Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 81
ömmu í kvöld. Ég var kannske með svolítið molakorn upp í
munnaholurnar litlu. — Já, það er slæmt að komast ekki áfram. —
Blessuð börnin eru alltaf svo bráðlát."
Sá gamli ýtir gullSpangagleraugunum upp á nefið. „O, ekki
vorkenni ég krakkasneypunum, einhvers staðar inni í hlýjum
húsum, þótt J:>au séu ekki alltaf að jóðla á sætindum. — Því segi
ég það, samgöngurnar voru betri í Ameríku. — Eða |já ávextirnir,
J^essir safaríku, nýju, eins og hver vildi.“
Sú gamla blæs fyrirlitlega fram um nefið og þusar: „Hvað
ætli mann varði svo sem uin Jjá í Ameríku. Eti þeir sína ávexti
eða hvað Jsað nú er, sem þeir leggja sér til munns. Ég get munað
eftir litlu börnunum hans Dodda rníns fyrir því.“
í þessum tón halda þau áfram góða stund. En við brosurn hvert
til annarra í glaðri vissu þess að eiga langt í land að ganga í barn-
dóm.
Nú er farið að safna sainan öllu matarkyns, sem finnst í bíln-
um, og skipta því meðal farþeganna. Þegar því er lokið, er tekið
að hlúa að sér eftir beztu getu. Nokkrir sofna fljótlega, aðrir raula
undir við söng óveðursins.
Velbúni Ameríkufarinn lieldur báðum liöndum föstu taki utan
mn silfurstafinn sinn og horfir reistu höfði upp í loftið. Við hlið
Iians situr gamla konan í snjáða rykfrakkanum og drýpur ltöfði.
Þau eru hætt að J?refa. Bílstjórinn slekkur Ijósið.
Með morgninum lægir veðrið og birtir í lofti. Mönnum kemur
saman uin, að bezt muni að hyggja á göngu og rcyna að komast
til baka í Skíðaskálann.
Flestir reynast göngufærir, þrátt fyrir hroll og stirðleika eftir
kulda og kreppu næturinnar. — Aðeins Ameríkufarinn og gamla
konan í snjáðu kápunni eru dæmd úr leik.
„Ég skal sjá um, að ykkur verði færður matur svo fljótt sem
liægt er,“ kallar bílstjórinn inn til þeirra. „Svo reynum við að
sækja ykkur á sleða."
Ég sneri mér að bílstjóranum: „Við getum ekki skilið þau
ein eftir, Ég verð kyrr.“
Við vorum orðin þrjú eftir. „Það miðar lítið núna,“ sagði
EMBLA 79