Morgunblaðið - 11.05.2009, Side 33

Morgunblaðið - 11.05.2009, Side 33
Það er ótrúleg seigla í StarTrek-smiðjunni, sem hófstarfsemina með sjónvarps-þáttaröð árið 1966. Röskum 40 árum, fjölda sjónvarpsþátta og tíu myndum síðar, kemur glænýtt upp- haf með glænýjum Kirk (Pine), kapt- eini á geimskipinu Enterprise, jafnt sem öðrum áhafnarmeðlimum, hinum hálf-mennska Spock Quinton), og öðrum persónum sem sjónvarps- og bíógestir þekkja frá fyrri tíð. Sjálfsagt verður myndinni fagnað lengst og mest af svokölluðum „Trekkurum“, harðkjarna aðdáend- um Star Trek ævintýrsins, en þeir skipta milljónum í öllum heims- hornum. Þeir sem aðrir fá talsvert fyrir sinn snúð á hinu nýja upphafi. Enterprise er sem fyrr skipað mis- litum hóp vísinda- og stríðsmanna sem vinna saman undir merkjum Sambandsins (ekki SÍS, vel að merkja). Þeir standa í eilífri baráttu við erkifjendurna, Rómúlana, undir stjórn hins hatursfulla Neros (Bana). Fylgst er með uppvexti Kirks og Spacks, hvernig leiðir þeirra liggja saman og hinn hálf-vúlkanski Spock og sá ódæli Kirk verða smám saman vinir og vopnabræður sem bjarga sól- kerfinu. Þeir hressa upp á áhöfnina, lækn- irinn „Bones“ McCoy (Urban) og Rússinn barnungi, Chekov (Yelchin) auk Sulu, Clegg og allra hinna. Boð- skapur myndarinnar er sem fyrr að sameinaðir stöndum vér í eilífri bar- áttu við illskuna, sem í Star Trek, kemur að mestu utan úr óravíddum algeimsins. Fátt er um frumlega drætti í fram- vindu og persónugerð en þess ber að geta að hún er vel lukkuð, kraftmikil, hröð og í höndum leikara sem eru vel til þess fallnir að fást við goðsagna- kennda forvera sína. Engu að síður eru það leiktjöldin og tæknivinnan sem fær mann til að grípa allnokkur andköf, svo frábærlega er útlit og brellur af hendi leyst í myndinni. saebjorn@heimsnet.is Star Trek „Fátt er um frumlega drætti í framvindu og persónugerð en þess ber að geta að hún er vel lukkuð, kraftmikil, hröð og í höndum leikara sem eru vel til þess fallnir að fást við goðsagnakennda forvera sína.“ Trekkarar á tímamótum Sambíóin, Laugarásbíó Star Trek bbbmn Leikstjóri: J. J. Abram. Aðalleikarar: John Cho (Sulu), Ben Cross (Sarek), Bruce Greenwood (Pike), Simon Pegg (Scotty), Chris Pine (Kirk), Zachary Quinto (Spock), Winona Ryder (Amanda Grayson), Zoë Saldana (Uhura), Karl Ur- ban (Bones), Anton Yelchin (Chekov), Eric Bana (Nero) and Leonard Nimoy (Spock Prime). 125 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI STAR TREK XI kl.8 - 10:30 NEW IN TOWN kl. 8 ALFREÐ E. OG LOFTLEIÐAMYND kl. 10 / AKUREYRI STAR TREK XI kl. 8 - 10:20 ALFREÐ G. OG LOFTLEIÐAMYND kl. 8 CRANK2 : HIGH VOLTAGE kl. 10:20 / KEFLAVÍK 17 AGAIN kl. 8 ALFREÐ E. OG LOFTLEIÐAMYND kl. 8 OBSERVE AND REPORT kl. 10:20 STATE OF PLAY kl. 10:20 / SELFOSSI HÚN ELSKAÐI ALLT SEM MIAMI HAFÐI UPPÁ AÐ BJÓÐA EN TIL ÞESS AÐ FÁ STÖÐUHÆKKUNINA SEM HANA HEFUR ALLTAF DREYMT UM VERÐUR HÚN AÐ FLYTJA Í MESTA KRUMMASKUÐ ÍHEIMI! SÝND MEÐÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA VINSÆL ASTA MY NDIN Í HEIMIN UM Í DA G! “FUNNY AS HELL…” PETER TRAVERS / ROLLING STONE SÝND Í KRINGLUNNI MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHEAL BAY SÝND Í ÁLFABAKKA “MONSTERS VS ALIENS HEFUR ÞETTA ÞVÍ ALLT. SKEMMTILEGA SÖGU, FLOTT ÚTLIT, GÓÐAN HÚMOR OG FERLEGA FLOTT LEIKARAGENGI Í SVO MIKLU STUÐI AÐ ÞETTA GAT EKKI KLIKKAÐ.” - Þ.Þ., DVSÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI L L 10 L 10 16 12 L L 16 Um það má lengi deila hver er besta Star Trek myndin af þeim 11 sem komnar eru á markaðinn. Undirritaður er þó ekki í minnsta vafa um að það sé Star Trek: Wrath of Khan (eða Star Trek II.). Þá liðinn sé röskur aldar- fjórðungur síðan hún var sýnd eru átökin á milli Enterprise- áhafnarinnar (sem þá var undir stjórn gamla, góða Williams Shatners og Leonards Nimoy), og illmennisins Khan, ein þau bestu. Enda Ricardo Montalban eitt minnisstæðasta illmenni seríunnar. Star Trek IV: The Vo- yage Home (1984), er heldur ekki langt undan. Úrvalsmyndir báðar tvær. HVER ER SÚ BESTA? Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „HELGIN er búin að vera vinna, vinna og vinna,“ segir Jónatan Garð- arsson fararstjóri íslenska Evró- visjónhópsins þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans í Moskvu í gær. „Í gærkvöldi [laugardag] fór- um við í partý sem gríski flytjandinn hélt í Euroklúbbnum. Þar fluttu margir keppendur lagið sitt og m.a. Jóhanna sem var næstsíðust á svið, á undan Grikkjanum,“ segir Jónatan og bætir við að flutningur Jóhönnu hafi lukkast mjög vel. „Þau sungu eftir undirspili af diski á meðan hinir voru með svokallað „Sing On“ og hermdu eftir sjálfum sér. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við því að Jóhanna hafi sungið í alvörunni.“ Mikið havarí átti sér stað í keppn- ishöllinni á laugardaginn þegar sjálf- ur Pútín, forsætisráðherra Rúss- lands, leit þar inn. „Maður fann að það var eitthvað einkennilegt í gangi og svo kom hann. Það var mjög erfitt að sjá hann og hvað þá mynda, Pútín er ekki mjög hávaxinn og það voru örugglega um 20-30 tröllvaxnir ör- yggisverðir í kringum hann sem hrintu fólki frá. Evróvisjón er stórt mál hér og ríkisstjórnin setur mik- inn pening í keppnina.“ Opnunarveisla í gærkvöldi Í gær var Jónatan með öðru sjón- varpsfólki við vinnu í keppnishöllinni en um kvöldið var opnunarhátíð Evróvisjónkeppninnar og var Jón- atan að búa sig undir hana um leið og hann spjallaði við blaðamann. „Jóhanna var í viðtölum í dag og síðan var söngæfing kl. 16 en nú eru allir að gera sig klára fyrir opnunar- veisluna sem borgarstjórn Moskvu og ríkisstjórn Rússlands halda í Euroklúbbnum í kvöld. Á morgun [í dag ] byrjar dagurinn á fundum hjá okkur sjónvarpsfólk- inu og svo þurfum við að vera komin í höllina um hádegi en fyrsta bún- ingarennsli er kl. 14. Síðan er annað eins rennsli um kvöldið þegar dóm- nefndir horfa á. Á eftir fer Jóhanna í Euroklúbb- inn og syngur „The Winner Takes It All“ með Abba. Í ár eru 35 ár síðan Abba vann keppnina og það er hálf- gerð afmælisveisla í klúbbnum ann- að kvöld þar sem Jóhönnu var boðið að syngja Abba-lag.“ Að sögn Jónatans er Jóhanna að fá góða athygli og samkvæmt óform- legri könnun sem á sér stað í höllinni er henni spáð öðru sæti upp úr sín- um riðli. Bosníu-Hersegóvínu er spáð sigri. Fríður flokkur Erna Hrönn, Jóhanna Guðrún og Hera Björk í teiti hópsins í íslenska sendiráðinu í Rússlandi á föstudagskvöldið. Pútín kíkti í keppnishöllina  Evróvisjónhópurinn fór í grískt partý  Íslenska laginu spáð öðru sæti í sínum riðli á eftir Bosníu-Hersegóvínu Stórlax Pútín heimsækir Evró- visjónhöllina í fylgd lífvarða. Innlifun Jóhanna Guðrún syngur í gríska partýinu á laugardaginn. Ljósmynd/Jónatan Garðarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.