Morgunblaðið - 11.05.2009, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.05.2009, Qupperneq 21
Umræðan 21BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 ESB VILL taka af okkur sjálfstæðið og fullveldið, það vill taka af okkur fiskinn og orkuna. Ísland verður hjáróma og áhrifalaus nýlenda í ESB, Ísland hefur ekkert að gera við evruna. ESB vill innlima Ísland, land- búnaðurinn hrynur ef Ísland gengur í ESB, Ísland verður „fylki í öðru ríki“. Svo segja andstæðingar ESB. Það er verið að hræða Íslendinga með ESB, Evrópusambandinu. And- stæðingar ESB-aðildar (og aðild- arviðræðna líka!) sjá rautt þegar þeir heyra orðið og mála gjarnan þá mynd af ESB að það sé eins konar hrægammur, sem bíði þess eins að ræna okkur og rupla, eins og vík- ingar af gamla skólanum. Fátt er hins vegar sem styður þessa skoðun: Hefur ESB tekið yfir olíulindir Breta? Nei. Skóga Finnlands, járn- grýti Svíþjóðar? Nei. Sjávarútveg Möltu? Nei. Og Ísland verður aldrei „fylki í öðru ríki“, einfaldlega vegna þess að ESB er ekki ríki, heldur samband sjálfstæðra og fullvalda að- ildarríkja. Það eru einfaldlega ekki hags- munir ESB að hegða sér með þeim hætti sem andstæðingar þess segja það gera. ESB hegðar sér heldur ekki þannig. Það er andstætt eðli ESB, sem m.a. gengur út á frið, við- skipti, jafnrétti, lýðræði og mann- réttindi. Andstæðingar ESB tala t.d. lítið um jafnréttismálin, mannrétt- indamál og þá staðreynd að ESB er helsti fjárveitandi á sviði þróun- araðstoðar. ESB hefur t.d. varið miklu fjármagni í upp- byggingu á Gaza eftir „aðgerðir“ Ísr- aelsmanna á síðasta ári. Einnig veitti ESB tugi milljarða íslenskra króna til uppbyggingar eftir jarðskjálftana á Ítalíu í byrjun apríl. Orðfæri andstæðinga ESB og aðildar Íslands er oft á tíðum mjög merkilegt. Tökum orðið innlimun, en í fjöl- miðlum hafa birst greinar þar sem fullyrt er að ESB vilji „innlima“ Ísland. Hvað felst í orðinu innlimun? Adolf Hitler innlimaði Austurríki árið 1938 í „forleik“ hans að seinni heimsstyrj- öld. Hinn grimmi einræðisherra Sovétríkjanna, Jósef Stalín, innlim- aði Eystrasaltslöndin (Eistland, Lettland og Litháen) árið 1940 með hervaldi. Þar með hófst áratuga kúgun þessara þjóða. Dettur einhverjum heilvita manni í hug að ESB ætli að innlima Ísland? Þvílík fjarstæða. ESB er ekki einu sinni með her, til að byrja með. Hvernig ætti ESB að innlima Ís- land? Málflutningur af þessu tagi dæmir sig sjálfur og er einungis til þess fallinn að hræða fólk og draga upp mynd af ESB sem einhverri grýlu eða samansafni af vondu fólki með illar áætlanir í ætt við þá tvo náunga sem ég nefndi hér að ofan. Eystrasaltslöndin losnuðu undan járnhæl kommúnisma í byrjuna ní- unda áratugar síðustu aldar. Eftir að hafa losnað undan raunverulegri innlimun notuðu þau nýfengið frelsi til þess að sækja um aðild að ESB, sem fullvalda og sjálfstæð ríki. Og eru þar nú innanborðs, sem fullgildir aðilar. Göran Persson, fyrrverandi for- sætisráðherra Svía, sem sjálfur leiddi Svía út úr bankakreppu á svip- uðum tíma og Eystrasaltsríkin urðu frjáls, skrifaði eitt sinn í bók að „sá sem skuldar er ekki frjáls“. Þar átti hann við að skuldir byndu menn á klafa. Íslendingar glíma nú við mikinn vanda og miklar skuldir, m.a. vegna gjaldmiðilshruns. Aðildarviðræður og aðild að ESB munu senda þau skilaboð til um- heimsins að landið ætli að verða eðli- legur hluti af hinni efnahagslegu og pólitísku þróun sem átt hefur sér stað í Evrópu. Íslendingar eiga skilið, og rétt á; stöðugleika, nothæfum gjaldmiðli, vera lausir við hávaxtaokur og verð- bólgu (þótt vissulega sé hún að minnka um þessar mundir), sem hef- ur verið krónískt vandamál hér á landi. Hlutir af þessu tagi eru sjálf- sögð mannréttindi. Fyrir fjöl- skyldur, fyrirtæki og komandi kyn- slóðir. Aðild að ESB er mikilvægur hluti af lausninni. Við getum ekki farið hrædd inn í framtíðina! Margir andstæðingar ESB vilja greinilega að við leggjum þannig í þá ferð, sjá ekkert jákvætt við ESB og nota því hræðsluáróður sem sitt helsta vopn. En það vopn bítur ekki til lengdar. Með hræðsluna að vopni Eftir Gunnar Hólm- stein Ársælsson » Adolf Hitler innlim- aði Austurríki, Stal- ín Eystrasaltslöndin. Að ESB ætli að innlima Ís- land er firra og ekkert annað en hræðsluáróð- ur. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Höfundur er stjórnmálafræðingur. ÞAÐ ER sérstök tilfinning að koma inn í stofnunina Alþingi sem starfsmaður nýrrar stjórn- málahreyfingar. Stofnunin gerir mann á undarlegan hátt smáan. Maður fer ósjálfrátt að hvísla og tala lágstemmt. Ég veit ekki hvort rétta orðið til að lýsa þessu er helgislepja, en það er einhvers konar kirkjuleg stemning inni í þessu húsi. Form- legheitin eru mikil og manni líður eins og peði í valdatafli hinnar ósýnilegu stjórnsýslu, sem öllu ræður og stýrir á Íslandi. Gangverkið tifar af sjálfu sér, trekkt upp af embættismönnum sem hafa verið á sínum póstum lengur en þau sjálf vilja vita – sum hver. Það verður að hverfa frá þessari endalausu stöðumatsskák sem hef- ur verið leikin allt of lengi á Al- þingi. Snúa af braut valdatafls fárra útvaldra og inn á braut ár- angurs fyrir þjóðina sjálfa. Tefla til árangurs fyrir fjöldann en ekki frægðar fárra. Hætta atskákmót- um á Alþingi. Örva þor, frjóa hugsun, skarpan huga og heild- rænni árangur. Inni á Alþingi eiga menn að finna fyrir klukkunni og þjóðinni sem hinum raunverulegu taflmönnum. Starfsmenn Alþingis verða að vita að skákin sem þar er leikin er aðeins tefld fyrir þjóðina – og verða að skilja að fall á tíma er töpuð skák. Stöðumatið má aldrei taka of langan tíma. Þjóðin sjálf er undir! Alþingi er íslenskur fílabeins- turn. Þar virðist lífið líða áfram eftir rásum sem eru svo djúpar að nýjum þingmönnum þarf að kenna hvernig rás- irnar virka og hvert þær leiða. Ég efa ekki að vinnustaðurinn Al- þingi sé þægilegur og notalegur vinnustaður skipaður hæfu starfs- fólki. En er Alþingi skilvirkur vinnu- staður? Ef það er rétt sem sagt er að aðeins 13% þjóðarinnar beri traust til Alþingis sem stofnunar, þá vantreysta 87% þjóðarinnar stofnuninni og skákmeisturum hennar. Við slíkt ástand verður ekki unað og við því verður að bregðast hratt. Það hlýtur að koma í hlut nýrra þingmanna, nýrra skákmeistara í valdatafli þjóðarinnar að byggja upp traust þjóðarinnar á Alþingi og í raun allri íslenskri stjórn- sýslu. Gömlu stórmeistararnir eru of fastir í viðjum stöðumatsins, með sömu afbrigðin, sömu leik- flétturnar, teflandi allt of langar skákir meðan þjóðinni blæðir. Borgarahreyfingin kemur með fjóra nýja skákmeistara að tafl- borði valdsins á Alþingi. Þau koma fersk og með þor til að prófa ný afbrigði og nýjar leikfléttur. Gömlu flokkarnir leiða vissulega fram nýtt fólk að taflborðinu. En það er hætt við því að þau verði of niðurnjörfuð í djúpar rásir flokka sinna og foringja. Að leikir þeirra verði kunnuglegir. Engin ný af- brigði. Að þau komi þvinguð til leiks inn í stöðumatsformatið. Ég vona að svo verði ekki. Klukkan gengur – hvítur á leik. Lítill tími eftir og staðan er afar snúin. Svartur virðist vera með betri stöðu. Hver verður næsti leikur hvíts? Stöðumatið má ekki taka lengri tíma. Valdatafl á Alþingi meðan þjóðinni blæðir Eftir Jóhann Kristjánsson » Gömlu stórmeist- ararnir eru fastir í viðjum stöðumatsins, með sömu afbrigðin, sömu leikflétturnar, teflandi allt of langar skákir meðan þjóðinni blæðir Jóhann Kristjánsson Höfundur er framkvæmdastjóri þing- hóps Borgarahreyfingarinnar. ÞAÐ ER mikið áhyggjuefni, sér- staklega núna þegar kreppir að, hve mikið er verslað í lágverðs- verslunum. Ég hlustaði nýlega á spjall inni á Barnalandi og flestar sem tóku þátt í spjallinu versla í lágverðsverslunum. Það er skelfilegt að hugsa til þess hvernig þessi lágverðsfyrirtæki standa að framleiðslunni; eiturefnanotkunin er mjög mikil, sérstaklega í bómull- arræktun og í framleiðslunni, svo ekki sé minnst á hvernig komið er fram við blessað fólkið í þróunarlönd- unum. Hægt er að lesa sér til um þetta inni á http://www.litlakistan.is/ ?i=80&expand=82 þar sem er fróð- leikur um þessi mál og upplýsingar um merki sem eru á fatnaðinum til þess að upplýsa um gæði og siðgæði í framleiðslunni. Í framtíðinni verður hægt að rekja hverja flík, merki með númeri sem hægt er að rekja og fá upplýsingar um framleiðsluna. Það versta við þetta allt saman er að þessi lágverðsfyrirtæki eyðileggja um leið markaðinn fyrir heilbrigðari og betri vörur. Almenningur á Íslandi virðist ekki vera vel upplýstur um þessi mál. Verslanir sem bjóða líf- rænar og Fair Trade-vörur hafa átt erfitt uppdráttar hér á Íslandi, það eru helst útlendingar sem vilja kaupa þessar vörur og stuðla þannig að heil- brigðari lífsháttum og meiri sann- girni í alþjóðaviðskiptum. Banda- ríkjamenn hafa tekið sig verulega á með allan innflutninginn frá Kína þar sem búið er að setja lög um eiturefna- prófanir, CPSIA Consumer Products safty improvement act, en þau koma til framkvæmda á næsta ári. Þeir að- ilar sem Litla kistan verslar við í Bandaríkjunum eru þegar komnir með þessi próf og sum eru líka að vinna að því að bæta vinnuskilyrði með CARE-ferlinu ITCI CARE pro- cess. Æ fleiri framleiðendur eru farn- ir að bjóða hluta af framleiðslunni úr lífrænum efnum og fatnaðurinn er eiturefnaprófaður á lokastigi með ökotex-vottun en það þarf að upplýsa almenning um þessi merki, annars skilar þetta litlum árangri. Verðið er ekki miklu hærra þótt áreiðanleiki vörunnar sé mun meiri. Það er ekki spurning að börnunum líður miklu betur í flíkum án eiturefna og lífræna bómullin er mjúk og fín fyrir okkur öll. GUÐBJÖRG EGGERTSDÓTTIR, rekstrarhagfræðingur. Allar barnavörur eiturefnaprófaðar Frá Guðbjörgu Eggertsdóttur Guðbjörg Eggertsdóttir FERMING- ARGJÖF syst- ursonar míns hafði á skömmum tíma hækkað í verði vegna geng- isbreytinga, hruns krónunnar, að það var komið yfir leyfileg mörk fyrir einn hlut, sem má flytja með sér tollfrjálst til landsins. Það kom í ljós að þessi mörk fylgja sem sé ekki gengi erlends gjaldmiðils eins og eðli- legt væri, sem er skandall útaf fyrir sig. Ég var staðinn að verki í tollgæsl- unni og þurfti að greiða gjöld af tölv- unni. Starfsmenn tollsins sýndu fyllstu kurteisi enda ekki við þá að sakast, þeir setja ekki reglurnar, ef eitthvað er þá er þeim vorkunn. Hvað er svo athugavert við þennan atburð? Hvergi á byggðu bóli nema á Ís- landi er tollvörðum uppálagt að vernda íslenska smásölu á almennum varningi þ.e.a.s. fyrir utan áfengi, tóbak og annað dóp eða vörur sem geta borið með sér smithættu. Þetta eru augljóslegar hömlur á sam- keppni, samkeppni við önnur lönd, og ætti Samkeppniseftirlitið að skoða málið. Hérna er ríkið að ná tekjum sem beinlínis má tengja slöku gengi íslensku krónunnar. Þetta er siðlaust. Í mörgum fríhöfnum erlendis er verð gefið upp í sterkum gjaldmiðlum svo sem evrum eða dollurum. Öll leyfileg hámörk ættu þess vegna að fylgja þessum sterku gjaldmiðlum. Hver er svo upplýsingaskylda frí- hafnarverslunarinnar, í þessu tilfelli verslunarinnar Elko? Hluturinn er keyptur í komuverslun Fríhafn- arinnar og því augljóst að hann væri á leið inn í landið. Væri ekki eðlilegt að verslunin upplýsti hvað hluturinn kæmi endanlega til með að kosta þeg- ar hann er fluttur löglega inn og gjöld hafa verið greidd? Er þetta hluti af blekkingu eða hvatning til lögbrots? Eru þetta eðlilegir viðskiptahættir? Fróðlegt væri að fá skoðanir ráðu- neytisins sem ákveður reglurnar, toll- varða, Samkeppniseftirlitsins og verslana Fríhafnarinnar á þessu máli, því hér er örugglega ekki um einn einangraðan atburð að ræða. FRIÐRIK G. FRIÐRIKSSON, fararstjóri erlendis hjá Úrvali Útsýn. Svínarí í Leifstöð Frá Friðrik G. Friðrikssyni Friðrik G. Friðriksson ÞAÐ VORAR snemma í Mýrdalnum og haustar seint. Vor- verkin hefjast snemma, undirbún- ingur uppskerustarfa er hafinn. Sáning garð- ávaxta og fóðurrækt- unar fyrir skepnurnar er komin í fullan gang. Girðingarnar eru lag- aðar og skítadreifarar bændanna hafa verið dregnir út til að bera skarn á hóla. Og fljótlega fara bændur að bera áburð á tún sín. Enn einu sinni er búið að taka um- deilda ákvörðun um að loka vinsæl- asta ferðamannastaðnum í Mýrdal í byrjun sumars. Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að loka Dyrhólaey fyrir almennri umferð til 25. júní. Þetta er gert í samræmi við lög um friðlýsingu hennar. Samhliða ákvörðun Umhverf- isstofnunnar er ráðgert að fylgjast með varpinu um miðjan næsta mán- uð og ákveða í fram- haldi af því hvort opna eigi afmarkaða hluta Dyrhólaeyjar fyrir um- ferð. En hversu mikilvægt er að friða Dyrhólaey? Er um að ræða svo mikilvægan þátt í af- komu bænda sem nytja svæðið, að nauðsynlegt sé að loka einum vin- sælasta viðkomustað ferðamanna í Mýrdalnum um langa tíma, fram yf- ir mitt sumar? Ég veit ekki til þess að á mörgum síðari árum hafi æð- arvarpið á Dyrhólaey, eða við jaðra hennar verið sérlega eflt. Með þessari áralöngu lokun hefur vargi fjölgað gríðarlega á svæðinu. Þessi „friðunartími“ verður til þess að rebbi og minkurinn hafa gott að- gengi að hreiðrum og fugli á eynni. Umgengni mannsins fælir þessi dýr frá eynni og varpsvæðum þar. Ég veit heldur ekki til þess að af- koma landeigenda sé á nokkurn hátt tengd því að hafa tekjur af fuglalífi í og við Dyrhólaey. Það hefur áratug- um saman verið lokað fyrir umferð út í Dyrhólaey yfir stóran hluta sum- arsins. Forvitnilegt væri að vita það hve mikið tekjurnar hafa aukist af dúntekju á eynni. Ég hef heldur ekkert fengið að heyra eða lesa um rannsóknir á svæðinu. Hvaða áhrif friðunin hefur haft á viðkomu dýra- lífs á svæðinu. Hvers vegna loka Dyrhólaey? Eftir Njörð Helga- son »Er um að ræða svo mikilvægan þátt í af- komu bænda sem nytja svæðið, að nauðsynlegt sé að loka einum vinsæl- asta viðkomustað ferða- manna í Mýrdalnum ... Njörð Helgason Höfundur er húsasmiður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.