Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.2009, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 fyrst og fremst ódýr! ÓDÝR MAGNKAUP kr. kg998 Ýsurúllur o stafylltar 3 tegundir Ný ríkisstjórn Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is FORYSTUMÖNNUM stjórnarandstöðuflokk- anna á Alþingi, einkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, finnst lítið til nýs stjórn- arsáttmála koma. Formaður þinghóps Borg- arhreyfingarinnar telur aðgerðir fyrir heimilin í landinu ekki nógu róttækar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, nefndi fyrst Evrópusam- bandsmálið: „Þetta er helsta deiluefnið, flokk- arnir hafa margítrekað að þeir muni leysa það sín í milli en svo kemur í ljós að þeir ætla að treysta því að stjórnarandstaðan leysi það. Þetta hlýtur að vera einsdæmi.“ Formanni Framsóknarflokksins líst heldur ekki vel á aðgerðir varðandi stöðu atvinnulífsins og heimilanna: Engar nýjar lausnir, heldur eigi að útskýra þær sem þegar eru komnar fram. „Ég held ekki að vandamálið sé að fólk þekki ekki það sem þegar er í boði heldur að það dugi ekki til.“ Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæð- isflokksins, kom ekki margt á óvart í sáttmál- anum en hann saknar þess að ekki séu gefnar skýrari vísbendingar um það með hvaða hætti eigi að taka á ríkisfjármálum. Allt sé mjög al- mennt orðað. Og í Evrópusambandsmálinu sé engin niðurstaða. Í ljós eigi eftir að koma hvern- ig þingsályktunartillaga um það mál muni líta út „en fyrir mér er enn óljóst hvernig Vinstri grænir ætla að taka á málinu. Það virðist taktík þessarar ríkisstjórnar að treysta á stjórnarand- stöðuna; það er merkileg aðferðafræði,“ sagði Bjarni Benediktsson. Birgitta Jónsdóttir, formaður þinghóps Borg- arahreyfingarinnar, telur fyrirhugaðar aðgerðir fyrir heimilin í landinu ekki nógu róttækar; þær virðist plástur á svöðusár. Mikilvægt sé að allir vinni saman að málefnum sem samstaða sé um. „Það er rosalega mikilvægt að þjóðin finni ein- hverja von og hana finnur enginn í argaþrasi.“ Þetta hlýtur að vera einsdæmi Merkileg aðferð að treysta á stjórnarandstöðuna Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Birgitta Jónsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Vantaði einn dag í 100 Fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur starfaði í 99 daga; hún tók við 1. febrúar og fór frá völdum í gær. Myndin er tekin á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í gær. „ÉG sótti emb- ættið ekki fast, ég hef frekar viljað vera nefndarformað- ur og vinna í málum. Hins vegar er kynja- kvóti hjá okkur og þegar menn stilla upp þá þarf að gæta jafn- ræðis. Þetta tvennt ræður þessu bara og ég er alls ekki ósáttur við að stíga niður af forsetastóli. Nú er að sjá hvaða önnur verkefni bíða mín,“ segir Guðbjartur Hannesson, fráfarandi forseti Alþingis. Guðbjartur segir að sér lítist vel á stjórnarsamstarfið og stjórn- arsáttmálann og segist stíga sáttur úr stóli forseta Alþingis. „Ég var mjög ánægður með þennan tíma. Það var út af fyrir sig mjög spennandi verkefni að vera með minnihlutastjórn og mjög sér- stakur tími, sem og allar vinnuleið- ir í þinginu. Menn gátu ekki komið málum í gegn með einhverjum stjórnvaldsákvörðunum, það þurfti að semja um öll mál og að því leyt- inu var þetta mjög spennandi. Mér þótti þetta aldrei erfitt en þetta var ekki alltaf skemmtilegt.“ Stígur sátt- ur niður af forsetastóli Guðbjartur Hannesson Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tilkynntu á blaðamannafundinum í gær þau áform sem ríkisstjórnin hefur uppi og hyggst ljúka á næstu dögum. Listinn tekur til margra málaflokka, t.a.m. er varða ríkisfjármál og bankamál en einnig mál sem varða hag heim- ila og fyrirtækja.  Forsendur fjárlaga 2010 og áætlun í ríkisfjár- málum til millilangs tíma afgreidd í ríkisstjórn.  Skýrsla vegna áætlunar í ríkisfjármálum 2009 og áætlunar til millilangs tíma lögð fram á Al- þingi.  Ákvörðun um eigendastefnu og eignarhald bankanna tekin í ríkisstjórn.  Endurmat á aðgerðaáætlun vegna skulda- vanda heimilanna.  Átak í kynningu og efldri þjónustu vegna greiðsluvandaúrræða fyrir heimili í skulda- vanda.  Þingsályktunartillaga vegna umsóknar Ís- lands um ESB lögð fram á Alþingi.  Endurskoðun hafin á fiskveiðistjórn- unarkerfinu.  Frumvarp um handfæraveiðar smábáta yfir sumartímann lagt fram á Alþingi.  Lokið skal mikilvægum samningum til lausnar vegna erlendra eigenda krónubréfa.  Lokavinna við samninga um erlendar kröfur Icesave.  Lokavinna við samninga um erlend lán við vinaþjóðir.  Ná samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála.  Frumvarp lagt fram á Alþingi um aðgerðir gegn skattundanskotum.  Fyrsta úttekt AGS vegna efnahagsáætlunar- innar afgreidd í stjórn AGS.  Ákvörðun tekin um framtíðareignarhald nýju bankanna og mögulegt erlent eignarhald.  Samkomulag milli nýju bankanna og kröfu- hafa erlendu bankanna afgreitt.  Dregið úr gjaldeyrishöftum.  Frumvarp um persónukjör lagt fram á Al- þingi.  Frumvarp lagt fram á Alþingi um ráðgefandi stjórnlagaþing sem kosið verði til samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010.  Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur lagt fram á Alþingi.  Endurskoðun á reglum um fjármál stjórn- málaflokka hafin.  Endurskoðun hafin á upplýsingalögum í því augnamiði að auka aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum stjórnarráðsins.  Frumvarp um eignaumsýslufélag lagt fram á Alþingi.  Frumvarp um breytingu á lögum um spari- sjóði lagt fram á Alþingi.  Gripið til viðeigandi aðgerða til að lækka hæstu laun hjá ríkinu og félögum á þess veg- um með það að leiðarljósi að enginn verði með – hærri laun en forsætisráðherra.  Frumvarp um breytingar á stjórnarráði Ís- lands lagt fram á Alþingi.  Frumvarp lagt fram á Alþingi um að breyta lögum um LÍN þannig að ekki verði lengur krafist ábyrgðarmanna.  Nýjar reglur um nefndarþóknun, risnu og ferðakostnað samþykktar af ríkisstjórn.  Ný yfirstjórn ráðin í Seðlabanka Íslands.  Lokið við efnahagsreikninga nýju bankanna og þeir endurfjármagnaðir.  Lokið við endurfjármögnun og -skipulagningu sparisjóða sem óskað hafa eftir stofnfjár- framlagi frá ríkinu.  Samráðsvettvangur ríkisstjórnar, sveitarfé- laga, landbúnaðarins og aðila vinnumarkaðar- ins settur á fót.  Byrjað verði að móta atvinnustefnu í sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins og háskóla- samfélagsins.  Meðal markmiða sé að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu landa heims árið 2020.  Viðræður hafnar við lífeyrissjóði og innlenda fjárfesta um að að koma að eflingu atvinnulífs með hinu opinbera.  Tillögur að nýju almannatryggingakerfi lagð- ar fyrir ríkisstjórn.  Nýjar útlánareglur afgreiddar hjá LÍN.  Hafin vinna við mótun heildstæðrar orku- stefnu.  Stefnan miði m.a. að því að endurnýjanlegir orkugjafar leysi innflutta orku af hólmi.  Sett á fót tekjustofnanefnd sem hafi það hlutverk að vinna tillögu um breikkun og styrkingu tekjustofna sveitafélaga.  Náttúruverndaráætlun til ársins 2013 lögð fram á Alþingi.  Ráðgefandi hópur útgerðarmanna og sjó- manna um veiðiráðgjöf og nýtingu sjáv- arauðlinda og ástands lífríkis sjávar skipaður.  Vinna hafin við mótun sóknaráætlana fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífs- gæða til framtíðar.  Vinna hafin við mótun menningarstefnu til framtíðar í samráði við listamenn.  Efld úrræði Vinnumálastofnunar og Nýsköp- unarmiðstöðvar til að bregðast við atvinnu- leysi.  Frumvarp um bætt umhverfi sprota- og ný- sköpunarfyrirtækja lagt fram á Alþingi.  Átak til að fjölga sumarstörfum og nýjum at- vinnutækifærum fyrir ungt fólk.  Sparnaðarátak í ríkiskerfinu með þátttöku starfsmanna, stjórnenda og notenda þjónust- unnar sett í gang.  Vinna hafin við gerð yfirlits um stöðu og þró- un lykilstærða í samfélags- og efnahags- málum þjóðarinnar og framtíðarvalkosti.  Stöður bankastjóra ríkisbankanna auglýstar lausar til umsóknar. 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.