Morgunblaðið - 11.05.2009, Síða 11

Morgunblaðið - 11.05.2009, Síða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞAÐ VAR í kjölfar bankahrunsins og þeirrar umræðu sem skapaðist um Evrópusambandið á haustmánuðum sem Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur og blaðamaður ákvað að dusta rykið af nokkurra ára gamalli hugmynd að bók um stækkun sambandsins til austurs. „Þarna sá ég tækifæri til að breyta bókinni í eins konar leiðarvísi að því hvernig aðildar- viðræður við Evrópusambandið fara fram. Það var þetta sem kannski helst vantaði aðgengi- legar upplýsingar um fyrir íslenska lesendur,“ segir Auðunn um bók sína Inni eða úti? Aðildarviðræður við Evrópusambandið, sem kemur út í dag. Auðunn segir aðildarferlið skýrt. „Ég tók mér það fyrir hendur að máta Ís- land inn í aðildarferlið sem liggur mjög skýrt fyrir því mörg ríki hafa samið sig inn í sam- bandið á síðustu árum. Þessu ferli er skipt í 35 samningskafla eftir innihaldi, þ.e.a.s. lagasafni ESB er skipt í 34 kafla, sá 35. er kaflinn „önn- ur mál“ sem er haldið opnum fram til loka við- ræðna til að hnýta lausa enda. Ég fer yfir það hver staða Íslands væri í að- ildarviðræðum í hverjum þessara 35 kafla. Ég skipti umfjölluninni í þrennt. Í fyrsta lagi vík ég að um það bil 20 auðveldum köflum sem eru nú að öllu leyti uppfylltir með EES-samn- ingnum og öðru Evrópusamstarfi Íslands. Í öðru lagi eru nokkrir samningskaflar sem ég kalla miðlungserfiða sem eru þá að litlu leyti innleiddir í lög á Íslandi nú þegar, en þar sem ágreiningsefnin eru lítil svo það ætti að vera vandkvæðalítið að ljúka þeim köflum. Svo eru síðustu kaflarnir sem eru erfiðir en mjög fáir. Í því liggur nú reyndar eitt helsta tækifæri Íslendinga í þessum viðræðum sem lítur út fyrir að verði farið út í, að það eru fá at- riði sem við getum lagt alla áherslu á að fá sem besta niðurstöðu í. Ef aðildarviðræðurnar hefjast að hausti þá væri hægt að ljúka þessum svokölluðu auðveldu og miðlungserfiðu köflum á innan við þremur mánuðum. Svo tæki við hálft ár eða svo í erfiðu köflunum. Þannig að það væri hægt að ljúka þessum samningum efnislega á innan við ári. Hraðinn veltur að sjálfsögðu á pólitískum vilja beggja megin.“ Meira: mbl.is/esb Eins konar leiðarvísir að aðildarviðræðum við ESB Morgunblaðið/RAX Kynning Bók Arnórs verður rædd á málþingi í stofu 1010 í Odda við HÍ í hádeginu í dag. VARNARMÁLARÁÐHERRA Finn- lands er ekki hrifinn af hug- myndum um að Norðurlönd taki yf- ir loftvarnir á Íslandi. Varnarmálaráðherrar Norð- urlanda hittast á morgun og mið- vikudag til að ræða nánari sam- vinnu ríkjanna á sviði varnarmála og munu loftvarnir Íslands vera þar til umræðu. Varnarmálaráðherra Finnlands, Jyri Häkämies, segir í samtali við finnska blaðið Turun Sanomat tvennt valda því að Finnar vilji síð- ur taka þátt í verkefninu. Í fyrsta lagi muni það verða kostnaðarsamt og finnski flugherinn hafi nýlega gengið í gegnum umtalsverða fjár- hagslega hagræðingu. Ekki sé hægt að senda flugvélar til annarra ríkja án þess að það komi niður á rekstri flugflotans. Þá segir hann að þar sem Ísland sé NATO-ríki sé erfitt fyrir Finna að koma að landvörnum þar. Finn- ar séu ekki meðlimir í Atlantshafs- bandalaginu. Fleira verður rætt á fundi ráð- herranna en málefni Íslands. Stefnt er að frekari samvinnu Norður- landanna á sviðum eins og þjálfun og innkaupum á hergögnum. bjarni@mbl.is Finnar ófúsir til þátttöku ÞRÁINN Freyr Vigfússon mat- reiðslumaður var í 2. sæti í keppn- inni Matreiðslumeistari Norð- urlanda 2009 sem haldin var á sýningunni Ferðalög og frístundir sem stóð yfir í Laugardalshöll um helgina. Í 1. sæti varð hinn norski Alexander Berg og í því þriðja All- an Poulsen frá Danmörku. Jóhannes Steinn Jóhannesson hjá veitingastaðnum VOX var valinn matreiðslumeistari ársins. Í 2. sæti varð Þórarinn Eggertsson hjá Or- ange og í 3. sæti Rúnar Þór Larsen hjá veitingastaðnum Bryggargatan í Svíþjóð. Einnig var valinn vín- þjónn ársins en titilinn hlaut Alba E. Hough, vínþjónn á Vox. Þá fór fram matreiðslukeppnin Íslenskt eldhús þar sem mat- reiðslumenn frá Vestfjörðum, Aust- urlandi, Norðurlandi, höfuðborg- arsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum öttu kappi. Skilyrði var að hver keppandi notaði hrá- efni sem tengdist hans landshluta en markmiðið var að kynna það besta sem hver landshluti hefði upp á að bjóða í mat. Sigurvegari var Ólafur Ágústsson af Austurlandi. Næstbestur á Norðurlöndum Sælir Þráinn Freyr Vigfússon, hægra megin, lenti í 2. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.