Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 62
Laus við f jötra
— Guð hjálpi mér, — bað Sigríður frá Gróf, sem aldiei var svo
óvarkár, að leggja nafn guðs síns við hégóma. En nú varð henni
svo mikið um, að hún hrópaði ósjálfrátt nafn hans. — ísland hafði
verið hernumið. Hermennirnir höfðu tekið útvarpsstöðina og
símann. Ekkert lá á að fréttir bærust, — og hún vissi ekki, hvað
og hvað þeir höfðu gert.
Sigríður lét hendurnar hvílast, hún gat ekki stjórnað þeim til
verka. Hún var varla hálfnuð með morgunverkin, þegar Hörður
sonur hennar kom inn og sagði fréttirnar.
— Guð hjálpi okkur, Hörður minn, — sagði ekkjan í innilegum
trúnaði við son sinn. — Ilvað verður gert við okkur, — allt unga
fólkið hérna. — Og hún renndi huganum yfir barnahóp sinn, og
yfir allan stóra mannslega hópinn, sem hún sá daglega fara um
götuna, þegar hún gaf sér tóm til að líta út um gluggann.
— Ætli það sé nokkur hætta á ferðum, mamma, — sagði piltur-
inn hughreystandi.
Ekkjan svaraði engu. Það var til lítils að gaspra, — en þetta var
alvarlegt mál. Hún leit á dagatalið. Það var 10. maí 1940, sem
þessi ósköp dundu yfir. Blessað sumarið fór í hönd. — Hún gat
ekki gert sér í hugarlund, hvað hér eftir myndi gerast, það hring-
snerist allt í hennar hugarheimi.
Hörður bað móður sína að vera hughrausta, kvaðst vona, að
engin hætta fylgdi þessu hernámi, og með það flýtti hann sér til
vinnu.
Öll hin börnin voru farin til vinnu sinnar, nema Svala. Hún
var morgunvær og hafði lítið fyrir stafni. Hún var líka aðeins
f,0 EMBLA