Morgunblaðið - 25.04.2009, Page 63
Menning 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009
Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18
VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR
Sími: 561-4114
Frá 9. apríl til 3. maí
G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R
R O K K - P O P P - K L A S S Í K - B L Ú S - K Á N T R Ý - S LÖ K U N A R T Ó N L I S T- Þ Ý S K , S K A N D I N AV Í S K O G Í R S K T Ó N L I S T
O G A Ð S J Á L F S Ö G Ð U A L L I R N Ý J U S T U T I T L A R N I R Á B ET R A V E R Ð I E N Þ Ú ÁT T A Ð V E N J A S T
Georg F. Händel lézt í apríl fyrir
250 árum, og heiðraði Samband
evrópskra útvarpsstöðva minningu
hans með útsendingum tónleika
víða um álfuna. Framlag Íslands
voru tónleikar Nordic Affect-
sextettsins í Þjóðmenningarhúsinu.
Aðgangur var ókeypis og hvert
sæti skipað.
Dagskráin samanstóð af tveim
sónötum eftir Händel, einni eftir
samtímahöfund hans Thomas Arne
og nýju íslenzku verki, hinu þrí-
þætta Handelusive (H) eftir Huga
Guðmundsson. Það var ekki flutt í
einni bunu heldur fléttað inn á milli
hinna verkanna: H I – Flautusó-
nata Händels í e (I-IV) – Tríósónata
Arnes (I-IV) – H II – Tríósónata
Händels í h (I-IV) – H III.
Þættirnir í þessum „hviklynda
Händel“ voru býsna ólíkir. Sá
fyrsti varla nema öldótt káf í
myrkri og vottaði hvergi fyrir boð-
uðum stefjum Vatnasvítnanna
(1717) í „endurvinnslu“. Aðferðinni
hafði maður kynnzt áður, enda
hægur vandi að brytja stef í spað
og semja úr brotunum með óþekkj-
anlegum árangri. Höfundur fór
aðra leið í II. þætti, er minnti á
klingjandi postulínsklukkur á svíf-
andi hljómablævængjum; stefin
enn rækilega dulbúin, en efnið
samt músíkalskara. Í lokaþætti
urðu frumstefin loks þekkjanleg,
m.a. í dillandi hásetadansi.
Þetta var eldklár nálgun hjá höf-
undi – úr kaos-þoku í sjarmerandi
tímanávist við Händel – og nyti sín
ugglaust líka í órofinni heild. NA
lék „sníkju“verkið með miklum
bravúr, og skemmtilegar sónötur
Händels og Arnes nutu sömuleiðis
góðs af líflega samstilltri fágun
hópsins.
Eini ljóðurinn var prógramm-
leysið. Munnlegar kynningar geta
farið á mis, og dagskráin fannst
hvergi á heimasíðu RÚV.
Þjóðmenningarhúsið
Kammertónleikar bbbbm
Verk eftir Händel, Arne og Huga
Guðmundsson (frumfl.).
Kammerhópurinn Nordic Affect.
Sunnudaginn 19. apríl kl. 13.
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Hinn end-
urunni
Händel
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18,
laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16
Ragnhildur Þóra
Ágústsdóttir
„Memento Mori“
Sýningin stendur til 3. maí
Sýning
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Erum að taka á móti verkum
G
uðm
unda
A
ndrésdóttir
Listmunauppboð
Allir velkomnir mánudaginn 11. maí
* *