríkisstjórnar að koma
málinu sem fyrst í dóm þjóðarinnar.
Það ætti að vera vandalítið eftir nær
tveggja áratuga umræðu, samningu
opinberra skýrslna og fjölda nefnd-
arálita á vegum flokka og hagsmuna-
samtaka, að ganga frá samnings-
markmiðum, sem flestir Íslendingar
gætu sætt sig við. Því má ekki draga
að senda inn umsókn strax á fyrstu
dögum eftir kosningar.
Það er í því fólgin ákveðin mót-
sögn að verða að notast við krónuna
til að ná þeim efnahagslega styrk og
jafnvægi, sem er forsenda þess að við
getum tekið upp evru og lagt krón-
una fyrir róða. Það mundi líka þýða
margra ára baráttu og efnahags-
þrengingar, áður en inntökuskil-
yrðum yrði fullnægt. Benedikt Jó-
hannesson hefur sýnt fram á það í
sínum greinum að undanförnu, að nú
kann að vera til staðar glufa til inn-
göngu, sem við gætum notað til að
stytta okkur leið: Sem EES-ríki höf-
um við þegar tekið upp og lögleitt
megnið af því regluverki, sem aðilar
að Evrópusambandinu verða að und-
irgangast. Vitað er að stækk-
unarstjóri sambandsins, Finninn Olli
Rehn, er okkur hlynntur, en hann
verður í því starfi aðeins út þetta ár.
Svíar fara með forræði fyrir sam-
bandinu frá 1. júlí til áramóta og eru
okkur hlynntir. Yfirlýst er að lokað
verði á frekari stækkun eftir inn-
göngu Króatíu, sem væntanlega
verður gengið frá í haust og að þá
muni mörg ár líða þangað til næst
verður opnað fyrir aðildarumsóknir.
Sendum því inn umsókn strax eftir
kosningar og látum á það reyna
hvort okkur stendur hraðleið til
boða. Sé það svo, stöndum við loksins
frammi fyrir raunverulegu vali og af-
greiðslu málsins í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þá – og þá fyrst – fyrst get-
um við af einhverju skynsamlegu viti
hafið óhjákvæmileg átök um aðild að
Evrópusambandinu – eða ekki aðild.
Stjórnmálaflokkarnir hafa klúðrað
því að við stæðum frammi fyrir
skýru vali um þetta mikilsverðasta
mál, sem til okkar kasta hefur komið
frá stofnun lýðveldisins. Því verða
kjósendur að ráða fram úr þessu og
taka af skarið með atkvæði sínu í
kosningunum. Núna er ekki rétti
tíminn til að sitja heima eða skila
auðu. Það er flestum ljóst, að núver-
andi stjórnarflokkar þurfa að vera
áfram við völd meðan verið er að
hreinsa til í rústunum eftir helminga-
skiptastjórnir íhalds og framsóknar.
Jafnframt verða kjósendur að
tryggja að sú stjórn verði á ótvíræðu
forræði Samfylkingarinnar, sem
helst er treystandi til þess að leggja,
án hiks og tafar, upp meðsamnings-
markmið og hefja umsóknarferil
strax að kosningum loknum. Þá þarf
líka að þrýsta á vinstri græna og
sjálfstæðismenn að standa við fyr-
irheit sín um að vinna að því að koma
málinu í þann búning að það megi
leggja fyrir þjóðaratkvæði. Um þetta
erum við nálega öll sammála og þann
þjóðarvilja ber að virða og fram-
kvæma.
Eftir Ólaf
Hannibalsson »Núna er ekki rétti
tíminn til að sitja
heima eða skila auðu.
Ólafur Hannibalsson
Höfundur er blaðamaður.
Hreinar línur