Morgunblaðið - 11.05.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.05.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Meðal gesta í þætti Egils Helga-sonar, Silfri Egils, í gær var Ann Pettifor, sem meðal annars átti upptökin að átaki til að fella niður skuldir fátækustu ríkja heims. Í við- talinu ræddi hún hætturnar, sem fylgdu því að stór hópur fólks gæti ekki lengur greitt af skuldum sínum.     Málflutningur hennar var á þáleið að í samfélaginu ríkti sátt- máli um það að almenningur sam- þykkti að greiða af skuldum sínum gegn því að fyrir hendi væru að- stæður til að afla nægilegra tekna til að borga þær niður og sjá sér far- borða um leið. Þegar þessar for- sendur væru ekki lengur fyrir hendi rofnaði samfélagssáttmálinn og þá væri voðinn vís.     Eftir að bankarnir hrundu í haustog íslenskt fjármálalíf fór á ann- an endann hefur hinn íslenski sam- félagssáttmáli verið í lausu lofti.     Forsendurnar að baki þeim skuld-bindingum, sem almenningur hafði tekið á sig, hurfu út í veður og vind. Ástæðan var glannaskapur ör- fárra manna, sem fóru sínu óheftir fram þrátt fyrir að ýmis teikn væru á lofti um að ekki væri allt með felldu. Almenningur sat hins vegar uppi með svartapéturinn – blásak- laus hvað sem líður allri umræðu um flatskjárvæðingu.     Búsáhaldabyltingin bar vitni þvígapi, sem myndast hafði á milli almennings og stjórnvalda.     Nú er lokið myndun nýrrar stjórn-ar. Ekki er hægt að segja að þar með hafi heimilin í landinu fast land undir fótum, en það verður próf- steinn hinnar nýju ríkisstjórnar að endurnýja samfélagssáttmálann. Potturinn og pannan. Samfélagssáttmáli í uppnámi Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 7 rigning Lúxemborg 16 skúrir Algarve 21 léttskýjað Bolungarvík 6 alskýjað Brussel 22 skýjað Madríd 22 léttskýjað Akureyri 10 skýjað Dublin 12 léttskýjað Barcelona 19 léttskýjað Egilsstaðir 10 alskýjað Glasgow 13 léttskýjað Mallorca 24 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 9 alskýjað London 17 heiðskírt Róm 26 heiðskírt Nuuk -4 heiðskírt París 19 skýjað Aþena 24 heiðskírt Þórshöfn 8 skýjað Amsterdam 18 léttskýjað Winnipeg 10 léttskýjað Ósló 12 skýjað Hamborg 17 léttskýjað Montreal 7 alskýjað Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Berlín 18 heiðskírt New York 18 heiðskírt Stokkhólmur 16 heiðskírt Vín 26 léttskýjað Chicago 16 skýjað Helsinki 14 léttskýjað Moskva 21 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 11. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.34 0,5 7.34 3,5 13.36 0,5 19.54 3,8 4:25 22:24 ÍSAFJÖRÐUR 3.43 0,3 9.24 1,8 15.33 0,3 21.46 2,1 4:08 22:51 SIGLUFJÖRÐUR 5.41 0,1 12.05 1,1 17.47 0,3 23.57 1,3 3:50 22:35 DJÚPIVOGUR 4.36 1,9 10.43 0,4 17.05 2,2 23.24 0,6 3:49 21:59 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Sunnanátt, víða 8-15 m/s, hvassast vestast. Dálítil væta sunnan- og vestanlands en bjartviðri norðanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-lands. Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag Austlægar áttir og dálítil súld eða þokuloft sunnan- og aust- anlands, en bjart með köflum norðan- og vestanlands. Hlýtt í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12 Í DAG Suðlæg átt 13-20 m/s og rign- ing vestan til en sums staðar hvassara í vindstrengjum norð- vestan til. Skýjað og þurrt aust- anlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti Húsgögn Mikið úrval af sófum og sófasettum - Verðið kemur á óvart UNGT par stal þekktu Kjarvals- verki af Kjarvalsstöðum á laug- ardag. Öryggisvörður varð þjóf- anna var og lét lögreglu þegar vita. Parið var handtekið á heimili sínu skömmu síðar og voru þau yf- irheyrð af lögreglu á sunnudag. Málverkið var endurheimt og er talið að það sé óskemmt. Góðkunningjar lögreglu Parið kom á safnið um tvöleytið á laugardag en fór út um bakdyr safnins þremur mínútum síðar með málverkið, Á Hulduströnd, í fórum sínum. Öryggisverði fannst fólkið grunsamlegt og sá að það- hafði eitthvað meðferðis. Hann fór því þegar í stað inn í sýningarsal- inn til að athuga hvort eitthvert verk vantaði. Þegar hann sá að svo var kallaði hann þegar á lög- reglu sem mætti umsvifalaust á staðinn og fór yfir upptökur úr myndvélakerfi. Bar hún strax kennsl á fólkið sem er velþekkt hjá lögreglunni. Var það hand- tekið skömmu síðar á heimili sínu og málverkið endurheimt. Festingar vantaði ,,Það vildi svo óheppilega til að sýningin sem málverkið tilheyrir var opnuð þennan sama dag,“ seg- ir Hafþór Yngvason safnstjóri. Ekki var búið að ganga að fullu frá sýningunni, sum verkanna var ekki búið að festa og merkingar vantaði á önnur. Verk eru venjulega skrúfuð föst í veggina og segir Hafþór erfitt að fjarlægja þau. Hann segir að farið verði vandlega yfir alla verkferla svo hægt sé að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. Ljóst sé að eitthvað hafi farið úrskeiðis og ekki hafi verið rétt að sumir hlutir biðu til mánudags, eins og ætlunin var. Rétt viðbrögð ,,Við teljum að vörðurinn hafi brugðist rétt við, hann kannaði fyrst hvort verk vantaði og hafði svo strax samband við lögreglu. Hann gat gefið greinargóða lýs- ingu á fólkinu og í hvaða átt það hefði farið,“ segir Hafþór. Fólkið fór frá bakdyrum safnsins og gegnum garðinn. Hafþór segir þá ákvörðun öryggisvarðarins að tak- ast ekki á við fólkið heldur láta málið í hendur lögreglunnar hafa verið rétta. Þjófarnir hafi haft dýrmætt verk í fórum sínum og áhættusamt að lenda mögulega í ryskingum. Hafþór segir að Á Hulduströnd sé svo þekkt verk að óhugsandi hefði verið að koma því í verð. Við fyrstu sýn virðist það óskaddað en það er þó hjá forverði til að ganga úr skugga um að svo sé. sigrunerna@mbl.is Kjarvalsverki stolið „VIÐ skoðum þetta eftir helgina,“ sagði sýslumaðurinn á Sauðárkróki, Ríkharður Másson, spurður í gær um viðbrögð embættisins við skrök- sögu um ísbjörn í grennd við Hofsós á laugardaginn. Fréttavef Morgunblaðsins bárust tvær ljósmyndir af hvítabirni, úr far- síma, og á annarri þeirra var nokkur fjöldi fólks í grennd við björninn. Þegar hringt var í símann vísaði eig- andi hans á félaga sinn, Sigurð Guð- mundsson, verslunarmann á Akur- eyri, en þeir voru í hópi fólks í skemmtiferð um Skagafjörð. Sigurð- ur sagði blaðamanni að hópurinn hefði séð hvítabjörn og lýsti aðstæð- um. Eftir að aftur var hringt í Sigurð og hann staðfesti fyrri frásögn, var birt frétt á vefnum. Eftir nokkra stund kom í ljós að fréttin átti ekki við rök að styðjast. Þegar haft var samband við Sigurður aftur viður- kenndi hann að hafa logið að blaða- manni og sagði að sér hefði fundist vanta jákvæðar fréttir. Sýslumaður skoðar ís- bjarnarmálið eftir helgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.