Morgunblaðið - 11.05.2009, Side 12

Morgunblaðið - 11.05.2009, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ermynduð um að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leitaþjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar – nýjan stöðugleikasátt- mála. Ríkisstjórnin er mynduð á grundvelli góðs samstarfs flokkanna tveggja í fráfar- andi ríkisstjórn. Á ríflega 80 dögum hefur verið lagður grunnur að því að hægt verði að snúa vörn í sókn á flestum sviðum, þrátt fyrir gríðarlega erfiðar að- stæður í íslensku samfélagi og alþjóðlegu efnahagslífi. Í nýafstöðnum kosningum veitti meirihluti kjósenda jafnaðarmönnum og fé- lagshyggjufólki skýrt umboð til að halda áfram og leiða til öndvegis ný gildi jöfn- uðar, félagslegs réttlætis, samhjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis. Ný ríkisstjórn starfar með þessi gildi að leiðarljósi í því skyni að skapa norrænt velferðarsamfélag á Íslandi, þar sem almannahagsmunir eru teknir fram yfir sérhagsmuni. Lykilverkefnið er að endurreisa traust í íslensku samfélagi og orðspor Íslands á alþjóðavettvangi. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræð- isumbótum. Ríkisstjórnin mun kappkosta að byggja upp á Íslandi opið og skap- andi umhverfi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar í Evrópu, bæði að því er varðar efnahag og lífsgæði. Í þeim efnum horfum við sérstaklega til frændþjóða okkar á Norðurlöndum. Framhald verður á miklum efnahagsþrengingum um allan heim og ljóst að ástandið kann að versna áður en það batnar aftur. Einnig liggur fyrir að efnahagur þjóðarinnar mun ekki lagast af sjálfu sér – til þess þarf samfélagið að vinna sam- an að því að leysa vandann. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum, og í réttu hlutfalli við getu. Þessi ríkisstjórn mun ekki velta vandanum yfir á þá verst settu í sam- félaginu, né leggja byrðarnar á börnin okkar með því að skjóta vandanum á frest. Eftir fremsta megni verður staðinn vörður um kjör lágtekjufólks og þá sem við erfiðastar aðstæður búa og byrðunum dreift með sanngirni, jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Gangi áætlanir ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum eftir eru góðar líkur á að hagvöxtur verði orðinn viðunandi, verðbólga lág, gengi stöðugt og at- vinnuleysi hafi dregist verulega saman við lok kjörtímabilsins. Samhliða end- urreisninni er mikilvægt að unnið sé markvisst að því í samvinnu allrar þjóð- arinnar að leggja grunn að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi og betra samfélagi, samfélagi sem mun skipa sér í fremstu röð í verðmætasköpun, velmegun, velferð og sönnum lífgæðum. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ætlar sér að verða norræn velferðarstjórn í besta skilningi þess orðs. Efnahagsmál Meginverkefni efnahagsmála eru að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, end-urreisa fjármálakerfið, ná þjóðarsátt um lykilmarkmið og viðamiklar efna- hagsráðstafanir og sátt við nágrannalönd eftir hrun íslenska fjármálakerfisins. Þessi verkefni þarf að vinna til að koma efnahags- og atvinnulífi hið fyrsta upp úr núverandi öldudal, skapa þjóðhagslegan stöðugleika að nýju og endurheimta traust á landið í alþjóðasamfélaginu. Þá er einnig mikilvægt að ljúka sem allra fyrst samningum vegna innstæðutrygginga við nágrannaríki, uppgjöri á milli gömlu og nýju bankanna. Þessi atriði eru forsenda þess að Ísland öðlist á ný að- gang að erlendum lánamörkuðum. Hornsteinar efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar eru trúverðug efnahagsáætlun og stefnumörkun í ríkisfjármálum til fjögurra ára sem miðar að hallalausum rík- isfjárlögum á ásættanlegum tíma, auk samstarf við aðila vinnumarkaðarins um nýjan stöðugleikasáttmála. Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og end- urnýja traust á fjármálakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreyt- ingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnhags- og viðskiptaráðuneytis. Peningastefnunefnd Seðlabankans verður falið að fara yfir kosti og galla þess að breyta peningastefnunni, meta kosti þjóðarinnar í gjaldmiðilsmálum og gera til- lögu til stjórnvalda með hliðsjón af því mati. Jafnframt verður óskað eftir mati Seðlabankans á því hvernig best verði dregið úr vægi verðtryggingar í íslensku efnahagslífi. Til að fjármálakerfið endurheimti traust innanlands og utan þarf að herða fjár- málaeftirlit, gefa því auknar heimildir til að fylgja eftir athugunum sínum og ábendingum og rýmka heimildir þess og annarra eftirlitsstofnana til að skýra op- inberlega frá athugasemdum sínum. Setja þarf reglur sem takmarka útlán banka á uppgangstímum og skylda þá til að leggja fyrir þegar vel gengur. Herða þarf reglur um miklar lánveitingar til eins og sama aðila og um lán til tengdra aðila. Setja þarf afgerandi skorður við því að hér geti aftur þróast kaupaukakerfi í fjár- málastofnunum sem leiðir til mikillar áhættusækni. Forsætisráðherra mun einnig láta vinna yfirlit um stöðu og þróun á lyk- ilstærðum í samfélags- og efnhagsmálum til að skilgreina nánar þann vanda sem við er að glíma og framtíðarvalkosti, s.s. í ríkisfjármálum, gjaldmiðilsmálum, at- vinnulífi, húsnæðismálum, jafnréttismálum, byggðamálum, löggæslumálum auk annarra mikilvægra samfélagsmála. Til verksins verða m.a. kvaddar fagstofnanir og sérfræðingar úr háskóla- og rannsóknasamfélaginu. Slíkt stöðumat felur í sér mikilvæga viðmiðun til að meta árangur næstu ára í ljósi þróunar síðustu ára og þess sem gerst hefur. Ríkisstjórnin mun gera það sem í hennar valdi stendur til að tryggja öfluga og skilvirka efnahagsbrotarannsókn og að bæði henni og niðurstöðum rannsókn- arnefndar Alþingis um bankahrunið verði fylgt eftir af fullum heilindum. Réttar og greinargóðar upplýsingar um stöðuna og réttlátt og heiðarlegt uppgjör við þá peningjahyggju sem leiddi til hrunsins eru mikilvæg forsenda þess að íslenskt samfélag geti sameinast á ný og beint kröftum sínum að því að byggja upp til framtíðar. Erfiðari aðstæður í umhverfinu Ljóst er að aðstæður á heimsvísu hafa enn breyst til hins verra frá haustdög-um. Þannig hafa hagvaxtarhorfur á þessu ári og næsta versnað jafnt og þétt eftir því sem liðið hefur á árið. Nýleg spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir nú ráð fyrir að framleiðsla í iðnríkjum dragist saman um tæp 4% á þessu ári en standi í stað á árinu 2010. Þessar tölur eru samstiga við nýjar áætlanir frá ESB, okkar helsta mótaðila í utanríkisviðskiptum þar sem reiknað er með svipuðum sam- drætti 2009 og áframhaldandi lítilsháttar samdrætti á árinu 2010. Þá er í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjaldar gert ráð fyrir samdrætti heimsframleiðsl- unnar. Enginn vafi er að þessi slæmu skilyrði í hagkerfi heimsins munu að ein- hverju leyti dýpka þann samdrátt sem hér verður og tefja að hagvöxtur verði á ný hér á landi. Þessa sér þegar stað í þróun úflutningsverðs á helstu afurðum og eft- irspurn eftir þeim. Breið samstaða um stöðugleikamarkmið Mikilvægustu verkefni ríkissstjórnarinnar næstu 100 dagana í efnahagsmálumeru á sviði ríkisfjármála, bankamála og að greiða úr skuldavanda fyrirtækja og heimila. Skapa þarf forsendur fyrir áframhaldandi og hraðri lækkun vaxta og vinna markvisst að því að draga úr höftum í gjaldeyrisviðskiptum. Markmiðið er að skapa skilyrði til hagvaxtar þegar á næsta ári. Þessi verkefni styðja hvert ann- að og tengjast með margvíslegum hætti. Trúverðug stefna í ríkisfjármálum er nauðsynleg til að treysta bankakerfið, styðja gengi krónunnar og skapa forsendur fyrir eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum. Jafnframt mun ríkisstjórnin marka skýra eigendastefnu þar sem fram komi framtíðaráherslur ríkisins sem eiganda bankanna og hvernig henni verður fram- fylgt. Markmið þess er að styrkja faglegan, gagnsæjan og traustan grunn undir aðkomu hins opinbera að atvinnulífinu. Meðal annars verði kveðið á um hvernig eignarhaldi bankanna verður hagað, hugsanlegri eignaraðild erlendra kröfuhafa og sýn á dreift eignarhald á bönkunum til framtíðar. Þá yrði kveðið á um auglýsingar á stöðum bankastjóra og faglega yfirstjórn þeirra. Þá þarf að gæta þess að yf- irtaka ríkisbanka á einstökum fyrirtækjum skekki ekki samkeppnisstöðu á mark- aði. Tryggt verður að unnið verði eftir faglegu og gagnsæju ferli við sölu þeirra. Ríkisstjórnin fagnar frumkvæði aðila almenna vinnumarkaðarins og stétt- arfélaga opinberra starfsmanna að samráði og samstöðu með ríki og sveit- arfélögum um stöðugleikasáttmála. Ríkisstjórnin lítur á það sem forgangsmál við stjórn efnahagsmála að ná breiðri samstöðu um markvissa áætlun í efnahags-, kjara- og félagsmálum á þeim grunni sem þegar hefur verið lagður í sameiginlegri vinnu ofangreindra aðila. Ríkisstjórnin lýsir sig reiðubúna til viðræðna um þau meginmarkmið sem sett hafa verið fram í ofangreindu samstarfi og vill beita sér fyrir breiðri sátt um að þau geti orðið grunnur að nýjum efnahagslegum og félagslegum stöðugleika á Ís- landi. Í því felst meðal annars að ná samstöðu um: - Áætlun um að skapa skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hraða lækkun vaxta. - Hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki þannig að störf verði varin og að- stæður skapaðar fyrir fjölgun þeirra á ný. - Markmið í ríkisfjármálum í samræmi við sameiginlega áætlun stjórnvalda og AGS. - Að verja velferðarkerfið eins og kostur er. Ljóst er að ofangreind markmið nást ekki án þess að með samstilltu átaki tak- ist að ná góðum og jöfnum hagvexti. Til að það sé unnt þarf að: - Auka traust og trú á íslenskt efnahagslíf. - Örva innlendar fjárfestingar í atvinnulífinu. - Stuðla að beinum erlendum fjárfestingum. - Koma á eðlilegum lánaviðskiptum við erlenda banka. Ríkisfjármál Lykill að endurreisn íslensks efnahagslífs felst í víðtækum aðgerðum á sviði rík-isfjármála með það að markmiði að mæta hinu mikla tekjufalli sem rík- issjóður hefur orðið fyrir vegna efnahagshrunsins og þeim miklu skuldum sem það skilur eftir sig. Beita verður ríkisfjármálum til að verja grunnvelferðarkerfið og auka kjarajöfn- uð um leið og staðið er undir fjárhagsskuldbindingum ríkissjóðs og stutt eftir megni við baráttuna við atvinnuleysi og nýja sókn í atvinnulífi um allt land. Kannaðir verði kostir til aukinnar tekjuöflunar ríkissjóðs í samráði við hags- munaaðila og með hliðsjón af reynslu þeirra landa sem glímt hafa við svipaða erf- iðleika. Lykilatriði er að aukin skattheimta leggist frekar á þá sem betur eru í stakk búnir til að bera auknar byrðar en verði þó ekki til þess að draga úr mögu- leikum fólks til að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem framundan eru. Áfram verði unnið markvisst að því starfi sem hófst með samstarfi stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir skattaundandrátt. Gripið verði strax til fyrstu aðgerða í ríkisfjármálum. Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á sviði ríkisfjármála verður jafnframt gerð áætlunar um stefnu í rík- isfjármálum til næstu fjögurra ára. Sú áætlun marki útlínur þess verkefnis sem framundan er, jafnt í lækkun ríkisútgjalda og aukinni tekjuöflun. Miðað er við að jafnvægi náist í ríkisfjármálin eigi síðar en 2013. Í áætluninni verður þess gætt að vernda mikilvæga þætti félagslegrar þjónustu og stefnt er að því að á áætl- unartímabilinu verði frumgjöld ríkissjóðs, þ.e. útgjöld án vaxtagjalda, ekki hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu en verið hefur á undanförnum árum þrátt fyrir mikinn samdrátt landsframleiðslunnar. Gert verði ráð fyrir að skattbyrðin verði svipuð eða lægri á áætlunartímabilinu en hún hefur verið á síðustu árum og verði í skrefum aðlöguð útgjaldastigi ríkissjóðs. Áætlun um jafnvægi í ríkisfjármálum verði kynnt opinberlega í sumarbyrjun og þá rædd m.a. við aðila vinnumarkaðar- ins. Gerðar verða breytingar á undirbúningi og eftirfylgni fjárlaga. Eftirlit með fram- kvæmd fjárlaga verður styrkt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eyðslu umfram fjárheimildir. Sett verður á fót verkefnisstjórn í ríkisfjármálum, undir forystu ráðherra- nefndar, sem hafi að markmiði að samræma hagræðingaraðgerðir og skilgreina forgangsverkefni almannaþjónustunnar, í samráði við veitendur og fulltrúa not- enda opinberrar þjónustu. Við ákvarðanir um útgjaldaramma til næstu fjögurra ára verði byggt á þeirri forgangsröðun og lögð áhersla á samstöðu um brýn velferðarverkefni, verndun starfa, kynjajafnrétti og áhrif á byggðirnar. Kynjuð hagstjórn verður höfð að leið- arljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórn. Byggt verði á bestu þekkingu við allar ákvarðanir á hverju fagsviði um sig og notendur og fagfólk kallað til samráðs í sparnaðaraðgerðum. Áhættumat verði ávallt lagt til grundvallar ákvörðunum um niðurskurð og sam- einingu stofnana og þess freistað að leggja mat á hættu á auknum kostnaði til lengri tíma litið. Árangursmat verði styrkt í hinu opinbera kerfi til að auðvelda ákvarðanir um forgangsröðun. Ekki verði beitt flötum niðurskurði en þess í stað teknar markvissar ákvarðanir um sparnað og hagræðingu. Sett verða ný markmið um opinber innkaup til að ná fram aukinni hagkvæmni og sparnaði. Efnt verði til víðtæks sparnaðarátaks í ríkiskerfinu öllu, með þátttöku starfs- manna, stjórnenda og notenda opinberrar þjónustu. Sett verði á fót sparnaðar- teymi sem vinni með öllum ráðuneytum og undirstofnunum að hagræðing- araðgerðum, jafnt innan einstakra stofnana og með tilfærslu verkefna milli stofnana og þvert á ábyrgðarsvið ráðuneyta. Gætt verði ýtrasta aðhalds í rekstri ríkisins, þóknanir fyrir nefndir verði lækk- aðar eða lagðar af, hömlur verði settar á aðkeypta ráðgjafaþjónustu og sú stefna mörkuð að engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra. Settar verða samræmdar reglur allra ráðuneyta um niðurskurð á ferða-, risnu- og bifreiða- kostnaði. Sjálfstæðum hlutafélögum í eigu ríkisins verði settar skýrar reglur um launastefnu og útgjaldastefnu í þessum anda. Markmið ríkisstjórnarinnar er að laga rekstur ríkisins að gjörbreyttum efna- hagslegum raunveruleika. Fyrri ráðstafanir í átt til markaðs- og einkavæðingar op- inberra verkefna og þjónustu verði endurskoðaðar ef það getur leitt til minni kostnaðar. Fara þarf yfir kostnað ríkissjóðs við ýmsa samninga sem gerðir hafa verið, t.d. vegna húsnæðismála ríkisins, og þeir endurmetnir í ljósi aðstæðna. Stefnt verði að því að útgjöld atvinnulífs og sveitarfélaga vegna eftirlits og ýmissa reglugerðaákvæða verði lækkuð. Úrlausn á skuldavanda fyrirtækja Frumvarp um eignaumsýslufélag verður lagt fyrir Alþingi að nýju á vorþingi. Rík-isstjórnin mun jafnframt beita sér fyrir því að ríkisbankarnir móti samræmda áætlun um hvernig brugðist verði við skuldavanda fyrirtækja. Leiðarljós hennar á að vera að skuldameðferð fyrirtækja verði skjót, réttlát, gegnsæ og hagkvæm og í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar reglur. Meginsjónarmið við úrlausn skulda- vanda fyrirtækjanna er að bankarnir sjálfir sjái um úrvinnslu mála. Leggja þarf áherslu á að leysa fyrst vanda raunverulegra rekstrarfélaga til að draga úr skaða í efnahagsstarfsemi og lágmarka atvinnuleysi. Markmið ríkisstjórnarinnar er að að- gerðir gagnvart öllum smærri og meðalstórum fyrirtækjum liggi fyrir í síðasta lagi í septemberlok. Greiðslu- og skuldavandi heimila Djúp niðursveifla í kjölfar bankahrunsins hefur skapað misgengi á milli greiðslu-byrði og greiðslugetu margra heimila í landinu. Þetta misgengi verður að leiðrétta með lækkun á greiðslubyrði þeirra sem verst standa þar til verðmæta- sköpun atvinnulífsins tekur aftur að aukast. Markmið ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir að tímabundinn greiðsluvandi leiði til vanskila og gjaldþrots, svo sem með hækkuðum og breyttum vaxtabótum og húsaleigubótum. Lykilatriði er að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga. Greiðslujöfnun sem nú nær bæði til verðtryggðra og gengistryggðra lána gerir kleift að laga greiðslubyrði að lækkandi tekjum. Þá gera ný lög um greiðsluaðlögun sem samþykkt voru á síð- asta þingi það mögulegt að taka á vanda þar sem fyrirsjáanlegt er að greiðslu- og skuldabyrði verði skuldurum ofviða til lengri tíma litið. Loks gera frystingar greiðslna sem eru í boði hjá lánastofnunum heimilum kleift að bregðast við bráðavanda vegna skyndilegs tekjumissis. Ofangreindum úrræðum þarf að fylgja fast eftir. - Efnt verður til sérstaks kynningarátaks á þeim úrræðum sem heimilum í erf- iðleikum standa þegar til boða. - Ráðgjafarstofa heimilanna verði efld enn frekar ef þörf krefur til að eyða bið- listum eftir viðtölum og aðstoð við endurskipulagningu á fjárhag heimila og fólks í vanda. Sérstaklega verði hugað að aðgengi íbúa á landsbyggðinni að þjónustu Ráðgjafarstöðvarinnar. - Skuldastaða heimila, greiðslu- og framfærslugeta verði til stöðugs endurmats sem og nauðsynlegar aðgerðir til að koma til móts við heimili í vanda. - Heildarmat á þörf fyrir frekari aðgerðir og tillögur í því efni verði unnar í kjöl- far úttektar Seðlabanka Íslands á skuldum og tekjum heimila sem áætlað er að liggi fyrir í síðari hluta maímánaðar. Ákvarðanir um frekari aðgerðir og tillögur verði teknar í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Varanleg velferð Heilbrigt velferðarkerfi og baráttan gegn langtímaatvinnuleysi eru mikilvægarforsendur fyrir farsælli enduruppbyggingu samfélagsins. Mikilvægasta verk- efni velferðarþjónustunnar og leiðarljós við forgangsröðun í núverandi aðstæðum er að vernda hag og stöðu barna og fjölskyldna þeirra, sem og þeirra sem lakast standa í samfélaginu. Ríkisstjórnin lítur á það sem forgangsmál að tryggja að af- leiðingar efnahagssamdráttarins leiði ekki til þess að húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sé ógnað. Velferðarmálin snúast um öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir alla, sterkt almannatryggingakerfi og tryggt húsnæði. Til að tryggja betri nýtingu fjármuna í velferðarþjónustu þarf með skipulegum hætti að samþætta úrræði þvert á stofnanir og stjórnsýslustig. Lögð verður áhersla á mikilvægi samráðs og samvinnu allra sem koma að velferð fólksins í landinu og að litið verði til velferðarvaktarinnar sem fyrirmyndar í þeim efnum. Heilbrigðisþjónustan verður tekin til endurskoðunar með heildstæðri stefnu- mörkun. Markmiðið er að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustuna og nýta fé skynsamlega. Í endurskoðuninni er nauðsynlegt að leiða saman heilbrigðisstarfs- menn, sjúklingasamtök og sérfræðinga til að skipuleggja og ná sátt um örugga heilbrigðisþjónustu um allt land. Markmið allra endurbóta í heilbrigðisþjónustu og almannatryggingakerfi eiga að vera jöfnuður, gott aðgengi, gæði, öryggi og hagkvæmni. Félagslegum afleiðingum atvinnuleysis og fjárhagsvanda fólks verður mætt með markvissu samstarfi og samráði milli ríkis, sveitarfélaga, aðila vinnumark- aðarins og frjálsra félagasamtaka. Beitt verði félagslegum úrræðum til að hindra langvarandi afleiðingar krepp- unnar. Áhersla verði lögð á heilsueflingu sem forvörn gegn sjúkdómum og leið til að auka lífsgæði. Veitt verði heilbrigðisþjónusta við hæfi á viðeigandi þjónustustigi, óháð efna- hag og búsetu. Hlutverk sveitarfélaga í velferðarþjónustu við börn, fatlað fólk, aldraða og fjöl- skyldur verði aukið með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Heilsugæslan um land allt verði sett í öndvegi sem fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Aðgerðaáætlun í málefnum barna- og ungmenna verði fylgt eftir. Stefnt verði að því að fólk geti búið heima eins lengi og kostur og vilji er til, meðal annars með því að samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Staðið verði við framkvæmdaáætlun um ný hjúkrunarrými fyrir aldraða. Lokið verði við endurskoðun almannatryggingakerfisins, með það að markmiði að gera það einfaldara og réttlátara og koma í veg fyrir víxlverkanir. Stefnt verði að því að sameina stofnanir á sviði almannatrygginga og vinnumála í eina stofnun um vinnu og velferð. Samhliða verði hugað að nýskipan örorku- og endurhæfing- armála þar sem litið verði til möguleika og getu en ekki eingöngu til sjúkdóms- greiningar og færniskerðingar. Aukin áhersla verður lögð á endurhæfingu lífeyrisþega til að tryggja virka þátt- töku þeirra, meðal annars með því að innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Litið verði til þeirra möguleika sem felast í heilsutengdri ferðaþjónustu með það að markmiði að nýta þá þekkingu og kraft sem býr í íslenska heilbrigðiskerf- inu og styrkja um leið stoðir þess. Mikilvægt er að allir hafi möguleika á öruggu húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Innleidd verði ný skipan húsnæðismála til að búa almenningi sambærilegt ör- yggi og valkosti í húsnæðismálum og annars staðar á Norðurlöndum. Markmiðið er að fólk í húsnæðisleit eigi valkosti með eignar-, leigu- og búseturéttaríbúðum, hvort sem það þarfnast húsnæðis í fyrsta sinn eða síðar á lífsleiðinni. Mismunandi búsetuformum verði gert jafnhátt undir höfði. Staðinn verði vörður um Íbúðalánasjóð, sjálfseignarfélög og frjáls félagasamtök sem tryggja hagstætt húsnæði. Dregið verði úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum samhliða auknu framboði óverðtryggðra íbúðalána. Menntun að leiðarljósi Menntun, vísindi og menning eru mikilvægir þættir í endurreisn Íslands. Skap-andi og gagnrýnin hugsun og aukin áhersla á lýðræði og mannréttindi skipa mikilvægan sess í menntun þjóðarinnar. Hlutverk skólastarfs er meðal annars að virkja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í samfélaginu. Leggja þarf áherslu á rannsóknarsjóði sem eru mikilvægir fyrir framþróun vísinda og tækni á Íslandi. Hlúa verður að menningarstarfsemi um allt land með áherslu á íslenska frum- sköpun. Stór hluti af því að efla menntun, vísindi og menningu er að tryggja jafn- rétti til náms og huga að velferð barna og ungs fólks. Mikilvægt er að standa vörð um menntunarstig þjóðarinnar. Gjaldfrjáls grunn- menntun er lykill að félagslegu jafnrétti og velgengni þjóðarinnar til lengri tíma lit- ið. Leitast verður við að tryggja velferð og vellíðan barna og ungmenna í leik- og grunnskólum með öflugu samstarfi ríkis og sveitarfélaga og verður áfram staðið við hugmyndafræði skóla án aðgreiningar. Framfærslugrunnur LÍN verði endurskoðaður með það að markmiði að hækka hann í áföngum og núverandi ábyrgðarmannakerfi afnumið strax á sumarþingi. Tryggja þarf öfluga fullorðinsfræðslu, þ.m.t. íslenskukennslu fyrir útlendinga, og hvetja atvinnulausa til að sækja sér frekara nám við hæfi. Námskrá fyrir öll skólastig verður endurmótuð meðal annars með það að markmiði að efla skapandi og gagnrýna hugsun í allri menntun og efla lýðræð- isvitund. Endurmeta þarf, eftir öran vöxt á háskólastiginu, skipulag og rekstur háskól- anna, samstarfsmöguleika, innviði og fjármögnun, námsframboð og aukna mögu- leika á fjarnámi í háskólum landsins Mikilvægt er að sú vinna fari fram í samráði hins opinbera og háskólasamfélagsins. Staðinn verður vörður um samkeppnissjóði og áfram tryggt öflugt rannsókna- starf í landinu. Mótuð verði menningarstefna til framtíðar í samráði við listamenn og aðra þá sem starfa að menningarmálum. Hafin verði vinna við að innleiða tillögur um íslenska málstefnu. Ríkisstjórnin mun vinna með hagsmunaaðilum að undirbúningi á viðurkenningu táknmálsins á kjörtímabilinu. Tekin verði ákvörðun um með hvaða hætti táknmálið verði viðurkennt og hvað felist í slíkri viðurkenningu. Atvinnumál Meginverkefni ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum verður að draga úr atvinnu-leysi með markvissum aðgerðum, útrýma langtímaatvinnuleysi og skapa traustari grundvöll fyrir íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Áhersla verður lögð á fjöl- breytt atvinnulíf, jafnan en stöðugan hagvöxt, nýsköpun og sjálfbæra nýtingu til lands og sjávar. Ríkisstjórnin tekur í arf atvinnuleysi í sögulegu hámarki og atvinnulíf í miklum þrengingum í kjölfar hruns fjármálakerfisins. Ef ekkert verður að gert munu þús- undir Íslendinga verða óvirkir á vinnumarkaði um langa hríð með alvarlegum fé- lagslegum afleiðingum. Mikilvægt er að fólk hafi tækifæri til að nýta hæfileika sína, þekkingu og metnað og að virkja vinnufúsar hendur með fjölbreyttum vinnu- markaðsúrræðum og menntun. Brýnt er að verja störf samhliða því sem gripið verði til aðgerða til að störfum fjölgi. Allar aðgerðir taka mið af ólíkri stöðu kynjanna og mismunandi áhrifum á byggðir landsins. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að mótuð verði heildstæð atvinnustefna fyrir Ísland, byggð á jafnræði atvinnugreina, jafnrétti kynjanna, heilbrigðum við- skiptaháttum og grænni atvinnuuppbyggingu í samræmi við hugmyndafræði sjálf- bærrar þróunar. Jafnframt verði hugað að samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs í alþjóðlegum samanburði. Stefnan verði útfærð í formlegu samráði stjórnvalda, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og háskólasamfélagsins. Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Ný ríkisstjórn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.