Morgunblaðið - 25.04.2009, Síða 54
þangað til fólkið birtist og hann opn-
aði fyrir því ríki sitt. Ríki Haralds
var aðeins að hluta til af þessum
heimi eins og kom í ljós þegar hann
ók gestum um Nýja Ísland eða
Skagafjörð – sem hann lagði undir
sögur sínar. Ríki Haralds var sagna-
heimur þar sem samferðamenn hans
voru leiddir fram og skipað til sætis
á þeim Glæsivöllum sem glóðu í
kringum Harald hvar sem hann fór.
Í meðförum hans rúmaði Skaga-
fjörður allar víddir mannlegrar til-
veru innan um goðmögn úr eddu.
Veröld Vesturíslendinga varð vett-
vangur hugarflugs með himinskaut-
um – og þurfti þá ekki endilega að
fara lengra en að stofuborði með
kaffibolla og pönnsur á diski.
Sundferð á Akureyri að morgni
dags kveikti litríkar mannlýsingar á
laugargestum, útúrdúra um ættir,
uppruna og þau ótrúlegu afrek sem
þeir höfðu unnið um sína daga.
Kaffihitunin á eftir varð leikandi
samspil við vélar og takka, kötturinn
Keli mátti sitja undir upprifjun á
aðdáunarverðri athygli sinni þegar
kunnuglegur ræðumaður ávarpaði
Akureyringa á sjómannadaginn svo
Keli gerði sér ferð að hlusta, og utan
um hafragrautinn varð til lítil helgi-
stund um Bjössa bomm og þá heilsu-
samlegu uppskrift sem hann hafði
þróað af læknisfræðilegum myndug-
leik – uns uppvaskið tók við og gaf
tilefni til djúphygli um hlutverk þess
fyrir hjónabandið. Allt þetta fyrir
klukkan 8 og áður en hinar eiginlegu
sögur hófust.
Haraldur tók öllum opnum örm-
um og fordómalaust, fann snilldina í
hverjum og einum, hlustaði vel, las
mikið og hratt og hafði gríðarlegan
áhuga á fólki. Þá skipti ekki máli á
hvaða tilverustigi það var því graf-
skriftir voru honum mikilvægur
hlekkur í þeim allsherjartengingum
mannlífs og goðheima að fornu og
nýju sem hann fágaði í list sinni.
Fræðistörf Haralds urðu þáttur af
þessari heimssýn með áherslu á
Völuspá þar sem allt rann saman,
menn og guðir andspænis örlögum
sínum. Honum auðnaðist að ná utan
um hinn munnlega sagnaheim sinn í
tveimur meistarabókum, Bréfum til
Brands og Dagstund á Fort Garry,
frumlegustu og óvenjulegustu verk-
um íslenskra bókmennta hin síðari
ár.
Haraldur var sérlega örlátur og
gjafmildur á sjálfan sig, bæði í inni-
legri vináttu við fjölmarga einstak-
linga en ekki síður í þágu þess sam-
félags sem hann var hluti af hverju
sinni. Í fræðunum, í Winnipeg, á Ak-
ureyri og í Reykjavík, alls staðar
markaði hann djúp spor með nær-
veru, höfðingsskap og forystu. Hann
átti mest allra þátt í mótun þeirrar
sterku sjálfsmyndar Vesturíslend-
inga sem sér hvarvetna stað og hann
var stórtækur drifkraftur á upphafs-
árum Háskólans á Akureyri. Slíkan
mann kveðjum við öll með miklum
trega en gleðjumst jafnframt yfir
þeim fögnuði á Ódáinsvöllum sem
hann gengur nú á vit. Fjölskyldu
Haralds votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Gísli Sigurðsson.
Við kynntust honum strax, ís-
lenskir stúdentar sem komu til náms
við háskólann í Manitoba þar sem
Haraldur starfaði sem forstöðumað-
ur íslenskudeildarinnar. Ég hygg að
hann hafi verið nákunnugur flestum
íslenskum námsmönnum sem þar
dvöldu á þeim tíma.
Á árunum 1973-1977 var lítill og
mjög samheldinn hópur Íslendinga
við nám í Winnipeg og eins og jafnan
gerist meðal stúdenta erlendis,
gengum við hvert öðru í fjölskyldu-
stað á meðan á dvölinni stóð. Har-
aldur var hluti af þeirri fjölskyldu og
færði okkur í rauninni nýja vídd í
námi okkar og lífsreynslu. Hann um-
gekkst okkur ævinlega sem jafn-
ingja þrátt fyrir töluverðan aldurs-
og lífreynslumun þannig að kyn-
slóðabil var ekki til í þessum sam-
skiptum. Haraldur kynnti okkur
vesturíslenska menningu og sam-
félag Vestur-Íslendinga í Manitoba,
fór með okkur í heimsóknir til fólks-
ins sem hafði íslensku og íslenskan
menningararf í heiðri þrátt fyrir að
hafa aldrei til Íslands komið. Þetta
var merkileg reynsla fyrir tvítugan
ungling frá Íslandi sem vissi fátt um
þennan kafla Íslandssögunnar. Har-
aldur þekkti þetta samfélag betur en
flestir aðrir og kunni betur skil á því
bæði sem fræðimaður og áhugamað-
ur um fólkið sem hann kunni sögur
af og sagði frá en nokkur annar.
Haraldur var fjölhæfur fræðimað-
ur og aðrir munu gera fræði-
mennsku hans, kennslu og ritstörf-
um betri skil. Sá Haraldur sem ég
kynntist best sjálf var samt sveita-
maðurinn sem átti rætur í Skaga-
firði og þreyttist aldrei á að segja frá
ágæti þess héraðs. Við áttum sveita-
mennskuna sameiginlega og skipti
engu þó ég kæmi af Suðurlandi og
þekkti lítið til í Skagafirði. Hann var
persónulegur vinur og aðstoðaði við
að leysa vandamál sem hent gátu
auralitla stúdenta á tímum naumt
skammtaðra námslána. Undirritaðri
útvegaði hann sumarvinnu við að
snara íslenskum heimildum frá
Nýja-Íslandi yfir á ensku, fyrir
sagnfræðinema sem voru að rann-
saka sögu Íslendinga í Kanada.
Þetta varð til þess að ég lærði margt
um upphafsár íslenska samfélagsins
í Manitoba en hrædd er ég um að
enskan á þessum þýðingum hafi ekki
alltaf verið rismikil. Launin nægðu
til viðurværis um sumarið og gott
betur en aldrei vissi ég hvernig stað-
ið var að þessari ráðningu þar sem
ekkert var atvinnuleyfið. Haraldur
kom aftur til hjálpar þegar námslán
brugðust – það bráðvantaði aðstoð-
arkennara í íslensku fyrir byrjend-
ur. Alltaf var eins og ég hefði gert
honum greiða með því að taka að
mér þessi verk þó í rauninni væri
það þveröfugt. Að loknu námi skildi
leiðir og sambandið við Harald var
stopulla eftir það en hvorugt okkar
var nokkurn tíma í vafa um vinskap-
inn sem stóð á gömlum merg. Við
áttum skemmtileg símtöl stöku sinn-
um á Akureyrarárunum og það var
alltaf jafn gaman og alltaf eins og við
hefðum síðast talast við í gær.
Ég verð forsjóninni ævinlega
þakklát fyrir að hafa kynnst Haraldi
og átt hann að vini.
Margréti eiginkonu Haralds og
börnum þeirra sendi ég innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi minn-
ingu Haralds Bessasonar.
Emma Eyþórsdóttir.
Það var á miðjum sjöunda áratug
síðustu aldar að undirritaður hafði
dvalið nokkra mánuði á sléttum
Manitobafylkis í Kanada, nánar til-
tekið í Íslendingaborginni Winni-
peg. Þá hafði ég samband við blaðið
Lögberg-Heimskringlu. Ingibjörg
Jónsson ritstjóri varð fyrir svörum.
Ég spurði á ensku hvort hún væri
mælandi á íslenska tungu og ekki
stóð á svarinu: „Skammastu þín
Haraldur.“ Misskilningurinn leið-
réttist fljótt og ég var boðinn vel-
kominn til Winnipeg, en forvitni mín
var vakin að kynnast þessum Har-
aldi. Ekki var erfitt að finna hann í
símaskrá. Þrátt fyrir marga Sig-
urðssyni, Jónssyni og Guðmunds-
syni í Winnipeg var aðeins einn
Bessason. Eitt símtal varð að kynn-
um og langri vináttu. Daginn eftir
hitti ég Harald, Ásu konu hans og
dæturnar þrjár sem bjuggu í St. Vi-
tal-hverfinu í Winnipeg. Á þeirra
heimili var alltaf indælt að koma og
hverfa um stundarsakir inn í ís-
lenska veröld. Ása var mikil sóma-
kona sem var það eðlislægt að láta
gesti finna sig velkomna. Það gæti
glatt margan Vesturbæinginn í
Reykjavík að þessi kona svo indæl
sem hún var, búandi þúsundir mílna
frá Íslandi, gaf engan afslátt af því
að ekkert félag jafnaðist á við KR.
Fræðimaðurinn Haraldur:
Enginn sem til þekkir efast um að
á árum sínum í Winnipeg var Har-
aldur sannkallaður útvörður ís-
lenskrar tungu vestan hafs. Hann
leiddi um áratugi íslenskudeild Ma-
nitobaháskóla og kenndi þúsundum
að meta íslenska tungu, sögu og
menningu. Hann var þessi ár tengi-
liður nýja og gamla heimsins og
lagði mikið af mörkum við að efla
tengsl við Vestur-Íslendinga.
Grallarinn Haraldur:
Allir sem þekktu Harald vissu að
kímnigáfu átti hann í ríkum mæli.
Ég veit hann fyrirgefur mér að láta
eina sögu flakka sem skemmt hefur
mörgum. Ungur maður hafði komið
til Manitoba, fremur ófleygur í
enskri tungu en lagði stund á hár-
greiðslu. Hann átti að þreyta munn-
legt próf í greininni en treysti sér
illa til þess sökum slakrar ensku-
kunnáttu. Þeir félagar voru báðir
Skagfirðingar. Haraldur tók sig til
og lærði allan textann og bauðst til
að vera túlkur við próftökuna. Hann
sagði sveitunga sínum að hafa engar
áhyggjur. Túlkurinn skyldi svara
öllum spurningunum og síðan
skyldu þeir spjalla um hrossin heima
í Skagafirði og láta prófdómarann
halda að hann væri að svara spurn-
ingunum á íslensku. Þetta tókst með
prýði og Haraldur var því í raun með
próf í hárgreiðslu þótt aldrei væri
það viðurkennt!
Brautryðjandinn Haraldur:
Árið 1987 var Haraldur skipaður
fyrsti rektor nýs háskóla á Akur-
eyri. Menn hafa líklega ekki hugleitt
að með starfi sínu á Akureyri var
hann að leggja nýjar brautir og
varða veginn til framtíðar. Háskóla-
nám á Íslandi var í fyrsta skipti
komið út fyrir múra höfuðborgar-
innar. Bóndasonurinn frá Kýrholti
lyfti menntun á Íslandi til nýrra
hæða.
Ég þakka dýrðlegar stundir vest-
an hafs með honum og fjölskyldu
hans. Guð blessi minningu Haraldar
Bessasonar. Hann var drengur góð-
ur.
Ólafur Bjarni
Halldórsson, Ísafirði.
Í leikhúsi 19. aldar og vel fram á
þá tuttugustu tíðkaðist að stærstu
stjörnurnar færu með stærstu rull-
urnar. Þar sem stjörnustaða er óháð
aldri (eða var það allavega í þann tíð)
bauð þetta fyrirkomulag upp á
Hamleta sem hefðu getað verið feð-
ur Geirþrúðar, og Rómeó og Júlíu
sem töluvert ímyndunarafl hefur
þurft til að trúa að væru að kynnast
ástinni í fyrsta sinn. En ímyndunar-
afl áhorfenda er nú reyndar mótor-
inn sem knýr leiklistina áfram þann-
ig að þetta gekk bara ágætlega.
Það sama má segja um þann við-
burð þegar Haraldur Bessason tók
að sér að leika unga elskhugann í
fyrstu uppfærslu leikfélagsins Hug-
leiks árið 1984, á fimmtugasta og
þriðja afmælisdeginum sínum.
Verkið var Bónorðsförin, gamall
baðstofuleikur eftir Magnús Gríms-
son. Og Haraldur bar af. Enda
stjarna.
Þó að Haraldur hafi lítið tekið þátt
í starfi félagsins eftir þennan leik-
sigur eru áhrif hans mikil og góð.
Við viljum allavega vona að við höf-
um tileinkað okkur þó ekki sé nema
brot af ómótstæðilegri kímni hans,
hæfileikum til að skoða hluti frá
óvæntum vinkli, og ástríðu fyrir því
sem best er og skemmtilegast í
menningu okkar og sögu.
Fyrir það þakka Hugleikarar, um
leið og við vottum Margréti og allri
fjölskyldu Haraldar samúð okkar.
F.h. Leikfélagsins Hugleiks,
Þorgeir Tryggvason.
Skarð er fyrir skildi, nú þegar
Haraldur Bessason er dáinn. Ég
varð mér fyrst mjög meðvitaður um
Harald, er hann skrifaði grein um ís-
lenskunotkun Vestur-Íslendinga í
tímarit mömmu: Amalíu Líndal, er
nefndist 65 degrees, og sem hún gaf
út frá Kópavogi kringum 1969. Síðar
kynntist ég honum í framhaldsnámi
mínu í mannfræði, í Winnipeg, á ár-
unum 1978-1980, en þá var ég við
nám í Manitóba-háskóla, þar sem
hann var kennari. Ekki bara lágu
leiðir okkar nemendanna frá Íslandi
og hans saman í skólanum, heldur
einnig í Íslendingafélögunum. Þá sat
hann og í nefnd um rannsóknarsam-
anburð á Íslendingum og Vestur-Ís-
lendingum, ásamt mér sem áheyrn-
arfulltrúa, og vestur-íslensku
prófessorunum John S. Matthiasson
og Alberti Kristjanssyni, og Jens
Pálssyni. Eru þeir nú allir horfnir.
Mamma var þá sest að í Kanada, og
hafði þar kynnst fyrri konu Harald-
ar, og skrifað í blaðið sem hann var
ritstjóri að þar, Lögberg-Heims-
kringlu.
Þegar Haraldur var fluttur heim
til Íslands, þótti mér við hæfi að
senda honum eintak af fyrstu ljóða-
bókinni minni, Næturverðinum
(1989), enda var hann þá að kenna
við HA ásamt skólafélögum mínum
frá MA forðum daga. Svo þegar ég
stofnaði Vináttufélag Íslands og
Kanada, 1995, þótti okkur óhugs-
andi að bjóða honum ekki að verða í
heiðurssæti á stjórnarlista okkar,
enda var hann þá orðinn frægasti
Vestur-Íslendingurinn. Hann átti
svo eftir að halda erindi hjá okkur
um Vilhjálm Stefánsson landkönnuð
og kynni þeirra. Á síðustu árum
heyrði ég oft lesið upp úr listilega
hnyttnum minningum hans í útvarp-
inu. Síðari kona hans hafði og þýtt á
íslensku skáldsögu eftir hinn kanad-
íska stórrithöfund, Margaret Atwo-
od. Síðast hitti ég þau hjónin á förn-
um vegi í Reykjavík, og þáði hann þá
af mér tíundu ljóðabók mína, A poet
of Iceland (2007), af því hann fýsti að
sjá hversu mér hafði tekist að þýða
eigin ljóð á ensku. Einnig baðst
hann þá undan að vera lengur í
stjórn VÍK, enda nú orðinn óvirkur
félagi, verandi búsettur í Kanada.
Við Haraldur höfðum báðir gam-
an af stórkarlalegum goðsögnum af
torkennilegra taginu. Þykir mér því
við hæfi að kveðja hann með kvæði
úr elleftu ljóðabók minni: Kvæða-
ljóðum og sögum (2008), er fjallar
um gríska goðsögu, og nefnist: Af-
kvæmi sunnanblæsins:
„Nú skal nefna kappann Zephyros
þann er sunnanvindi blæs á oss:
Vindur mun hann vera, gat þó hross
við mannfyglinu Hörpu, er gaf hann
koss.
Hestar þessir mæltir voru vel,
drógu vagninn Akkils, heilla-skel.
Forspáir, þótt eigi mættu feigð
Akkils forða undan lævíss hneigð.“
(Höf. T.V.L.)
Tryggvi V. Líndal
Þá er Haraldur frændi horfinn
okkur yfir móðuna miklu. Ég ætla
hér aðeins að skrifa fátæklegar línur
í minningu föðurbróður míns.
Miklir hæfileikar, góðmennska og
kímni einkenndu hann þannig að
margs er að minnast. Undanfarið
höfum við skipst á tölvupóstum og
alltaf var hann glaður og hress. Síð-
asta bréf hans var svo fullt af húmor
að ég og móðir mín hlógum lengi eft-
ir lestur þess. Það er notaleg síðasta
kveðja.
Þegar ég var á barnsaldri var
hann stóri frændi í Vesturheimi sem
kom öðru hverju í heimsókn. Faðir
minn heitinn og hann höfðu mikil
samskipti með bréfum, pistlum og
bókum sem þeir sendu hvor öðrum.
Elsta dóttir hans, Steinunn, er jafn-
gömul mér og kom hér oft á ung-
lingsárum sínum í heimsókn á sumr-
in. Við fórum hefðbundnar ferðir í
Mývatnssveitina og Eydals-fjöl-
skyldan dvaldi saman í Bjarkarlundi
í Vaglaskógi. Áttum við góða tíma
saman.
Enn höfum við Steina bréfa- og
tölvusamskipti. Árið 1975 fórum við,
ég og foreldrar mínir, í stóra ferð til
Kanada og í þeirri ferð heimsóttum
við Harald frænda. Hann og þáver-
andi kona hans, Ása, tóku á móti
okkur eins og höfðingjar værum.
Slíkur var velgjörningurinn að
gengið var úr rúmum fyrir okkur og
dekrað á alla lund. Það var dýrðlegt
að hitta þau og á heimili þeirra hjóna
hittum við marga þjóðkunna fræði-
menn sem gaman var að kynnast.
Þetta var mikið ævintýri og ógleym-
anlegt.
Eftir að Haraldur tók við rektors-
stöðu Háskólans á Akureyri urðu
samskipti við hann meiri. Áttum við
afar ánægjulegar stundir með hon-
um, Margréti konu hans og dóttur
þeirra Sigrúnu Stellu.
Ég vil hér með þakka Haraldi
frænda fyrir gefandi og skemmtileg
kynni.
Ég og móðir mín, Þyri Eydal,
sendum Margréti og Sigrúnu Stellu,
Steinunni, Elínborgu, Kristínu og
fjölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur.
Þyri Guðbjörg
Björnsdóttir.
Haraldur Bessason
54 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
✝
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
BALDUR JÓNSSON
frá Fjósatungu,
búsettur á Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 16. apríl.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
28. apríl kl. 13.30.
Systkini hins látna og fjölskyldur.
✝
SIGURÐUR EGILL ERLINGSSON
er látinn.
Erling Sigurðsson.
✝
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARGRÉT HERDÍS THORODDSEN,
Sólheimum 25,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt
sumardagsins fyrsta, 23. apríl.
María Louisa Einarsdóttir, Hannes Sveinbjörnsson,
Egill Þórir Einarsson, Hlaðgerður Bjartmarsdóttir,
Þórunn Sigríður Einarsdóttir, Halldór Árnason,
Sigurður Thoroddsen Einarsson, Jórunn Erla Sigurjónsdóttir,
Margrét Herdís Einarsdóttir,
barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn.