Morgunblaðið - 25.04.2009, Side 72
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 115. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Stöðvuðu tilskipun
Ráðherrar VG komu í veg fyrir að
aðildarríki á EES-svæðinu sam-
þykktu tilskipun frá Brussel um að
þjónustustarfsemi á svæðinu verði
samræmd. Sendiherra Íslands í
Brussel fékk skilaboð um að beðið
skyldi með samþykkt þar til eftir
kosningar. »Forsíða, 6
Samfylkingin stærst
Síðasta könnun Capacent fyrir
kosningar sýnir að Samfylking og
VG fengju samtals 56,1% atkvæða
og hreinan meirihluta. Stjórnmála-
fræðingur telur horfur tvísýnar. »2
Smábátar vinsælir
Gríðarleg eftirspurn er eftir smá-
bátum og hafa margir lýst sig reiðu-
búna að staðgreiða bátana. Áform
sjávarútvegsráðherra um frjálsar
handfæraveiðar við strendur lands-
ins eru taldar hafa valdið aukning-
unni. »6
Fylgst með svínaflensunni
Tugir manns hafa látist eftir að
svínaflensa kom upp í Mexíkó. Einn-
ig hafa komið upp tilfelli í Bandaríkj-
unum. Íslenskur sóttvarnarlæknir
segir vel fylgst með málum hér á
landi. »6 og 30
SKOÐANIR»
Staksteinar: Allt er þá þrennt er
Forystugrein: Úr vöndu að ráða
Pistill: Gamla Ísland, aðeins lengur
Ljósvaki: Ekki gaman
UMRÆÐAN»
Er efnahagsáætlun AGS í uppnámi?
Atvinnumál í öndvegi
Lyftum huganum hærra 25. apríl
Tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu
Börn: Verðlaunaleikur vikunnar
300 börn á landsmóti barnakóra
Lesbók: Þýðingar halda tungunni við
Fuglar og furðufuglar
BÖRN | LESBÓK »
Heitast 11°C | Kaldast -4°C
Hæg norðlæg átt og
víða bjartviðri, síst
norðaustan til. Þykkn-
ar upp suðvestan til
seint í kvöld. »10
„Skemmtilegt æv-
intýri og gott að fá
inni í góðum sal.“
Leikrit Jóns Atla
Jónassonar til Ed-
inborgar. »62
LEIKLIST»
Djúpið á
skoska hátíð
FÓLK»
Peningar? Bara pappírar
sem safnast saman. »67
„Kannski og kannski
ekki,“ segir þátt-
arstjórinn og vill
halda áfram. Mýkt,
kurteisi og ýtni eru
lykilatriði. »64
FJÖLMIÐLAR»
Slökkt á
færibandi?
TÓNLIST»
Bleikur kjóll og trommu-
skinn kosta sitt. »65
TÓNLIST»
Hann er „listamaðurinn“
– er á 10 af 100. »64
Menning
VEÐUR»
1. Samfylkingin enn stærst
2. Stefna ríkinu vegna SPRON
3. Sögulegar kosningar
4. Vargar rústuðu æfingasvæði SHS
Íslenska krónan hélst óbreytt
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
ÞAÐ er blómlegt um að litast í gróð-
urhúsinu í Elliðahvammi þessa dag-
ana. Ávaxtatré eru þar í blóma með
tilheyrandi ilmi, sem ekki er laust við
að minni á hin ýmsu lönd Evrópu á
vormánuðum.
Í þessu íslenska gróðurhúsi rækta
Þorsteinn Sigmundsson og kona
hans, Guðrún Alísa Hansen, bláberja-
runna, kirsuberjatré, peru- og plómu-
tré. Og ekki má gleyma eplatrjánum.
Af þeim fá hjónin góða uppskeru.
Sérstaklega eitt yrkið sem skilað hef-
ur allt að 130 fullþroskuðum eplum
um uppskerutímann, eða tæpum 30
kg. Góð búbót það. „Þetta er frábært
yrki,“ segir Þorsteinn. „Við erum
með tuttugu kvæmi af eplatrjám, sína
hverja tegundina, en þetta sker sig úr
er kemur að afköstum.“ Eplin segir
hann bragðgóð og geymast vel, en
trén eru hjónin með í köldu gróð-
urhúsi.
Vorið lofar góðu
Þau Þorsteinn og Guðrún Alísa
hófu tilraunir með ávaxtatrjáræktina
fyrir um átta árum og er eplatréð
góða frá þeim tíma. Hverrar teg-
undar það er vita þau hins vegar ekki.
„Við týndum merkimiðanum af trénu
og vitum ekki hvað það heitir.“ Síðan
hefur verið passað vel upp á allar
merkingar. Þekki einhver lesandi
hins vegar tréð á myndinni hér að of-
an tæki Þorsteinn glaður á móti þeim
fróðleik.
Upphaflega voru þau með lítið
heimasmíðað gróðurhús, en fyrir um
tveimur árum settu þau aukinn kraft
í ræktunina og byggðu nýtt hús yfir
trén. Flest ávaxtatrén hafa komið til
eftir byggingu nýja hússins og segir
Þorsteinn þá ræktun vera á þróun-
arstigi. „Við erum engu að síður byrj-
uð að fá nokkra uppskeru og þetta
vor lofar mjög góðu því að það er góð
blómgun í öllu.“ Við ræktunina hafa
þau notið góðrar aðstoðar garðyrkju-
fræðinga.
Gróðurhúsið er vinsæll viðkomu-
staður hjá yngri fjölskyldumeðlimum
yfir uppskerutímann. „Þá koma þau
einu sinni á dag, krakkarnir, til að fá
sér ýmislegt úr gróðurhúsinu.“
Þau hjónin hafa gaman af ræktun-
inni, þó að Þorsteinn segi að það sé
Guðrún Alísa sem hafi grænu fing-
urna. Þegar á hann er ýtt viðurkennir
hann að hann hafi þó líklega eins og
eina græna hönd. Þau hafa líka lengi
verið í ræktuninni og hófust handa
við skógrækt fyrir u.þ.b. tuttugu ár-
um. „Þá var það eitt af forgangsmál-
unum að koma upp skógi í landinu
okkar til að fá meira skjól í lóðina.“
Þau virðast líka óhrædd við nýj-
ungar og hafa einnig reynt fyrir sér í
býflugnarækt með góðum árangri.
„Við vorum með yfir 100 kg af hun-
angi á síðasta ári.“
Eplauppskeran góð
Þorsteinn og Guð-
rún hafa fengið 130
epli af einu tré
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eplabóndi Þorsteinn Sigmundsson við eplatréð góða sem hann myndi gjarnan vilja vita nafnið á.
„ÞAÐ gengur ekki að setja einhverja bóklega ís-
lensku upp í bófa sem er á harðahlaupum undan
réttvísinni, þá eru menn ekki með núþálegar
sagnir uppi í sér“, segir nýbakaður þýðing-
arverðlaunahafi, Hjörleifur Sveinbjörnsson, í
samtali í Lesbók, en lýsingin er dæmigerð fyrir
glímu þýðenda við orðin.
Rætt er við alla þá sem tilnefndir voru til þýð-
ingarverðlaunanna um verk þeirra og stöðu þýð-
inga um þessar mundir. Svo virðist sem þær eigi
undir högg að sækja í kreppunni; einn þýðandi
þýðir nú einvörðungu fyrir Seðlabankann og
álíka aðila, í stað fagurbókmennta áður. Einnig
er deilt á fábreytni í þýðingum og það hversu
markaðssjónarmið hafi ráðið miklu í bókaútgáfu
á Íslandi undanfarin ár, því bestu bókmennta-
verkin eru ekki endilega þau söluvænlegustu.
Glíma þýðenda
við orðin
ÞAÐ hvarflaði væntanlega varla að nemum í
Listaháskóla Íslands er þeir hófu vinnu við verk sín
fyrir útskriftarsýningu skólans að verkin gætu varð-
að við lög. Sú virðist þó vera raunin í tilfelli þeirra
Bergdísar Hrannar Guðvarðardóttur og Emils
Magnúsarsonar Borhammar. Verk Bergdísar verður
hulið á Kjarvalsstöðum í dag, kjördag. En Emil
býðst að flytja verk sitt, sendibíl fylltan myndum af
þjóðþekktum einstaklingum, á Flókagötuna. „Okkur
var boðið upp á þann kost að loka sýningunni á kjör-
dag, en það vildum við alls ekki,“ segir Finnur Arnar
Arnarson, sýningarstjóri myndlistardeildar. Sátt
hefði því náðst um að þau verk sem talist gætu póli-
tískur áróður yrðu fjarlægð eða hulin. „Annars held
ég að það sé eiginlega heiður að eiga verk sem tekur
þátt í þeirri pólitísku umræðu sem er í samfélaginu.
Þannig eiga listirnar að virka.“ annaei@mbl.is
Listin víki fyrir kosningar
Verkin talin brjóta lög um áróður á kjörstað
Morgunblaðið/RAX
Áróðurslist? Emil Magnúsar með bannverk sitt.
Er hægt að rækta ávaxtatré og
-runna á Íslandi?
Þegar eru ræktaðar margar teg-
undir ávaxtarunna hér á landi, s.s.
rifsberja-, sólberja- og
stikilsberjarunnar. Erfiðara er að
rækta tré sem bera stóra ávexti,
s.s. kirsuber, epli og plómur. Það
má þó reyna upp við húsveggi á
sólríkum og hlýjum stað, eða í
köldu eða upphituðu gróðurhúsi.
S&S