Morgunblaðið - 25.04.2009, Side 52
✝ Haraldur Bessa-son fæddist í
Kýrholti í Viðvík-
ursveit í Skagafirði
14. apríl 1931. Hann
lést í Toronto í Kan-
ada 8. apríl sl.
Foreldrar: El-
inborg Björnsdóttir
kennari, f. 1886, d.
1942, og Bessi Gísla-
son hreppstjóri, f.
1894, d. 1978. Systk-
in: Björn endurskoð-
andi á Akureyri, f.
1916, d. 1979, Mar-
grét Bessadóttir Fjeldsted hús-
móðir í Reykjavík, f. 1918, d. 1979,
og Gísli bóndi í Kýrholti, f. 1920.
Hálfsystur samfeðra: Elinborg, f.
1945, d. 1946, og Elinborg hús-
móðir í Hofsstaðaseli í Skagafirði,
f. 1947. Fyrri kona Haralds var
Ásgerður, f. 1933, d. 1988, dóttir
Haralds Ágústssonar stórkaup-
manns og Steinunnar Helgadóttur.
Dætur þeirra Haralds: Steinunn
Bessason listfræðingur, f. 1954,
búsett á Gimli; Elinborg Berry
innanhússarkitekt, f. 1956, búsett í
Calgary; og Kristín Nabess kerf-
isfræðingur, f. 1960, búsett í
Winnipeg. Seinni kona Haralds er
Margrét kennari, f. 1944, dóttir
Björgvins Magnússonar pípulagn-
ingamanns og Kristínar Péturs-
dóttur skipsþernu. Dóttir þeirra
Hann gegndi formennsku í fé-
lögum málfræðinga vestra og hélt
fjölda fyrirlestra á fræðasviði sínu.
Haraldur vann að og stóð fyrir
grunnrannsóknum á máli og
menningu Vestur-Íslendinga, skrif-
aði greinar og bókarkafla, m.a.
um verk Halldórs Laxness í Euro-
pean Writers. The Twentieth
Century (1990), þýddi A History of
the Old Icelandic Commonwealth
(1974) eftir Jón Jóhannesson, og
ritstýrði (ásamt Baldri Hafstað)
geinasöfnunum Heiðin minni
(1999), og Úr manna minnum
(2002). Sagnalist Haralds birtist í
Bréfum til Brands (1999), og Dag-
stund á Fort Garry (2007). Vænt-
anlegt er safn greina eftir Harald
sem félagar við HA standa fyrir.
Haraldur Bessason hlaut ridd-
arakross Hinnar íslensku fálka-
orðu og varð heiðursfélagi Þjóð-
ræknisfélags Íslendinga í
Vesturheimi 1972; heiðursfélagi
Íslendingadagsnefndar í Manitoba
og heiðursborgari Winnipeg 1987;
heiðursdoktor við Manitobahá-
skóla 1990 og við HA 1999.
Haralds Bessasonar verður
minnst í dag í útfararstofu Neil
Bardal Inc. í Winnipeg og í To-
ronto hinn 9. maí. Minning-
arathafnir verða í Akureyr-
arkirkju og í Áskirkju í Reykjavík
í dag, 25. apríl, kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Haralds: Sigrún
Stella Haraldsdóttir
háskólanemi og söng-
kona, f. 1979, búsett í
Toronto. Börn Mar-
grétar af fyrra
hjónabandi: Guðrún
Ólafsdóttir leir-
listakona, f. 1965 og
Brandur Ólafsson
fjármálastjóri, f.
1967, bæði í Toronto.
Haraldur varð
stúdent frá MA 1951
og cand. mag. frá HÍ
1956. Hann var pró-
fessor og deildarformaður ís-
lenskudeildar Manitobaháskóla
1956-1987, forstöðumaður og síðan
fyrsti rektor Háskólans á Ak-
ureyri 1988-1994; fluttist 2003 til
Toronto og stundaði kennslu og
ritstörf uns yfir lauk. Haraldur
gegndi ótal trúnaðarstörfum í
þágu Vestur-Íslendinga, kom að
ritstjórn fjölda tímarita (The Ice-
landic Canadian Magazine 1958-
1976; Tímarit Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga í Vesturheimi 1959-1969;
Scandinavian Studies 1967-1981;
Mosaic 1971-1974; Lögberg-
Heimskringla 1979-1981) og var
upphafsmaður að The University
of Manitoba Icelandic Studies Ser-
ies árið 1972, þar sem birtust m.a.
þýðingar á Grágás og Landnámu
og greinasafn um eddukvæði.
Miðvikudaginn 8. apríl sl. hringdi
Ingi Kristinsson, skóla- og bekkjar-
bróðir úr MA, og tjáði mér andlát
Haraldar Bessasonar, frænda míns
og skólabróður. Mig setti hljóðan,
því örfáum dögum áður, 22. mars,
áttum við Haraldur, sem endranær,
fjörugar og andríkar samræður í
símtali. Þetta var mér því áfall til-
finningalega.
Á okkar skólaárum áttum við ótal
marga unaðsdaga. Heimsótti ég þá
Halla og Helga K. Hjálmsson oft á
Hólabraut. Eitt sinn var þar staddur
faðir Halla. Umræða var þar fjörug.
Þá spurði Bessi um ættir mínar.
Svarið var; móðurætt þingeysk en
föðurætt skagfirsk. Nánar, faðir
minn, Einar Jónsson, Einarssonar
bónda á Hraunum í Fljótum í Skaga-
firði. Þá sagði Bessi: „Strákar, þið
eruð þremenningar.“ Svo við Halli
vorum skyndilega orðnir frændur.
Þetta varð til ólöglegs „jubileum“.
Eftir skólaárin héldust sambönd-
in. Ég fæ starf í Kanada, Nova
Scotia. Þar vorum við í góðu síma-
sambandi eftir kl. 22 og þá oft rabb-
að saman í klukkustund. Konan mín
svaraði eitt sinn í símann og þá var
sagt: „Ertu búinn að hella upp á
könnuna?“ Hún áttaði sig fljótt og
svaraði: „Ertu væntanlegur?“
Eitt af umræðuefnum okkar var
sérstakt tungumál er „sérstæður“
náungi í Halla sveit þróaði. Skrif
urðu um þetta milli Halla, mín og
Gísla Jónssonar, kennara okkar í
MA.
Þannig kynntist ég frekar frænda
mínum sem viskumanni í leik, tungu
og tjáningu.
Margt samtalið áttum við er hann
var í Toronto og ég á Fróni. Har-
aldur sendi mér nokkrar greinar er
hann skrifaði um sveitunga sína og
þeirra samskipti. Merkast fannst
mér það er hann skráði um minn-
ingar sínar sem unglings, t.d. til-
komu útvarps, kvikmynda o.fl.
Hversu mikið innsæi hann hafði í
þankagang barna og unglinga. Sama
kom fram í ritgerðum hans um sam-
skipti fullorðinna. Þessa miklu yfir-
sýn hafði hann um mannlífið. Rit
hans eru mér sem gullmolar. Ég
segi því: Mikill er vorrar þjóðar
missir af slíkum manni.
Far þú vel, frændi, á vit æðri
valda. Friður sé með þér.
Haraldur ei háleitur
hrifnæmur og góður.
Aldrei gerðist gráleitur
gæfumaður fróður.
(Á.I.)
Margrét og börn, ykkur tjáum við
hjónin okkar dýpstu samúð.
Árni
Einarsson.
Kveðja frá Háskólanum
á Akureyri
Hinn 8. apríl sl. fengum við í Há-
skólanum á Akureyri þær sorgar-
fréttir að Haraldur Bessason, fyrr-
verandi rektor háskólans, væri
látinn. Það er mikill missir að Har-
aldi. Haraldur var fyrsti rektor Há-
skólans á Akureyri og stýrði háskól-
anum á uppbyggingarárum hans af
myndarskap frá 1987 til 1994.
Það lýsir vel áræði og óeigingirni
Haraldar að taka sig upp frá pró-
fessorsstarfi í hinum virta og gróna
Manitobaháskóla til að stýra nýjum
og óþekktum háskóla sem koma átti
á fót norður á Akureyri. Síðar
minntist Haraldur þess góðlátlega
að í upphafi hafi Háskólinn á Ak-
ureyri átt aðeins eina bók, Bókina
um manninn. Haraldur ávaxtaði vel
innistæðuna á þeirri bók og festi Há-
skólann á Akureyri í sessi á átta ára
farsælum rektorsferli.
Í rektorstíð Haraldar var lagður
grunnurinn að því metnaðarfulla
fræðastarfi sem einkennt hefur
starfsemi háskólans síðan. Undir
forystu Haraldar byggðist upp
kennsla og rannsóknir í hjúkrunar-
fræði, rekstrarfræði (síðar við-
skiptafræði), sjávarútvegsfræði og
kennarafræði og eru þessar fræði-
greinar teknar saman kjölfestan í
starfsemi háskólans enn þann dag í
dag. Bókasafn háskólans tók til
starfa 1989 og Stúdentagörðum var
komið upp á árunum 1989-1993. Þá
tók Rannsóknastofnun háskólans til
starfa árið 1992 og Haraldur beitti
sér fyrir endurskoðun laga um há-
skólann og voru ný lög samþykkt á
Alþingi 1992.
Í rektorstíð Haraldar breyttist
Akureyri úr hnignandi iðnaðarbæ í
vaxandi háskólabæ. Mikill meiri-
hluti þess hæfileikaríka fólks sem
brautskráðist frá háskólanum sett-
ist að á landsbyggðinni og gegnir
þar lykilstörfum á mörgum sviðum
atvinnulífsins. Enda er það mat
margra málsmetandi manna að
stofnun Háskólans á Akureyri hafi
verið merkasta byggðaaðgerð hér á
landi á seinni hluta 20. aldarinnar.
Eftir að Haraldur lét af störfum sem
rektor gegndi hann stöðu prófessors
í íslensku í kennaradeild frá 1994 til
2001 við góðan orðstír.
Haraldur var kjörinn fyrsti heið-
ursdoktor við Háskólann á Akureyri
á háskólahátíð 10. júní 2000. Har-
aldur var afkastamikill rithöfundur
og fræðimaður og eftir hann liggur
mikið safn af ritum og fræðigrein-
um. Haraldur var vinsæll og virtur
af sínu samstarfsfólki og frá honum
stafaði viska, hlýja og væntumþykja.
Hann var afburða sögumaður og er
leitun að öðrum eins sagnasnillingi
og Haraldur var. Meistari orðsins er
fallinn frá og hans er sárt saknað.
Við í Háskólanum á Akureyri stönd-
um í mikilli þakkarskuld við Harald
sem helgaði sig uppbyggingu há-
skólans af alhug.
Fyrir hönd okkar allra í Háskól-
anum á Akureyri sendi ég eftirlif-
andi konu hans, Margréti Björgvins-
dóttur, og fjölskyldu, öðrum
ættingjum og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Þorsteinn Gunnarsson.
Haraldur Bessason, höfðinginn
frá Kýrholti í Skagafirði, hefur
kvatt. Heimurinn er fátækari fyrir
vikið en eftir situr hins vegar sú til-
finning að við séum ríkari og betri
manneskjur eftir að hafa kynnst
honum.
Haraldur var einstakur maður um
margt, sagnamaður hinn besti og
glettnin og hlýjan aldrei langt und-
an. Við vorum svo heppin að kynnast
honum og Möggu í gegnum sameig-
inlegan stóran vinahóp þar sem ald-
ur er afstæður. Fyrir það verður
seint þakkað. En jafnframt kemur
sterklega sú tilfinning að maður hafi
alltaf þekkt hann. Það var bara
þannig.
Þær eru ófáar stundirnar á Ak-
ureyri yfir veglegum morgunverði í
Vanabyggðinni með sardínum og
síld og vínarbrauði úr bakarínu,
hlegið og skvaldrað en þagnað þegar
Haraldur sagði sögur frá Winnipeg
og ógleymanlegt var það þegar hann
leiddi okkur inn í heim vesturís-
lenskunnar.
Eða þegar farið var í Svarfaðar-
dalinn og dvalið þar í nokkra daga.
Grillað, sungið, sagðar sögur og
meiri sögur og gott ef að viskífleyg-
ur var ekki í einhverjum vasa.
Ógleymanlegar stundir sem munu
seint gleymast.
Við komum okkur upp því
skemmtilega samkomulagi að þegar
við brugðum okkur af bæ í júnímán-
uði, þá gátu Magga og Haraldur
dvalið í okkar íbúð. Þar gátu þau
haft alla sína hentisemi meðan á
borgardvölinni stóð, kallað í skyld-
menni og vini, haft það eins og
heima hjá sér. Það var yndislegt að
vita af þeim heima, allt var í örugg-
um höndum.
Við náðum því miður aldrei að
heimsækja Harald og Möggu til
Toronto eins og margir gerðu eftir
að þau fluttu aftur til Kanada. Við
látum nægja að ímynda okkur
hvernig sú ferð hefði verið sem ekki
var farin. Í Toronto voru Magga og
Haraldur umvafin allri fjölskyld-
unni, börnum og barnabörnum og er
afar skiljanlegt að þau skyldu taka
sig upp og fara aftur til Kanada. Þar
voru allir.
Það verða margir til að minnast
Haraldar, segja frá bókunum hans
og fræðilegum afrekum og embætt-
isverkum. Við viljum fyrst og fremst
minnast Haraldar Bessasonar sem
vinar okkar, vinar sem gerði heim-
inn betri og miklu, miklu skemmti-
legri. Við vitum líka að hans er víða
saknað og þó mest hjá Möggu og
fjölskyldunni allri. Við hugsum til
þeirra og hlökkum til þess að njóta
samvista síðar í sumar.
Blessuð sé minning Haraldar
Bessasonar. Megi herskarar engla
fylgja honum á annan stað.
Guðrún Ögmundsdóttir,
Gísli Víkingsson.
Á þessari kveðjustundu þakka ég
fyrir að Haraldur Bessason skyldi
færa í letur sögur af sjálfum sér og
samferðamönnum. Bækur hans,
Bréf til Brands og Dagstund á Fort
Garry halda minningu um stórbrot-
inn mann og sagnameistara á lofti
um ókomna tíð, þó hann hafi sagt
sögurnar varhugaverðar heimildir
fyrir sagnfræðinga.
Haraldur var hrókur alls fagnaðar
og hafði frá mörgu að segja. Þegar
ég kom fyrst til Vesturheims vegna
háskólanáms gerði hann lítið úr
enskuvankunnáttu minni, stappaði í
mig stálinu og minnti á að hann hefði
sjálfur glímt við sama vandamál án
teljandi vandræða. Því til staðfest-
ingar nefndi hann að skömmu eftir
komuna til Winnipeg hefði þáver-
andi kona sín sent sig í búð til að
kaupa straubretti. Hún hefði aðeins
nefnt nafnið á ensku svo hann vissi
hvað hann ætti að spyrja um. Hann
hefði ekki haft hugmynd um hvað
„ironboard“ var, en vildi ekki opin-
bera vankunnáttuna og á leiðinni í
bæinn endurtók hann stöðugt
„ironboard, ironboard, ironboard“. Í
versluninni bar hann upp erindið og
fékk þegar afhentan poka með 12
stálboltum eða „ironbolts“. Heim
kominn skildi hann ekkert í svip-
brigðum konunnar. Skylt er að
halda því til haga að enskan var
Haraldi sérstaklega töm.
Íslenskir nemendur fjölmenntu í
Manitoba-háskóla á áttunda áratug
liðinnar aldar. Haraldur greiddi
götu stúdentanna og útvegaði
nokkrum þeirra vinnu við íslensku-
deildina auk þess sem sumir fengu
námsstyrk fyrir hans tilstuðlan.
Ennfremur aðstoðaði hann ófáa há-
skólakennara við að fá fastráðningu.
Hann var mikilvægur í íslenska
samfélaginu í Vesturheimi, pottur-
inn og pannan í öllu starfi og ekkert
var honum óviðkomandi í því efni.
Ég hef verið fjallkona oftar en nokk-
ur annar, sagði hann, þegar Íslend-
ingadagshátíðin á Gimli nálgaðist,
og útskýrði það ekkert nánar nema
fyrir innvígðum, en um árabil samdi
hann gjarnan ræður fyrir fólk og
ekki síst fjallkonuna.
Haraldur var annálaður fræði-
maður og lærimeistari. Kýrholt var
aldrei langt undan og önnum kafinn
sá hann sig gjarnan í anda að vinna á
skurðgröfu við akurinn. Þó hann
legði áherslu á að læsa bílnum var
rúðan bílstjóramegin ávallt skrúfuð
niður, enda sagði Haraldur mikil-
vægt að taka höfðingja í Viðvíkur-
sveit sér til fyrirmyndar, sérstak-
lega þá sem hvíldu vinstri olnbogann
í rúðuopinu við aksturinn að hætti
mjólkurbílstjóra.
Einn laugardag átti hann að fara
með föt í hreinsun en fór fyrst í mat-
vörubúðina. Þegar hann kom út aft-
ur var svarti fatapokinn horfinn úr
aftursætinu, en þó bíllinn væri læst-
ur var rúðan niðri að vanda. Næsta
laugardag fór Haraldur á sama tíma
í sömu verslun en í stað fatapoka
setti hann svartan poka fullan af
heimilisúrgangi í aftursætið. Þegar
hann kom út aftur var pokinn horf-
inn. Var þetta í síðasta sinn sem eitt-
hvað hvarf úr bílnum.
Haraldur var goðsögn í lifanda lífi
og afkomendur Íslendinga vestra og
samstarfsfólk við Manitoba-háskóla
þreytast seint á að tala um snilling-
inn. Við Gulla sendum Margréti,
Sigrúnu Stellu, Brandi, Guðrúnu,
Kristínu, Ellu og Steinu og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Haraldar Bessasonar.
Steinþór Guðbjartsson.
Þegar ég hitti Harald Bessason í
allra fyrsta sinn, í hléi á tónleikum í
Winnipeg haustið 1981, heilsaði
hann mér með því að þakka mér fyr-
ir síðast. Ég hrökk örlítið við og
reyndi að rifja upp hvar í ósköpun-
um við hefðum getað hist áður eða
hvort hann væri að rugla mér saman
við einhvern annan, en stríðnisblikið
í augum Haraldar kom fljótt upp um
hann. Það merkilega var að þessi
litli leikur hreif mig einhvern veginn
og um leið fannst mér ég alltaf hafa
þekkt hann. Eftir því sem ég kynnt-
ist Haraldi betur varð mér ljóst að
ég var ekki einn um það að hrífast af
þessum stórbrotna manni. Fullkom-
lega yfirlætislaus, glettin en stund-
um jafnvel afsakandi framkoma
hans varð aldrei til þess að skyggja á
yfirburðavisku og þekkingu á mönn-
um, málefnum og fræðum þannig
hver sem á hann hlustaði fann strax
hver jöfur hann var. Enginn sem á
annað borð hitti Harald Bessason
gleymdi því, enda er hann orðinn
stofnun eða þjóðsagnapersóna í hug-
um þúsunda manna hér á Íslandi og
vestur í Kanada. Í Kanada var hann
Ísland. Á Íslandi var hann lengi
Nýja-Ísland. Um skeið varð hann
Háskólinn á Akureyri, en það varð
gæfa þeirrar stofnunar að fá liðsinni
hans í vöggugjöf.
Trúlega eru samskiptin og sam-
ræður við Harald Bessason það sem
ég hef lengst búið að frá námi mínu í
Winnipeg og hafði ég þó marga
ágæta formlega kennara í skólanum
sem kenndu mér það sem ég fór
vestur til að læra. Áhrifavald Har-
aldar lá hins vegar í manninum sjálf-
um, stærð hans og lífsviðhorfi. Auk
þess var hann náttúrlega skemmti-
legasti maður sem ég hef kynnst!
Fyrir þau kynni er ég eilíflega þakk-
látur. Það er mikill harmur kveðinn
að okkur öllum með fráfalli Harald-
ar, en mestur þó að Margréti og
börnunum og fósturbörnunum.
Þeim votta ég mína dýpstu samúð.
Birgir Guðmundsson.
„Falla háar eikur enn/ýlustráin lifa.“
Með Haraldi Bessasyni féll há eik.
Ýlustráin híma niðurlút eftir.
Haraldur tók mér sem týndum
syni er ég hóf störf við Háskólann á
Akureyri og hélt við mig óslitinni
velvild alla tíð síðan. Við áttum sam-
eiginlega ást á Stephani G. Steph-
anssyni og íslenskri sagnlist. Har-
aldur var meistari slíkrar listar, ekki
aðeins munnlegrar heldur einnig
skriflegrar, eins og gleggst má sjá af
Bréfum til Brands og Dagstund á
Fort Garry. Enginn skrifaði betri ís-
lensku en hann.
Á einum stað í ritum sínum segir
Haraldur að „þula og frásögn eigi
sér grunnhyggnina að fylgikonu“ og
gefur þar undir fótinn þeirri þekktu
skoðun að sagnahefð okkar sé drag-
bítur á skynsamlega umræðuhefð.
Voru þetta ólíkindalæti í Haraldi eða
atlaga að list sem hann sjálfur hóf til
flugs og fullnunar?
Við fyrstu sýn mætti virðast sem
sögur Haralds féllu í flokk hinnar
„grunnhyggnu“ sagnlistar. En ekki
er allt sem sýnist. Ég er að vísu viss
um að Haraldur hefði staðfastlega
neitað því að sögur hans hefðu ein-
hverja djúpa siðferðilega skírskot-
un. En þessu hefði valdið inngróið
lítillæti hans og næm háttvísi. Það
var einfaldlega óviðeigandi að orða
lærdóminn: ósæmilegt, rétt eins og
að reyna að útskýra sálminn Heims
um ból fyrir barni. En hyggjum að
tveimur sögum Haralds, hinni
þekktustu um samtal indíánans og
Einars Ólafs, þar sem hinn fyrri
hafði ekki öðlast skynbragð á hug-
takið þjóðarvitund og þjóðtunga þó
að hann skildi hvað það var að vera
Skagfirðingur og tala skagfirsku, og
svo sögunni um nýja tannlækninn á
Króknum sem mætti með þrjár
staðlaðar stærðir af fölskum góm-
um, sem pössuðu fáum þokkalega og
engum vel og urðu þess valdandi að
karlakór sveitarinnar söng falskt ár-
um saman.
Það væri auðvelt að afskrifa þess-
Haraldur Bessason
52 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009